Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 43 ÓLÖF SIG URÐARDÓTTIR tÓlöf Indíana Sig^urðardóttir fæddist á Snæbjarn- arstöðum í Fnjóska- dal í S-Þing. 8. apríl 1903. Hún andaðist á hjúkrunarheimil- inu Seli 6. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurð- ur Bjarnason, f. 31.8. 1863, d. 3.12. 1951, og Hólmfríð- ur Jónsdóttir, f. 14.11. 1867, d. 27.9. 1930. Systkini Ólafar voru: 1) Helga, f. 12.4. 1888, d. 3.11. 1971. 2) Margrét, f. 16.8. 1889, d. 6.10. 1982. 3) Kristín Jakobína, f. 21.2. 1891, d. 19.12. 1990. 4) Rósa, f. 1.7. 1893, d. 19.9. 1987. 5) Bjarney, f. 31.8. 1895, d. 23.6.1972. 6) Jón, f. 25.11. 1897, d. 6.4. 1985. 7) Sigurbjörg, f. 29.5. 1901, d. 31.12. 1985. 8) Snæbjörn, f. „Nú er náðarstund og nú er hjálpræðisdagur." Þetta gæti verið þakkargjörð þess sem hefur lokið ströngum starfsdegi og fagnar kærkominni hvíld. Ólöf frænka mín kveður síðust úr systkinahópnum frá Snæbjamarstöðum, en í þeirra röð var hún næstyngst og nær hálfnuð með 96. aldursárið. Ef tek- ið er meðaltal af aldri þessa stóra systkmahóps era það 89 ár. Hún var fimm ára þegar fjöl- skyldan fluttist úr Fnjóskadal að Garðsá í Kaupangssveit, þar sem þau bjuggu fyrstu árin - vestan heiðar - og síðar á fleiri stöðum í Eyjafirði og á Akureyri. Allmörg unglingsára sinna dvelur Ólöf á Litla-Hóli hjá Sigurbjörgu móður- systur sinni og Ingimar manni hennar. Naut hún þar hins besta atlætis sem vænta mátti. Þar dvaldi hún t.d. fermingarárið sitt. Að þeii-ra tíma hætti fóru ungling- ar snemma að vinna fyrir sér í vinnumennsku og kaupavinnu. Sumarvinnan var skilgreind sem kaupavinna og fyrir hana greitt hærra kaup enda mikils krafist við að afla heyjaforðans. Árið 1927 festir Ólöf ráð sitt og giftist Eyfirðingnum Randver Guð- mundssyni, ættuðum frá Rauðhús- um og Guðrúnarstöðum í næstu liði. Randver var hinn vaskasti maður, var m.a. haft á orði að hann hefði hlaupið uppi fráfærnalömb, það var á sínum tíma viðmiðun um allra spretthörðustu menn. Fyrstu tvö árin stunduðu þau Ólöf og Randver vinnumennsku en blíð- viðrisvorið 1929 kaupa þau smábýl- ið Fjósakot í Möðruvallaplássi. Líklega hafa á þessum tíma býl- in kringum Möðruvelli verið í svip- uðum hlutfóllum og á dögum Guð- mundar ríka. Með dugnaði og nægjusemi mun búskapur þeirra í Fjósakoti hafa þróast farsællegast, en skjótt skipast veður í lofti. A haustnóttum 1935, gerði stórfellt úrfelli, svo að skýfall mun hafa skollið á hlíðina fyrir ofan Plássið og stórfelld skriðu- og jarðföll féllu yfir tún og engjar þó að húsa- skemmdir yi'ðu ekki teljandi en einhver fjárskaði. Þarna varð Fjósakot harðast úti. Næstum allt túnið og engjar nær fjallinu lentu undir jarðfalli svo í fljótu bragði virtist jörðin gjör- eyðilögð. Stundum er þó eins og maðurinn geti fært sér duttlunga náttúrunnar í nyt. Næsta jörð sunnan við Fjósakot hét Skriða, með ámóta breiða landspildu en slapp betur undan áföllum skriðu- fallanna. Bóndinn á Skriðu hætti þar búskap á næstu fardögum, Fjósakotshjón keyptu þá Skriðu og sameinuðu jarðirnar og björguðu þar með heyjaöflun það árið og smámsaman var jarðfallsfram- burðinum breytt í frjósamar sáð- sléttur. Nokkuð snemma fór heym 22.8. 