Morgunblaðið - 17.06.1998, Síða 49

Morgunblaðið - 17.06.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ________________________________MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 4^ MINNINGAR + Guðlaugur Kristinsson, fyrrum sjómaður og starfsmaður hjá Vél- smiðju Héðins, fæddist í Reykjavík 8. september 1935. Hann lést á Sjúkra- húsi Reylgavíkur 5. júm' siðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristins Guðlaugssonar vél- stjóra, f. 7.8. 1909, d. 23.10. 1972, og Unu Krisljánsdótt- ur, f. 22.12. 1909, d. 25.11.1988. Systur Guðlaugs eru Ólina Hólmfríður og Unnur Kristinsdætur og hálfbróðir Það er fallegt af svölunum á Sléttuveginum. Kópavogshálsinn fyrir framan, Öskjuhlíðin og kirkju- garðurinn grængróinn til vinstri og Fossvogurinn sjáfur silfraður. Borgin þenur sig upp um dalverpi og ása með Reykjanesið, Bláfjöll og Keilinn umleikis. Það er vorbjartur dagur og við bræður á svölunum að kætast saman við útsýnið og fegurð landsins. Ég er í heimsókn á Islandi og lít í kaffi hjá Guðlaugi. Hann er hluti af fortíð minni og bemsku, til hans liggja rætur uppruna míns, það eru tengsl sem öllum er svo mildlvægt að eiga og finna að eru til staðar, hvernig sem er. Við Guð- laugur vorum hálfbræður og þannig vinir að orða var oft ekki þörf. Guð- laugur var afar glaður þennan sól- bjarta vordag, hafði tekist að ganga lengri hring en vanalega eða um nokkur hundruð metra. Nú, þrem vikum síðar er hann skyndilega lát- inn af völdum heilablóðfalls. Guðlaugur var náttúrubarn og sjómennska var honum í blóð borin í báðar ættir. Þegar hann hafði þroska til fór hann til sjós á togar- anum Karlsefni RE 24, en þar var pabbi hans þá vélstjóri. Hann var Skúli Thoroddsen. Guðlaugur kvænt- ist Ragnheiði Jóns- dóttur árið 1960 og eignuðust þau tvær dætur, Ragnheiði, f. 5.10. 1962, og Unu, f. 25.1. 1966, en fyr- ir átti Ragnheiður synina Jón Frið- geirsson og Þórð Gislason. Guðlaugur bjó síðast á Sléttu- vegi 7 í Reykjavík, húsi Sjálfsbjargar, en hann hafði verið öryrki um árabil. Utför Guðlaugs var gerð í kyrrþey að ósk hins látna. heima á sjónum og þar var oft hug- ur hans löngu eftir að hann kom í land. Á sjómennskárum „Lalla bróður“ eignaðist ég margan flottan kuðunginn, ígulkerið og krossfisk- inn og mörg voru ævintýrin um ógnir Ægis konungs. Þegar Lalli kom úr siglingum, brást heldur aldrei að stórveisla væri í farangrin- um. Þegar vinirnir í götunni settu upp öfundarsvip, að maður átti slík- an bróður, brást heldur ekki að þeir fengu hlutdeild í veislunni, því að mismuna bömum var ekki hans stíll. Mér sjálfum þótti þá stundum nóg um rausnarskapinn en fékk ekki ráðið. En það voru ekki bara við vinir mínir og fjölskyldan sem nutum góðs af gjafmildi Guðlaugs. Ég minnist þess líka þegar Lalli var að safna ullarflíkum handa vinum sínum i Þýskalandi sem honum fannst eiga bágt og var að biðja mömmu um að prjóna á það ókunna fólk í útlöndum, svo hann gæti fært þeim eitthvað nýtt, næst þegar landað yrði í Bremerhaven. En árin liðu og áherslur breyttust. Guðlaug- ur kynntist konu sinni, Ragnheiði Jónsdóttur og eignuðust þau saman tvær dætur, Ragnheiði og Unu. Fjölskyldan sem þá bjó. á Ránar- götu 24 var Guðlaugi mikil ham- ingja og gleði en skjótt skipast veð- ur í lofti. Guðlaugur varð fýrir slysi á sjónum, þegar Víkingur RE fékk á sig brotsjó eitt sinn. Skaddaðist hann þá illa á hrygg og gekk ekki heill eftir það. Hann kom í land og gerðist vörubifreiðastjóri en meiðsl- in voru ekki til friðs. Guðlaugur skipti um starf og gerðist lagermað- ur hjá Vélsmiðju Héðins um nokk- urra ára bil, en sjúkdómurinn ágerðist. Guðlaugur gekkst undir fjórar skurðaðgerðir á baki, en án árangurs. Hann varð öryrki og staulaðist um eftir síðustu aðgerð- ina. Slíkt má öllum gera, en sá bar- áttumaður sem Guðlaugur var, vildi bera byrðar sínar sjálfur, vera ekki öðrum baggi eða til ama. I þeim anda og að ígrunduðu máli dró hann sig til hlés og valdi sjálfur að sækja um bústað hjá Sjálfsbjörgu. Þau hjónin slitu samvistir en Guðlaugi þótti samt ofurvænt um „Heiðu sína“ og þeirra vinskapur hélst allt til dauða hans. Guðlaugur átti létta lund og tókst á við lífið í æðruleysi. Hann var trúaður en sótti sér líka þekkingu í bækur og skáldskap og reyndi að fara reglulega í heilsu- rækt og sund. Hann leitaði leiða til sjálfseflingar. Að öðrum ólöstuðum sótti hann síðustu árin stryk til Hallgríms Magnússonar læknis, sem tók Guðlaugi af þeirri sam- kennd sem ég veit að var honum af- ar mikilvæg. Það var ekki Guðlaugs að láta deigan síga, hann treysti sér jafnvel til að geta farið til Mallorca með haustinu. Við ræddum þetta á svölunum um daginn og hvatti ég hann eindregið til þess að láta á reyna, en hvorugan grunaði þá að hans hinsta ferð yrði farin svo skjótt. Það