Morgunblaðið - 17.06.1998, Síða 12

Morgunblaðið - 17.06.1998, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsti ís- lenski bfllinn fyrir almenn- an markað Bílabúð Benna og fleirí aðilar hafa tekið sig saman um að nýta íslenskt hugvit í bílatækni og framleiða fyrsta íslenska torfærujeppann fyrir almennan markað. Guðjón Guðmundsson hefur fylgst með framgangi málsins sem á sér sex ára aðdraganda. FYRSTI íslenski torfærubíllinn, XTREMER, hannaður með fram- leiðslu og almenna notkun í huga, var í gærkvöldi frumkynntur hjá Bílabúð Benna, framkvæmdaaðila verksins. Fjöldi fyrirtækja og ein- staklinga hefur komið að smíði bílsins, þar á meðal Iðntæknistofn- un og Háskóli íslands, en hönnuð- ur hans er Steinn Sigurðarson. Ráðgert er að sýna bílinn á stóri'i bflasýningu í Bandaríkjun- um en fyrst verður hann sýndur erlendum blaðamönnum frá stærstu bflablöðum heims. Kaup- endur bflsins kaupa hann fullgerð- an með vél- og drifbúnaði. Höfða til efnameiri kaupenda Ætlunin er að höfða til efna- meiri kaupenda sem kaupa dýrari gerðir lúxussportbfla sem kosta allt að 100 þúsund bandaríkjadali. Innifalið í kaupum á bílnum verður tveggja daga jöklaferð á Islandi. í fyrstu var ráðgert að setja bflinn á markað sem kallast settbíla mark- aður, á ensku „kit car market“ og er ekki útilokað að það verði gert á síðari stigum. Nokkrir tugir þús- unda slíkra bíla seljast á hverju ári, mest í Bandaríkjunum en einnig er stór markaður í Bret- landi. Samtímis kynningu á bflnum er- lendis er stefnt að því að setja upp framleiðsluferli á Islandi í sam- starfi við leiðandi aðila á sviði tækni og fjárfestinga. Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bflabúðar Benna, segir að margir erlendir og innlendir aðilar hafi sýnt verkefn- inu áhuga að nú skipti miklu máh að vinna hratt til að afstýra þeirri hættu sem gerð eftirlíkinga hefur á starfsemina. Hann segir að nú liggi fyrir að smíða fleiri eintök, m.a. til sölu á Islandi. Þess hafi verið gætt að fylgja til hins ýtrasta fyrirmæl- um laga og reglugerða á Islandi, m.a. um gerð og búnað ökutækja. XTREMER eigi að standast allar öryggiskröfur eins og þær eru skil- greindar í íslenskum lögum sem þýðir að bíllinn verður gjaldgengur á markaði í Evrópu og Bandaríkj- unum. Islenskir jeppaáhugamenn hafa um mai’gra ára skeið endurbætt fjórhjóladrifsbfla til allra mögu- legra hluta. Mestar urðu breyting- arnar þegar sérútbúnir torfæru- keppnisbflar komu fram á árunum 1975-1980. Nýi bíllinn, XTREMER, er afsprengi samhæf- Morgunblaðið/Jim Smart XTREMER er óvenjulegur í útliti og léttari en aðrir torfærubflar. VÆNGJAHURÐIR gera bflinn enn óvenjulegri en aðra bfla. DANA hásingar og gormaíjöðrun ásamt driflæsingum eru í bflnum. ingar tveggja afgerandi þátta í þró- un sem nánast hvergi hefur átt sér stað annars staðar en á Islandi. Þar er átt við tæknina sem fjalla- og jöklajeppar byggja á og tækni og grunnhugsun að baki torfæru- gi'indarinnar. Benedikt segir að markmiðið hafi verið að samhæfa hvort tveggja í nýjum bíl sem verð- ur framleiddur fyrir almenning. Steinn Sigurðsson, sem á hug- myndina að baki bílnum, kom að máli við Benedikt fyrir um sex ár- um. Bflabúð Benna tók að sér tæknilega hönnun og framkvæmd verksins. Hið stærsta í því efni var teikning og fullvinnsla undirvagns. Markmiðið var að byggja grind og undirvagn sem stæðust ýtrustu kröfur um léttleika og burðargetu. Valur Vífilsson, starfsmaður fyrir- tækisins, vann við það verkefni. Iðntæknistofnun vann síðan teikn- ingar og burðarþolsútreikninga. Voru nokkrar breytingar gerðar á efnistökum og byggingu. Iðntækni- stofnun stóð fyrir markaðsrann- sókn og áætlanagerð vegna vænt- anlegrar sölu XTREMER á ís- landi og erlendis. Tvö prófunareintök smíðuð í framhaldi af því var hafist handa við lokahönnun yfirbygging- ar og smíði hinna ýmsu eininga. Fjöðrunarbúnaðurinn var hannað- ur af Bílabúð Benna enda er reynsla fyrirtækisins víðtæk á því sviði. Benedikt segir að tvö próf- unareintök hafi verið smíðuð