Morgunblaðið - 09.08.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 09.08.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 23 I Náttúran, ástin, slagsmál og margvíslegar tilfinningar ættu að vera efni í blæbrigðaríka tónlist síns. Það er farið mjög fallegum og næmum höndum um þetta sterka og mikla efni, og ég vildi að ég hefði séð hana þegar ég var ungur. Leik- stjórinn Áage Rais hefur nú klárað mynd sem gerist í íyrrum Jú- góslavíu um uppákomu sem verður meðal danskra friðargæsluliða. Það er mjög þung mynd og ég er að taka upp hluta af þeirri tónlist hér á Is- landi í sumar. Eg vil vinna með ís- lenskum hljóðfæraleikurum, það er fólkið sem ég treysti. Þeir skila viss- um tilfinningahita sem ég er ekki viss um að geta fengið í Danmörku. Ég vinn með mjög færu tónlistar- fólki þar en ég er aldrei viss hvort maður fær fólk sem hugsar meira um stimpilklukkuna og tímann eða tilfinningu og innihald tónlistarinn- ar. Hér heima get ég gengið að því fólki vísu sem ég veit að skilar stór- kostlegu verld, og þess vegna er ég hér til að taka upp allan grunninn að tónlistinni í þessa mynd.“ Tilfinningar í nýjum og gömlum myndum „“Vildspor" er fyrsta kvikmyndin sem ég hef gengið eftir að fá að gera tónlistina við. Þegar við vorum að klára að klippa myndina hans Henning Carlsen, var byrjað að klippa „Vildspor“ í herberginu við hliðina. Þaðan heyrði ég óma tónlist sem ég kannaðist við, en leikstjór- inn Simon Staho og klipparinn höfðu fest kaup á tónlistinni úr „Bömum náttúrunnar“ og klippt eitt atriði í kringum þá tónlist. Ég gekk inn og sá brot úr myndinni. Viku seinna heilsaði ég aftur upp á þá og sá þá fyrstu 20 mínútur myndarinnar og tilkynnti þar með að það væri bannað að einhver ann- ar en ég gerði tónlistina við þessa mynd, og þeir tóku mig á orðinu.“ - Hvað heillaði þig svona mikið við myndina? „Þessi mynd er tilfinningaleg og skammast sín ekkert fyrir það. I danskri kvikmyndagerð er ákveðin fjarlægð við tilfinningar og öllu slegið upp í kæruleysi. Kannski er það kynslóð ungu kvikmyndagerð- armannanna sem vill hafa myndir tilfinningafirrtar. Það eru áhrif af „Tarantino-isma“ frá Ameríku, þar sem hlutirnir eru stflfærðir og um leið og það er einhver spuming um tilfinningar er komin köld öxl. Þetta tilfinningaleysi rænir kvikmyndir svo mikilli dýpt. Þegar ég horfi á mínar gömlu uppáhaldsmyndir, þá uppgötva ég það, mér til mikillar skelfingar, að flestar þær myndir sem hafa haft hve mest áhrif á mig yrðu aldrei gerðar í dag. Margar myndir sem ég sá á unglingsárum mótuðu mig jafnmikið og áþreifan- leg lífsreynsla. Þær sýndu mér inn í heima og gerðu mig að hluta að því sem ég er. Kvikmyndir em alveg ótrúlega sterkur miðill, sem getur verið göfgandi og mannbætandi. Nú er verið að gera tilfinningar tor- tryggilegar og búa til kaldranaleg- an veraleika þar sem öllu er slegið upp í grín. Ég hef gaman af þeim myndum sem hafa ákveðinn boð- skap, og sem segja hlutina eins fal- lega og sterkt og er gert í „Vild- spor“. Enda vora viðtökunar í Dan- mörku þannig að annaðhvort höt- uðu blöðin myndina eða elskuðu; þau voru á með eða á móti tilfinn- ingum í kvikmyndum." Að stökkva fram „í „Vildspor“ leyfi ég mér að koma með mjög siðferðislega rödd inn í atburðarásina, sérstaklega þar sem eitt atriði gengur út á eitur- lyfjasölu. Við Simon settumst niður og voram sammála um að þetta ætti að vera jarðarför með orgeltónlist yfir eiturlyfjasölu. Fólk ætti helst að fá óbragð í munninn. Þótt ég haldi mig alltaf tilbaka, þá þá sleppti ég mér þarna því þetta er viss hverfipunktur í myndinni og kaflaskil fyrir báðar aðalsöguhetj- urnar. Yfir heildina gaf þessi mynd mér ákveðin tækifæri til að stökkva fram. Framleiðandinn var búinn að gera samning um það að vera með nokkur popplög frá ýmsum aðilum hér og þar í myndinni, og það átti að hjálpa til við að gera myndina vin- sæla. Þeim var svo öllum hent út, því þessi tónlist var svo mikil mála- miðlun. Að brjóta myndina upp á þennan hátt skemmdi alla dramat- íska framvindu. Það er samt eitt popplag í lok myndarinnar og á mjög vel við þar.