var ósk Guðlaugs og í anda þess lífs sem hann hefur lifað að út- för hans yrði gerð í kyrrþey. Við systkinin og makar okkar kveðjum nú góðan bróður og mág og sendum Heiðu, dætrunum, stjúpsonum hans og mökum þeirra og bömum inni- legar samúðarkveðjur. Skúli Thoroddsen. GUÐLAUGUR KRISTINSSON hún mér þá ást og umhyggju sem ég þarfnaðist, leiðbeiningu og þroska. Fyrir hennar hvatningu öðl- aðist ég meiri trú á sjálfa mig og það sem ég gæti fengið áorkað í líf- inu. Inga var alltaf tilbúin til að hlusta, veita hlýju og gefa ráð. Hún var svo gefandi. Ég sagði oft við Helga hve lán- samur hann væri að eiga móður og föður sem Ingu og Guðna. Við þurf- um að þakka og varðveita hverja einustu stund sem okkur lánast að eiga með foreldrum sem þeim, því tíminn sem við eigum hérna á jörð- inni er svo takmarkaður. Ég veit að kærleikur Ingu lifir áfram með Guðna og fjölskyldunni. Inga veitti okkur öllum innblástur, hún var ótrúlega jákvæð og hafði ástúðleg áhrif á hvern þann sem kynntist henni og það mun aldrei hverfa. Ég sendi mínar innilegustu ástar- og samúðarkveðjur til ykkar allra. Laurie, Seattle. t Faðir okkar, JÓN ÞORVARÐARSON bifreiðastjóri, Nökkvavogi 15, lést á heimili sínu 14. júní. Börnin. t Minningarathöfn um móður okkar, SIGRÍÐI BJÖRNSDÓTTUR frá Presthvammi, Aflagranda 40, verður í Fossvogskapellu föstudaginn 19. júní kl. 13.30. Útförin fer fram frá Grenjaðarstaðarkirkju þriðjudaginn 23. júní kl. 14.00. Björn, Friðgeir og Helga. INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR + Ingibjöríg Stef- ánsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 20. ágúst 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey að hennar eigin ósk. Elsku Guðni og Helgi. Mig myndi langa til að minnast þeirrar sér- stöðu sem Inga hefur í hjarta mínu. Nú þegar ég hugsa til hennar er ég klökk og ég á bágt með að halda aftur af tár- unum. Inga var mér svo miklu meira en tendamóðir. Eftir því sem ég hef elst hefur mér lærst að elska hana og virða og fundið hvatningu til að vera eins og hún. Á meðan á veikindum hennar stóð barðist hún af svo miklu hugrekki, ekki einungis fyrir sjálfa sig, heldur einnig til huggunar fyrir þá sem henni voru kærastir. Ég get í hreinskilni sagt að ég hef aldrei þekkt neinn jafn blíðan, umhyggjusam- an, ástríkan og gefandi á svo einlægan hátt. Það voru allir velkomn- ir á heimili ykkar og mætti manni ávallt þeirra einstök hlýja og gestrisni. Eins og þið vitið þá var ég mjög ung að ár- um og þrjósk þegar ég hitti Ingu fyrst. Ég átti margt eftir ólært og mörg vandamál að fást við, við töluðum jafnvel ekki sama tungumálið. Ég er viss um að Inga hafi haft efasemdir um mig en hún sýndi það aldrei. Þess í stað veitti + Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGUR KRISTINSSON, Sléttuvegi 7, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnheiður Guðlaugsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Una Guðlaugsdóttir, Jón Kr. Friðgeirsson, Þórður Gíslason og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, dóttir, stjúpdóttir, systir og barnabarn, SIGRÍÐUR JÓNA ALBERTSDÓTTIR, Vallarási 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. júní kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu njóta þess. Daníel Freyr Stefánsson, Nína Dögg Salvarsdóttir, Albert Stefánsson, Vigdís Björnsdóttir, Hannes Sigurðsson, Guðmundur Svanbergsson og fjölskylda, Svala Albertsdóttir og fjölskylda, Björn Albertsson, Ragnar Albertsson, Alda Albertsdóttir, Sigríður Sæmundsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GÍSLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hólmgarði 14, sem lést miðvikudaginn 10. júní, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. júní kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir, Jón Hrólfur Sigurjónsson, Hreiðar Sigurbjarnason, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðmundur Vignir Sigurbjarnason, Aðalbjörg Jónsdóttir, Sigurður Tómas Sigurbjarnason, Ebba Unnur Kristinsdóttir, Hafsteinn Sigurbjarnason, Bergrós Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, JÓNAS ÞÓR JÓNASSON, sem lést 7. júní síðastliðinn, verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 18. júni kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkr- unarsamtökin Karitas eða líknarfélögin. Katrín Hreinsdóttir, Hreinn Rúnar, Jónas Þór, Sandra Björk, Guðbjörg H. Beck, Páll Þórir Beck, Guðrún J. Guðmundsdóttir, Hreinn Benediktsson og systkini hins látna. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIRÍÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugar- daginn 20. júní kl. 13.00. Hulda Alda Danielsdóttir, Erla Björk Danfelsdóttir, Heimir Danfelsson, Olga Jónasdóttir og barnabörn. J,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.