Morgunblaðið - 17.06.1998, Side 24

Morgunblaðið - 17.06.1998, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ c,KONDÍTORf Copenhagen uV2?/* masv xAal //%<£</& 4^ Suðurlandsbraut 4a • Sími 588 1550 ERLENT Mikið umrót á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum og víðar Aðgerðaleysi Japana veld- ur áhyggjum VERÐBRÉFAMIÐLARAR í kauphöllinni í New York fylgdust grannt með skjám sínum í gær. Reuters MIKIÐ umrót hefur verið á verð- bréfamörkuðum í Bandaríkjunum og víðar í heiminum vegna fjár- málakreppunnar í Asíu og gengis- lækkunar japanska jensins. Fast er nú lagt að stjórn Japans að gera strax ráðstafanir til að rétta efna- hag landsins við og afstýra hætt- unni á því að kreppan breiðist út um allan heim, en margir hagfræð- ingar efast þó um að stjórnin geri það sem þurfi til að blása lífi í efna- haginn. Gengi Bandaríkjadollars lækk- aði í gær gagnvart jeninu vegna vangaveltna um að seðlabankar heimsins myndu gera ráðstafanir til að styrkja jenið eftir gengisfall þess að undanfomu. Óttast er að haldi gengi jensins áfram að falla geti það valdið hrinu gengisfellinga í nágrannaríkjunum, sem myndi magna kreppuna í Austur-Asíu og gæti síðan valdið heimskreppu. Lágt gengi japanska jensins hef- ur orðið til þess að útflutningur Kínveija hefur minnkað en stjóm- in í Peking hefur staðist þá freist- ingu að lækka gengi kínverska gjaldmiðilsins til að bæta sam- keppnisstöðu kínverskra fyrir- tækja og hætta á að kynda frekar undir kreppunni í nágrannaríkjun- um. Stjómvöld í Bandaríkjunum og Evrópu hafa lagt fast að stjóm Japans, næststærsta efnahagsveld- is heims, að gera strax gangskör að því að rétta efnahaginn við og auð- velda nágrannaríkjunum að vinna sig út úr kreppunni. Japönsk fyrirtæki hafa einnig hvatt stjómina til að takast á við meinsemdir efnahagsins, leysa vanda bankanna og breyta skatt- kerfinu sem þau segja að örvi ekki nægilega sjálfstæðan atvinnurekst- m- í landinu. Bandaríkjastjóm hef- ur lagt mesta áherslu á að gerðar verði róttækar breytingar á jap- anska bankakerfinu vegna mikilla vanskila sem hafa orðið til þess að bankamir em mjög tregir til að veita ný lán, jafnvel til vel stæðra fyrirtækja. Japanska stjómin er hins vegar treg til að grípa til slíkra aðgerða þar sem hún óttast að mörg fyrirtæki verði gjaldþrota. Vildi sljórnin gengislækkun? Ryutaro Hashimoto, forsætis- ráðherra Japans, kvaðst í gær vera staðráðinn í að koma í veg fyrir að fjármálavandi landsins stuðlaði að heimskreppu en nokkr- ir hagfræðingar í Tókýó sögðust efast um að stjómin gerði sér fulla grein fyrir því hversu alvarlegur vandinn væri orðinn. „Landsfram- leiðslan hefur snarminnkað og stjómin hefur ekki mótað neina stefnu til að snúa þróuninni við,“ sagði einn þeirra. The New York Times skýrði frá því í gær að nokkrir ráðgjafar Bills Clintons Bandaríkjaforseta væm jafnvel þeirrar skoðunar að jap- anska stjómin hefði viljað að gengi jensins lækkaði, þótt það græfi undan efnahag nágrannaríkjanna. Lágt gengi jensins hefur orðið til þess að útflutningsvömr Japana hafa lækkað í verði og útflutningur annarra Asíuríkja til Bandaríkj- anna og Asíu minnkað. „Það sem er að gerast í Japan hefur skaðað öll nágrannaríkin og veldur miklu ójafnvægi í heimin- um,“ sagði Charlene Barshefsky, viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna. Kreppan farin að hafa áhrif í Ameríku Fjármálakreppan í Asíu hefur haft áhrif i öðrum heimsálfum. Hún varð til þess að gengi banda- rískra hlutabréfa lækkaði um 2,3% að meðaltali í fyrradag og það er mesta lækkun frá því í janúar. „Fjárfestar á bandaríska hluta- bréfamarkaðnum hafa nú miklar áhyggjur af því að kreppan í Asíu sé að breiðast út til Bandaríkj- anna,“ sagði Ed Yardeni, aðalhag- fræðingur Deutsche Morgan Gren- feld. Gengi hlutabréfa lækkaði einnig um 5,7% í Hong Kong í fyrradag, 5,7% í Tælandi, 4,8% í Suður- Kóreu, 3,5% í Singapore og 1,3% í Japan. Gengislækkunin hélt síðan áfram í flestum Asíuríkjanna í gær. Gengi hlutabréfa í Hong Kong er nú helmingi lægra en það var þeg- ar kreppan hófst í Asíu fyrir tæpu ) ári. Kreppan hafði einnig áhrif í Ró- mönsku Ameríku og gengi hluta- I bréfa í Brasilíu lækkaði um 5,3% og í Mexíkó um 4%. Gengi rúss- neskra hlutabréfa lækkaði um 7,3% og hefur ekki verið jafn lágt frá því í október 1996. Kreppan hefur haft minnst áhrif í evrópsk- um kauphöllum. Margir hagfræðingar spáðu því fyrir nokkrum mánuðum að efna- I hagur Austur-Asíuríkjanna myndi | rétta úr kútnum á næsta ári en . fjármálavandinn í Japan hefur orð- ' ið til þess að flestir spá því nú að kreppan í þessum heimshluta vari miklu lengur. SKÓHÖLLIN COSMO ecco Gangur lífsins Palestínsku sjálfsstjórnarsvæðin Yassin leyft að snúa aftur Tel Aviv, Jerúsalem. Daily Telegraph, Reuters ÍSRAELSSTJÓRN hyggst veita Ah- med Yassin, andlegum leiðtoga Hamas-samtakanna, leyfi til að snúa aftur til Gaza, þar sem þau teija að hann geti valdið meiri skaða erlendis en undir eftirliti palestínskra ráða- manna. Yassin er sagður hafa safnað millj- ónum til styrktar Hamas í 14 vikna fjáröflunarferð um arabalönd og er nú staddur í Súdan þar sem hann hef- ur beðið ákvörðunar ísraelsstjómar. Talið er að heimkoma hans geti veikt stöðu Yassers Arafats, leiðtoga Pa- lestínumanna, sem að undanfórnu hefur átt í vök að verjast vegna bágs efnahagsástands og árangurlausra friðarviðræðna við ísraelsstjóm. Arafat hóf stjómarmyndunarvið- ræður í gær en framkvæmdastjórn Frelsissamtaka Palestínu (PLO) ) samþykkti í síðustu viku að gerðar | yrðu breytingar á stjóm sjálfstjóm- arsvæðanna. Hefur Arafat m.a ann- I ars boðið fulltrúum Hamas-samtak- anna á sinn fund þrátt fyrir hávær mótmæli ísraela og Bandaríkja- manna, sem krefjast harðra aðgerða gegn samtökunum. Arafat hyggst jafnframt reka Fai- sal Husseini, sem farið hefur með málefni Austur-Jerúsalem, vegna deilna um fjárframlög sem Husseini j safnaði á ferð sinni um Saudi-Arabíu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.