Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 57*“ BRIDS li'msjón (• u«1 iiiiindiii' l'all Arnarson í SUMUM spilum þarf sagnhafi að þreifa sig áfram og fikta í mörgum litum. Settu þig í spor suð- urs, sem fær út laufsexu, fjórða hæsta, gegn þremur gi'öndum: Suður gefur; allir á hættu. Norður * D1073 ¥ 954 ♦ Á865 *Á9 Suður ♦ K5 VÁK73 ♦ KG4 ♦ G1085 Vestur Norður Austui- Suður - - 1 grand Pass 21auf Pass 2hjörtu Pass 3 grönd AUirpass Hvort seturðu níuna eða ásinn í fyrsta slag? Þú átt tvær öruggar fyr- irstöður, hvort sem þú ger- ir, en með því að fara upp með ásinn gætirðu stíflað litinn ef austur á mannspil annað, eða gi'ætt slag ef hann mannspil stakt. Svo það sýnist skynsamlegt að drepa með ásnum. En við nánari athugun sérðu að ef laufsexan er heiðarlegt spil, getur austur ekki átt yftr níunni. Svo þú lætur níuna og hún heldur. Tvennt kemur nú til greina. Þú getur svínað tígulgosa, eða spilað spaða á kónginn. Hvort ætlarðu að gera? Þú ert í vondum málum ef tígulsvíningin misheppn- ast, svo þú frestar henni og spilar fyi-st spaðanum, enda viltu taka af vestri innkomuna ef hann á ás- inn. En kóngurinn heidur. Hvað gerirðu þá? Nú er spurningin sú hvort þú spilir spaða aftur á tiuna, eða gefir slag á hjarta. Það er augljóslega betra að dúkka nú hjarta, því þú vilt ekki að austur geti nýtt innkomuna á spaðaásinn til að brjóta laufið. Þú spilar því hjarta. Vestur tekur slaginn með tíunni og spilar smálaufi, og austur hendir tígli! Vestur hefur þá byrjað með hjónin sjöttu í laufi. Nú, jæja; ætlarðu að svina tígulgosa núna? Eða fara heim á hjarta til að spila spaðanum? Auðvitað reynirðu fyrst við spaðaslaginn, því tíg- ulsvíningin er óþörf ef vestur á spaðagosa og hjartað feliur: Norður A D1073 ¥ 954 ♦ Á865 *Á9 Austur * 9862 ¥ DG8 ♦ D10732 *4 Suður A K5 ¥ ÁK73 ♦ KG4 ♦ G1085 Ekki gott; vestur drepur og tekur fjóra slagi á lauf! Sá skratti var með spaða- ásinn, eftir allt saman. Hér lá hvert spil og sagnhafi vann sitt verk af kost- gæfni, en fór samt niður. Með því að gefa spaða- kónginn fumlaust gerði vestur tvennt: stóð vörð um innkomuna sína og af- vegaleiddi sagnhafa. Vestur AÁG4 ¥1062 ♦ 9 * KD7632 í DAG FRÉTTIR Árnað heilla GULLBRÚÐKAUP. í dag, fóstudaginn 18. september, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli Elín Friðriksdóttir, hús- stjórnarkennari, og Óskar Ágústsson, íþróttakennari, Kvisthaga 19, Reykjavík, áður búsett í Laugum, S-Þing. Þau eru að heiman í dag. ÁRA afmæli. í dag, föstudaginn 18. sept- ember, verður níræður Þor- kell J. Sigurðsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri, frá Suð- ur-Bár, Hátúni 8, Reykja- vík. Hann tekur á móti gestum kl. 18, laugardaginn 19. september, í Félagsmið- stöð aldraðra, Vesturgötu 7 (gengið inn frá öarða- stræti). ff/\ÁRA afmæli. Næst- tj V/ komandi mánudag, 21. september, verður fimmtug Bára L. Guð- mundsdóttir, Kveldúlfs- götu 25, Borgarnesi. Hún og eiginmaður hennar Guð- jón B. Karlsson taka á móti gestum á heimili sínu laug- ardaginn 19. september kl. 17. Með morgunkaffinu Ást er... ... að nota ekki of mikinn rakspíra. TM Reg. U.S. Pal. Off — all rights reserved (c) 1998 Los Angele8 Times Syndicate JÁ, ég veit að þú færð oft góðar hugmyndir, en hvað um rafmagnsreikninginn? HOGNI HREKKVISI * Suorux. es-þaÁ <x& baJcra, k£t£ sér ó ve/ftterð." STJÖRIVUSPÁ eftir Franres Urakc MEYJA Afmælisbaim dagsins Þú ert hjálpsamur og gæddur ríkri ábyi-gðarkennd og átt auð- velt með að leiða aðra. •#» Hrútur (21. mars -19. aprfl) Það er ekki alltaf svo að besta lausnin sé sú sem ligg- ur í augum uppi. Veltu því málunum vandlega fyrir þér. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú hefur ástæðu til að gleðj- ast og átt allt gott skilið. Það væri því ekki úr vegi að lyfta sér dálítið upp. Tvíburar (21. maí - 20. júní) ol Beindu athygli þinni að þeim sem næst þér standa. Vertu opinskár og umhyggjusamur í þeirra garð. