Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 47 Þúáttaðverndaogveija Pótt virðist það ekki fært allt, sem er hug þínum heilagt og hjarta þínu kært. Vonlaust getur það verið, þótt vörn þín sé djörf og traust. En afrek í ósigrum lífsins er aldrei tilgangslaust. Þessi lokakveðja hljómar eins og trúarjátning um lífssýn hans sjálfs. Ólafí er þakkað með dynjandi lófataki, nokkrum dögum síðar er hann allur. Dáinn, horfinn, harma- fregn. Ólafur Þ. Þórðarson var um margt einstakur maður og ólíkur flestum öðrum. Hann hlaut að vekja athygli hvar sem hann fór, hann var einn af hinum litríku persónum. Ólafur fór ekki alltaf troðnar slóðir og oft í málflutningi kom hann úr allt annarri átt með nýja sýn og varpaði þannig nýju ljósi á viðfangs- efni. Hann var vinum sínum heill í ráðum og trúr. Ekki var auðvelt að etja við hann kappi á orustuvelli ræðumennskunnar, þar var hann fundvís á efnisleg rök og veikleika andstæðingsins og kunni þá list að beita kímni sem gladdi áheyrendur. Þegar kom að þeim þætti í sögu Alþingis að landsmenn gátu fylgst með fundum þingsins í gegnum sjónvarp var Ólafur sá ræðumaður sem best náði eyrum manna og eignaðist aðdáendur um allt land fyrir skeleggan málflutning og ekki síst það að hann þorði að hafa einkaskoðanir í mörgum málum og var full alvara, sannfæringin réð, hann var ekki að sýnast. Það var ekki til í skapgerð Ólafs. Ein mynd kemur mér í hug af skemmtilegum kvöldfundi á Al- þingi. Ólafur fór mikinn og greip nú til óvenjulegrar dæmisögu til rök- stuðnings og skemmtunar setta fram með þeirri orðskrúð og lifandi myndum sem hann einn gat dregið upp. Þessi saga ofin í búning Ólafs verður til þess að þingheimur skelli- hlær, Ólafur grípur til þess ráðs að festa augnaráð sitt við þingmann sem var þekktur af því að vera al- vöi-ugefínn. Nú brá svo við að þessi þingmaður grét af hlátri. En svo bar við að þetta kvöld hafði banda- rísk sjónvarpsstöð fengið leyfí til að senda út umræður úr íslenska þing- inu og horfðu 60 milljónir manna á þessa ræðu og trúðu á eftir að ís- lenska þingið væri skemmtilegt. Aldrei efaðist hann um að mann- gildisstefna Framsóknarflokksins væri sú sáttagjörð sem ætti erindi til fólksins. Þar var hann fastur í fylkingu og mikilvægur málsvari. I eðli sínu var hann þó fyrst og fremst bóndi og heimspekingur sem elskaði landið sitt og vildi rétta hlut fólksins í dreifðum byggðum. Hann horfði reyndar á landið allt sem eina heild og talaði fyrir sanngirni þótt stundum mætti greina að honum svall móður yfir þróun sem væri óviðunandi fyrir byggðina og þjóð- ina þegar frá liði. Sá sem stóð hall- oka í lífinu átti hann að sterkum málsvara, því réð rík réttlætiskennd og samúð með því veika og smáa. A kveðjustund verða minningarn- ar um góðan félaga að dýrmætum perlum í sjóði. Hann kunni ekki að hlífa sér þótt veikindi settu mark sitt á líf hans og þrek undir lokin. Verkefnið var áfram og aðrir gengu fyrir. Mörgum var hann hjálplegur sem leituðu á hans fund og úrræða- góður og fundvís á lausnir. Eg kveð nú þann mann sem ég tel einn af mínum bestu félögum á lífs- leiðinni. Að lokum vil ég þakka margar góðar stundir með þeim hjónum Ólafí og Guðbjörgu um leið og við Margrét sendum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Guðni Ágústsson. Góður vinur og félagi, Ólafur Þ. Þórðarson, fyi-rverandi alþingis- maður, er fallinn frá langt fyrir ald- ur fram. Þótt fráfall Olafs snerti alla djúpt sem þekktu hann kom andlát hans e.t.v. ekki eins mikið á óvart og vænta má þegar menn á miðjum aldri falla frá. Olafur þurfti að gangast undir erfíðan uppskurð fyrir fjórum árum vegna hjarta- meins á mjög háu stigi. Þótt aðgerð- in