Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 72
ÍSLANDSFLUG g&rir ft&irum fœrt aö fíjuga 570 8090 Drögum næst 24. Júnf & HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANCSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ákveðið að verði fluttur Morgunblaðið/Sigurgeir KLETTSVÍK við Vestmannaeyjar, tilvonandi heimkynni háliyrnings- ins Keikos. Til hægri er Klettshellir. NY HEIMKYNNI háhyrningsins Keikos verða í Klettsvík í Vest- mannaeyjum og er gert ráð fyrir að hann verði settur þar í sjókví 10. september eða í síðasta lagi næsta vor. Petta var tilkynnt á blaða- mannafundi Free Willy Keiko-sam- takanna á Hótel Sögu í gær. Sjókvíin, sem var hönnuð og smíð- uð í Washington-fylki og hefur verið flutt til Seattle, er væntanleg hingað til lands síðdegis á fóstudag. Á laug- ardagsmorgun á að flytja hana til Þorlákshafnar og þaðan með Herj- ólfí til Vestmannaeyja. Kvíin verður flutt á fjórtán fjörutíu feta flutninga- '*~«,*Vögnum. Rannsóknaraðstaðan í Eyjum réð miklu um staðarval Eftii’ að sendinefnd á vegum sam- takanna fékk leyfi íslensku ríkis- Kvíin flutt um helgina stjómarinnar í liðinni viku til að flytja Keiko á heimaslóðir voru að- stæður skoðaðar í Vestmannaeyjum og á Eskifirði og rætt við yfirvöld á báðum stöðum. „Valið stóð á mdli tveggja staða, Eskifjarðar og Vest- mannaeyja, og lengi vel beindust augu manna hér á landi fyi'st og fremst að Eskifirði. En menn vest- anhafs vildu hins vegar eiga fleiri valkosti og landið var nánast fín- kembt,“ segir Hallur Hallsson, tengiliður samtakanna á íslandi. Hann segir margvíslegar ástæður fyrir því að Klettsvík varð á endanum fyrir valinu og taldi þar fyrsta þá miklu og góðu rannsóknai-aðstöðu sem fyrir hendi er í Eyjum. „Þar get- Keiko til Eyja um við tengst Háskólanum, Hafrann- sóknastofnun, Náttúrufræðistofnun o.fl. stofnunum, en þetta verður eitt- hvert viðamesta rannsóknarverkefni sem hér hefur verið fengist við. Að- stæður við Klettsvík eru mjög góðar, þar er skjólgott fyrir sjógangi og vindi og svo er hitastig sjávar við Vestmannaeyjar hærra en annars staðar við Island," segir Hallur, sem kvaðst þó vildu árétta að bæjaryfir- völd á Eskifirði, hefðu gert allt til þess að greiða götu manna frá Free Willy Keiko-samtökunum. Jeff Forster, sem stjórnar rann- sóknum á Keiko fyrir Free Willy Keiko-samtökin, sagði á fundinum að nú væri spennandi og lærdómsríkt verkefni framundan og lagði áherslu á að góð aðstaða til rannsókna í Eyj- um hefði verið mjög mikilvægur þáttur í staðarvalinu. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði niðurstöð- una stórkostlega ánægjulega fyrir Eyjamenn. Hann sagði ljóst að koma Keikos til Eyja myndi hafa margvís- leg áhrif. Eskfirðingar hafa unnið í málinu allt frá 1993 „Það eru okkur mikil vonbrigði að niðurstaðan skuli vera þessi, hér hef- ur verið unnið í þessu máli allt frá árinu 1993 og menn haldið sambandi við Free Willy Keiko-samtökin og höfðu auðvitað vonast til þess að nið- urstaðan yrði sú að Keiko kæmi til Eskifjarðar,“ segir Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Neskaupstaðar. Hann segist þó hafa trú á því að ákvörðunin hafi verið fagleg og segir Austfirðinga verða að taka henni af karlmennsku. Naddoddur tekur land ~ á Hvalnesi ÞEIR voru þreyttir en glaðbeittir Færeyingarnir fjórir þegar þeir komu að landi í gærkvöldi á sexæringnum Naddoddi á Hval- nesi austan Hafnar í Hornafirði eftir að liafa lagt að baki rúmar 300 sjómflur frá Tvoroyri í Færeyjum. Upphaflega ráðgerðu þeir að fara beint til Reyðar- fjarðar en breyttu um ferðaáætl- un. „Það var strekkingsvindur á móti að norðan og því mjög erfítt að sigla í átt til Reyðarfjarðar. Við vorum því nauðbeygðir að taka stefnuna beint að landi,“ segir Ernst Emilsson Petersen skipsljóri. I nótt hugðist áhöfnin hvfla sig og safna kröftum en leggja af stað með morgninum til Reyðar- fjarðar og ljúka þannig ferð vík- ingsins Naddodds sem fór sömu _ leið fyrir rúmum þúsund árum. I farteskinu hafa þeir forláta stein sem gefinn verður Reyðfirðing- um en á hann er letraður texti um ferð Færeyinganna. Frá því Naddoddur lagði af stað hafa vindar verið frekar óhagstæðir. í upphafi var blankalogn en því næst þurfti að beita bátnum upp í vindinn. Skip- veijar hafa því þurft að róa mest jillan tfmann og hafa þeir skipst á á tveggja tfma vöktum. Upp- haflega var ráðgert að sjö menn yrðu í áhöfninni en þrír urðu frá að hverfa á sfðustu stundu. Fjórmenningarnir sögðu sexæringinn hafa staðist þessa eldraun með prýði. Þeir væru þreyttir en ánægðir og lófarnir orðnir sigggrónir eftir róðurinn fráFæreyjum. Áhöfnin heldur af landi brott með næstu ferð Norrænu og tek- ur bátinn með sér. Á myndinni eru Finnbogi Joen- »sen, Ernst Petersen skipsljóri, Sverrir Jensen og Hjalgrímur Kristinsen við komu til lands í gærkvöldi. