Morgunblaðið - 18.09.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 18.09.1998, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillögur um gjaldskrárhækkun Dagvistar barna Tekjurnar aukast um 50 milljónir kr. TEKJUR Dagvistar bama munu aukast um nálega 50 milljónir króna verði tillaga um gjaldskrár- hækkun frá áramótum, sem rædd var á fundi stjómar Dagvistar barna á miðvikudag, samþykkt, en afgreiðslu málsins var þá frestað til næsta fundar stjórnar Dagvistar bama í byrjun október. Þetta jafn- gildir 7% tekjuaukningu vegna dagvistargjaldanna, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær, en ólíkir , þættir gjaldskrárinnar hækka með mismunandi hætti. Þannig hækkar fullt gjald fyrir átta tíma vistun úr 18.750 kr. í 19.400 kr. í byrjun næsta árs eða um 3,35% samkvæmt tillögunni, en forgangsgjald vegna níu tíma vist- unar um 13,64% eða úr 9.500 kr. í 11 þúsund kr. Rekstrargjöld Dagvistar bama vegna leikskóla em áætluð 2.143 milljónir króna í ár og þar af er gert ráð fyrir að tekjur af gjald- töku vegna vistunar barna á leik- skólum nemi 685 milljónum kr. Þær tekjur munu aukast um tæpar 50 milljónir króna á næsta ári verði tillagan samþykkt, en hún þarf einnig að fá staðfestingu borgar- ráðs. Tæpar 1.500 milljónir króna koma því úr borgarsjóði í ár vegna rekstrargjalda leikskóla. Þrenns konar gjaldskrá er í gildi vegna dagvistunar í Reykjavík, fullt gjald, forgangsgjald, sem einkum er fyrir einstæða foreldra, og námsmannagjald. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að tíma- gjald hækki úr 1.900 kr. í 2.100 kr. Fullt gjald vegna fjögurra tíma vistunar barns á leikskóla í Reykjavík í einn mánuð hækkar úr 7.600 kr. í 8.400 kr. eða um 9,52%. Samsvarandi forgangsgjald hækk- ar úr 6.700 kr. í 7 þúsund kr. eða um 4,29% og námsmannagjald fyr- ir fjögurra tíma vistun hækkar úr 6.800 kr. í 7.200 kr. verði tillagan samþykkt eða um 5,56%. Gjöld fyrir sex og átta tíma vist- un breytast einnig með nokkuð mismunandi hætti svo dæmi séu tekin. Þannig hækkar fullt gjald fyrir sex tíma vistun úr 14 þúsund kr. í 15.200 kr. eða um 7,89%, for- gangsgjald úr 8 þúsund í 8.600 kr. eða um 6,98% og námsmannagjald úr 8.800 kr. í 9.200 kr. eða um 4,35%. Fullt gjald fyrir átta tíma vistun hækkar minnst eins og fyrr sagði eða úr 18.750 kr. í 19.400 kr., um 3,35%, forgangsgjald úr 9.500 kr. í 10 þúsund kr. eða um 5% og námsmannagjald úr 13.500 kr. í 14.700 kr. eða um 8,16%. Systkinaafsláttur hækkar úr 25% í 33% Þá gerir tillagan einnig ráð fyrir því að systkinaafsláttur aukist úr 25% í 33% sem þýðir tekjuminnkun vegna galdtökunnar sem nemur 4,5 milljónum kr. Gjöld vegna níu tíma vistunar hækka mest eða um 12,34% upp í 13,64% eftir gjaldflokkum. Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Dag- vistar barna, segir að til þessa hafi ekki verið greint á milli átta og níu tíma vistunar hvað gjaldtöku snerti í Reykjavík, en tillagan geri ráð fyrir að það verði gert, eins og al- mennt sé reglan í nágrannasveitar- félögunum. Ekki sé hins vegar vit- að hve mikil þörf sé fyrir níu tíma vistun og því séu tekjur vegna þessarar breytingar óvissar. Bergur sagði einnig að gjaldskrá Dagvistar barna í Reykjavík hefði verið lægri en í nágrannasveitarfé- lögunum. Fyrirhugaðar breytingar þýddu að fullt gjald í Reykjavík hækkaði í ætt við það sem gerðist í nágrannasveitarfélögunum, en sér- gjaldflokkamir yrðu ennþá lægri en annars staðar. ®IS .TF-UF Stefán Tómasson varaþingmaður í prófkjör á Reykjanesi Stefnir á