heppnaðist vel var öllum sem þekktu Ólaf ljóst að hann hafði langt í frá sama þrek á eftir. Síðustu mánuði þótti mér á stundum sem heldur væri farið að draga af Ólafi vini mínum þótt ætíð bæri hann sig vel og gæfi lítið út á veikindi sín, enda óvanur að bera persónuleg má} á torg. Ólafur Þ. Þórðarson var einn mælskasti stjórnmálamaður síðari ára, hann var margbrotinn persónu- leiki og mikill baráttumaður fyrir þann málstað sem hann trúði á. Sem stjórnmálamaður var Ólafur óhræddur við að fara ótroðnar slóð- ir eða halda á lofti sjónarmiðum sem ekki voru allra. Eins og títt er um Vestfirðinga lét hann sér í léttu rúmi liggja þótt sjónarmið hans og skoðanir á mönnum og málefnum bökuðu honum á stundum ekki vin- sældir. Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sagði einu sinni við mig að Ólafur Þ. Þórðarson þekkti ekki hvað það væri að hræð- ast. Sögur af hreystiverkum Ólafs á uppeldisárum hans í Súgandafirði styðja þessa skoðun forsetans á nafna sínum. Ólafur var vel lesinn og voru fornsögur og íslensk ljóðlist honum einkar hjartfólgin. í orra- hríð stjórnmálabaráttunnar var Ólafur ætíð manna mælskastur. Gat hann öðrum mönnum betur hent málflutning andstæðinga á lofti og snúið sér og sínum málstað í vil svo unun var á að hlusta. Ólafur hafði yfirburðaþekkingu á íslandssögu og mannkynssögu sem og á mönnum og staðháttum og nýttist þessi þekking Ólafi einkar vel til að gera málflutning sinn bæði skemmtileg- an og fróðlegan í senn. Ólafur hafði þann sérstæða eiginleika að geta nálgast mál út frá öðru sjónarhorni en virðist liggja beinast við í fyrstu. Þótt sérstæð nálgun mála hafi oft vakið kátínu meðal þeirra sem á hlýddu náði Ólafur alltaf athygli áheyrenda og fjölmargar tilvitnanir Ólafs og hnyttin orðsvör ganga enn manna á milli mörgum árum eftir að þau voru sögð. Ólafur dáði sögur af góðri herstjórnarlist, hvort held- ur var á dögum Rómverja eða úr síðari heimsstyrjöldinni. Honum þótti gaman að spá í hin pólitísku spil og greip þá oft til samlíkingar við herstjórnarlist úr frægustu bar- dögum mannkynssögunnar. Ólafur var búfræðingur og kennari að mennt og starfaði um nokkur ár við kennslu auk þess sem hann var skólastjóri og reyndi fyiir sér í út- gerð og öðrum rekstri. Þótt kennsla, skólamál og stjórnmál væru Ólafi hugleikin var hann um- fram allt náttúrubam sem unni úti- veru og hestamennsku auk þeirra verka sem til falla við búskap. Ólaf- ur fór yfirleitt ekki mikið eftir ráð- leggingum annarra ef annað hent- aði honum betur og átti það án efa einnig við um ráðleggingar lækna varðandi heilsu hans. Upp í hugann kemur atvik úr kosningabaráttunni óveðurs- og snjóaveturinn ‘94 til ‘95. Ólafur hafði óskað eftir að ég léti honum eftir að vera ræðumaður fyrir framboð okkar á síðasta sam- eiginlega framboðsfundinum í Al- þýðuhúsinu á ísafirði. Ólafur hugð- ist taka flug til ísafjarðar degi fyrir fund en ég ætlaði að koma akandi frá Hólmavík á fundardegi. Dagana fyrir fundinn var samfelld snjókoma og hvassviðri svo ekki sá út úr aug- um og allt flug lá niðri. Kvöldið áður en lagt skyldi af stað til ísafjarðar frá Hólmavík birtist Ólafur á Hólmavík öllum að óvörum, spari- klæddur þrátt fyrir veðrið. Úrkula vonar um að fá flug til ísafjarðar hafði hann fengið mann til að aka sér til Hólmavíkur til að fá far með mér til ísafjarðar. Ferðin til ísa- fjarðar daginn eftir tók tólf klukku- tíma í samfelldri stórhríð og snjó- komu. Oftar en ekki var ég þess fullviss að við yrðum að láta fyrir- berast í bílnum uns veðri slotaði en á slíkt mátti Ólafur ekki heyra minnst, bíllinn skyldi mokaður upp hvað eftir annað og haldið áfram. Mér er minnisstætt hversu