Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 46
 115 ^ Kvennahlaup ISI er menning- arviðburður NÍUNDA kvenna- hlaup ÍSÍ fer fram 21. júní nk. Þessi árlegi viðburður er orðinn hluti af íþróttamenn- ingu þessa lands. Stúlkur sem hafa alist upp við að taka þátt í hlaupinu með mæðr- um sínum og ömmum, telja þetta hluta af lífí sínu og verða sér með- vitandi um mikilvægi útivistar og hreyfing- ar. Þessi menningar- viðburður er kominn til að vera og mun halda áfram að þróast á næstu árum. Græni lífsseðillinn Verkefnið Græni lífsseðillinn, er samstarfsverkefni Heilbrigðisráðu- neytis og íþrótta- og Ólympíusam- bands Islands og hefur nú starfað í eitt og hálft ár. Markmið verkefn- isins er að efla þátttöku almenn- ings í hollri hreyfíngu og ástundun íþrótta og að gera fólk sér meðvit- andi um áhrif hreyfingar og hollrar fæðu. Verkefíiið hefur staðið fyrir ým- iskonar viðburðum í samstarfi við félagasamtök og stofnanir. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar um lyk- ilinn að hollum lífsstíl, staðið fyrir fjördögum í lauginni, gefin út póst- kort, með hnyttnum ábendingum, ungmenni hvött til að neyta hollrar fæðu og að reykja ekki og vinnu- stöðum hefur verið boðin dans- kennsla í hádeginu, svo að nokkuð sé nefnt. I lok sumars verður hald- ið kynslóðahlaup, þar sem ættlið- um gefst kostur á að ganga eða hlaupa sam- an nokkum spöl sjálf- um sér og öðmm til ánægju. Má ég vera með? Það sem er sameig- inlegt með Kvenna- hlaupi ISI og Græna lífsseðlinum er að hvetja fólk til að láta sig varða um heilbrigði og líðan. í Kvenna- hlaupinu geta konur verið með á hvaða aldri sem þær eru og hefur þessi viðburður orðið vettvangur kvenna í mörgum ættum og vinnustöðum til að koma saman, njóta vellíðunar í gegnum hreyfingu og félagsskap, I Kvennahlaupinu, segir Unnur Stefáns- dóttir, geta konur verið með á hvaða aldri sem þær eru. ásamt því að vera þátttakandi í stærsta íþróttaviðburði landsins. Grænn lífsseðill hvetur stelpur á öllum aldri til þess að taka þátt í menningarviðburðinum Kvenna- hlaupi ISÍ 21. júní nk. og leggja sitt á vogarskálina til hollari lífs- stíls. Höfundur er form. verkefnisins um „Grænan iffsstíl". Unnur Stefánsdóttir 46 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Velkomin heim! Þjónusta fyrir áskrifendur Hringdu í áskriftardeildina áður en Jni ferð í fríið og láttu okkur vita livenær þú kemur aftur. Við söfnum saman tdöðunum sem koma út á meðan og sendum þér þegar þú kemur aftur lieim. Einfalt og þægilegt issir ekki af neinu N áttúru vernd? I NATTURUMINJASKRA era náttúraminjai' skilgreindar þannig svæði eða staðir sem ekki hafa verið friðlýst enn, en hafa eitthvað það til að bera sem þjóðinni er mik- ils virði að eiga og vart eða ekki verður bætt, sé því raskað ... Það er og mikilvægt fyrir þá sem leggja á ráðin og taka ákvarðanir um ný mannvirki og hvers konar breyt- ingar á landi, að vita hvar síst má raska náttúranni.“ • Grenlækur í Landbroti í V-Skaftafellssýslu er í ofangreindri skrá vegna þess að þar era: „... víðáttumikil flæðiengi, tjamir, lindir og lækir. Auðugt og óvenjulegt lífríki, mikið fuglalíf.“ Þessar lindir og lækir renna ekki í dag. Úttekt á því hvers vegna rennsli í þeim hefur þrotið var gerð af blaðamanni Morgun- blaðsins og birt í því fimmtudaginn 11. júní. Við það sem þar kemur fram vil ég gera nokkrar athuga- semdir og um leið reyna að upp- lýsa enn frekar um forsögu þessa máls. Hér verður ekki farið lengra aftur en til ársins 1992. Á því ári byggði Vegagerð ríkisins stíflu- garð sem lokaði fyiir rennsli úr Skaftá út í Eldhraun fyrir framan Gömlu-Á. Bændur mótmæltu gerð garðsins og töldu að vegna hans myndi skerðast lindarrennsli und- an Eldhrauni. í garðinn var sett eitt vatnsrör og í framhaldi af mót- mælum bænda ákváðu Vegagerð, Landgræðsla og Skaftárhreppur að kosta rannsóknir á vatnsbúskap svæðisins. Orkustofnun var fengin til verksins og að lokinni þriggja ára rannsókn skilaði hún af sér niðurstöðum á síðasta ári. Sam- kvæmt þeim er ljóst að með stíflu- gerðinni vora a.m.k. teknir 12-15 m3 sem áður rannu út á Eldhraun- ið og þeim veitt austur með Síðu heiðum. Þrátt fyiár þessar niður- stöður, fulltingi formanns um- hverfisnefndar Alþingis og fleiri aðila var enn daufheyrst við mót- mælum bænda en eins og nokkurs konar snuði var öðra vatnsröri bætt í garðinn. Þegar lækka fór í lindum í vor krafðist ég ítrekað úr- bóta en ekkert var aðhafst. Lind- irnar þornuðu og eftir fréttaflutn- ing og pólitískan þrýsting var í Landgræðslustjóri hefur fengið í lið með sér stóran hóp náttúru- verndarsinna, segir Erlendur Björnsson, og sagt að bændur væru með veitum að eyðileggja mosann í Eldhrauni. Þetta eru ósannindi. tvígang krakkast í farveg Skaftár og litlu vatni veitt fram á Eld- hraunið vestan Skálar. Sem lítið dæmi um þau vinnubrögð sem við höfum mátt horfa uppá vil ég vitna hér til tveggja bréfa: „... Vegna óvenju mikilla þurrka og snjóleysis hefur Grenlækur að stórum hluta þornað vegna lágrar grunnvatnsstöðu." Úr bréfi frá Náttúravernd ríkisins 22. maí 1998. Meðaltalsúrkoma á Kirkju- bæjarklaustri á árabilinu 1960- 1997 var 1655 mm. Síðasta ár var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.