Morgunblaðið - 17.06.1998, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.06.1998, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Brúðulist í sólarblíðu LEIKLIST It r ú ð u b fl I i n n BRÚÐUR, TRÖLL OG TRÚÐAR eftir Helffu Steffensen og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Leikstjóri: Sigrún Edda Bjömsdóttir. Brúðu- stjórn: Helga Steffensen, Sigrún Erla Sigurðardóttir og Frímann Sigurðsson. Leikraddir: Helga Steffensen, Júlíus Brjánsson, Pálmi Gestsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. Tónlistar- og upp- tökustjóri: Vilhjálmur Guðjónsson. Vfsur: Davíð Þór Jónsson, Sigríð- ur Hannesdóttir o.fl. Búningar: Ingibjörg Jónsdóttir. Brúðuhönn- un: Helga Steffensen. Fiskar: Erna Guðmarsdóttir. Árbæjar- safn, 11. júnf. ÞESSA DAGANA er Brúðubíll- inn, leikhús Helgu Steffensen, á ferð um borgina með glænýja sýn- ingu handa bömum og öðrum að- dáendum brúðuleikhúss. Eins og íýrri sýningar Brúðubílsins er hér um að ræða samsetta sýningu þar sem blandað er saman stuttum sögum og söngvum og leitast er við að skemmta og fræða um leið. Bömin er óspart hvött til þátttöku, talað er beint til þeirra, þau spurð spuminga og látin syngja með. Þannig er athygli þeirra fónguð út alla sýninguna og þau skemmta sér konunglega flestöll. Að mörgu leyti fannst mér þessi sýning Brúðubílsins metnaðar- fýltri en þær sem ég hef áður séð. Þetta er þriðja sumarið sem þær Helga Steffensen og Sigrún Edda Bjömsdóttir vinna saman að sýn- ingu Brúðubflsins og kannski verð- ur samvinna þeirra æ betri með tímanum. Handrit þeirra stall- systra er mjög skemmtilega sam- sett. Byrjað er á trúðleik og fræðslu um hvemig hinum ýmsu gerðum brúðanna er stjómað á bak við tjöldin. Þó er hér leikið með mörk leiks og raunveruleika þegar brúðumar taka skyndilega upp á því að neita að hlýða stjóm- endum sínum og reynast jafnvel lifandi. Þá er fluttur lítill söngleikur um hafið og lífríki þess (í tilefni þess að árið 1998 er ár hafsins) og var hann afar sniðugur, ekki síst fyrir hina fi-ábæra fiska sem era hönn- unarverk Ernu Guðmarsdóttur. Hið sígilda leikrit um geiturnar þrjár og tröllið undir brúnni var síðan sýnt í nýrri útgáfu, svo að segja, þar sem söguþræði er hag- rætt svo að smáir áhorfendur verði ekki hræddir. Auk Helgu Steffensen era það brúðuleikararnir Sigrún Erla Sig- urðardóttir og Frímann Sigurðs- son sem bregða sér í hin ýmsu gervi og stjóma brúðum sýningar- innar. Samvinna þeirra var með afbrigðum góð og oft á tíðum undraðist maður að ekki væra fleiri hendur að verki en raun var á. Tónlistin var fjörag og börnin tóku hraustlega undir í þeim söngvum sem þau kunnu. Tónlistin og mest af textanum er tekið upp íýrirfram og leikið af bandi og skapar þetta ákveðna fjarlægð milÚ athafna brúðuleikaranna og textans, en ólíklegt er að hinir ungu áhorfendur skynji þá fjar- lægð svo nokkra nemi. Veðurguðimir hafa svo sannar- lega leikið við Brúðubflinn og áhöfn hans undanfarna daga og vonandi verður svo áfram. Veðrið, brúður, tröll og trúðar mynda saman prýðisskemmtun fyrir alla þá sem tækifæri eiga á að skella sér á brúðusýningu. I júlí verður skipt um leikrit og þá setur Brúðu- bfllinn upp sýninguna Trúðar og töframenn í leikstjóm Helgu Steffensen. Og þá er um að gera að fara aftur á stúfana - með litlu stúfana sem kunna svo sannarlega gott að meta. Soffía Auður Birgisdóttir . r r 17 4UNI KVEÐiA FHÁ... ecco Gangur lífsins COSMO SAUÐAKRÓKUR —-- : ' ííjœL £ Cm^- -M TRÚÐARNIR Dúskur og Blúnda. Dagbókarbrot Kerouacs New York. Reuters. DAGBÆKUR bandaríska