Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Rhodymenia Palmata í Þjóðleikhúsinu Morgunblaðið/Þorkell FRÁ æfingu á óperunni Rhodymenia Palmata fyrir sýningu á íslands- degi heimssýningarinnar EXPO ‘98 í Lissabon. í tilefni ferðarinnar verður óperan sýnd í Þjóðleikhúsinu nk. fóstudagskvöld, 19. júní. Kynning’ á Is- lendinga sögum ÓPERAN Rhodymenia Palmata eftir Hjálmar H. Ragnarsson við samnefndan kvæðabálk Halldórs Laxness verður sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudagskvöldið 19. júní, kl. 20. Aðeins er um þessa einu sýningu að ræða en flytjendur eru samankomnir á ný í tilefni leik- ferðar á heimssýninguna EXPO ‘98 í Lissabon í lok mánaðarins. Óperan var upphaflega samin og frumflutt við opnun Listahátíðar 1992 í Þjóð- leikhúsinu. Vorið 1995 var hún síðan endurannin og sett upp sem loka- verkefni eftir tveggja ára starfsemi leikhússins Frú Emilíu í Héðinshús- inu. Rhodymenia Palmata er ópera i tíu þáttum fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit og tekur um 50 mínútur í flutningi. Einsöngvarar eru sem fyrr Edda Heiðrún Backman, Jóhann Sigurðarson og Sverrir Guðjónsson en auk þeirra taka þátt í sýningunni Benedikt Ingólfsson, Bryndís Sig- urðardóttir, Egill Gunnarsson, Harpa Amardóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Hinrik Ólafsson, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Margrét Sigurð- ardóttir, Skarphéðinn Hjartarson, Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Valdimar Másson. Lýsingu annaðist Jóhann Bjami Pálmason og búning- ar era eftir Elínu Eddu Ámadóttur. Tónlistarstjóm er í höndum Hjálm- ars H. Ragnarssonar sem einnig leikur á píanó með hljómsveit sýn- ingarinnar; þeim Hallfríði Ólafsdótt- ur, flautu, Ármanni Helgasyni, klar- inett, Sigurði Halldórssyni, selló, og Richai-d Kom, kontrabassa. Leik- stjóri er Guðjón Pedersen og leik- mynd er eftir Grétar Reynisson. „... og mér gleymast aldrei aldrei þín ástarblíðu sorgarhót“. Samnefndur kvæðabálkur Lax- ness birtist fyrst í Lesbók Morgun- blaðsins 4. apríl 1926. Tildrög óper- unnar era þau að stjórn Listahátíð- ar 1992 ákvað að minnast níræðisaf- mælis Nóbelsskáldsins með vegleg- um hætti og leitaði til Hjálmars með að semja tónverk við umræddan kvæðabálk. Ofm era ýmis tilbrigði um kveðjustund elskenda. Upp rifj- ast atvik, persónur og staðir, og alls kyns draumar vakna og fara á kreik. Textinn ber það með sér að hér er ekki um háalvarlega ópera að ræða og húmor skáldsins svífur yfir vötn- um. Rhodymenia Palmata er lat- neskt fræðiheiti yfír söl og um nafn- giftina segir Laxness í eftirmála við Kvæðakverið að hann hafi valið kvæðasyrpunni þetta nafn „vegna þess formleysis og óreglu jurtarinn- ar sem nafnið ber, svo og vegna þess bragðs af seltu, sætu og joði sem er af jurtinni einsog kvæðinu." I kjölfar sýninga á óperanni hér á landi fyrir þremur áram var að- standendum hennar boðið að sýna hana á Listahátíð í Harstad í Noregi í júní 1996 og svo til Kaupmanna- hafnar sem þá var menningarborg Evrópu. Á hvorum stað vora tvær sýningar fyrir fullu húsi. Onnur ópera Hjálmars í farvatninu Leikstjórinn, Guðjón Pedersen, ljóstrar því upp að hann vinni nú ásamt Hjálmari að annarri ópera tónskáldsins. Aðspurður segist hann því hafa það á tilfinningunni að sýn- ingin í Þjóðleikhúsinu á fóstudags- kvöld verði sú síðasta á þessari óp- era hér á landi en fyrii-hugaðar era upptökur á óperunni til útgáfu á geisladiski. „Rhodymenia Palmata er ofsa- lega íslenskt verk,“ segir Guðjón. „Þetta er mjög melódísk ópera og þó að greina megi áhrif héðan og þaðan þá finnur maður greinilega fyrir nærveru fjallanna." BÆKUR F r æ ð i r i t LYKILL AÐ ÍSLENDINGASÖGUM Eftir Heimi Pálsson. