Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 13 FRÉTTIR AKUREYRI HVÍTIR mælar eins og í sportbflum setja svip á innréttinguna. eintaksins lauk í apríl 1997. Notað- ir voru gangverkshlutar og raf- kerfi úr nýlegum Jeep Cherokee og notaðar voru Dana hásingar og Borg-Wamer millikassi. Benedikt segir að einnig komi til álita að nota sömu hluti úr SsangYong Musso. I honum eru sams konar hásingar og gírkassar fyrir utan Mercedes-Benz vélar sem einnig yrðu notaðar. Þeir sem hafa fengist við fjalla- ferðir á jeppum eru flestir sam- mála um að það sem hafi einna helst háð farartækjunum sé of mik- il þyngd. Benedikt segir að búið sé að leysa þetta mál að mestu með XTREMER. Fullhlaðinn eigi bfll- inn ekki að vega meira en 1.800- 1.900 kg og byggingarlagið bæti annað upp. Fjöðrun, þyngdarhlut- fóll og hestöfl á hvert kg geti orðið hagstæðara en í nokkrum verk- smiðjuframleiddum jeppa. Skipulögð markaðssetning Bíllinn sem lokið er við að smíða er sá fyrsti af mörgum sem tO stendur að fullgera. Vél, gírkassa og drif ásamt rafkerfi að miklu leyti er hægt að nota úr algengum jepp- um að vali kaupandans sem kaupir þá bílinn fullgerðan. Einnig getur kaupandinn keypt grunninn að bílnum en lagt til sjálfur tæknibún- aðinn. Bíllinn sem Bílabúð Benna hefur fullgert er með 4,0 lítra AMC vél úr nýlegum Jeep Grand Cher- okee. Úr sama bíl voru notaðar Dana hásingar og drif, gírkassar og rafbúnaður allur nema ljósin. Benedikt segir að nú taki við skipulögð markaðssetning í mörg- um löndum að lokinni kynningu á bílnum. Hann segir að við mark- aðssetningu í Bandaríkjunum skipti miklu máli að íslensk jeppa- menning skuli hafa hlotið almenna viðurkenningu, en fyrstur til að ryðja brautina í þeim efnum var Bílabúð Benna með leiðangri á Hvannadalshnjúk vorið 1991. Fjall- að hafi verið um þann leiðangur í mörgum stærstu bílablöðum og - tímaritum heims. Benedikt segir að stefnt sé að því að selja XTREMER með ýms- um tilbrigðum á erlendri grund. Framleiðsluferlið gefi kost á því að sveigja framleiðsluna að kröfum hvers og eins kaupanda. Sérhæfð markaðssetning sé framtíðin og öflug upplýsingatækni nútímans geri jafnvel stórfyrirtækjum kleift að fella sérkröfur viðskiptavina inn í gagnabanka sem stýra flóknum framleiðsluferlum. Markaðslög- málin lúti nú að kröfum neytenda í stað framleiðenda. Þeir sem ekki taki fullan þátt í þeirri þróun og reyni jafnvel að vera skrefi á und- an séu dæmdir til að falla úr keppninni um söluna. Benedikt segir að smíði XTREMER sé félagslega jákvætt verkefni. Hún hafi víðtækar afleið- ingar á mörgum sviðum. Verkefnið muni ýta undir tækniþróun á ís- landi, skapa atvinnu og gjaldeyris- tekjur íyrir Island, virkja íslenskt hugvit og hafa í för með sér já- kvæða kynningu á Islandi sem jeppalandinu. XTREMER XTREMER er fjögurra manna bfll með tveimur hurðum. Yfir- byggingin er úr sérstyrktu trefja- gleri og er marglaga. Eigin þyngd bflsins er aðeins 1.100- 1.290 kg. Hurðirnar eru svokallaðar „Gullwing", vængjahurðir sem opnast skáhalt upp og framávið frá sflsum. Þessi gerð hurða varð heimsfræg eftir að Mercedes- Benz notaði þær á 300 SL Gullwing Coupe bflinn sem