Morgunblaðið - 18.09.1998, Side 4

Morgunblaðið - 18.09.1998, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrrverandi starfsmaður fasteignasölu blekkti öldruð hjón Dæmdur í eins árs fangelsi fyrir fjársvik Havel í stuttri heimsókn VACLAV Havel, forseti Tékk- lands, millilenti á Islandi á leið sinni í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á þriðjudag og tók Þorsteinn Pálsson, sjávar- útvegsráðherra og dómsmála- ráðherra, á móti honum í fjar- veru Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra. Havel ekki veikindalegur Þorsteinn sagði að þetta hefði verið stutt heimsókn. Hann hefði tekið á móti Havel á Keflavíkurflugvelli og fylgt honum á hótelið á Keflavíkur- flugvelli. Ekki hefði gefíst mikill tími til viðræðna, en Havel hefði ekki borið með sér að hann ætti við veikindi að stríða. FYRRVERANDI starfsmaður fast- eignasölu var í gær í Hæstarétti dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Taldist sannað að hann hefði blekkt öldi’uð hjón til að af- henda sér aleiguna tæplega 11 millj- ónir króna sem þau hafa ekki fengið endurgreiddar nema að hálfu leyti. Hjónin leituðu til fasteignasölunn- ar árið 1995 og vildu minnka við sig með því að selja íbúð í Kópavogi. Þegar íbúðin hafði verið seld fólu þau starfsmanninum að varðveita stóran hluta söluverðsins, 5 milljónir í peningum en tæpar sex milljónir í húsbréfum. Að þeirra sögn hafði starfsmaðurinn boðist til að ávaxta féð fyrir þau á meðan þau leituðu nýrrar íbúðar. Var þeim ekki kunn- ugt um fjárhagsörðugleika starfs- mannsins og fasteignasölunnar. Ákærði bar því hins vegar við fyrir dómi að um lán hefði verið að ræða því ágætur kunningsskapur hefði tekist með þeim í kringum fasteigna- viðskiptin. Þegar hjónin höfðu fest kaup á minni íbúð í Kópavogi og komið var að því að borga af henni mættu þau fyrirstöðu hjá starfsmanninum sem sagði féð ekki laust til afhendingar. Með eftirgangsmunum fengu þau þó á tímabilinu júlí 1996 til janúar 1997 endurgreiddar 5,2 milljónir króna. Starfsmaðurinn varð gjaldþrota þeg- ar árið 1995 og fasteignasalan var tekin til gjaldþrotaskipta í júlí 1997. Að því er fram kemur í héraðsdómi hafa hjónin höfðað skaðabótamál á hendur öðrum starfsmanni fast- eignasölunnar, löggiltum fasteigna- sala, er annaðist skjalagerð við söl- una og tryggingafélagi hans, tU að fá tjón sitt bætt. í niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur 12. febrúar 1998 sagði að þegar litið væri til þess hversu mikla fjár- muni hjónin afhentu ákærða, fjár- muni sem þau töldu aleigu sína, og til þess að þau þekktu starfsmann fasteignasölunnar ekkert fyrir verði að telja fráleitt að um lán hafi verið að ræða. Honum hlyti og að hafa verið ljóst er hann eyddi fénu að hann myndi ekki geta endurgreitt það með vöxtum á tilskildum tíma. Taldist sannað að hann hefði í auðg- unarskyni blekkt hjónin til að af- henda sér féð og varðaði sú háttsemi við 248. gr. almennra hegningarlega. Hæstiréttur staðfesti ákvæði héraðs- dóms um sakfellingu en þyngdi refs- ingu úr 10 mánaða fangelsi í 12 