“ Fiðlan blæbrigðaríkust hljóðfæra - Pú talaðir áðan um grátfiðlum- ar. Þú notarfiðlu mikið í „Vildspor". „Já, en ég ætla samt að vona að ég noti þær ekki á sama hátt og John Williams eða hin amerísku kvikmyndatónlistarskáldin sem mér finnast fjarskalega leiðinleg. Ég fékk Szymon Kuran fiðluleikara sérstaklega til Danmerkur til að spila inn tónlistina, því hún er mjög tilfinningarík og ég gat engum öðr- um treyst til að koma henni rétt til skila. Ég vissi að við næðum full- komnu sambandi eins og við höfum gert áður og Szymon veit nákvæm- lega hvert ég er að fara í öllu sem hann spilar fyrir mig. Hann er svo mikill listamaður. En þótt ég noti fiðluna þá er ekki einum tóni ofauk- ið í myndinni og alls ekld verið að kreista tárakirtlana." - Afhverju fiðla ? „Fiðlan er í eðli sínu blæbrigða- ríkasta hljóðfæri sem ég get hugsað mér. Óendanlegir möguleikar liggja í þessu hljóðfæri, og í höndum mik- ils meistara verður þetta alveg stór- kostlegt. Og þegar túlkandi hefur þá tilfinningalegu breidd sem Szymon hefur þá getur manni ekki mistekist." Borinn vælandi út - Er „Vildspor" kannski með skemmtilegri verkefnum sem þú hefur tckist á við? „Já, mér fannst það alveg ofsa- lega gaman. Það er líka gaman að Simon sé að koma inn með ferska strauma og blási á það sem hefur verið viðtekið hugarfar gagnvart til- finningum í kvikmyndum. Töffara- skapur í kvikmyndum er bara æskuhroki sem vonandi eldist af flestum leikstjórum. Ég er maður sem er borinn vælandi út úr bíó því ég vil upplifa tilfinningar. Og eins og ég sagði þá kom ekki til greina fyrir mig að einhver annar gerði tónlistina við þessa mynd.“ - Er það satt að þú og Peter Aal- bæk framleiðandi hafi grenjað sam- an yfír „Vildspor“ ? „Það er satt, og ég er ekki að ljúga því að það var ekki fyrr en í þriðju atrennu að ég sá meira en 20 mínútur af myndinni því ég grenjaði svo rnikið." 1 l| | ■ ■ lífff ENTER Tölvuskóli Reykjavíkur býður ítarlegt nám í skrifstofutækni fyrir alla þá sem hafa hug á að ná góðum tökum á fjölbreyttri starfsemi á nútíma skrifstofu. Ásamt markvissu tölvunámi er einnig lögð rík áhersla á alhliða kennslu í skrifstofugreinum eins og bókhaldi og verslunarreikningi. Að námi loknu eru nemendur færir um flest skrifstofustörf. Námið er 345 stundir að lengd og eru þar með taldar 45 stundir í þremur valgreinum. Auk þess fylgir tveggja vikna starfsþjálfun í fyrirtæki. Námið og starfsþjálfunin tekur um 16 vikur. Mikil áhersla er lögð á að hafa vönduð íslensk námsgögn í öllum greinum. Viðskiptagreinar Tölvugreinar 165 stundir Bókfærsla 100 stundir Almenn tölvufræði Annað 35 stundir íslenska og verslunarbréf Tjáning, hópvinna, framsögn, útlit, þjónusta viðskiptavina, vinnustellingar, útlit, framkoma, símsvörun, atvinnuumsóknir. Valgreinar Tölvubókhald 15stundir Vélritun iðstundir Viðskiptaenska isstundir Tollskýrslugerð iðstundir Internet vefsíðugerð 15 stundir Gagnagrunnur iðstundir Verslunarreikningur Almenn bókhaldsverkefni, víxlar og skuldabréf Launabókhald Lög og reglugerðir Virðisaukaskattur Raunhæf verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar Tölvubókhald Bókhald sem stjórntæki Ritvinnsla Word Töflureiknir Excel Tölvufjarskipti Internetið Glærugerð PowerPoint Borgartúni 28, sími 561 6699 www.tolvuskoli.is tolvuskoli @ tolvuskoli.is -.1® Tölvuskóli fcnnndl Reyl<javíkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.