rithöf- undarins Jack Kerouac draga upp mynd af ungum ráðvilltum manni, sem sá líf svertingja í hill- ingum og hreifst af lífinu í Mont- ana og Dakota. New Yorker birt- ir útdrátt úr dagbókum Kerou- acs í nýjasta hefti þess. Til era yfir 200 bindi af dagbókum Ker- ouacs sem hann hélt frá því á unglingsárum og fram í andlátið, en hann lést árið 1969 úr of- drykkju. Dagbækumar sem birt er úr, eru frá áranum 1948 til 1950 og lýkur skömmu áður en fyrsta bók hans, „The Town and the City“, kom út. Þá er greinilegt af lestr- inum að hugmyndin af höfuðverki Kerouacs, „On the Road“ (A veg- um úti), sem út kom 1957, fædd- ist á þessum tíma. I ágúst 1948 skrifar Kerouac: „Ég er að hugsa um aðra skáld- sögu - Á vegum úti - sem ég hugsa mikið um: Tveir náungar fara á puttanum til Kaliforníu í leit að einhverju sem þeir finna eiginlega ekki og tapa sér á veg- um úti og snúa aftur alla leið vongóðir um eitthvað annað.“ Kerouac fer mörgum orðum um „beat“-kynslóðina svokölluðu og eiturlyfjaneyslu hennar. Hann skrifar um innantómt líf almenn- ings og segir líf sitt eiga að vera „búgarð þar sem ég rækta minn eigin mat“. Þá er greinilegt að Kerouac hefur hrifist af Mont- ana-ríki á ferð sinni til borgar- innar Billings, þar sem hann sér fallegar konur og einhentan mann. „Hve vel Montana vemd- ar hann. Hvergi annars staðar í heiminum myndi ég segja að það teldist fallegt fyrii- ungan mann að vera einhentur." I Norður-Dakóta dáist hann að fólki sem losar strætisvagn úr snjóskafli og óskar þess að hann hefði fæðst í ríkinu. Kerouac sveiflast á milli rómantískra draumsýna og brostinna drauma; vonar og sjálfsfyrirlitningar. Hann lýsir ítrekað hrifningu sinni á svertingjum. „Ég vildi óska að ég væri negri ... allt ann- að en hvítur maður, sem hefur misst sjónar á því besta í hvítum heimi hans ... Ég sá að það besta sem „hvíti heimurinn" hefur að bjóða, var ekki nóg alsæla fyrir mig, ekki nægt líf, gleði, ánægja, tónlist; ekki næg nótt.“ TÍMARIT • ÚT er komið tímaritið Börn og menning sem félagið Börn og bækur - íslandsdeild IBBY gefur út. í þessu tölublaði er að finna ýmsar greinar sem skýra frá menningar- starfi fyrir börn. Rætt er við Elísabetu B. Þóris- dóttur og Björgu Vilhjálmsdóttur og Rakel Péturs- dóttir skrifar um listfræðslu. Jón Kalman Stefáns- son skrifar grein sem hann nefnir „Nokkrar laustengdar vangaveltur um bemskuskynjun, Halldór Kiljan og stórlæti". Aðal- Kristín Birgisdóttir steinn Ásberg Sigurðsson skrifar pistilinn „Mér finnst", sem er vett- vangur rithöfunda og myndlistar- manna og einnig gefur að líta þrjú áður óbirt kvæði eftir Sjón. Kristín Viðarsdóttir skrifar ritdóma um bækur. „Hvert er rétta yfirborðið“ er yfirskrift viðtals sem Iðunn Steinsdóttir á við Gunnhildi Hrólfs- dóttur. Sigrún Klara Hannesdóttir gerir grein fyrir símakönnun á ýms- um þáttum sem snerta jólabækur og lestur ungra íslendinga. Helga K. Einarsdóttir og Inga Kristjáns- dóttir gefa yfirlit yfir stóran hluta útgáfu barna- og unglingabóka 1997. Tímaritið er 44 síður og er til sölu í Bókabúð Máls ogmenningar, Laugavegi, á 590 kr. Einnig er hægt aðpanta áskrift hjá Börnum og bók- um, pósthólf 7191,107 Reykjavík. Við erum í sumarskapi Viscose-efni í sumarkjóla frá 980 kr. m. Mynstrað lycra-efni í boli og kjóla. Margir litir. Jaquard-efni með lycra. Fjórir litir. Teygjublúnda. Þrjár gerðir, sex litir. Mynstrað siffon í fjórum litum. Galla-stretch, svart og dökkblátt. Frábært úrval af nýjum bútasaumsefnum. OgUC -búðirnar allt til sauma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.