Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR U mh verfismerkingar Hvenær og hvernig ætlar íslenskur sjávarútvegur að bregðast við? „OHAÐA fjölþjóða- stofnunin «X» staðfest- ir að þessar sjávarfurð- ir eigi uppruna sinn úr stofni sem nýttur er á sjálfbæran og ábyrgan hátt samkvæmt staðli sem viðurkenndur er af aðildarríkjunum." Sterkar líkur eru á að sjávarafurðir verði merktar svipað þessu í framtíðinni. Svona merldngar eru kallaðar umhverfismerkingar. Þeir sem standa utan þeirra geta átt á hættu að verða útilokaðir frá því að selja afurðir sín- ar innan helstu mat- vælakeðja hins vestræna heims. Fólk mun írekar kjósa umhverfis- merkta vöru. Nú má hvenær sem er vænta stórfelldrar gagnrýni á fískveiðar heimsbyggðarinnar. Margt bendir til að sú herferð sé reyndar hafin. Neytendur, dreifingaraðilar, fjöl- miðlar, stjórnmálaöfl og umhverfis- verndarfólk koma í auknum mæli til með að seilast til áhrifavalda í tengslum við framkvæmd fiskveiða. Nýting fiskistofna verður einfald- lega ekki lengur talin eingöngu koma þeim ríkjum við sem gera til- kall sitt til eignar og nýtingarréttar á þeim. Megninröksemdin verður að fiskurinn er hluti af forðabúri heimsbyggðarinnar allrar. Því hafi fólk í New York, London eða Róm fullan rétt til að skipta sér af nýtingu matarauðlinda sjávar. i Merkt tré Lengi hefur borið á umfjöllun um slæma umgengni við skóglendi jarð- ar. Þetta hefur m.a. leitt til þess að nú eru skógarafurðir seldar víðs- vegar í vestrænum löndum merktar umhverfismerki sem ber heitið For- est Stewardship Council. Neytand- inn telur sig fá sjálfkrafa ábyrgð fyrir að hann sé að kaupa afurð sem uppruna á úr skógum nýttum á ábyrgan og umhverfisvænan hátt. Þessi umhverfismerking hefur Magnús Þór Hafsteinsson WARNEKS Flott undirföt \ Kringlunni | s. 553 7355 ''SfS7 verið mjög vel heppn- uð, ekki síst viðskipta- lega séð. Það viður- kenna þeir sem selja slíka vöru. Margt bendir til að neytendur vilji sjá svona merki á vörum sem þeir kaupa. Þau eiga nefnilega að vera jákvæð, og von- andi verða þau það. Nú er röðin komin að fiskinum. Með slík- um merkjum er ein- faldlega verið að reyna að mæta umhverfis- kröfum og vaxandi áhyggjum neytenda vegna ástands hafsins í sömu andrá. Neytandinn má ekkert vera að því að setja sig inn í smáatriði um einstakar þjóðir eða fiskistofna. Merktur fiskur Umhverfismerki Marine Stew- ardship Council (MSC), sem nota á fyrir sjávarafurðir, verður tekið í Ef við tökum ekki þátt í því starfi sem nú er hafið, segir Magnús Þór Hafsteinsson, munum við vakna upp við þá staðreynd að búið verður að setja leikreglurnar. notkun í ár. Matvælarisinn Uni- lever og umhverfisverndarsamtök- in WWF standa að baki þess sem í framtíðinni á að verða sjálfstæð stofnun sem ákveður hvort gefa beri sjávarafurðum umhverfis- merki eftir fyrirfram ákveðnum reglum og gegn ákveðnu gjaldi. Takist þessu merki að ná fótfestu meðal neytenda munu afurðir sem skortir það, eða svipuð merki í framtíðinni, standa verr að vígi á mikilvægum mörkuðum en afurðir sem bera þau. Merki MSC er eina haldfasta áætlunin sem smásöluaðilar í Evr- ópu hafa til að taka afstöðu til nú. Stórar verslunarkeðjur eru á hött- unum eftir slíku merki. Þær verða mjög viðkvæmar fyrir hugsanlegum hótunum umhverfissinna um að hvetja til að neytendur sniðgangi sjávarafurðir vegna þess að þeirra hafi verið aflað með meintri rányrkju. Með umhverfismerktar sjávarafurðir í hillunum bæta þær ímynd sína og slá haldgóðan varnagla sem gott verður að hafa þegar herferðin hefst gegn meintri þrautpíningu fiskistofna heimsins. Þær stökkva nú á fyrsta tækifæri sem gefst. Sjávarafurðir verða umhverfis- merktar með einum eða öðrum hætti í nánustu framtíð og MSC hefur forskotið í dag. Mörkuð tímamót Nú í vor sat ég tvær ráðstefnur á vegum Norrænu ráðherranefndar- innar sem fjölluðu um framtíðaraf- stöðu sjávarútvegs á Norðurlöndum