Morgunblaðið - 18.09.1998, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 18.09.1998, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 59 FOLK I FRETTUM KVIKMYNDIR/Stjörnubíó, Sambíóin, Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyri hafa tekið til sýninga myndina Gríma Zorros með Antonio Banderas og Anthony Hopkins í aðalhlutverkum. Meðal framleiðenda myndarinnar er Steven Spielberg. Zorro snýr aftur ÞAÐ ERU 20 ár síðan hinn mexíkanski séntilmaður Don Diego de la Vega (Ant- hony Hopkins) barðist gegn spænskum kúgurum í Kaliforníu bak við grímu rómantísku hetjunn- ar Zorrós. Eftir langa fangelsisvist þarf hann að finna sér arftaka til þess að stöðva hinn valdamikla fyrrverandi ríkisstjóra Spánverja, Don Rafael (Stuart Wilson), and- stæðinginn sem svipti Don Diego öllu; frelsinu, eiginkonunni og dóttur. Nú ætlar Don Rafael sér að kaupa Kaliforníu af Mexíkönum. Á vegi Don Diegos verður Alejandro Murieta (Antonio Banderas), smá- bófi með vafasama fortíð, sem veit það eitt um sverð að „beitti endinn á að snúa að óvininum". Don Diego breytir honum í nýjan Zorro, sem hann vonar að muni aðstoða sig við að bera sigurorð af Don Rafael í eitt skipti fyrir öll. Sagan um Zorro hefur hlotið hljómgrunn meðal hverrar kyn- slóðar allt síðan hún leit fyrst dagsins ljós í sjoppubókmennt- um eftir blaðamann, sem skrifaði afþreyingarsögur í hjáverkum og hét Johnston McCulley. Zorro þýðir víst refúr á spænsku og í honum runnu saman í eitt bók- menntahetjur á borð við Rauðu akurliljuna og ýmsir spænsk- og mexíkansk- ættaðir útlagar og upp- reisnamenn frá ofan- verðri síðustu öld. Ári eftir útkomu fyrstu sögunnar um Zorro lék Dou- glas Fairbanks eldri hetjuna í þögulli mynd, sem hét Merki Zorro. Hún var endur- gerð 20 ár- um síðar með Tyrone Power í titilhlutverkinu. Um sama leyti var gerð 12 mynda sería á vegum RKO um hetjuna. 1957 komst Zorro í sjónvarpið, þökk sé Walt Disney og sjónvarps- þáttunum þar sem Guy Williams var í aðalhlutverki en þeir urðu einhverjir hinir vinsælustu vestan- hafs í lok sjötta áratugarins og víða um Evrópu á sjöunda ára- tugnum. Síðasta myndin um Zorro, á undan Grímu Zorros, var svo gerð árið 1975 og þá með hinn franska Alain Delon í titilhlutverki. Gríma Zorros er því fyrsta Hollywood-myndin um hetjuna í 40 ár. Þá er það Steven Spielberg og félagar hans sem standa á bak við ævintýrið. Spielberg er sjálfur einn framleiðenda en heldur sig annars til hlés; leikstjóri er Nýsjá- lendingurinn Martin Campbell, sem gert hefur Bond-myndina GoldenEye, Criminal Law o.fl. „Zorro er fullkomin hetja,“ segir leikstjórinn. „Hann er ekki að reyna að drepa eins marga óvini og hann getur heldur yfirbugar hann þá og gerir þá að fíflum. Mér fannst athygl- isvert að sýna svoleiðis karakter á hvíta tjaldinu á tímum myndanna þar sem allt gengur út á tækni- brellur og sprengingar. Þá virkar Zorro allt í einu framandi, nýr og ferskur.“ „Antonio Banderas hafði alla þá eiginleika sem ég vildi sjá í Zorro,“ segir Campbell. „Hann er fínn leikari, fjallmyndarlegur, á auðvelt með að fá samúð aðdáenda og hef- ur fína kímnigáfu. Ef einhvern tímann hefur verið til fullkominn Zorro þá er það Antonio,“ segir Campbell um spænska hjartaknúsarann Banderas, sem hlaut frægð í myndum landa síns, Almodovars; Bittu mig, elskaðu mig og Konur á barmi taugaáfalls en hefur síðan leikið í Hollywood- myndum á borð við Mambo Kings, Hús andanna, Interview with a Vamph-e og Assassins. Antonio Banderas var einnig hrifinn af hlutverkinu, ekki síst tækifærinu til þess að vinna með Anthony Hopkins, sem tók að sér hlutverk Don Diego. „Að vinna með Anthony var heiður fyi-ir mig,“ segir Banderas. „Eg var svo óstyrkur fyrstu dag- ana að fótleggirnir á mér hristust stöðugt." Óskarsverðlaunahafinn Hopk- ins, sem lék m.a. í Silence of the Lambs, The Remains of the Day og Nixon, endurgeldur gull- hamrana. „Antonio er mjög hugmyndaríkur og fullur af orku og áhuga. Við skemmt- um okkur vel við að vinna sam- an,“ segir Hopkins. ZORRO, með réttlæti gegn ranglæti. ANTONIO Banderas leikur liinn nýja Zorro. ANTHONY Hopkins leikur Don Diego, sem finnur arftaka sinn í hlutverk Zorros. Afsaka tiltækið „AFSAKIÐ Sony, en við erum at- vinnulaus" er prentað á ítölsku á ólöglegri sjóræningjaútgáfu eins vin- sæls leiks sem stórfyrirtækið Sony gefur út fyrir Playstation leikjatölv- ur. Diskurinn er til sölu í Napólí, en í þeim borg er sjóræningjastarfsemi algengust á Ítalíu. Hins vegar er óvanalegt að sjá þá sem iðjuna stunda biðjast afsökunar á tiltækinu. Hættu að raka d þér fótleggina! Notaðu One Touch háreyðingarkrem! Sársaukalaus ogfljótleg aðferð sem skýrir vinsældir One Touch á íslandi í 12 ár. I Svo einfalt er það Rúllið kreminu yfir hársvæðið og strjúkið það síðan afmeð rökum þvottaklút. (Sjá leiðbeiningar.) Húðin verður mjúk, ekki hrjúf! One Touch er ofnæmisprófað Margra ára reynsla segir sína sögu! Útsölustaðir: Apótek, Hagkaup, Nýkaup, Nóatún, kaupfélög og snyrtivöruverslanir. Sensitive fyrir viokvæma húð Regtdar fyrir venjulega Bikini fyrir ipi „btkini" > svæði lf ' n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.