Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ HJÓNIN Magndís Alexandersdóttir og Sigurþór Hjör- leifsson reka fyrirtækið Dekk og smur hf. í Stykkis- hólmi. Nýlega opnuðu þau skoðunarstöð fyrir bifreiðar í samstafi við Frumherja hf. ÓLAFUR Hilmar Sverrisson bæjarstjóri og Ósk- ar Eyjólfsson forstöðumaður Frumherja klippa á borðann þegar ný skoðunarstöð var opnuð í Stykk-ishólmi í húsnæði Dekk og smur hf. Skoðunarstofa tekur til starfa í Stykkishólmi Stykkishólmi - Hinn 4. júní var formlega tekin ný notkun ný bfla- skoðunarstöð í Stykkishólmi. Bæjar- búum var af þessu tilefni boðið upp á veitingar. Það er fyrirtækið Dekk og smur hf. í Stykkishólmi í samvinnu við Frumherja hf. sem standa að skoðunarstofunni. Dekk og smur hf. hefur keypt og sett upp tæki sem til þarf að skoða bifreiðar og mun Frumherji leigja aðstöðuna. Með þessu er búið að eyða óvissu í bílskoðunarmálum í Stykkishólmi. Hólmarar höfðu óttast að slíka þjón- ustu þyrfti að sækja annað en því fylgja að sjálfsögðu óþægindi. Dekk og smur hf. var stofnað fyrir 4 árum . Það eru hjónin Magndís Alexand- ersdóttir og Sigurþór Hjörleifsson sem eiga og reka það. Sigurþór vinnur á verkstæðinu, en Magndís annast bókhald og peningamál. Eins og nafn fyrirtækisins ber með sér er aðaláhersla lögð á dekkjaviðgerðir og olíuskipti. Þau hjón hafa verið dugleg við að efla fyrirtækið með bættum tækjakosti og er bifreiða- skoðunin nýjasta dæmið um það. Fyrirtækið hefur boðið upp á góða þjónustu og er sérstaklega gott að leita til Sigurþórs, sem alltaf er tilbúinn að aðstoða viðskiptavin- ina hvort sem það er að kvöldi eða um helgar. Ætlunin er að hægt verði að skoða bíla tvisvar í mánuði. Þá koma starfsmenn Frumherja vestur, en þeir sjá um að skoða bif- reiðarnar. Nánara fyrukomulag skoðunarinnar verður auglýst nánar síðar. Morgunblaðið/Anna Ingólfs STANDANDI frá vinstri: Helgi Haildórsson bæjarstjóri, Helga Hreins- dóttir (F), Jón Kr. Arnarson (F), Katrín Ásgrímsdóttir (B), Sigrún Harðardóttir (D), Soffía Lárusdóttir (D), Stefán Bragason bæjarritari og Broddi Bjarnason (B). Sitjandi: Skúíi Björnsson (B), Vigdís Svein- björnsdóttir (B) og Halldór Sigurðsson (B). Ný bæjarstjórn fundar Egilsstaðir - Nýkjörin bæjarstjórn á Austur-Héraði hélt sinn fyrsta bæj- arstjórnarfund nýlega. Meh-ihluta- samstarf verður í höndum Fram- sóknarflokks og samtakanna Félags- hyggju við Fljótið, en þeh- verða samtals með sjö af níu fulltrúum bæj- arstjómar. Sjálfstæðisflokkur verður í minnihluta með tvo fulltrúa. Forseti bæjarstjómar er Broddi B. Bjarnason og formaður bæjamáðs er Jón Kr. Amarson. Á þessum fyi’sta fundi var kosið í hluta af þeim nefndum og ráðum sem starfa á veg- um bæjarins. Helgi Halldórsson mun gegna störfum bæjarstjóra þar til nýr hefur verið ráðinn. Auglýst hefur verið eftir nýjum bæjarstjóra og rennur umsóknar- frestur út 15. júní. Skjólskógar und- irbúa sáningu Gönguferðin byrjar hjá okkur VINTERSPORT ÞÍN FRÍSTUND - OKKAR FAG BlLDSHÖFÐA - Bíldshöfða 20 - Sími: 510 8020 Atvinnuvegasýn- ing á Húsavík MIÐNÆTURSOL, sjúkrahúsbún- ingar, þvottaskjóður, fjailajeppar, húðvörur, rúnakerti, bókaútgáfa og steinhellur eru meðal þess sem verð- ur til sýnis á atvinnuvegasýningunni Stórþing ‘98 á Húsavík um næstu helgi. Atvinnuvegasýningunni er ætlað að vekja athygli á fjölbreyttu at- vinnulífl