til umhverfismála. Þar var saman- komið fólk frá öllum Norðurlönd- um. Fulltrúar stjórnvalda, hags- munasamtaka og ekki síst fjölmiðla. Islendingar voru sorglega fámennir á þessum ráðstefnum. Síðari ráðstefnan var haldin í Stokkhólmi í maí. Hún markar tímamót í þessari umræðu á Norð- urlöndum. Þar var lögð fram mjög athyglisverð skýrsla sem verður mikilvægt skjal. Skýrslan er tilraun til úttektar á markaðsveruleika sjávarútvegs Norðurlandanna á næstu árum. Hún er gott plagg og kjörin til alvarlegrar umhugsunar. Ætla mætti að sjálf «Norður- landameistaraþjóðin», sem státar af fjölda stórfyrirtækja sem eiga gríð- arlegra hagsmuna að gæta sem varða þjóðina alla myndi nú ekki láta sig vanta þegar svona viðburð- ur er annars vegar. En hver var veruleikinn? Þrír fulltrúar sjávarút- vegsráðuneytisins sátu ráðstefnuna með sjávarútvegsráðherra í farar- broddi. Enginn frá hagsmunasam- tökum útvegsins, hvað þá fyrirtækj- unum, virtist sjá ástæðu til að koma sínum viðhorfum á framfæri. Frá öllum hinum þjóðunum komu full- trúar yfirvalda, hagsmunasamtaka og fyrirtækja sjávarútvegs. Þær eru vaknaðar til vitundar um hvað klukkan slær. Því fer fjarri að allir séu sáttir við hljóminn og lái þeim hver sem vill. Fólk reynir að hafa áhrif á tónana. Undantekningin er Islendingar. Hroturnar í þeim heyrðust alla leið til Stokkhólms. Ekki nógu vel á verði Á góðum stundum tala aðilar inn- an sjávarútvegs gjarnan fjálglega um umhverfismál. Slíkt tal dugir ekki nokkurn skapaðan hlut ef ekki er reynt að koma viðhorfunum á framfæri þar sem þau eiga heima. Við þurfum vart að skammast okkar umfram aðra. En allt tal um að við séum öllum til fyrirmyndar í sjávarútvegi bitnar verst á okkur sjálfum og leiðir umræðuna á villi- götur. Flestir virðast gleypa fréttir af svona sleggjudómum hráa. Þetta skapar falskt öryggi sem er verra en ekkert öryggi. Staða okkar er þó sterk. Við erum á réttri leið að KEW Hobby léttir þér þrifin Bílasápa Staðgreitt kr. 19.944,- Með Hobby 1500 og Dynamic 4600 X-tra getum við boðið þér hagkvæmar lausnir á hreingerningarþörfum þínum. Undirvagnsspúll Bílasettið inni- heldur þessa þrjá hluti sem gera þvottinn ennþá auðveldari. Staðgreitt kr. 46.994,- Snúningsbursti ÞEKKING • ÚRVAL • ÞJÓNUSTA REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2 • 110 Rvk • Sími: 520 6666 mörgu leyti og höfum ímyndina okkar megin. Aldrei hefur verið mikilvægara að hlúa að þessari ímynd, bæta hana og láta ekkert tækifæri ónotað til að sýna að við erum trúverðug sem ábyrg þjóð þegar nýting hafsins er annars veg- ar. Þetta verðum við að sýna með réttum aðgerðum og fullri þátttöku í umræðu og samstarfi á alþjóða vettvangi. Allt of fáir virðast gera sér grein fyrir mikilvægi þessa máls. Nú er hreinlega verið að leggja línurnar að því hvemig aðlaga beri sjávarút- veginn að auknum umhverfiskröf- um neytenda, en við erum hvergi nærri vel á verði. Umhverfismerk- ing verður mikilvægur þáttur í til- raunum til að færa hið raunveru- lega vald hvað varðar nýtingu á matarauðlindum sjávar í auknum mæli frá stjórnvöldum og sjávarút- vegi einstakra ríkja í hendur utan- aðkomandi aðila. Augu sjávarútvegsins verða að opnast fyllilega fyrir þeirri hættu sem í þessu getur falist. Dansi, dansi dúkkan mín? Það sem gerast mun á næstu ár- um á sviðum umhverfismálaumræð- unnar í tengslum við fiskveiðar mun marka mikilvægan ramma fyrir það hvernig staðið verður að nýtingu fiskistofna heimsins í framtíðinni. I málverkinu sem dregið verður upp innan þessa ramma erum við bara lítil litaklessa. Tökum við ekki fullan og einlægan þátt í því starfi sem nú er hafið munum við vakna upp við þá staðreynd að búið verður að setja leikreglurnar án þess að nokk- ur hafi leitað eftir okkar skoðunum. Þá höfum við bara tvo kosti. Að fylgja nótunum sem búið verður að skrifa eða drepast ella. Margt bend- ir til að tíminn sé að hlaupa frá okk- ur. Fari