1908, d. 17.11. 1991. Ólöf giftist 1927 Randver Guð- mundssyni, f. 29.9. 1891, d. 21.5. 1962. Börn Ólafar og Randvers eru: 1) Margrét Hólmfríð- ur, f. 3.3. 1928, maki Benjamín Jós- efsson, f. 11.8. 1925. Þau áttu sex börn, tíu barnabörn og fimm barnabarna- börn. 2) Guðmund- ur Hans, f. 28.9. 1929. 3) Klara Sigríður, f. 4.3. 1932, maki Rafn Jónsson, f. 2.2. 1925, d. 11.8. 1991. Þau eiga tvö börn og tvö bamabörn. 4) Sig- urður Geir, f. 28.4. 1939. 5) Rósa Ólöf, f. 21.4. 1942. Hún á eina dóttur. títför Ólafar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Randvers að skerðast svo hann átti óhægt með tjáskipti, því lenti það meir á Ólöfu að annast erindi fyrir heimilið út á við meðan börain vora að vaxa úr grasi, en Randver gat stundað sinn búskap af natni. f nokkur ár hafði Ólöf for- mennsku í kvenfélagi sveitarinnar með höndum (Kvenfélaginu Hjálp- in) og rækti hún það hlutverk af skörungsskap. Hún fylgdist vel með ef veikindi eða bágindi bar að höndum og stuðlaði að úrbótum. Sem dæmi þá safnaði hún saman sláttumönnum sem tóku að sér slátt á túni fyrir veikan bónda. Þetta var samhjálp þess tíma. Ólöf var hreinskilin og sagði jafnan meiningu sína. Gat verið dá- lítið hvöss ef því var að skipta. Hún lá aldrei á liði sínu og vildi að aðrir gerðu það ekki heldur. Ásamt fjöl- skyldu sinni af elju og dugnaði var lagður grannur að sameiningu tveggja smábýla, sem þróaðist til þess að verða góðbýli. Þegar skoð- aður er tími og dvalarstaður, kem- ur í ljós að hún hefur sem næst lif- að þriðjung ævi sinnar í Fjósakoti. Ég þori að fullyrða að þó að oft væra dagar langir og strangir, þá vora þetta bestu árin. Árið 1961 bregður fjölskyldan búi og flyst til Akureyrar, þá höfðu þau búið í Fjósakoti í 32 ár, börnin þeirra fimm flest fædd þar heima og uxu þar upp til manndóms. Á Akureyri bjó fjölskyldan fyrst í Munkaþverárstræti 30, en lengst bjuggu þau í Hafnarstræti 83. Síð- ustu árin bjó Ólöf ásamt sonum sínum að Norðurgötu 54. Á Akur- eyri vann hún ýmis störf, lengst þjónustustörf á matsölustöðum, s.s. á Hótel Kea og mötuneytinu í M.A. o.fl. Jafnframt vinnunni, sem var eftir atvikum hálfs- eða heils- dagsstarf rækti hún sín húsmóður- störf og með sóma sinnti hún því hlutverki fram á síðustu ár uns hún varð að dvelja síðustu misserin á sjúkrastofnunum, síðast og lengst á sjúkraheimilinu Seli. Það er mikil gæfa að hafa heilbrigði og mega starfa langa ævi. Vinnan göfgar manninn og lengir lífdaga hans. Fjölskylda mín sendir samúðar- kveðjur til barna og annarra ætt- ingja. Sigurður Jósefsson. Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur, þú þessi sterki klettur í okkar tilvera með alla þína visku og lífsreynslu. Fjölskyldan var þitt líf og yndi, og þú vildir fá að fylgj- ast með öllu sem gerðist í okkar lífi og hvert við stefndum í framtíð- inni. Heilbrigði og hamingja fjöl- skyldunnar var það sem skipti þig mestu máli, og þegar einhverjir skuggar skyggðu á eitthvert okkai- lagðist það afar þungt á þig. Þú varst svo stolt af okkur öllum og þér fannst svo gaman að sýna fólki myndirnar sem standa í stofunni, fjölskyldumyndir frá ýmsum gleði- stundum og merkisatburðum úr okkar lífi. Það var alltaf svo notalegt að koma til þín. Ylurinn mætti manni um leið og maður opnaði dymar. Um leið og þú heyrðir í útidyiTinum kallaðir þú: „Og hver er þar?“ Og svo kom: „Nei ert það þú, elskan mín.“ Og gafst manni koss. Þér þótti svo gaman að fá heimsóknir og allir vora hjartanlega velkomnir. Það era mörg nöfti vina minna skráð í gesta- bókina þína, alla mundir þú með nafni og spurðir oft um þá seinna meir, hvemig þeim vegnaði í lífinu. Ekki vantaði góðgætið í þínu eldhúsi og aldrei fór maður frá þér nema hafa borðað fyrir næstu daga. Þú mundir eftir öllum sér- þörfum og var alltaf til viðeigandi góðgæti handa hverjum og einum. Ég man eftir að þegar ég var smá- stelpa og fékk að gista hjá þér, sem var æði oft, þá gafstu mér alltaf tvær rjómaskeiðar fyrir morgun- matinn svo ég yrði stór og sterk, og alltaf úr sömu gullskeiðinni. Ég á yndislegar minningar úr Hafnarstrætinu þar sem ég var æði oft í pössun hjá þér. Ég man aldrei eftir því að þú hafir reist tón við mig, hversu óþæg sem ég var. Þú varst alltaf svo hæg og hlý, með ótakmarkaða þolinmæði. Alla tíð man ég eftir þér með bækur allt í kringum þig. Lestur var þitt yndi og sagðir þú mér óteljandi sögur úr bókunum þínum. Uppáhaldssagan mín var Kapitola og þú þurftir að segja mér hana aftur og aftur. Þegar ég komst á skólaár og fór að lesa sjálf varst þú alltaf að benda mér á bækur sem þú hélst að ég hefði gaman af, og svo kom að þeirri hátíðarstund að þú réttir mér Kapitolu og ég las hana sjálf. Ég á minningar um þig, amma mín, þar sem ég sat oft í kjöltu þinni og þú fórst með vísur og kvæði, og ég skildi aldrei hvernig þu gast munað þetta allt saman. Ég man eftir þegar þú fléttaðir á mér hárið og ég fékk að flétta þig og setja í þig hárnálar. Gönguferð- iraar okkar í fjöranni þar sem mávarnir ætluðu stundum að éta okkur og við þurftum að hlaupa í skjól. Þakka þér fyrir minningarnar, amma mín, þær eru ljós í lífi mínu. Mér fannst svo gaman að heyra þig hlæja, og skemmtilegast fannst þér að heyra skondnar sög- ur af barnabömum, langömmu- börnum og langalangömmubörn- um. Þú vildir alltaf vera viss um að allir hefðu nóg af öllu, allir aðrir gengu fyrir, gjafmildi þín var ein- stök. Síðasta sumarið sem þú varst heima í Norðurgötunni baðstu mig að labba með þér út í garð til að skoða öll blómin sem þér þóttu svo falleg, þar áttum við góða stund. Ég veit að þér fannst erfitt að missa sjálfstæðið þegar þú fórst á hjúkranarheimilið Sel, en undir niðri vissir þú að tíminn var kom- inn. Þar sem sjónin var orðin döp- ur fóra dagamir í að hugsa um liðna tíð. Þegar ég kom til þín á Sel sagðir þú mér ótal sögur frá barn- æsku og uppvaxtaráram þínum, sögur sem eru ógleymanlegar, þar sem veröldin hefur breyst svo mik- ið síðan þú varst ung. Þér fannst sjálfri kominn tími til að kveðja, og nú hvílir þú í friði. Ég GUÐMUNDUR SVEINSSON Guðinundur Sveinsson var fæddur að Ásum í Skaftártungu 5. maí 1918. Hann lést á sjúkrahúsi í Las Vegas, Banda- ríkjunum, hinn 13. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Sveinsson bóndi að Ásum og síðar Norður-Fossi í Mýrdal, f. 5. des- ember 1875 á Hörgsdal í Síðu, d. 14. janúar 1965, og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, f. 21. október 1879 á Breiðabólsstað á Síðu, d. 2. júní 1968. Gumundur átti ellefu systkini er náðu fullorð- ins aldri, sex þeirra eru nú lát- in. Þau voru Sigursveinn, Gyð- ríður, Runólfur, Kjartan, Sveinn og Páll. Eftirlifandi eru Guðríður, Róshildur, Ing- unn, Sigríður og Gísli. Guðmundur fór ungur á Al- í dag er kvaddur hinstu kveðju frændi okkar og kær vinur Guð- mundur Sveinsson, stundum kall- aðui- Jimmy. Að leiðarlokum viljum við í Gunnarsholti þakka Guð- mundi fyrir einstaka tryggð og frændrækni. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg liðinna ára. Margt ber að þakka en þó fremur öðra einstaklega ánægjuleg sam- skipti og samverastundir sem aldrei bar skugga á. Efst í huga okkar er söknuður er við minnumst hjartfólgins frænda. Frá fyrstu kynnum hvers og eins í Gunnarsholti var Guðmund- ur alltaf sami hæglætis maðurinn, elskulegur, prúður og einstaklega hjartahlýr. Guðmundi virtist eink- ar auðvelt að setja sig inn í hugar- heim ungra sem aldinna. Hann var afar félagslyndur og kallaði fram hið jákvæða í fari fólks. Frá hon- um stafaði innri hlýja sem laðaði þýðuskólann í Reykholti, vann síðar á Hvanneyri hjá bróður sínum Runólfi skólasljóra og síðar í vélsmiðj- unni Héðni. Árið 1941 fór hann í náin í vélvirkjun í Minneapolis. Að því loknu vann liann hjá banda- rísku verktakafyr- irtæki á Keflavík- urflugvelli. Árið 1953 fór hann til vinnu hjá bandaríska ríkinu á Marshalleyjum í Kyrrahafinu og var þar við kjarnorkutil- raunir í tvö og hálft ár. Síðan stjórnaði hann vinnubúðum hjá sömu aðilum í Nevada- eyðimörkinni þar til hann hætti störfum sökum aldurs 1980. títför Guðmundar fer fram frá Fossvogskapellunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. að sér fólk á öllum aldri. Á síðustu árum kom hann eins og farfugl- arnir á vorin og hvarf svo á haustin til hlýrri heimkynna. Hann var yndislegur vorboði, mik- ill náttúruunnandi, sérstaklega var það hátterni fuglanna sem heillaði hann. Guðmundur ferðaðist víða um heim í náttúruskoðunarferðum og það vai- einstaklega fróðlegt að heyra hann lýsa menningu og nátt- úru hinna ýmsu heimshorna. Ungur leitaði hann mennta í Bandaríkjunum og örlögin hög- uðu því svo að þar ílentist hann við margvísleg störf er tengdust kjarnorkurannsóknum banda- rísku ríkisstjórnarinnar. Við fund- um þó glöggt að hugur Guðmund- ar var ávallt tengdur Skaftafells- sýslunni og lífsbaráttu fólksins þar. Guðmundur var einstaklega hóg- vær maður og jákvæður. Aldrei mun minnast hlýjunnar, blíðunnar og