Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaöið/Lrunnar Por Maiignmsson Beltaþyrill á ferð FYRIR skemmstu fannst afar sjaldgæfur amerískur fugl af þyrlaætt sem heitir beltaþyrill. Hann hefur haldið sig inni í Mos- fellsdal þar sem hann stingur sér eftir fiski úr lítilli á. Beltaþyrlar eru blágráir á baki og höfði og hafa áberandi brynbelti sem nafn tegundarinn- ar er dregið af. Kvenfuglar hafa auk þess rauðan lit fyrir neðan beltið. Þessi fundur kemur fuglaskoð- urum mjög á óvart því að í vor fannst beltaþyrill á Suðumesjun- um og var það þá í annað skipti sem þessarar tegundar verður vart hérlendis. I sumar sást siðan beltaþyrill á S-A landi og nú sést hann í þriðja sinn. Talið er mögu- legt að um sama fuglinn sé að ræða þvi allir reyndust þeir vera kvenfuglar. Snickers, 4 í pakka Korni flatbrauð, 300 g HEIM • UM LAND ALLT Að lifa með heila- og mænusiggi Margir reyna að leyna MS Margrét Sigurðardóttir TALIÐ er að um 300 manns séu með heila- og mænusigg, MS-sjúkdóminn, hér á landi. Einkenni geta í fyrstu verið dofl í útlim eða andliti, minnkaður styrkur í hendi eða fæti, sjóntrufl- anir, þreyta, svimi eða truflun á þvaglátum. Fólk fær sjúkdóminn venjulega á aldrinum 20-40 ára, flest- ir eru ekki verr haldnir en svo að þeir eru yfirleitt vinnufærir en í stöku til- vikum dregur MS fólk til dauða. Ekki er vitað með neinni vissu hvað veldur sjúkdómnum og lyf vinna ekki á honum en til eru lyf sem draga úr einkennum. Ráðstefna MS-félagsins á íslandi á morgun er öll- um opin. Verða flutt mörg erindi, m.a. mun María Jónsdóttir taugasálfræðingur tala um ein- beitingar- og minniserfiðleika pg Kári Stefánsson, forstjóri Is- lenskrar erfðagreiningar, um erfðafræði MS. Margrét Sigurðardóttir félags- ráðgjafi er spurð um börn MS- sjúklinga og aðstæður þeirra. „Gerð var rannsókn á Akureyri fyrir 11 árum á aðlögun fólks að sjúkdómnum og þunglyndi í tengslum við hann. Þá kom í ljós hve illa börn eru oft upplýst um sjúkdóm foreldrisins. Það er meiri umræða núna um þessi mál og vonandi hefur þetta breyst. Það er misjafnt hvað leyndin yfír þessu er mikil. Margir reyna að leyna MS og hlífa börnunum, þá skynja þau samt að eitthvað er að og geta orðið hrædd. Eg er á þeirri skoðun að það sé best að segja börnunum allt af létta. Eg er að kanna hvað hægt sé að gera hér fyrir börn MS-sjúk- linga, hvort hægt er að koma á fót námskeiði t.d. en ekki er búið að ákveða neitt í þeim efnum.“ - Hvað viltu segja um aðferðir sem sjúklingar geta valið til að takast á við sjúkdóminn? „Eg kynnti mér svonefnda stuðningshópa og sjálfshjálpar- hópa fyrir fólk með MS í Dan- mörku sem hafa gefist vel þar. MS-samtökin dönsku höfðu notað þessar aðferðir í mörg ár og þar fékk ég mjög góðar upplýsingar. Fyrir tveim árum byrjuðu fyrstu hópamir starf sitt hér í Reykja- vík, I hverjum þeirra eru 3-6 manns. Nú hafa þrír slíkir starf- að í Reykjavík og einn á Akur- eyri, vonir standa til að hópur fari af stað í Reykjanesbæ.“ Fyrst hittast 6-7 manns með sjúkdóm- inn og þeim til aðstoð- ar fyrstu skiptin er leiðbeinandi sem sjálfur er með MS. Hafdís Hannesdóttir félagsráðgjafi hef- ur verið leiðbeinandi flestra hópanna. Síðan starfa hóparnir sjálfstætt eftir það, oft í hálft eða eitt ár. Fólkið hittist hálfsmánað- arlega.“ - Hvernig starfa stuðnings- hópar? „Stuðningshópar eru ætlaðir fyrir þá sem hafa nýlega verið greindir með MS og með þeim vinnur meðferðaraðili. Enginn slíkur starfar enn hér á íslandi en líklegt er að stutt sé í það. f slíkum hópi yrði oftast ungt fólk, innan við fertugt og jafnvel á þrítugsaldri. Afallið er oft grið- arlegt, fólk er kannski í námi og þarf að gerbreyta öllu lífí sínu. Þetta verður líf í óvissu, alltaf ► MARGRÉT Sigurðardóttir er félagsráðgjafi, einnig lauk hún námi í fjölskyldu- og hjónameð- ferð hjá Endurmenntunarstofn- un. Hún starfar á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur en und- anfarin sex ár hefur hún einnig unnið fyrir samtök fólks með heila- og mænusigg, MS-félag Is- lands. Félagið er 30 ára á morg- un og heldur ráðstefnu í tilefni af afmælinu um sjúkdóminn og vandamál sem honum fylgja á Grand Hóteli í Reykjavík. Ýmsir sérfræðingar segja m.a. frá rann- sóknum, meðferð og lyfjum sem farið er að nota til að draga úr einkennum. Margrét flytur þar erindi um aðstæður barna sem eiga foreldri með sjúkdóminn. Margrét er fædd 1945, hún á eiginmann og uppkominn son. vofir veikindakast yfir þótt ein- kennin séu væg hjá flestum. En það getur verið langt á milli kast- anna, 10 eða 20 ár. Reynsla erlendis bendir til að hópstarf af þessu tagi sé mjög gagnlegt. Þátttakendur geta not- fært sér reynslu annarra með sjúkdóminn og eru í sömu spor- um. Þá er auðveldara að skilja eigin aðstöðu og viðbrögð og gefa öðrum af eigin reynslu. Þetta get- ur hjálpað til að bæta samskipti við annað fólk, sjúklingar axla ábyi-gð á eigin lífi og taka virka af- stöðu til sjúkdómsins. Fólk getur náð því að þroska innri styrk sinn og efla sjálfsmyndina." - Ekki er víst að hópstarf henti öllum? „Nei, fyrir suma er betra að fá einkaviðtöl, t.d. við lækna eða aðra með- ferðaraðila. Rætt er við hvern einstakan fyrir- fram áður en hópamir taka til starfa og reynt að velja saman eftir aldri og öðr- um aðstæðum. Það á illa saman að hafa í hópi fólk sem er mjög lítið veikt og aðra sem eru mikið fatlaðir. Og einn hópurinn í Reykjavík er t.d. kvennahópur." - Hvað er gert fyrir aðstand- endur MS-sjúklinga ? „Ég hef staðið fyrir námskeið- um fyrir maka MS-sjúklinga og verð með námskeið í vetur. Þetta em Iitlir hópar sem hittast með tveimur fagaðilum; sjúklingar eru ekki til staðar. Markmiðið er fræðsla og um- ræður, einkum virðist vera þrýnt fyrir karla að fá slíka hjálp. Álagið á maka getur verið mikið. Sumir óttast að þeir geri of litið fyrir makann, aðrir gera of mikið. Það er líka hægt, fólk verður að gæta þess að lifa sínu lífi áfram.“ Hópstarf getur eflt sjálfsímynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.