Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 29 Á VEGUM Græna líf- seðilsins fer Kynslóða- hlaupið fi-am sunnudag- inn 20. september á 10 stöðum á landinu. Græni lífseðillinn er samstarfs- verkefni Iþrótta og Ólympíusambands Is- lands og Heilbrígðis- ráðuneytisins. Markmið- ið með hlaupinu er að fá sem flesta út til að hreyfa sig. Að þessu sinni er reynt að ná til fjölskyldunnar. Mömm- ur, pabbar, synir og dætur, afar og ömmur, frændur og frænkur. Komið og takið þátt í tveggja eða fjögurra km skokki. Hlaupið eða gangið og njótið þess að vera saman. Allh- eru hvattir til að taka þátt í kynslóðahlaupinu. Jafnfi’amt skulum við vera minnug þess að með auknum rannsóknum er æ betur að koma í ljós að hreyfing eða trimm eykur þol og heilbrigði Uk- amans. Svo mikil og góð eru þessi áhrif að ef til væri lyf sem hefði svip- uð áhrif mundu læknar ávísa grimmt á það og ríkið greiða stórar upp- hæðir í lyfjakostnað. Sem dæmi um þessi góðu áhrif má nefna: • Lækkar blóðfitu og blóðsykur. • Eykur slagkraft hjai-tans. • Hægh' á of hröðum hjartslætti. • Víkkai' æðai' og eyk- ur blóðrás. • Dregur úr hrörnun. • Eflir krabba- meinsvamh' líkamans. • Minnkar offitu. • Dregur úr streitu og þunglyndi. • Styi'kir vöðva og dregur úr úrkölk- un beina. Já, ef til væri lyf sem hefði þessi sömu áhi’if, þá væri það mikið notað, jafnvel þótt það kostaði háar upphæð- ir. En lyfið er til. Það heith' trimm eða hreyfing og það er ódýrt, kostar lítið annað en smá fyrirhöfn og tíma. Grænn lífseðill mælh með hreyfingu Kynslóðahlaupið fer fram sunnudaginn 20. september. Magnús Oddsson segir græna lífseðilinn samstarfs- verkefni Iþrótta- og ólympíusambands Is- lands og heilbrigðis- ráðuneytisins. a.m.k. þrisvar í viku, 20 mínútur í senn. En það er með þetta lyf eins og önnur lyf. Hægt er að taka of stóra skammta í einu og þeir sem eru veilir fyrh' þurfa að fara efth læknisráði. Jafnframt skulum við hafa í huga að lífsstíll hvers og eins hefur veruleg áhiif á það hvernig okkur líður og hvernig heilsa okkar er. Stóran hluta kvilla og sjúkdóma má rekja til þess lífsmynsturs sem við temjum okkur. Áiiðandi er að efla skilning á gildi lík- amsræktar, heilsuræktai' og hollra lífshátta. Hér gildh hið gamalkunna, að ætla sér ekki um of heldur taka lít- il skref í einu og setja sér markmið í samræmi við það. Flestir ráða létt við tveggja eða fjögurra km skokk eða göngu. Veram samtaka í að rækta okkar eigin gai'ð, okkar eigin líkama. Sjáumst í Kyn- slóðahlaupinu. Höfundur er í verkefnisstjórn Græna lífseðilsins Kynslóðahlaupið - hreyfing fyrir alla fjölskylduna Magnús Oddsson Meðferð nýrnabilunar BLÓÐSKILUN- ARDEILD Landspít- ala (,,gervinýra“) held- ur upp á þrjátíu ára af- mæli sitt um þessar mundh. Þar fer fram umfangsmikil starfsemi sem þó fáh þekkja til. Saga deiidarinnar var nýlega rakin á síðum Morgunblaðsins. Þessi pistill gerh því stutt- lega skil hverjir eiga erindi á deildina og hvað þar fer fram. Nýrun gegna fjölþættu hlutverki. Þau mynda þvag en þvagið losar líkamann við niður- brotsefni próteina sem sum hver hafa eituráhiTf. Þau stjórna vökvabúskap