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Mál og menning, Reykjavík 1998. 214 bls. ÞESSI bók er ekki bréf til fræðimanna, segir Heimir Pálsson í formála að nýrri bók sinni um Is- lendinga sögur sem nefnist Lykill að Is- lendingasögum. Heimir segir að bók- inni sé frekar ætlað það hlutverk að miðla fræðunum til kennara og almennra lesenda. Þrátt fyrir þetta er það ekki lítið verkefni fyrir rúmlega tvö- hundruð síðna bók að vera lykill að Islend- inga sögunum. Bókin gegnir þó sennilega þessu hlutverki fyrir lesanda sem er að koma að sögunum í fyrsta skipti. Hún er tiltölulega lesvæn fyrir almennan lesanda, lítið er um flóknar kenningar og flest dregið nokkuð einföldum dráttum. Farið er hratt yfir sögu. Bókin skiptist í fimm megin- kafla sem nefnast Sagnaheimur miðalda, Leiðin á bókfellið, „Bændur flugust á“ - Islendinga- sögur, Sögurnar og samfélagið og að síðustu Viðtökur sagnanna á síðari öldum. Kaflaheitin eru lýsandi um innihald hvers kafla. Vitanlega má endalaust deila um það hvort nógu ýtarlega sé fjallað um hvern þátt en sé tekið mið af væntanlegum lesendahópi hefði ef til vill mátt fjalla meira um það umhverfi sem sögurnar spretta úr, bæði í fyrsta kaflanum þar sem fjallað er um aðdragandann að til- urð sagnanna og í kafla sem nefn- ist Sögurnar og samfélagið. Þetta hefði mátt gera í ljósi þess að nú er farið að lesa sögurnar fyrst og fremst sem afurðir ritaldarsamfé- lagsins en ekki sem heimildir um söguöldina. Ef til vill skortir eilítið á þann skilning í bókinni í heildina tekið en þó kynnir Heimir til sög- unnar nýtt hugtak í þessu sam- hengi er hann talar um „sýndarveruleika sagnanna“ en þar á hann við að sögurnar lýsi heimi sem ef til vill hefur ekki verið til nema í þessum text- um. Talsvert er af töfl- um og skýringarmynd- um í bókinni sem ein- falda allan skilning á efninu. Sömuleiðis eru skyggðar innskots- greinar í textanum bæði til gagns og gam- ans en í þeim eru ein- stök atriði skýrð nánar. Með það í huga að bókin er ætl- uð almenningi, kennurum og áhugafólki, eins og segir á bak- síðu er óviðeigandi að mínu mati að gera einhvers konar greinar- mun á þeim og hinum sem „hafa vit“ á hlutunum með því að nota orð eins og „lærdómsfólk", „reyn- dir lesendur“ og fleiri. Hefði höf- undur auðveldlega getað komist hjá slíku yfirlæti gagnvart lesend- um. Bókin er ekki beinlínis skemmtileg aflestrar en hún held- ur ágætlega athygli lesanda því farið er hratt yfir sögu, eins og áð- ur sagði. Þröstur Helgason Heimir Pálsson Hagþenkir út- hlutar styrkjum SELKÓRINN hlaut verðskuldaðar viðtökur á fyrstu tónleikum sfnum á ítalfu. Ævintýri líkast Selkórinn söng við messu í Pantheon í Róm á dögunum. Hjörtur Gfslason var meðal áheyrenda. LOKIÐ er veitingu starfsstyrkja, þóknana og fyrri úthlutun ferða- og menntunarstyrkja sem „Hag- þenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna" úthlutar í ár. Starfsstyrkir til ritstarfa voru veittir 24 höfundum, samtals 2,7 milljónir króna en umsóknir bár- ust frá 36 höfundum um 8,8 millj- ónir. Hæstu styrkirnir námu 150-200 þús. kr. og runnu þeir einkum til höfunda sem vinna að ýmiss konar handbókum og upp- sláttarritum. Hæsta styrkinn, 200 þús. kr., hlaut Helgi Hallgríms- son náttúrufræðingur vegna rits um íslenska sveppi og almenna