mán- uði. Málið flutti af hálfu ákæruvaldsins Sigríður Jósefsdóttir saksóknari en skipaður verjandi dæmda var Krist- ján Stefánsson hrl. Morgunblaðið/Ásdís Bílþvottur í sólinni SÓLSKIN á haustdögum lengir sumarið sem senn hverfur á brott. Þessi stúlka notaði sólardag f Reykjavík til bílþvottar, en sólríkt hefur verið á suðvesturhominu undanfarið. Kólnað hefur þó tölu- vert og brátt má búast við því að haustlaufin fari að falla. Ibúðargötu lokað án viðvörunar ÍBÚUM við Sæbólsbraut í Kópa- vogi brá í brún í gær þegar verk- taki lokaði götunni, sem er botn- gata, og hófst handa við malbikun- arframkvæmdir á allri akbrautinni án þess að viðvörun hefði verið gef- in. Verið var að vinna við að setja yfirlögn yfir hluta af Sæbólsbraut- inni. Ibúar, sem höfðu samband við Morgunblaðið, kváðust ekki hafa komist á bílum frá heimilum sínum, verktakinn hefði hafist handa við framkvæmdir þannig að ófært var um götuna án þess að banka upp á og láta vita af framkvæmdum. Þórarinn Hjaltason, bæjarverk- fræðingur í Kópavogi, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að það væru almenn fyrirmæli til verktaka bæj- arins að ef hætt væri við að fólk lokaðist af vegna framkvæmda ætti að banka upp á hjá því eða setja upp viðvörunarmerki vegna framkvæmdanna degi áður en þær hefjast. Þórarinn sagði að athugasemdir íbúa vegna framkvæmdanna hefðu ekki borist bæjarskrifstofunni en sagði að miðað við frásögn blaða- manns hefði verktaki ekki fylgt þessum almennu fyrirmælum. Formaður Sambands iingra framsóknarmanna Hafnar kröfu um auka- fund sambandsins ÁRNI Gunnarsson, formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna (SUF), segist ekki ætla að verða við ósk aðalfundar Félags ungra fram- sóknarmanna (FUF) í Reykjavík um að kalla til aukafundar sam- bandsins, en í ályktun aðalfundar FUF á þriðjudag segir að aukaþing SUF sé sá vettvangur sem best sé til þess fallinn að ná farsælli lausn í deilu ungra framsóknarmanna. Þær deilur sem þarna er vísað til hafa staðið yfir undanfama mánuði og snúast um kosningar til stjórnar og formannsembættis SUF á 27. sam- bandsþingi SUF í sumar. Hefur stjórn FUF haldið því fram að lög sambandsins hafi verið þverbrotin við kosningamar. Árni segir að hins vegar standi það til á allra næstu dögum að ræða við nýjan formann FUF í Reykjavík og nýja stjórn um sættir í þessu máli. Á aðalfundi Félags ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík, sem hald- inn var á þriðjudag, var Finnur Þór Birgisson laganemi kjörinn nýr for- maður FUF í Reykjavík, en Þorlák- ur Traustason, fráfarandi formaður félagsins, baðst undan endurkjöri. Þá vom þau Benedikt Magnússon, Dagný Jónsdóttir, Guðný Jóhannes- dóttir, Hafþór Pálsson, Reynir Þór Sigurðsson og Svava Friðgeirsdóttir kjörin í stjórn félagsins. Á aðalfundinum urðu ennfremur nokkrar umræður um deilur innan raða ungra framsóknarmanna á síð- ustu mánuðum og var samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir stuðn- ingi við framgöngu stjórnar FUF í Reykjavík í deilunni. En um leið lýsti fundurinn