með miklum tilkostnaði. Smíði seinna Gaman að sjá bílinn verða til STEINN Sigurðarson, hönnuður XTREMER, var sölustjóri hjá Bflaborg í sautján ár og hefur teiknað bíla sér til skemmtunar í mörg ár. Hann vann alþjóðlega samkeppni Volvo árið 1975 og al- þjóðlega keppni um hönnun rafbfla á vegum tímaritsins Popular Mechanics árið 1976, þar sem þátt- takendur voru um 700. Rafbfllinn var síðan smíðaður hér á landi og kallast Rafsi. Þetta er fyrsti raf- magnsbíllinn á Islandi og er hann gangfær inni í bílskúr hjá Steini. Steinn segir að nú sé unnið að því að stofna fyrirtæki um smíði XTREMER. Skemmtilegur ofuijeppi „Mér flaug í hug þegar ég var staddur uppi á hálendinu að nýta þá þróun sem hefur orðið í jeppa- mennsku hérlendis, sem er sérís- lenskt fyrirbrigði, og búa til skemmtilegan ofurjeppa. Að loknu sumri fór ég að teikna bflinn en síð- an skall á Flóabardagi og segja má að ég hafi orðið fyrir skotárás því útlitið á bílnum varð mun árásar- gjamara. Flóabardagi hafði því beinlínis áhrif á þróun útlits bfls- ins,“ segir Steinn. Grindin prófuð í tölvu „Ég fór með teikningarnar til Iðntæknistofnunar. Þar hitti ég Björgvin Njál Ingólfsson deildar- stjóra og honum leist vel á málið. Kallaður var saman fundur og við gerðum áætlanir um að koma af stað svokallaðri „kitbflafram- leiðslu" sem hefði falið í sér að plastið yrði steypt og grindin og allir íhlutir smíðaðir hérlendis og bílarnir síðan seldir úr landi þeim sem hefðu áhuga á því að setja þá saman sjálfir. Síðan fengum við með okkur þátttakendur, Sig- urplast og Bflabúð Benna, svo ein- hvei’jir séu nefndir, og hrintum hugmyndinni í framkvæmd. Mikið brautryðjendastarf var unnið hjá Iðntæknistofnun í sambandi við hönnun á grind. Styrkur grindar- innar og veltibúrsins var prófaður í tölvu. AUar mínar teikningar Morgunblaðið/Jim Smart STEINN Sigurðarson hönnuður við fyrsta íslenska bflinn fyrir almennan markað. voru settar inn í tölvu og vinnu- teikningar af grind og yfirbygg- ingu keyrðar út í 1:1, í fullri stærð. Einnig var smíðað módel í fullri stærð en sumarið 1992 hafði ég smíðað módel í stærðinni 1:10. Það var því unnið á mjög sérstæðan hátt að þessum bíl, nokkurn veg- inn svipað og maður ímyndar sér að gert sé hjá bílaframleiðendum," segir Steinn. Síðan var hafist handa við smíði á frumgerð bflsins sem forseti ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, af- hjúpaði í gær. Flóabardagi hafði áhrif Steinn segist hafa sótt hug- myndir að bflnum til ofurjeppans Lamborghini 002 sem kynntur var árið 1986 og kostar nálægt 20 millj- ónum kr. „Þetta er bíll fyrir þá of- urríku og er ruddalegur í útliti. Einnig hafði ég Vector til hliðsjón- ar sem er tveggja sæta sportbíll, einnig fyrir þá ofurríku. Síðast en ekki síst hafði ég til hliðsjónar Stealth þotuna, S 117, sem varð fræg í Flóabardaganum. Til henn- ar sæki ég þetta flókna kerfi á yfir- byggingunni sem er margspegla en myndar samt eina heild,“ sagði Steinn. Allt var gert til að framleiðsla bílsins yrði sem einföldust. I því skyni gegnir vélarhlífin einnig hlutverki frambrettis og fram- stykkis. Sömu sögu er að segja um afturbretti og gafl bílsins sem er samsettur úr mjög fáum einingum sem hagstætt er til framleiðslu. Steinn segir að framleiðsluað- ferðin sé þekkt í landinu, til að mynda í bátum og pallhúsum á bíla. „Það er ekki mikið mál að setja framleiðsluna af stað. Mótin eru til og ferillinn er allur þekktur. Bfllinn er því tilbúinn til framleiðslu," seg- ir Steinn. Hann segir að óhemjumikill áhugi sé fyrir XTREMER. Erfitt sé að segja til um markaðinn og þar ráði miklu verðlagningin. „Ég sýndi John Lafferty, [„kitbílafram- leiðanda“ í Flórída], teikningar þegar ég var að byrja á verkefninu og honum leist mjög vel á þser. Hann vill helst vera þátttakandi í verkefninu. Hann sagði að ef bfll- inn yrði sýndur í Flórída og kynnt- ur í þarlendum blöðum yi'ði hægt að selja um fimm þúsund bíla á ári,“ sagði Steinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.