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Gefðu þér tíma til að ljúka öllum erindagjörðum. Það er verra að láta hlutina hlaða utan á sig þangað til þeir verða illleysanlegir. Ljón (23. júli - 22. ágúst) Þér finnast efnisleg gæði skipta miklu en gleymdu því ekki að þó þau séu góð og nauðsynleg þá skipta aðrir hlutir líka máli. Meyja (23. ágúst - 22. september) Beittu verksviti þínu því þú hefur nóg til þess að leysa þau verkefni sem þér hafa verið falin. Komdu sem mestu í verk. (23. sept. - 22. október) m Eitthvað er að vefjast fyrir þér. Yttu því frá þér og ein- beittu þér að þeim verkefn- um sem þú þarft að leysa núna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Það getur verið skynsamlegt að bera hlutina undir sína samstarfsmenn eða sína nán- ustu því alltaf sjá betur augu en auga. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þú þarft að leggja hai-t að þér til þess að tryggja starfs- frama þinn. Gleymdu samt hvorki sjálfum þér né þeim sem næst þér standa. Steingeit (22. des. -19. janúar) Það er oft gagnlegt að ieita á vit sögunnar þegar leysa þarf vandamál nútímans. Leggðu samt þitt af mörk- Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Það getur kostað nokkur óþægindi að leita nýrra leiða til lausnar vandamála. Vertu staðfastur og þá ber leitin ár- angur. Fiskar (19. febrúar - 20. mai-s) >(•«> Varastu að láta tilfmningarn- ar hlaupa með þig í gönur. Það er ágætt að njóta lífsins en fáránlegt að halda að lífið sé bara leikur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum gruimi vísindalegra staðreynda. Opið hús í leikskólan- um Fossakot í TILEFNI af árs afmæli leikskól- ans Fossakots er Reykvíkingum og sérstaklega Grafai-vogsbúum boðið að koma í heimsókn og skoða leik- skólann. Tekið verður á móti gestum milli kl. 10-14 laugardaginn 19. september í leikskólanum að Fossa- leyni 4 (við sömu götu og Húsa- smiðjan í Grafarvogi). Leikskólinn Fossakot, sem er einkarekinn, var opnaður 18. sept- ember 1997. Leikskólinn hefur verið fullsetinn og er ráðgert að taka nýja deild. í notkun eftir áramót. Fjölgar þá heilsdagsrýmum úr 43 í 65. Afhenti trúnaðarbréf ÞORSTEINN Ingólfsson sendi- herra afhenti hinn 11. september sl. Kofi Annan, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. ■ FERÐASKRIFSTOFAN ÍT ferðir flutti um mitt sumar starf- semi sína í íþróttamiðstöðina í Laugardal, Engjavegi 6, Reykja- vík. ÍT ferðir eni alhliða ferða- þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðalögum fyrir íþróttamenn pg íþróttahópa til og frá íslandi. IT ferðir sinna ekki bara íþrótta- fólki, þeir standa fyrir íþróttir og tónlist og fyrirtækið sinnir tónlist- arhópum svo sem kórum, lúðra- sveitum o.fl. en einnig alls konar öðrum hópum. ■ OPIÐ hús verður í tilefni af 30 ára afmæli Blóðskilunardeildar Landspítalans. Opna húsið verður í húsakynnum deildarinnar á gangi 13b á 3. hæð í gamla spítalanum laugardaginn 19. september kl. 14-17. Fólki gefst kostur á að kynna sér starfsemi deildarinnar og skola vélakost og aðstöðu henn- ar. Starfsfólk mun leiðbeina og fræða um meðferð þá er deildin veitir. Til sýnis verður fræðsluefni um nýi-nasjúkdóma og þróun deildarinnar í 30 ár. Félag nýrna- sjúkra mun kynna sína starfsemi. Boðið verður upp á léttar veiting- ar. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 istígvél ludansinn Verð: 6.995 Tegund: Dockers Svart leður í stærðum 36-46 IÚIAG ELDRIBORGARAR BORCMIA ATHUGIÐ Dansleikur í Ásgarði, Glæsibæ, Álfheimum 74, í kvöld, 18. september kl. 20.00 Hljómsveit Hjördísar Geirsdóttur heldur uppi fjörinu. Allir velkomnir! Miðaverð 600 kr. FÉLAG ELDRI BORGARA í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI (f............ ......................... NÍj Hjartans þakkir! Merkjasala Hjálpræðishersins er árlegur við- burður. Enn á ný hafa meðlimir Hjálpræðis- hersins verið víða í bænum og selt merki. Eins og alltaf hafa viðtökur verið góðar og merkjasal- an gengið mjög vel. Við viljum þakka ykkur öllum hjartanlega sem keyptuð merkin. Þökkum líka öll hlý orð og viðurkenningu um starf Hjálpræðishersins á íslandi. Við óskum landi og þjóð blessunar Guðs. Knut Gamst, yfirforingi. ...... ......... -.......................... =Jl Nicotinell getur hjálpað þér til að hætta að reykja. Tilboð á NICOTINELL nikótín tyggjó: Föstud. 18. oglaugard. 19. september. NICOTINELL tyggjó 4 milligrömm, 84 stykki kr. 1499,- NICOTINELL tyggjó 2 milligrömm, 84 stykki kr. 999,- ( Cott bragó t/7 að hætta að reykja ) INGÓLFS APÓTEK Kringlunni • Reykjavík • Sími 568 9970
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.