Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 49* MINNINGAR 1966 til 1968 átti ég þess kost og var þá í Arnarbæli hjá þeim heið- urshjónum Guðmundi Kristjáns- syni og Sigríði Árnadóttur. Oneit- anlega voru það viðbrigði. Raf- magn frá veitu var þá nýlega kom- ið að Arnarbæli. Enn stóð vind- myllan á klettinum ofan bæjarins, sem áður sá fyrir rafmagni til ljósa. Fákunnandi drengur, sem hvorki taldist kaupstaðarbarn né sveitadrengur átti dálítið efitt með að fóta sig við nýjar aðstæður. Verkkunnáttan var engin. Að mjólka kýrnar með höndum, moka flórinn, smala fé á tveimur jafn- fljótum og aka dráttarvél var bæði erfitt og spennandi. En þau hjón voru óþreytandi að bæta úr. Oft hlýtur að hafa þurft þolinmæði til af þeirra hálfu. En í þessum efnum reyndist Sigríður ekki síðri kenn- ari en í skólanum. Afallalaus reyndist drengurinn ekki. Því var öllu tekið með jafnað- argeði. Þó voru sum sporin þung eins og þegar girðingin fór með heyinu við snúninginn og nokkiúr tugir metra þurftu viðgerðar við. Guðmundur sagði aldrei þessu vant fátt en rétti mér verkfæri og næst var að koma girðingunni upp aftur. En gert var gott úr öllu. Þó gekk fremur illa að læra brids. Sigríður sýndi þar ótrúlega þolin- mæði við örgustu klaufavillum. Sama gilti um matvendnina. Lax- veiði var stunduð í Hvítá og var sá góði fiskur oft á borðum. Stundum var ýsan tekin fram yfir enda mun fáséðari. Betri reyktan lax en þann sem Sigríður reykti sjálf var erfitt að finna. Það var galdur. Undir- ritaður var mikill unnandi kaffis, en sú regla gilti að sumarfólkið mátti drekka einn bolla af kaffi á dag. Það var of lítið og betra að láta það eiga sig. En reglunni var þó ekki breytt. Við vorum þrjú, stundum fjögur, unglingarnir. Ur öllum vandamálum, sem upp komu, var leyst af festu og hóg- værð. Síðar var mér ljóst hversu lær- dómsríkt það var að vera í sveit. Þrátt fyrir að fjósið væri hlaðið úr grjóti og torfi voru kýrnar verð- launagripir og afurðirnar fyrsta flokks og miklar. Vart var brugðið út af þeim sið að leggja sig eftir hádegismatinn, jafnvel þegar annir voru mestar. Stundum hvarflar hugurinn að því hvort þær föstu skorður sem ríktu myndu ekki reynast vel í þeim erli og asa sem einkennir nútímann. En þessi ár liðu og einhvern veginn var það svo, þrátt fyrir að vinnudagur hafi stundum verið langur, eru minningarnar aðeins góðar. Frístundirnar voru notaðar til spilamennsku og lestrar, að óg- leymdum áhuganum á rokkinu. Látið var óátalið þótt stundum gleymdist að slökkva á flutningi erlendra útvarpsstöðva fyrir svefninn. Gestkvæmt var í Ai-nar- bæli. Margir komu, jafnt háir sem lágir. Öllum var tekið jafnt ráðherrum og förumönnum. Þarna kynnist ég því, að enn voru til menn sem fóru á milli bæja og dvöldu um skeið á hverjum stað. Umræður við matarborðið voru oft hinar fjörugustu. En oft hlýtur álagið á húsmóðurina að hafa verið mikið. Það er auðvelt að sjá löngu síðar. Alltof sjaldan gefur maður sér tíma til að sinna fólki sem maður kynnist og metur. Sigríður lét sér annt um sumarfólkið og tók vel á móti mér og mínum eftir að þess- um ágætu árum í Arnarbæli lauk. Hún skrifaði stundum bréf, en sá siður að senda persónuleg einka- bréf er að hverfa. Hún fylgdist með, vildi vita um börn og viðfangsefni. Einstaka sinnum hitt- umst við síðustu árin. Fyrir vináttu hennar og þeirra hjóna beggja er nú þakkað, en Guðmundur lézt 15. júní 1991. Börnum þeirra Elínu, Kristínu Ernu, Guðrúnu Ernu og Arna, sem og aðstandendum öllum sendum við hjónin samúðarkveðj- ur. Maður verður ríkari af því að hafa kynnzt Sigríði Arnadóttur. Hún var sannur mannvinur. Ólafur Helgi Kjartanssson. GUÐRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR + Guðríður Guðjónsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 10. maí 1921. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 12. sept- ember siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Rebekka Guðnadóttir og Guðjón Halldórsson járnsmiður. Systk- ini Guðríðar eru: Egill, f. 1917, d. 1988; Halldór, f. 1919, d. 1922; Jóhanna, f. 1926; Guðrún, f. 1928; og Guðni Albert, f. 1931. Hinn 27. maí 1950 giftist Guðríður Guðbjarti Halldóri Guðbjartssyni vélstjóra frá Kollsvík í Rauðasandshreppi, f. 27.12. 1915, d. 31.5. 1968. Synir þeirra eru: 1) Guðjón, f. 17.5. 1953, maki Hulda Jónasdóttir. 2) Magnús, f. 6.10. 1954, maki Hallveig Ragnarsdóttir. Þeirra börn eru Halldór, Ragna og Hlín. 3) Guðbjartur, f. 5.12. 1955, maki Hall- dóra Þormóðsdótt- ir. Þeirra börn eru Tinna Karen, Atli Freyr og Rannveig Gauja. Sambýlis- maður Guðríðar síðustu 14 árin var Hálfdán Viborg. Guðríður ólst upp á Suðureyri fram á unglingsár. Hún vann á yngri árum ýmis störf á Suðureyri og víðar, stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Auk þess að sinna húsmóðurstörfum stundaði hún alla tíð saumaskap. Frá 1968-1973 vann hún við af- urðasölu SÍS, frá 1973-1988 lijá Lyfjaverslun ríkisins. Utför Guðríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. BRAGI INGÓLFSSON + Bragi Ingólfs- son fæddist á Húsavík 22. október 1947. Hann lést 11. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ingólfur Jónasson, f. 31.9. 1904, d. 20.3. 1986, og Hulda Valdi- marsdóttir, f. 3.3. 1912. Systkini Braga eru Valdi- mar, f. 1934, Jón, f. 1936, Ingólfur, f. 1949, d. 1949, og Dagný, f. 1952. Bragi kvæntist 14. mars 1968 Elsku besti pabbi okkar. Okkur systkinm langar til að kveðja þig og láta þig vita að við söknum þín mikið. Alltaf varst þú til staðar þegar við þurftum á þér að halda og alltaf tilbúinn að gera allt fyrir okkur og meira til. Við ætlum að vera sterk og standa saman í gegnum þennan mikla missi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Guð geymi þig, elsku pabbi. Við elskum þig. Herdís, Elvar og Guðni. Elsku besti afí okkar. Þú varst besti afí í heimi, við eigum eftir að sakna þín mikið. Það var alltaf svo gaman þegar þið amma komuð til okkar í Kópavoginn og við fórum í sund og gerðum margt saman og alltaf var gaman að fara í afabíl. Elsku afi, nú ertu kominn til Guðs og englanna og þeir passa þig fyrir okkur. Við skulum passa Guðrúnu Svavars- dóttur, f. 6.4.1949 á Húsavík. Börn þeirra eru: 1) Her- dís, f. 10.10. 1967, maki Marinó Ön- undarson. Börn þeirra eru Bragi og Arnar. 2) Elvar, f. 5.2. 1974. 3) Guðni, f. 23.1. 1976, unnusta hans er Rannveig Þórðar- dóttir. titfór Braga fer fram frá Húsavík- urkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ömmu, mömmu, Elvar og Guðna og alla hina fyrir þig. Við söknum þín, elsku afí, og elskum þig. Þínir afastrákar, Bragi og Arnar. Við urðum harmi slegin þegar við heyrðum að móðurbróðir okkar, Bragi, væri dáinn. Þetta kom svo óvænt að við erum varla farin að átta okkur á því að við eigum aldrei eftir að sjá hann aftur. Söknuðurinn er sár því hann var ekki bara frændi okkar, heldur vinur sem við gátum talað við um svo til allt. Ekki gat okkur grunað þegar við skemmtum okkur svo vel á fjölskyldumótinu í sumar að það yrði eitt af síðustu skiptunum sem við sæjum þig á lífi, elsku Bragi. Við bjuggumst alltaf við að þú myndir fylgjast með fram- tíð okkar og fagna með okkur á stórum stundum. Það er þó huggun harmi gegn að vita að þú og afi eruð saman og vakið yfir okkur þar til við hittumst á ný. Við þökkum þér af öllu hjarta fyrir þær góðu stundir sem við áttum með þér. Þú gafst okkur, eins og öllum sem þekktu þig, fallegar minningar sem við munum núna gæta sem fjársjóðs. Geir, Inga Huld og Davíð Þór. + Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför okkar elskulega sonar og bróður, RAGNARS SMÁRASONAR, Vesturási 30, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Nanna Kristín Magnúsdóttir, Smári Emilsson, Edda Ósk Smáradóttir. í fáeinum línum viljum við bræð- urnir minnast móður okkar Guðríðai- Guðjónsdóttur frá Suðureyri, sem nú er örugglega komin í betri vist. Eigi