er al- gerlega byggður á GTP keppnis- grind. Sflsar eru háir og því nauðsynlegt að nota óhefðbundn- ar lausnir við gerð hurðanna. Lit- að öryggisgler er í bflnum. Bfllinn er byggður á heilsoðna grind úr stálprófflum með þver- stífum til styrkingar. Unnið var með eins létt efni og kostur var á en sá styrkur sem upp á vantar liggur í veltibúri bflsins. Grindar- byggingin fer millistig milli hefð- bundinna bflgrinda og röragrinda eins og tíðkast í keppnisbflum. XTREMER er fáanlegur með 4,0 lítra vél úr Jeep Grand Cher- okee, 190 hestafla, eða enn afl- meiri Mercedes-Benz Brabus 3,6 lítra, 285 hestafla vél. Gírkassinn er fjögurra gíra sjálfskiptur eða flmm gíra bein- skiptur og millikassinn er frá Borg-Warner með 4,56:1 drifhlut- falli. Hásingar eru frá Dana/Spicer. f bflnum er ARB loftstýrð mismunadrifslæsing og nægir að þrýsta á takka í mæla- borði til að læsa drifum. Gormafjöðrun er að framan með Rancho RS9000 dempurum. Innbyggt loftstýrikerfi gerir öku- manni kleift að hækka bflinn og lækka við hvaða aðstæður sem er og ráða um leið stífleika fjöðrun- arinnar. Að framan eru gorma- skálar settar á demparafestingar þannig að gormur og dempari eru sambyggðir svipað og gert er með MacPherson kerfinu. Hér er þó sá munur á að hægt er að breyta stífleika með stillimúffum. Diskahemlar, aflstýrðir, eru á öllum hjólum. Bfllinn er sem fyrr segir mjög léttur og er því hröðunin úr kyrr- stöðu í 100 km hraða mun meiri en almennt tíðkast. Með minni vélinni tekur hröðunin 6,9 sek- úndur en 4,1 sekúndu með stærri vélinni, samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Hámarkshrað- inn er 190 km á klst. í bflnum með minni vélinni og 230 km á klst. með þeirri stærri. Bfllinn er á 35 tommu dekkjum en undir hann passa 38 tommu dekk án breytinga á bflnum. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Fjölbreytt dag- skrá á þjóð- Lauga- landsmeyj- ar hittust hátíðardaginn SKATAFE LAGIÐ Klakkur hefur umsjón með hátíðarhöldum á þjóð- hátíðardaginn 17. júní að þessu sinni fyrir hönd Akureyrarbæjar. Félagið hefur leitast við að gera dagskrána þannig úr garði að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Formleg dagskrá hefst kl. 10 á Klöppunum norðan við lögreglu- stöðina. Lúðrasveit Akureyrar leik- ur, skátar standa heiðursvörð, Kirkjukór Akureyrarkirkju syngur og einnig munu böm af leikskólum bæjarins koma og syngja við at- höfnina. Frissa fríska kassabílarallíið hefst kl. 11 og fer fram í Þverholti og Langholti. Þar munu 10 lið etja kappi en þau hafa lagt nótt við dag við smíði kappakstursvagna sinna. Bflasýning Bílaklúbbs Akureyrar hefst kl. 10 við Oddeyrarskólann, kútter Jóhanna siglir um fjörðinn og Vélflugfélag Akúreyrar stendur fyrir útsýnisflugi. Dagskrá á Menntaskólavellinum Skrúðganga leggur af stað frá Kaupangi kl. 13.30 og verður gengið niður Þingvallastræti, suður Þór- unnarstræti, að Menntaskólavellin- um, þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, sem hefst með ávarpi fjallkonunnar. Þar munu einnig stíga á svið nýstúdent, bæj- arstjórinn á Akureyri, Gospelkór Hvítasunnukirkjunnar, Danshópur- inn Flame, Jóhannes Gabríel