gjafmildinnar sem einkenndi þig. Einnig, amma mín, vil ég þakka þér fyrir óteljandi fjaðrirnar sem þú gafst mér í mína vængi. ÞiP varst alltaf að biðja guð að geyma okkur og nú er komið að því að hann geymi og verndi þig, kæra amma. Veröldin verður ekki sú sama án þín. Þú varst allra besta amma í heimi og þú munt alltaf búa í hjarta mér. ÓlöfMjöIl. Elsku langamma og langa- langamma. Vegir drottins era órannsakanlegir. Öll fæðumst við og öll munum við deyja. En þiT munt lifa í minningu okkar allra. Sál minni lyftir og sál mína betrar, sjái ég bros þín um skammdegið grátt, einasta sameignin sumars og vetrar, sólbjannans vagga, þú heiðloftið blátt. Uppi í blámanum athvarfs ég leita augunum þreyttum af húmi og snjá, hvernig sem skuggamir skyggninu breyta, skima ég þangað af lyftandi þrá. Þó, þegar langvistum læsa sig inni Ijóshvörf í sál minni og skammdegissnær, veit ég að rökkur í minningu minni margsinnis ríkir og strengina slær. Gef mér því ítak í sólbjarmans sjóði, sendu mér skin yfir hugarins snjá, heiðiíkja, bæði í lífi ogljóði lyftu mér til þín í dagveldin há. (Jakob Thor.) Með kveðju og þökk fyrir allar samverastundirnar. Langömmu- og langa- langömmubörnin. heyrðist hann hallmæla nokkrum manni. Fjölskylda, ættingjar og vinir kveðja Guðmund með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hann svo lengi. Við yljum okkur við minninguna um góðan dreng og faðmlögin hans. Oddný, Sveinn og synir, Gunnarsholti. Elskulegur ömmubróðir minn, Guðmundur Sveinsson, er nú látinn áttræður að aldri. Hann var einn tólf systkina sem upp komust og hafa þau verið mér góðar fyrir- myndir. Kjai-kmikið, duglegt og ákveðið fólk með fastmótaðar skoð-^* anir en umfram allt ákaflega hlýtt og innilegt. Ég hef alla tíð verið hreykin af því að vera af Svein- sættinni. Rúmlega tvítugur að aldri fór Guðmundur til Bandaríkj- anna til móðurbróður síns, Jóns Sigurðssonar, og lagði þar stund á vélfræði. Hann settist að þar ytra og bjó lengst af í Las Vegas. Um sextugt fór Guðmundur á eftirlaun og gafst honum þá tóm til að sinna áhugamálum sínum, sem tengdust náttúruskoðun af ýmsu tæi. Hann fór víða um heiminn meðan heilsan leyfði, meðal annars til Afríku, Galapagoseyja, Svalbarða og á Suðurpólinn. Seinni árin kom hann til íslands á hverju sumri og gafst okkur fjöl- skyldunni þá gott tækifæri til að kynnast honum. Hann var mikið prúðmenni, ljúfur, hógvær en þó með skoðanir á hlutunum. Alltaf fann ég fyrir miklum áhuga á okk- ur ættingjunum og var hann óspar á hrósyrði í minn garð þegar við hittumst. Faðir minn, Sveinbjörn Bene- diktsson, og hann áttu margt sam- eiginlegt. Eitt af því var áhugi á fuglaskoðun og fóru þeir marga ferðina saman og nutu fegurðar ís- lenskrar náttúru. Faðir minn lést fyrir hálfu öðra ári. Ég vissi að Guðmundur syrgði hann mjög. Nú er frændi minn lagður upp í sína hinstu ferð. Ég veit að á áfanga- stað verður tekið vel á móti hon- um. Blessuð sé minning hans. C Hlín Sveinbjörnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.