Morgunblaðið - 18.09.1998, Side 28

Morgunblaðið - 18.09.1998, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hafnarborg Ljósmynd- ir, skúlp- túrar og olíuverk Anna Sigríður Sigurjónsdóttir Morgunblaðið/Ásdís í kynningarbæklingi segir Anna Sigríður: „Eg velti fyrir mér spurningunni um það, hvar við stöndum gagnvart jörðinni og umheiminum. Verðum við ekki að gefa okkur tíma til að staldra við og líta yfir lífshlaup mann- kynsins, sem er einungis örstutt- ur tími í sögu jarðarinnar?“ Margrét Guðmundsdóttir í Sverrissal opnar Margrét Guðmundsdóttir myndlistarmað- ur sýningu á oliumyndum unn- um á álplötur á morgun, laugar- dag, kl. 16. Sýninguna nefnir hún „Land elds og ísa“. „Myndefnið er sótt í átök náttúruaflanna, þegar eld- gos verður undir jökli. Storkn- andi hraun, bráðnandi ís. Þemað er hringurinn, hið eilífa, óend- anlega. Hreyfing, átök, leikir ljóss og skugga," segir í frétta- tilkynningu. Margrét hefur haldið margar einkasýningar, bæði hér á landi og erlendis, og einnig tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Hún hefur aðallega unnið í grafík, en jafn- framt verið að þróa með sér sérstaka tækni við að vinna beint á álplötur. Einnig hefur hún gert tölvu- grafíkur- og vídeóstuttmynd, sem valin var til sýningar bæði í Finnlandi og í Danmörku. Sýningarnar standa til mánu- dagsins 5. októ- ber og eru opn- ar alla daga neina þriðju- daga kl. 12-18. Ljósmynda- sýning Bernts Schliisselburg verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarljarðar, í dag, föstudag. Á morgun, laugardag, verða opnaðar sýn- ingar Önnu Sigríðar Sigurjóns- dóttur og Margrétar Guðmunds- dóttur. Bemt Schliisselburg í Apótekinu, nýjum sýningar- sal á fyrstu hæð Hafnarborgar, verður opnuð sýning á ljósmynd- um Bemds Schlusselburg frá Cuxhaven föstudaginn 18. sept- ember. Schlusselburg er fæddur árið 1947 í Cuxhaven og þekktur fyrir ljósmyndir sínar af borg- inni og umhverfi hennar. Frá árinu 1981 hefur hann starfað sem ljósmyndari hjá Cuxhaven- borg. Myndir hans hafa birst víða í þekktum fagtímaritum, í bæklingum, á dagatölum og á sýningum, segir í fréttatilkynn- ingu. Þessi Ijósmyndasýning er lið- ur í hátíðahöldum í tilefni af 10 ára afmæli vinabæjarsambands Ilafnarfjaröar og Cuxhaven. Bernt Schlússelburg hefur áður sýnt ljósmyndir í Hafnarborg. Anna Sigríður Siguijónsdóttir í aðalsal verður opnuð á morgun, laugardag, sýning á verkum myndhöggvarans Ónnu Sigríðar Siguijónsdóttur og nefnir hún sýninguna Hver er staðan? Á sýningunni verða skúlptúrar sem Iistamaðurinn hefur unnið á þessu ári. Þetta era stór verk og er efniviður- inn gijót, jám, tré og gler. Anna Sigríð- ur er menntuð við Myndlista- og handíða- skóla íslands og AKI Akademie voor Beeldende Kunst. Hún hef- ur haldið einka- sýningar í Ilollandi og hér heima í Lista- safni Kópavogs, Gerðarsafni. Einnig hefur hún tekið þátt í mörgum sam- sýningum, inn- anlands og ut- an. LJÓSMYND eftir Bernd SchlUsselburg Margrét Guðmundsdóttir Afmælissýning í Listasafni Arnesinga SIGURÐUR Einarsson opnar af- mælissýningu í Listasafni Ames- inga nú á laugardaginn. Margrét Frímannsdóttir alþingismaður opnar sýninguna kl. 14 og djass- leikararnir