þolfi- mikennari, brúðuleikhús og fleiri. Þar verður einnig skátatívolíið í gangi, sýning á tækjum Hjálparr sveitarinnar og slökkviliðsins og þá mun Torfi Ólafsson leyfa ungum sem öldnum að reyna krafta sína. Léttsveit Lúðrasveitarinnar leikur í Lystigarðinum og félagar í Hesta- mannafélaginu Létti leyfa börnum að sitja hesta á suðurenda tjald- svæðisins. Kvölddagskrá í miðbænum Hjólabrettamót Greifans og Hol- unnar hefst á bílaplaninu sunnan Búnaðarbankans kl. 17 en þar verð- ur tekinn í notkun nýr hjólabretta- pallur. Lokahnykkurinn í dag- skránni er svo í miðbænum um kvöldið. Dagskráin hefst kl. 21 á palli á Ráðhústorgi þar sem koma fram listamenn úr ýmsum áttum. Má þar nefna íslenska kórinn í Gautaborg, Skara Skrípó, Dans- flokkinn Flame, Ellismelli, hljóm- sveitina Gimp og svo binda Greif- arnir enda á dagskrána. Einnig verður boðið upp á harmonikkutón- list og þjóðdansa í göngugötunni. Guðný sýnir GUÐNÝ Þórunn Kristmannsdótt- ir opnar máiverkasýningu í Ket- ilhúsinu í Grófargili á Akureyri í dag 17. júní kl. 14.00 og er þetta jafnframt fyrsta málverkasýning- in í Ketilhúsinu. Þetta er önnur einkasýning hennar og þar er að flnna 7 olíu- í Ketilhúsinu málverk unnin á árunum 1996- 1998. Guðný stundaði nám í __ Myndlista- og handíðaskóla Is- lands og útskrifaðist úr málara- deild 1991. Sýningin stendur til 5. júlí og er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 14.00-18.00. Eyjafjarðarsveit. NÁMSMEYJAR sem voru á Hús- mæðraskólanum á Laugalandi fyrir 50 árum komu saman ný- lega í Hlöðunni á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit til að fagna þessum merku tímamótum. Þennan vetur, 1947-1948, voru aðalkennarar þrír og komu tvær þeirra í hófíð, skólastýran Svanhvít Friðriks- dóttir og hússtjórnarkennarinn Gerður Pálsdóttir. Vefnaðar- kennarinn Sigrún Gunnlaugs- dóttir hafði hins vegar ekki tök á að mæta. Mjög góð mæting var í afmæl- ið og komu 25 meyjar af 31 sem voru í skólanum fyrir hálfri öld í Eyjafjarðarsveitina. Aðeins ein úr hópnum er látin. Konurnar skemmtu sér vel fram á nótt, við hljóðfæraslátt, söng og ræðu- höld. Á myndinni er hópurinn föngulegi saman kominn á Öng- ulsstöðum. Kona fannst lát- in í Glerá KONA á sextugsaldri fannst látinn í Glerá á Akureyri um miðjan dag á mánudag. Lög- reglu barst tilkynning um að kona lægi í Gleránni á eyrun- um móts við verksmiðjuhúsin. Lögregla og sjúkraflutninga- menn fóru á staðinn og reynd- ist konan látin er að var kom- ið, segir í tilkynningu frá lög- reglunni. Síðar um daginn fannst reiðhjól konunnar við hesta- brúna yfir Glerárgilið skammt ofan við fyrirtækið Möl og sand og veski hennar í hvammi hinum megin við ána nokkuð ofan við brúna. Vitað er að konan ætlaði í sund, að líkindum í Glerár- laug, en ljóst að hún hefur ákveðið að koma við í um- ræddum hvammi á gljúfur- brúninni í leiðinni. Hún var ekki vel búin til gangs, var í sléttbotna sandölum og allt sem bendir til að hún hafi far- ið of næm brúninni, hrasað og lent niðri í árgljúfrinu og borist með ánni niður á eyr- arnar þar sem hún fannst, segir ennfremur í tilkynningu lögreglunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.