léttur í spori Ólafur var þegar við loksins náðum að Alþýðuhúsinu á Isafirði er langt var liðið á fundinn, hann snaraðist upp á sviðið og hélt eina af sínum snjöllu ræðum rétt eins og óþreyttur maður. Ólafur hafði hugsað þennan fund sem kveðjustund við vestfirsk stjórnmál og þegar slíkur fundur var í húfi skipti tólf tíma ferð í ófærð og illviðri engu máli þótt hann væri rétt nýstiginn upp úr erf- iðum hjartauppskurði. Ólafur var við heyskap á jörð sinni er hann féll frá. Eg hygg að Ólafur hafi vart getað hugsað sér betra umhverfi til að kveðja þennan heim en að vera við heyvinnu á sól- björtum degi þegar kallið kom. Ég sendi eiginkonu Ólafs, bömum og systkinum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið almættið að styrkja þau á erfiðri stundu. Gunnlaugur M. Sigmundsson. Vinur minn Ólafur Þ. Þórðarson er til moldar borinn í dag. Ég sá hann síðast glaðan og reifan í sex- tugsafmæli mínu fyrir þrem vikum. Hann lék þar á als oddi og tók rögg- samlega til máls og blandaði saman gamni og alvöru sem honum var eiginlegt. Ólafur var einn af mestu mælskumönnum Alþingis, gjörhug- ull og fundvís á nýjar hliðar á hverju máli. Hann var alvörumaður eins og títt er um þá, sem næma til- finningu hafa fyrir því sem er sér- legt og skemmtilegt. Hann réð fyrir sér sjálfur, en skildi þó mikilvægi þess, að menn ræddu saman um þau mál, sem þeir vildu koma fram. Hann var framsýnn og heiðarlegur, þjóðlegur í skoðunum, máli og mál- flutningi, vaskur maður og ódeigur. Ég sakna Ólafs Þ. Þórðarsonar. Með honum er miidll drengur að velli lagður, sem sjónarsviptir er að. Halldór Blöndal. Ólafur Þ. Þórðarson, alþingis- maður, stóð vörð um mannréttindi, landsréttindi og stjórnarskrá. Hann tók starf sitt alvarlega. Kynni okkar urðu vorið 1967, þegar ég var ungur maður á kosningaskrifstofu Sjálf- stæðisflokksins á ísafirði, en Ólafur var hjá Framsókn. Æ síðan var okkur vel til vina. Einhverju sinni skömmu eftir þinglok var Ólafur að söðla hesta sína og ætlaði að fara í nokkurra daga ferð upp á hálendið. Þá er hringt úr forsætisráðuneytinu, og spurt, hvort hann verði ekki heima daginn þann. Ólafur sagðist vera að fara á fjöll. Það máttu ekki, var svarað, - þú þarft að staðfesta lög. Forsetinn er í heimsókn í Finnlandi og fór áður en búið var að staðfesta lögin. Þetta verður að gerast í dag. Ólafur benti á, að hann væri ekki forseti sameinaðs Alþingis, það væri hún Guðrún Helgadóttir. Hann væri annar varaforseti og hefði ekki þetta vald. Honum var svarað því til, að forseti sameinaðs væri farinn úr landi og fyrsti vara- forseti líka, svo að hann væri nú handhafi forsetavalds. Ólafur spurði þá, síðan hvenær hann hefði farið með forsetavald, og af hverju hon- um hefði ekki verið sagt frá því, og að handhafar forsetavalds þyrftu væntanlega að koma saman. Hann væri t.d. að leggja af stað upp í nokkra daga ferð ríðandi. Við þessu komu engin svör. Enn spurði Ólafur, hvenær fund- ur hefði verið boðaður hjá handhöf- um til þess að taka ákvörðun um staðfestingu laganna. Honum var sagt, að slíkir fundir væru aldrei haldnir, heldur væri lagatextinn sendur á milli, og bíll væri að leggja af stað upp í Borgarfjörð. Ólafur varð orðlaus og spretti af hestunum. Ólafur sagði síðar, að þetta atvik hefði vakið furðu sína. Bæði fannst honum einkennilegt, að handhafar forsetavalds hittust ekki, og eins þótti honum afar sérkennilegt, að henda mætti inn varamönnum til þess að gegna störfum handhafa forsetavalds, og þeir ekki einu sinni látnir vita. Ólafur taldi miklu skipta, að festa réði um æðstu stjóm ríkis- ins, og formreglna væri þar gætt. Ólafur var fyrirferðarmikill á Al- þingi. Hann var íhaldsmaður