svo leikur enginn vafi á hvaða kost við veljum. Við dönsum af kappi við tónlistar- verkin sem aðrir hafa skapað án þess að hafa nokkra möguleika til að breyta hvorki takti né tónstiga. Höfundur er fiskeldis- og fiskifræð- ingur. Hann starfar sem fréttaritari Ríkisútvarpsins i Noregi og biaða- maður við norska sjávarútvegsblað- ið Fiskaren. Af þvaggöltum og öðrum sakamönnum ÞAÐ hefur varla far- ið fram hjá nokkrum að mikil herferð hefur verið í gangi hjá lög- reglunni í Reykjavík og víðar gegn svokölluðum hraðakstri sem talinn er helsta meinsemd í umferðarmenningu landans. Það að há- markshraði er víða óraunhæfur og hraða- mælar jafnvel í nýjum bílum ónákvæmir leiðir til þess að annars lög- hlýðnir borgarar lenda í klóm lögreglunnar. Vel hefur veiðst að undanfórnu, enda fann einhver vitringurinn í dómsmálaráðuneytinu upp á því að rétt væri að minnka það frávik sem vera má frá hámarkshraða áður en lagt væri til atlögu. Veiðistaðir voru valdir af kostgæfni og radarmælt þar sem helst má ætla að bráðin gefi sig. Auðvitað kemur betur út að fara í átaksverkefni tímabundið og hvíla hylinn á milli eins og góðum veiðimönnum sæmir. Reyndar hef ég veitt því athygli að ákvæði um hámarkshraða virð- ast ekki eiga við um lögreglubifreið- ar í almennum akstri, enda vart hægt að ætlast til að lögreglumenn virði óraunhæfar hraðatakmarkan- ir. Þó ekki séu bifreiðar þeirra með blikkandi ljós kann að vera að þeir séu einkennisklæddir á leið að sinna brýnum verkefnum í knöppum mat- artíma, t.d. búslóðarflutningum fyr- ir lögreglustjóra. Settur lögreglustjóri í Reykjavík hefur nýlega boðað nýja stefnu í löggæslu í borginni, nú muni lög- reglan taka smámálin föstum tök- um, enda mun vænlegra til árang- urs að fást við þau mál en hin stærri og alvarlegri. Þvaggeltir sem þjóna kalli náttúrunnar á almannafæri verði nú umsvifalaust handteknir og skiptir í því sambandi einu þó al- menningssalerni séu fá og vand- fundin í miðborginni. Meðan úr- ræðaleysi löggæslunnar í fíkniefna- málum er algjört og ofbeldismenn ræna börn og gamalmenni er sjálf- sagt að einbeita sér að þessum brýnu verkefnum. En lögreglan í Reykjavík krækti fyrir nokkrum dögum heldur betur í þann stóra, enda fréttum af afrek- inu umsvifalaust komið til fjölmiðla. Þórður Þórðarson Kona, ellilifeyrisþegi, var tekin á 62 km hraða, handtekin um- svifalaust og færð á lögreglustöðina af tveimur fílelfdum lög- reglumönnum. Það er deginum ljósara að lög- reglan fer offari í sam- skiptum við borgarana í þessum málum. Lög- reglunni ber við beit- ingu valds síns að taka tillit til hagsmuna og réttinda þeirra ein- staklinga sem valdbeit- ingin beinist að. Vart mun alvarleiki brotsins í tilviki sem þessu slík- ur að þörf sé á tafar- lausri handtöku og flutningi með valdi á lögreglustöð með allri þeirri niðurlægingu sem slík meðferð hef- Vart er alvarleiki brotsins í tilviki sem þessu slíkur, segir Þórður Þórðarson, að þörf sé tafarlausrar handtöku. ur í för með sér. Önnur úrræði hljóta að eiga við í slíkum málum. Vinnubrögð sem þessi eru til þess eins fallin að grafa undan trausti al- mennings á lögreglunni og hér eru þess utan ekki í heiðri höfð sjálf- sögð grundvallarmannréttindi. Ég tel að þegar verði að bregðast við þeirri misneytingu valds sem látin er viðgangast í þessum efnum af hálfu lögregluyfirvalda. Það hlýtur að vera aumkunarvert fyrir hinn al- menna lögi'eglumann að þurfa að framfylgja fyi'irmælum sem brjóta í bága við almenna réttarvitund og sitja síðan undir reiði borgaranna vegna óréttlætisins. Eg fæ raunar ekki betur séð en gamla rannsóknarréttarfarið gangi nú aftur og dómsvald og rannsókn sé í raun á einni hendi og refsivend- inum veifað frjálslega. Sorglega fáir hafa hins vegar uppburði í sér til þess að kæra afgreiðslu lögreglu til dómara eftir þá útreið sem þeir hafa fengið. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.