þriðja til fjórða sæti STEFÁN Tómasson, varaþingmað- ur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri flokksins í kjör- dæminu sem fyrirhugað er í haust. Stefnir hann á þriðja til fjórða sæti. „Núverandi þingmenn flokksins sem ætla í prófkjörið hafa ákveðið að stefna á fyrstu tvö sætin og ég kem því svona í humátt á eftir þeim,“ sagði Stefán í samtali við Morgun- blaðið. Hann bjó til skamms tíma í Grindavík þar sem hann tók þátt í bæjarmálum og hefur hann tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Hann segist sem varaþingmaður hafa fengið ágætt inngrip í störf Alþingis. „Eg hef á þessum fjórum árum átt gott samstarf við þingmennina, kynnst mjög vel bæði þingstörfum og starfs- umhverfi þingmanna og tel að ég hafi eftir reynslu mína í núverandi starfi kynnst vel atvinnulífi svæðis- ins. Ég tel mig því hafa reynslu til að taka þátt í þessu og sinna þing- mannsstarfi vel,“ segir Stefán enn fremur og vísar þar til starfs síns fyrir Útvegsmannafélag Suðumesja og Vinnuveitendafélag Suðurnesja sem hefur skrifstofu í Keflavík í Reykjanesbæ. -------------- Nýr vatns- tankur í Land- mannalaugar ÁHÖFNIN á TF-LÍF, björgunar- þyrlu Landhelgisgæslunnar, að- stoðaði umsjónarmenn í Land- mannalaugum við að koma nýjum vatnstanki fyrir í vikunni. Nýi tankurinn rúmar ti'u þúsund lítra og vegur 1,5 tonn. Þyrlan flutti hann frá skálanum í Landmanna- laugum og um 250 metra leið upp í hraunið þar fyrir ofan, en þar var honum komið fyrir í sex metra djúpri gjótu. Flutningur tanksins var mikið nákvæmnisverk að sögn áhafnar þyrlunnar en tókst með eindæmum vel og átti gott veður nokkurn þátt í því. Forstjóri Vinnumálastofnunar gagnrýnir vanstillt skrif, dylgijur og aðdróttanir Athug’un á launamál- um Technopromex- port ekki lokið ATHUGUN á launamálum hjá rússneska fyr- irtækinu Technopromexport, sem vinnur nú að uppsetningu staura fyrir Búifellslínu 3A fyrir Landsvirkjun, stendur enn yfir hjá Vinnmála- stofnun og sagði Gissur Pétursson, forstjóri hennar, í gær að farið hefði verið fram á það að rússneska fyrirtækið sendi afrit af launaseðl- um fyiir mánudag. Vinnumálastofnun hefur sent frá sér skýrslu um málið, sem í gær var gagnrýnd af Félagi jámiðnaðarmanna. Fullnægjandi gögn að mati Vinnumálastofnunar Vinnumálastofnun sendi Páli Péturssyni fé- lagsmálaráðherra skýrslu um málið, sem er dagsett 15. september. Þar segir að sama dag hafi Technopromexport sent stofnuninni „full- nægjandi gögn að mati Vinnumálastofnunar" og eftir yfirferð þeirra væri það „skoðun stofn- unarinnar að fyrirtækið [greiddi] laun í sam- ræmi við íslensk lög og kjarasamninga". í nið- urlagi skýrslunnar segir að eftir rannsókn þein-a þátta, sem félagsmálaráðuneytið hafi farið fram á að yrðu kannaðir 2. september, telji Vinnumálastofnun að fyrirtækið uppfylli ákvæði laga um atvinnuréttindi útlendinga og „því sé ekki ástæða til frekari aðgerða að svo stöddu“. í beiðni félagsmálaráðuneytis var farið fram á að rannsakað yrði hvort erlendir starfsmenn Technopromexport hefðu í reynd fengið laun og kjör, sem kjarasamningar kvæðu á um, um leið og athugað yrði hvort önnur atriði starf- seminnar brytu í bága við lög. Beiðnin væri sett fram vegna óska Rafiðnaðarsambands Is- lands og Félags jámiðnaðarmanna frá 17. ágúst um að atvinnuleyfi Technopromexport yrðu afturkölluð vegna gruns áðumefndra fé- laga um að lög um atvinnuréttindi útlendinga hefðu verið brotin. Gagnrýna ákvörðun um að afturkalla ekki leyfi Rafiðnaðarsamband íslands sendi á