í hugs- un og mikill samvinnumaður. Oft tók hann á málum, sem snertu lítt hans kjördæmi. Mér er minnis- stætt, að hann reis upp til vamar Reykjavíkurborg, þegar setja átti hagsmuni hennar til hliðar, og vom þá Sjálfstæðismenn við völd í borg- inni. Hann var umfram flesta þing- menn á verði um, að lagafrumvörp stönguðust ekki á við stjómarskrá eða mismunuðu fólki. Gegn slíku stóð hann rammur, því að hann var vaxinn af þessu landi og honum sag- an í blóð borin. Ólafur var vel máli farinn, rökfastur og hafði hljóm- mikla rödd. íslendingasögur og Sturlunga léku honum á tungu. Hann var hrókur fagnaðar og kryddaði mál sitt skemmtilegheit- um. Mönnum leið vel í návist hans. Blessuð sé minning Ólafs Þ. Þórðarsonar. Haraldur Blöndal. Ólafur Þ. Þórðarson er horfinn á braut langt um aldur fram. Þrátt fyrir að hann hafi barist við veikindi um nokkurt árabil kom andláts- fregn hans nú á dögunum á óvart og eins og kaldur gustur á hlýjum síð- sumardegi. Fyrir skemmstu lágu leiðir okkar saman í góðra vina hópi. Þar var hann kátur að vanda og andinn óbugaður þó líkamleg heilsa væri tæp. Eins og venjulega vakti það athygli sem hann hafði til málanna að leggja. Ólafur Þ. Þórðarson er með eftir- minnilegri mönnum sem ég hef starfað með. Hann frískaði upp á umhverfi sitt og var þægilegur í öll um samskiptum og góður félagi Hann hafði kjark til að fara eigir leiðir, hugsa sjálfstætt og standí með sannfæringu sinni jafnvel fi< það kostaði hann hlutskipti einfar ans á köflum. A þingi vorum vk sessunautar um skeið. Ég minnist þess oft hversu gaman það var at verða vitni að því hvernig ræðui gátu fæðst hjá Ólafí. Fyrst kviknað hugmynd, stundum í hljóðskraf okkar á milli. Ólafur bað þá um orð ið. Þegar hann tók til máls e.t.v skömmu síðar birtist heilsteypt oj; oftar en ekki snjöll ræða byggð i beinagrind utan um eina uppruna lega hugmynd. Ólafur var vel lesinr og sá oft atburðina samtímis mer hvassri sjón stjórnmálamannsin! sem var alvanur í orrahríðum líð andi stundar en hafði jafnframt yf irsýn hins lesna og fróða manní sem gat oft sett hlutina í óvænt sögulegt samhengi. I mínum huga stendur eftir myndin af málafylgjumanni og ötul um baráttumanni, ekki síst fyrii hagsmunum hinna dreifðu byggð; og fólksins sem þar heyr lífsbarátti sína. Ég minnist Ólafs Þ. Þórðar sonar með hlýhug og votta fjöl skyldu hans samúð mína. Steingrímur J. Sigfússon. • Fleiri minningargreinar um Ólaf Þ. Þórðarson bíða birtingar og «*-• munu birtast í blaðinu næstu daga. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og fósturfaðir, GÍSLI ÁGÚSTSSON, Sæviðarsundi 25, lést á sjúkrahúsi á Mallorca 15. september. Arndís Kristjánsdóttir, Ingveldur Gísladóttir, Vilborg Gísladóttir, Örn Sævar Rósinkransson. t Sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA ÁRNADÓTTIR, Egilsgötu 2, Borgarbyggð, lést miðvikudaginn 16. september. Jarðarförin auglýst síðar. Bjami Bjarnason, Guðmundur Á. Bjarnason, Gyða Þorsteinsdóttir, Páll Birgir Símonarson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 12. september. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 18. september, kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Guðjón Halldórsson, Magnús Halldórsson, Guðbjartur Halldórsson, Hulda Jónasdóttir, Hallveig Ragnarsdóttir, Halldóra Þormóðsdóttir og barnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JÓHANNES ÖGMUNDSSON, verður jarðsunginn laugardaginn 19. septem- ber kl. 14.00 í Njarðvíkurkirkju, Innri-Njarðvík. & Hrönn Jóhannesdóttir, Baldur Sigurgeirsson, Sólveig Jóhannesdóttir, ívar Steindórsson, Rut María Jóhannesdóttir, Hörður Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.