Þingeyinga. Yfír 50 einstak- lingar og fyrirtæki taka þátt í Stór- þingi ‘98. I fréttatilkynningu frá At- vinnuþróunarfélagi Þingeyinga, sem sér um framkvæmdina, segir að vænta megi skemmtilegrar sýningar. Á sýningunni megi fínna flest það sem Þingeyjarsýslur hafi upp á að bjóða. Nýstofnaðri Hvalamiðstöð verður hleypt af stokkunum um helgina, en henni er ætlað að halda utan um þá starfsgrein sem vaxið hefur á Húsa- vík í kringum hvalaskoðun. Boðið verður upp á ferðir á vegum Hvala- miðstöðvarinnar 18.-23. júní og sér- stök áhersla lögð á fræðslu um þessa stærstu skepnu jarðar, segir í frétta- tilkynningu. Flateyri - Athygli manna var vakin snemma morguns þegar þyrla frá Þyrluþjónustunni hóf að selflytja loðnunætur upp að vamargörðun- um á Flateyri. Þegar betur var að gáð kom i ljós að hér var á ferð verktakinn Skjólskógar sem bauð lægst í sáningu og uppgræðslu garðanna. Það var vaskur hópur manna undir stjórn Sæmundar Þorvalds- sonar verkstjóra sem flatti út nótina á görðunum. Þegar er búið að sá 20 þúsundum græðlingum, en gert er ráð fyrir 30 þúsund tráplöntum í garðana að aflokinni sáningu. Um mykjudreiflngu og frædreifingu sér undirverktakinn Afrek ehf. á Flat- eyri, en þeir hafa fest kaup á sér- stökum sprautusáningartanki vegna verksins. Flugstjóri þyrlunnar, Jón Kjart- an Bjömsson, var ánægður með hversu fljótt og vel gekk að leggja loðnunæturnar, en mjög erfítt hefði verið fyrir hann að fylgjast með lagningu nótarinnar úr þyrlunni. Til þessa naut hann aðstoðar starfs- manns á görðunum sem leiðbeindi honum áfram. Flateyri úr lofti Fréttaritara Morgunblaðsins bauðst tækifæri til að fara einn túr með þyrlu Þyrluþjónustunnar og mynda Flateyri og vamargarðana úr lofti. Flogið var út fyrii- odda Flat- eyrar og síðan inn yfir bæinn í átt að varnargörðunum. Því næst var stað- næmst og myndað niður eftir úr hlíð- inni með Flateyri í bakgranni en odd „bókstafsins" Á í forgranni. Skógarhögg í Tryggva- garði á Selfossi ATHABASCA 60 Klassískur bakpoki með áföstum hliðarvösum. Ertil með sérstakri burðargrind fyrir konur. TIGHT MOHAWK Skemmtilegur bakpoki fyrir alla. Faest í mörgum stæroum. Frábær bakpoki í stuttar ferðir. Eitt mesta úrval landsins af fjalla-og útivistarbúnaði. Bakpokar, gönguskór, fatnaður, tjöld, svefnpokar ofl. ofl. Selfossi - Mikil umræða hefur ver- ið á Selfossi um þá ákvörðun að fella tré í Tryggvagarði til þess að hliðra til fyrir viðbyggingu Sandvíkurskóla. Viðbyggingin hefur verið samþykkt og sam- kvæmt teikningu á hún að rísa á bakfóð skólans og út í Tryggva- garð. Eitt þeirra tijáa sem fella þurfti var rúmlega 50 ára gamalt grenitré, gróðursett lýðveldisárið 1944 og er á meðal eldri greni- trjáa landsins. Það tók starfs- menn garðyrkjudeildar Selfoss- bæjar ekki langan tíma að fella trén og óneitanlega fylgdu blendnar tilfínningar þessari framkvæmd þar sem trén í Tryggvagarði eru hluti af minn- ingum margra bæjarbúa. Morgunblaðið/Sig. Fannar FRÁ skógarhöggi í Tryggva- garði á Selfossi. Morgunblaðið/Egill Egiisson FLATEYRI séð úr háloftunum. ALPINE TREK 55 Léttur og fjölhæfur bakpoki fyrir frístundasportarann. TOKIAK 65 NORTH RIM 70 Bakpoki í hæsta qæðaflokki. Vinsæll meðal fjallamanna. Bakpoki í hæsta gæðaflokki. Lausir hliðarvasar. Fyrir þá sem gera kröfur. Haglofs 390:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.