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út föstudaginn 19. júní. Morgunblaðið/Þorkell Smíði bíla að heQast á Islandi FYRSTI íslenski bíllinn fyrir al- mennan markað var frumkynntur í gærkvöldi. Bíllinn, sem kallast XTREMER, er hann- aður af Steini Sigurð- arsyni í samstarfi við Iðntæknistofnun og Háskóla Islands, og um tæknilega útfærslu sér Bílabúð Benna. XTREMER er svo- nefndur ofurjeppi sem er ætlað að höfða til kaupenda mjög dýrra lúxusbíla. Ráðgert er að kynna bílinn á næstunni á stórri bíla- sýningu í Bandaríkjun- um og fyrir stærstu bílablöðum heims. Undirbúningur að smíði bflsins hefur staðið yfir í sex ár. Hann verður boðinn með tvenns konar vélum, annars vegar 190 hestafla vél frá Chrysler og hins vegar 285 hestafla vél frá Mercedes-Benz Brabus. Ætlunin með framleiðslunni er, að sögn Benedikts Eyjólfssonar hjá Bflabúð Benna, að höfða til efnameiri kaupenda sem kaupa dýrari gerðir lúxussportbfla sem kosta allt að 100 þúsund banda- ríkjadali. Innifalið í kaupum á bílnum verður tveggja daga jökla- ferð á Islandi. Samtímis kynningu á bflnum erlendis er stefnt að því að setja upp framleiðsluferli á Islandi í samstarfi við leiðandi aðila á sviði tækni og fjárfestinga. ■ Fyrsti/12 Morgunblaðið/Jim Smart STEINN Sigurðarson, hönnuður bflsins, og Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bflabúð- ar Benna, við XTREMER. Áform Kára Stefánssonar, Jakobs Kristjánssonar hjá Iðntæknistofnun o.fl Nýtt fyrirtæki í líftækniiðnaði KÁRI Stefánsson, forstjóri íslenskr- ar erfðagreiningar, segir að það „sé mjög líklegt ef ekki víst“ að hann muni ásamt Jakobi Kristjánssyni, sérfræðingi hjá Iðntæknistofnun, og fleirum stofna fyrirtæki til þess að vinna efnahvata úr hita- og kulda- þolnum bakteríum hér á Jándi. „Þetta er starfsemi sem byggist al- farið á hugviti fólks, sérþekkingu og menntun. Þetta er tilraun til að snúa gáfum og menntun fólks yfir í verð- mæti,“ sagði Kári í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann kveðst vonast til að það takist að ýta þessari starf- semi úr vör fyrir árslok. Ætlunin er að fyrirtækið vinni efnahvata úr bakteríum sem fínnast í hverum og jöklum hér á landi. „Þær bakteríur eru nytsamlegar vegna þess að hægt er að vinna úr þeim efnahvata, sem má nota við kringumstæður þar sem ekki er hægt að nota venjulega efnahvata. T.d. er hægt að einangra efnahvata, sem vinna við hátt hitastig, sem er afskaplega gagnlegt í ýmsum efna- hvörfum sem menn nota í rann- sóknaskyni og iðnaðarskyni, t.d. í matvælaiðnaði.“ Líftækniiðnaður byggður á íslenskri sérstöðu Kári sagði að þessi hugmynd væri ekki ný; menn hefðu áður reynt að koma iyrirtæki af þessu tagi á fót hér á landi. Auk þess eru mjög öflug fyrirtæki í þessari starfsemi erlend- is,“ sagði hann. „Fyrii' utan það að setja upp ís- lenska erfðagreiningu til að vinna að rannsóknum á erfðum sjúkdóma, sem ég hef verið að vinna við í mörg ár úti í heimi, þá var það mín hugsun að það væri ekki bara gaman heldur gífurlega nytsamlegt að byggja upp líftækniiðnað á Islandi. Til þess að það væri hægt yrði að leggja áherslu á þann hluta af þessum iðnaðargeira sem byggist svolítið á íslenskri sér- stöðu. Næst á eftir mannerfðafræð- inni held ég að þessar bakteríur sem búa við ystu mörk, í heitum hverum og í jöklum, séu nærtækasta verk- efnið til að ráðast í til þess að setja fót númer tvö undir þennan iðnað,“ sagði Kári. Hann sagði að með þessa hug- mynd að leiðarljósi hefði hann nálg- ast Jakob Kristjánsson, sérfræðing hjá Iðntæknistofnun, „sem er sá maður sem býr að þeirri sérþekk- ingu og þeirri visku, sem þarf til þess að geta byggt slíkt upp. Það er hugmyndin að hann leiði slíkt verk- efni“. Kári sagði að málið hefði verið mikið rætt og settar fram alls konar áætlanii'. „Mér finnst það komið á það stig að það sé mjög líklegt ef ekki víst að við komum til með að ráðast í þetta undir leiðsögn hinnar styrku handar Jakobs Kristjánsson- ar, sem hefur unnið að rannsóknum á svona bakteríum í langan tíma.“ Aðspurður um stærð verkefnisins og kostnað við það sagði Kári: „Hug- myndin er sú að þetta byrji smátt og vaxi síðan hratt.“ Hann sagði að há- tækniiðnaður væri þannig að annað- hvort yxu fyrirtæki hratt eða þau dæju hratt í harðri alþjóðlegri sam- keppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.