mið- vikudag út fréttatilkynningu þar sem ákvörðun félagsmálaráðuneytis um að afturkalla ekki at- vinnuleyfi starfsmanna Technopromexport í kjölfar skýrslu Vinnumálastofnunar er gagn- rýnd. í fréttatilkynningunni segir meðal ann- ars að við hefði legið að rússneskir starfsmenn Technopromexport hæfu vinnustöðvun að morgni miðvikudags þegar þeir fengu á rúss- nesku þann kjarasamning, sem fyrirtækið hefði gert við íslensk stéttarfélög og kvæði á um lágmarkskjör Rússanna hér á landi sam- kvæmt lögum um starfskjör og launakjör. „Samkvæmt þessum kjarasamningi eiga þeir að fá rúmlega 400 þús kr. á mánuði fyrir þann mikla vinnutíma sem þeir vinna en hafa í þess stað 73 þús. kr.,“ segir í fréttatilkynning- unni, sem Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands íslands undin-itar. „Vinnutími Rússanna er 40 dagvinnutímar á viku auk 35 yfirvinnutíma.“ Afrit af skýrslu vinnumálastofnunar barst í hendur fréttastofu Ríkisútvarpsins og þaðan til Félags járniðnaðarmanna, sem í gær sendi fé- lagsmálaráðherra bréf undirritað af Erni Frið- rikssyni, formanni félagsins. Alvarlegar athugasemdir Félags járniðnaðarmanna í bréfinu lýsir Félag járniðnaðarmanna yfir undrun á skýrslu vinnumálastofnunar „um „rannsókn" stofnunarinnar og telur óhjá- kvæmilegt að gera alvarlegar athugasemdir við efni skýrslunnar og niðurstöður“. „Meginniðurstaða vinnumálastofnunar er að launakjör erlendra starfsmanna Techno- promexport á Islandi séu í samræmi við ís- lensk lög og kjarasamninga," segir í bréfi Fé- lags járniðnaðarmanna. „Þessi niðurstaða er sett fram sem skoðun stofnunarinnar án þess að í skýrslunni sé vísað til neinna gagna, sem geta talist grundvöllm- að slíkri niðurstöðu ... Beri Félagi járniðnaðarmanna að líta á skýrslu Vinnumálastofnunai- sem svar við kröfu félags- ins um rannsókn á því hvort laun og starfskjör erlendra starfsmanna Technopromexport séu í samræmi við gildandi lög og kjarasamning verður félagið að lýsa því yfir að rannsóknin og svörin eru með öllu ófullnægjandi." Gissur Pétursson kvaðst í gær hafa séð þetta bréf Félags járniðnaðarmanna og vilja segja það að Vinnumálastofnun hefði í samvinnu við félagsmálaráðuneyti unnið að þessu máli frá því það hefði komið upp 17. ágúst. „Við höfum ekki tíma til að eltast við van- stillt skrif af þessu tagi, sem eru uppfull af dylgjum og aðdróttunum í garð stofnunarinnar og vinnubragða hennar," sagði Gissur um bréf- ið. „Við verðum bara að gefa okkur tíma til að svara svona ásökunum í fyllingu tímans. Þetta er ekki Félagi jái'niðnaðarmanna til sóma.“ Gissur kvaðst enn líta svo á sem skilagreinar Techonpromexport, sem fjallað væri um í skýrslu Vinnumálastofnunar frá 15. septem- ber, væru fullnægjandi. „Málið er ekki búið“ „En málið er ekki búið,“ sagði hann. „Þær ályktanir, sem við drógum af þeim gögnum, sem við fengum frá fyrirtækinu, eru alveg rök- réttar. Það er annað mál hvort annað komi í ljós eða nýjar upplýsingar, sem breyta afstöðu okkar." Hann sagði að rússneska fyrirtækið væri ásakað um að greiða ekki laun í samræmi við kjarasamninga. Það væru alvarlegar ásakan- ir sem stofnunin hefði rannsakað fram til þessa. „Nú höfum við beðið um afrit af launaseðlum til starfsmanna," sagði hann. „Þeh- hafa frest fram á mánudag til að láta okkur fá þau.“ Deila þessi leiddi til þriggja daga vinnu- stöðvunar i síðustu viku, en eftir að vinna hófst á ný við Búrfellslínu hefur verkið sóst vel að sögn verktakans, Landsvirkjunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.