sveppafræði. I ár veitti Hagþenkir handrits- höfundum í fimmta sinn styrki til að vinna að gerð fræðslu- og heimildarmynda. Til úthlutunar var ein milljón króna. Voru veittir átta styrkir. Hæsta styrkinn, 300 þús. kr., hlaut samstarfsverkefni Hjálmtýs Heiðdals kvikmynda- gerðarmanns og Sumarliða Is- leifssonar sagnfræðings. Þeir vinna að þáttaröð fyrir sjónvarp um Dani og dönsk áhrif á Islandi. Til þóknana vegna höfundar- réttar á fræðslu- og heimildar- myndum, sem sýndar voru í sjón- varpi undanfarin ár, voru veittar 480 þús. kr. og skiptust þær milli sex rétthafa sem áttu hlut að handritsgerð. Þá hefur félagið greitt 42 höf- undum þóknun vegna ljósritunar úr verkum þeirra í skólum. Há- mark árlegrar þóknunar er 25 þús. kr. og eru þær greiddar þeim sem senda stjórn félagsins rökstuddar umsóknir um þóknun vegna ljósritunar úr verkum sín- um. Þær tekjur, sem Hagþenkir notar til þess að greiða höfundum þóknanir og veita þeim styrki, fær félagið vegna aðildar sinnar að samningum „Fjölís, samtaka rétthafa" um vissa heimild skóla hins opinbera til ljósritunar úr útgefnum verkum. Félagið á einnig aðild að „Innheimtumið- stöð gjalda" sem hefur tekjur samkvæmt höfundalögum af gjaldi sem lagt er á myndbönd, myndbandstæki og hljóðbönd. Tekjum vegna þeirrar aðildar er varið til þóknana og starfsstyrkja til höfunda fræðslu- og heimildar- mynda. Hagþenkir hefur undanfarin ár veitt a.m.k. 20 höfundum ferða- og menntunarstyrki. Fyrri út- hlutun þeirra styrkja í ár er lokið og hlutu þá 16 höfundar slíkan styrk. Þessum styrkjum er eink- um ætlað að standa undir kostn- aði vegna fargjalda. Uthlutunamefnd skipuð þrem- ur félögum í Hagþenki annaðist úthlutun starfsstyrkjanna en stjórn félagsins úthlutar þóknun- um og ferða- og menntunar- styrkjum. Félagsmenn í Hag- þenki eru 320, allt starfandi höf- undar. Formaður er Gísli Sig- urðsson íslenskufræðingur. ÞAÐ hefur aldrei komið fyrir mig áð- ur, að ég láti vekjaraklukkuna hringja klukkan átta á sunnudags- morgni í útlöndum til að vakna og fara í messu. Þetta gerðist síðastlið- inn sunnudag og var fyllilega þess virði. Selkórinn frá Seltjamamesi var nefnilega kominn til Rómar og söng hann við kaþólska messu í þeim helga stað Pantheon, eða fjölgyðishofinu, eins og það hefur einnig verið nefnt. Við messuna sjálfa söng kórinn trúarleg lög eftir Speight, Franz List og J. S. Bach, svo dæmi séu tekin, en eftir messuna tóku við lög eftir ís- lenzka höfunda eins og Róbert Abra- ham Ottósson, Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Þorkel Sigurbjörnsson, en hæst reis söngur kórsins í íslenzka þjóð- söngnum. Það eru ekki margir Islendingar búsettir í Róm, en flestir þeirra komu til að hlusta á kórinn og hlaut hann verðskuldaðar viðtökur meðal þeirra og annarra áheyrenda, sem bæði voru heimamenn og ferðamenn af fjölmörgu þjóðemi. Þetta voru fyrstu tónleikar kórsins á Ítalíu, en þrír til viðbótar eru fyrirhugaðir í Toscana. Stjómandi kórsins, Jón Karl Ein- arsson, var mjög ánægður að tónleik- um loknum og sagði það ævintýri lík- ast að fá að syngja á þessum stór- merkilega stað, sem var upphaflega reistur af Agrippu, tengdasyni Ágústusar keisara fyiir um 2000 ár- um. Það er mjög fátítt að kórar, sem ekki eru beint tengdir kaþólsku kirkjunni fái tækifæri til að syngja á þessum helga stað, en þetta tækifæri fékkst vegna kunningsskapar Jóns Karls og eins af yfirmönnum Vatík- ansins, en Pantheon er eins konar annexía þaðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.