líkamans með því að laga magn þvagsins að vökja- tekju. Þau framleiða hoiTnóna sem ráða miklu um blóðmyndun, blóð- þrýsting og ástand beina. Af þessari upptalningu má vera ljóst að truflan- ir á nýrnastarfsemi hafa víðtæk áhrif á líkamann. Sjúklingur með nýrna- bilun á lokastigi er yfirleitt fölur og veikindalegur, með bjúg og háan blóðþrýsting. Hann líður af þreytu, lystarleysi og kláða. Hann deyr fljót- lega ef ekki er hafin meðferð; nýi'na- ígræðsia eða skilun. Nýrnaígræðsla leiðh yfirleitt til betra lífs en skilun. Sjúklingar með nýrnagræðling þurfa að vísu að taka ónæmis- bælandi lyf og mæta reglulega í efthlit en margh eru vinnufærh og lifa nánast eðlilegu lífi. Þess vegna er reynt að græða nýru í sem flesta sem á þurfa að halda. Það er þó ekki hægt í öllum tilfellum vegna aldurs, annarra sjúkdóma eða ónæmis- fræðilegra ástæðna. I þessum tilfellum og meðan beðið er efth ígræðslu kemur til kasta skilunarmeðferð- ar. Skilunarferlið líkh efth starfsemi nýrna; blóðið er losað við óæskileg efni og ofurmagn vökva. Til eru tvær skilunaraðferðir; blóðskilun og kviðskilun. Blóðskilun fer þannig fram að blóði sjúklingsins er dælt í gegnum síu í 4-5 klukku- tíma í einu, þrisvar í viku. Sjúkling- urinn hefur sjaldnast mikil óþægindi meðan á meðferðinni stendur. Kvið- skilun fer hins vegar þannig fram að kviðurinn er fylltur vökva sem dreg- ur til sín áðurnefnd efni úr blóði. Með reglulegu millibili skiptir sjúk- lingurinn um vökva gegnum mjóa plastslöngu í kvið. Meðferðin er nokkuð tímafrek en sjúklingurinn getur sjálfur sinnt henni heima og Það er í raun aðalstarfí nýrnasérfræðinga, segir Margrét Arnadóttir, að koma í veg fyrir lokastig nýrnabilunar. þarf því ekki að koma á skilunar- deildina nema til eftirlits öfugt við blóðskilunarsjúklinginn, sem bund- inn er deildinni. Sjúklingurinn ræður sjálfur mestu um hvor skilunarað- fei'ðin er valin en læknisfræðilegh’ þætth geta spilað inn 1 valið. í dag eru 22 sjúklingar í blóðskilun en 16 í kviðskilun. Skilunarmeðferðin veitir ekki fulla bót meina en viðheldur lífi, jafnvel í áratugi. Lífsgæðin eru mjög mismunandi og fara að miklu leyti efth aldri og öðrum sjúkdómum. Langvinnh bólgusjúkdómar eru algengasta orsök nýrnabilunai' en meðal annarra orsaka má nefna há- þrýsting, sykursýki og arfgenga nýrnasjúkdóma. Sem betur fer verð- ur aðeins lítill hluti allra þehra sem hafa þessa sjúkdóma fyrh því að nýrun bili. Það er í raun aðalstarfi nýrnasérfræðinga að reyna að koma í veg fyrir lokastig nýrnabilunar. Höfundur er sérfræðingur i nyrna- sjúkdómum. Margrét Árnadóttir Alþjóðleg’ur dag- ur Alzheimers 21. september ÞAÐ eru nærri 18 milljónir um heim ailan sem þjást af minnissýki (dementia). Þessi tala mun að öllum líkindum vera orðin tvöföld árið 2025. Félög minnis- sjúkra um allan heim hafa tekið höndum saman og opnað um- ræðuna um sjúkdóminn og áhrif hans á fjöl- skyldur og vini hinna minnissjúku. Með nýj- um lyfjum, betri rann- sóknaraðstöðu og raun- særri umræðu opnast beti'i möguleikar til að ná til einstaklinganna á fyrstu stigum sjúk- dómsins. FAAS, félag áhugafólks og að- standenda