einhver það skilið á hún það sannar- lega. Fyrstu minningarnar um mömmu eru tengdar annríki hennar við saumaskap og hannyrðir sem hún stundaði af miklu kappi og leysti úr vanda fjölmargi-a skyldra sem óskyldra. Tímaskortur var óþekkt hugtak hjá henni og alltaf gat hún sinnt okkur bræðrunum og hafði jafnframt lag á að beina okkur í frið- samlegri aðgerðir þegar hún þurfti frið. En oft var róstusamt á heimil- inu þegar við vorum að vaxa úr grasi, þrátt fyrir að móðir okkar héldi því fram á seinni áram að við hefðum verið fullkomnir englar í uppeldinu og ekkert vantaði upp á nema vængi og geislabauga. Eitt var víst, að aldrei gafst hún upp við það sem hún tók sér fyrir hendur og oft vakti hún lengi fram eftir við saumaskap og þá var ekki horft á klukku eða hugsað um vinnu- laun, enda margir sem töldu sig standa í þakkarskuld við hana. Þrautseigja hennar og seigla komu skýrt fram við fráfall fóður okkar svo að með ólíkindum var að hún skyldi standa það af sér sem raun bar vitni. Og líklegt þykir okk- ur að margar nútíma kvenhetjur hefðu þurft ómældan skammt af sál- fræðingum og róandi lyfjum til að þola smáhlut af þeim eilíðleikum sem hún gekk í gegnum. Við bræð- urnir munum seint geta fullþakkað móður okkar þau ár. Og alltaf sér maður betur og betur hversu lítið við gerðum til að létta undir en hlutirnir eru stundum einfaldari í æsku og þroskaleysi. En þrátt fyrir vinnu- semi og annríki var lífsgleði og gam- ansemi alltaf áberandi þáttur í fari hennar ásamt meðfæddum hæfileika til að gera gott úr öllum hlutum. Allt hennar líf og ævistarf einkenndist af gjafmildi og hjálpsemi. Síðustu æviárin sín átti móðir okk- ar við mikil veikindi að stríða og erf- iðast fannst henni að þurfa að þiggja , aðstoð annarra enda fjarri henni alla tíð. Ómetanlegan þátt í umönnun hennar á vinur hennar og sambýlis- maður, Hálfdán Viborg, sem stóð við hlið hennar í gleði jafnt og and- streymi síðustu fjórtán árin. Við bræðurnir færum honum hjartans þakkir og getum sjálfsagt aldrei endurgoldið honum sem vert væri. Að síðustu viljum við færa öllu starfsfólki sjúkradeildarinnar á Hrafnistu í Reykjavík okkar bestu þakkir fyrir frábæra umönnun og hlýhug síðustu vikur. Guðjón, Magnús og Guðbjartur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ástkær eiginkona mín, móöir okkar, tengda- móöir, amma, langamma, systir og mágkona, NANNA SÖRLADÓTTIR, Sigtúni 47, Patreksfirði, lést á Landspítalanum þriöjudaginn 15. september. Jarðsungið verður frá Patreksfjarðarkirkju, laugardaginn 19. september kl. 14.00. Páll Guðfinnsson, Guðfinnur Pálsson, Kolbrún Pálsdóttir, Bára Pálsdóttir, Einar Pálsson, Áslaug Pálsdóttir, Steinunn Pálsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Páll Pálsson, Sigurbjörg Pálsdóttir, Harpa Pálsdóttir, Nanna Pálsdóttir, Finnbogi Pálsson, Kristjana Pálsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn Herdís Jóna Agnarsdóttir, Oddur Guðmundsson, Ólafur Magnússon, Arndís Harpa Einarsdóttir, Richard Wilson, Sveinbjörn Rúnar Helgason, Bára Einarsdóttir, Helgi Rúnar Auðunsson, Jóhann Valur Jóhannsson, Eggert Matthiasson, Nicola Pálsson, , systkini og tengdafólk. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR frá Bakkafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheim- ilinu Seli, Akureyri, fyrir ómetanlega umönnum. Þórhalla Jónasdóttir, Arnmundur Jónasson, Sigurlaug Jónasdóttir, Júlíus Jónasson, Bára Jónasdóttir, Ingvar Jónasson, Kolbrún Jónasdóttir, Jóna Jónasdóttir, barnabörn og Ingi Þór Ingimundarson, Anna Benediktsdóttir, Eðvarð Hjaltason, Ingibjörg Þórhallsdóttir, Björn Haraldur Sveinsson, Jakob Árnason, barnabarnabörn. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar í dag, föstudaginn 18. septem- ber, vegna jarðarfarar ARNMUNDAR S. BACKMAN, hæstarétt- arlögmanns. Lögmannsstofa Arnmundar Backman ehf., Lagastoð ehf., Örn Höskuldsson hrl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.