Ami ísleifsson og Grét- ar Sigurðsson leika. Sigurður er alþýðumaður af Sel- fossi, fæddur árið 1918 og starfaði lengst af sem verkamaður, þar af aldarfjórðung við Mjólkurbú Flóa- manna. I fréttatilkynningu segir að hann hafi byrjað að mála árið 1982. Sigurður hefur haldið 12 sýningar, þá fyrstu árið 1986 á Hornafirði, þaðan sem hann er ættaður, tvær í Reykjavík, í Listamannaskála Braga Kristjónssonar í Hafnar- stræti og í Norræna húsinu. Á sýningunni em margir tugir olíumynda. Sýningunni lýkur sunnudaginn 27. september og er hún opin alla daga nema mánudaga, kl. 13-17. Fyrirlest- ur og námskeið hjá MHÍ ROBIN Peck, kanadískur myndlistarmaður, rithöfundur og gagnrýnandi, heldur fyrir- lestur í Málstofu, fyrirlestrarsal MHÍ í Laugarnesi, mánudaginn 21. september kl. 12.30. Robin fjallar um eigin verk og menningu og náttúru í Alberta- fylki í Kanada, þar sem hann er búsettur. Einnig mun hann fjalla um íslendingabyggðir í Kanada og verk Stefáns G. Stef- ánssonar og hvemig hann hyggst stofna til samskipta milli íslenskra og kanadískra mynd- listarmanna og rithöfunda, segir í fréttatilkynningu. Myndbandanámskeið Arnfinnur R. Einarsson myndlistarmaður kennir grand- vallaratriði um notkun mynd- bandsupptökuvéla, klippingu og atriði varðandi skipulagningu og úrvinnslu efnis dagana 28. september til 1. október. Kennsla fer fram í húsnæði MHI í Laugarnesi. Efnisfræðslunámskeið Helgi Skaftason, kennari í iðnhönnun, kennir efnisfræði ýmissa plast- og gúmmíefna og tækni við mótagerð og afsteyp- ur. Unnið er með silikon, úritan og poliesterkvoðu. Tekið verður mót af litlum hlut sem nemend- ur koma með. Kennt verður í Iðnskólanum í Hafnarfirði fimmtudaginn 24. september og laugardaginn 26. september og 3. og 10. október. Nýjar bækur • FRANCISCO Goya: Kenjarnar - Los Caprichos í túlkun Guðbergs Bergssonar er listaverkabók, safn áttatíu ætinga sem Goya lauk við rétt fyrir aldamótin 1800. Francisco Goya (1746-1828) er einn mesti myndlistarmaður Spánverja íyrr og síðar. Á tím- um hnignunar og einræðis dró hann upp óvægi- legar myndir af draugum hindm-- vitna, grimmdar og afturhalds og alla tíð síðan hef- ur hann með ögrun sinni og aðferð haft gífur- leg áhrif á lista- menn heimsins - ekki síst á okkar öld, segir í fréttatilkynningu. Guðbergur Bergsson túlkar þetta verk og fjallar hér um hverja ein- staka mynd. Þeir pistlar birtust upphaflega með myndunum í Þjóð- viljanum. Guðbergur ritar einnig inngang að bókinni þar sem hann segir frá Goya og rekur nokkra þætti í sköpunarsögu Kenjanna. Jafnframt segir að Guðbergur Bergsson hafi í rúma fjóra áratugi dvalið langdvölum á Spáni og sent frá sér fjölmargar þýðingar sígildra skáldverka úr spænsku, meðal ann- ars hið ódauðlega verk Cervantes um Don Kíkóta. Með umfangsmiklu þýðingarstarfi sínu og ritgerðum hefur Guðbergur átt manna mestan þátt í því að kynna íslendingum bókmenntir og menningararf spaenskumælandi þjóða. Útgefandi er Forlagið. Bók- in er 160 bls. Hönnun bók- ar og kápu: Anna Cynthia Lepl- ar Prentun: Nprhaven, Dan- mörku. Leiðbeinandi útsölu- verð: 3.980 kr. Guðbergur Bergsson Francisco Goya

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.