Alzheimerssjúklinga og annarra minnissjúkra var stofnað hér á landi 1985. Það hefur að mai'kmiði að gæta hagsmuna skjól- stæðinga sinna, efla umræðu og vit- neskju um minnissjúkdóma og að styðja við aðstandendur og aðra umönnunaraðila með fræðslu, síma- og leiðbeiningaþjónustu. Félagið hefur gefið út bæklinga og bækur til að auka þekkingu fólks á sjúkdómnum og nú í lok síðasta árs gaf FAAS út bókina „Karen - í viðjum Aizheimers“. Með haustinu verður gefin út bókin „Af hverju svarar þú mér ekki - Afi?“ og er hún ætiuð barnabörnum minnis- sjúkra. Húsnæði félagsins að Austurbrún í Reykjavík er í uppbyggingu og gera stjórnaraðilar félagsins sér vonir um að aðstaða myndist þar til ýmiss konar fræðslustarfsemi fyrir aðstandendur og aðra umönnunar- aðila minnissjúkra og jafnframt að félagið geti opnað dagvistunarað- stöðu með helgardvöl, sem mögu- legan valkost. Skrifstofa félagsins mun flytja í húsið strax og auðið er og þar mun myndast fundaraðstaða fyi'ir félagsmenn. Til að af þessu geti orðið þarf að koma til stuðning- ur frá stjórnvöldum og hagsmuna- aðilum. FAAS er eitt af aðildarfélögum Alzheimerssamtakanna á Norður- löndum. SAmeiginlegir fundir eru árlega og var hann haldinn hér á landi árið 1997 og var vel sóttur. Jafnframt er félagið aðili að evr- ópsku Alzheimersamtökunum. Síðastliðið haust tóku alþjóðlegu og evi’ópsku samtök Alzheimerssjúk- linga höndum saman og héldu 1500 manna ráðstefnu í Finnlandi. Þetta var mjög vel heppnuð ráðstefna Guðrún K. Þórsdóttir sem hefur skilað góð- um árangri til allra þeirra sem vinna að hagsmunum minnis- sjúkra. Emma frá Nýja Sjá- landi segir svo frá: Afí er með Alzheimer, sem þýðir að hann man ekki hluti og gerir asnaleg mistök. Þegar öll fjölskyldan er í heimsókn hjá afa og ömmu finnst mér margir í fjölskyldunni vondir við afa. Þegar við erum að borða öll saman verður amma stundum vond við afa og skammar hann fyr- ir að vera að spyrja sömu spurning- anna aftur og aftur. Hún veit að afi er með Alzheimer og að hann man lítið sem ekkert. Annað er að frændi vill ekki sitja við hliðina á afa við matarborðið vegna þess að afi er Félög minnissjúkra um allan heim hafa tekið höndum saman, segir Guðrún K. Þórsddttir, og opnað umræðuna um sjúkdóminn og áhrif hans. alltaf að iesa hvað stendur á bolnum hans. Eg held að afi sé leiður þegar fóik hagar sér svona. Það er ekki réttlátt að honum líði illa. Við ætt- um að koma vel fram við hans eins og við gerum við „eðlilegt" fólk. Landsmenn höfum ætíð að leiðar- ljósi „aðgát skal höfð í nærvera sál- ar“. Höfundur er framkvæmdastjóri FAAS. u.c.w. leirvafningar með tryggingu í grenningu sem endist Þitt mál s p a d e i I d Sími 565 8770 Stórskemmtikrafturinn John Collins og „All Star Band“ skemmta á Kaffi Reykjavík föstudags- laugardags- fflM Collins einhver mesti stuðbolti sem komið hefur til landsins og mun hann fara á kostum hjá okkur um helgina n r v /AFFt 1 \ J I T/ V Misstu ekki af stuðdansleikjum ársins Rt Y1 , •••' }• á V á u V AV1 í k V M T / R V k Kaffi Reykjavík - staðurinn þar sem stuðið er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.