furðu sinni á því að stofnanir SUF og Framsóknar- flokksins skyldu ekki hafa bolmagn til að leysa úr deilumálum sem þessum. Hannes Hlífar áfram Hefur ekki tapað skák á mótinu SKAK Svæðamót Á o i- ð n i-1 a n (I a í Munkebo á Fjóni í Danmörku HANNES Hlífar Stefánsson stórmeistari tryggði sér í gær þátttöku á heimsmeistarmótinu í skák, sem haldið verður í Las Ve- gas í desember nk. Hann vann síðari skákina við Norðmanninn Rune Djurhuus í þriðju umferð svæðamóts Norðurlanda. Hannes Hlífar hefur ekki tapað skák á mótinu og er vel að þessum glæsilega árangin kominn. Sænski stórmeistarinn Ralf Ákesson vann norskan starfs- bróður sinn, Einar Gausel, og nældi þannig í farseðil til Las Ve- gas, en Peter Heine Nielsen, Danmörku, og Tom Wedberg, Svíþjóð, verða að tefla til þrautar í dag um þriðja farseðilinn á heimsmeistaramótið. Mótinu lýkur svo á morgun með keppni, annars vegar um 1.-3. sætið, og hins vegar um 4.-6. sætið, en það eru sæti vara- manna á heimsmeistaramótinu. Við skulum nú sjá skemmtilega vinningsskák Hannesar Hlífars í gær. Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns- son Svart: Rune Djurhuus Enskur leikur 1. c4 - e5 2. Rc3 - Rc6 3. g3 - f5 4. Bg2 - Rf6 5. e3 - g6 Norðmaðurinn er vanur að tefla kóngsindverska vörn, en hann hefur tvisvar tapað illa fyrir Hannesi í þeirri byrjun og teflir þess vegna aðra byrjun nú. Hann kann ekki vel við sig í henni og á ekkert svar við einfaldri og sterkri taflmennsku Hannesar í framhaldinu. 6. d4 - e4 7. f3 - exf3 8. Rxf3 - Bg7 9. d5 - Rb8 Þessi leikur byggist líklega á þeirri áætlun að leika í framhald- inu — a5, — Ra6 og - - Rc5 til að verja veikleikann á e6. Þessi áætlun er hægfara, en áður hefur verið leikið hér 9. — Re7 o.s.frv. 10. 0-0 d6 11. Rd4 - 0-0 12. Rce2 - Rg4 13. Rf4 - Bxd4? Eftir þennan leik verður fátt um varnir hjá svarti. Hann lætur sterka biskupinn á g7 af hendi, og losar hvít við eina veikleikann í stöðu hans, peðið á e3. Það er þó verra, að hann missir aðgang að reitunum e5 og c5 fyrir riddara sína. Hann varð að tefla á sama hátt og Pólúgajevskíj í fyrr- nefndri skák og leika 13. - Hf7 ásamt — a5 og — R-a6-e5 við típlfiftpl’i 14. exd4! - He8 15. Re6 - Bxe6 Þessi leikur jafngildir uppgjöf, því að nú fær hvítur valdað frípeð á e6. Svartur á þó varla mikla möguleika á að veita mótspyrnu, eftir 15. — Dd7, t.d. 16. h3 - Rf6 17. Bg5 - Rh5 18. Dd3 ásamt 19. g4 o.s.frv. 16. dxe6 - c6 17. h3! - Rf6 18. d5 - cxd5 19. cxd5 - Ra6 20. g4 - fxg4 21. Dd4! - gxh3 Eftir 21. - - Kg7 22. Hxf6 - Dxf6 23. Bh6+ fellur tjaldið og 21. — Hf8 væri svarað með 22. Bh6 o.s.frv. 22. Hxf6 - hxg2 23. Hf7 - Db6 24. Hg7+ - Kh8 Eða 24. - - Kf8 25. Dxb6 - axb6 26. Bh6 ásamt 27. Kxg2 og 28. Hfl+ o.s.frv. Svartur getur ekki svarað 26. Bh6 með 26. - He7, vegna 27. Hf7+ + - Ke8 28. Hf8 + mát. 25. Be3 - Dxd4 26. Bxd4 - Rc5 Svartur leikur sig í mát, en hann hefði ekki getað varist lengi, eftir 26. — h5 27. Hel - Rc5 28. He3 ásamt 29. Hg3 og 30. H3xg6 o.s.frv. 27. Hxg6+ mát. Bragi Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.