Morgunblaðið - 18.09.1998, Side 26

Morgunblaðið - 18.09.1998, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Beint frá hjartanu Við feðgarnir er nýtt íslenskt leikrit eftir Þorvald Þorsteinsson rithöfund og mynd- listarmann sem verður frumsýnt í kvöld af Hafnarfjarðarleikhúsinu Hermóði og Háð- vöru. Hávar Sigurjónsson ræddi við Þor- vald og leikstjórann, Hilmar Jónsson. HEITI verksins, Við feðgarnir, bendii’ á aðal- persónurnar, sem eru feðgamir Oddgeir og Steingrímur, en Oddgeir (Eggert Þorleifsson) er nýlega kominn á eftirlaun eftir að hafa unnið allan sinn starfsaldur hjá byggingadeild Sambandsins, . . Síðasta árið var ég reyndar í lagnadeildinni," segir hann. Steingrímur (Gunnar Helgason) er endurskoðandi með sjálfstæðan rekstur og hefur hann boðið pabba sínum að búa hjá sér tímabundið.......þangað til búið verður að gera við lyftuna í elli- mannablokkinni sem hann býr í,“ útskýrir hann fyrir Maríu (Þrúður Vilhjálmsdóttir) nágrannakonu sinni. „Eða þangað til ég hrekk upp af,“ segir Oddgeir, sem þjáist af veilu fyrir hjarta. Þeir feðgar eru nýfluttir inn í íbúð Steingríms en eru fram- kvæmdalitlir við að koma sér fyrir og systirin Valgerður (Björk Jak- obsdóttir) hefur ákveðnar skoðanir á getuleysi þeirra til allra hluta veraldlegra. Sambýlismaður Maríu nágrannakonu er Einar (Ari Matthíasson), leikfélagi Steingríms úr æsku og þegar líður á verkið fara að rifjast upp ýmsir atburðir úr samskiptum fjölskyldnanna tveggja á árum áður. „Stofudrama," segir leikstjórinn Hilmar og segir að fyrstu viðbrögð listrænna stjórnenda sýningarinn- ar við lestur verksins hafi verið að finna aðferð til að sviðsetja það án þess að festast um of innan fjög- uma veggja stofunnar í blokkar- íbúðinni sem umlykur verkið. Leik- mynd Finns Arnars Ingólfssonar sér við þessu og opnar rýmið upp svo í baksviði sést lyftan í blokk- inni og dymar inn í íbúð nágrann- anna, Einai’s og Maríu. Aðrir höf- undar umgerðar eru Þórunn María Jónsdóttir (búningar), _ Margrét Örnólfsdóttir (tónlist), Ásta Haf- þórsdóttir (gerfi) og Egill Ingi- bergsson (ljós). „Eg skal alveg viðurkenna að ég veit ekki alveg hvað ég er fara með þessu leikriti," segir höfundurinn Þorvaldur. „Það má segja að ég fái nú í hausinn allt sem ég hef sagt áður um að listamaðurinn eigi alltaf að vita hvað hann ætlar sér með verki sínu, því þetta leikrit er skrifað með hjartanu en ekki höfð- inu. Kannski er áherslan því öllu meiri á ástand, heldur en á fram- vindu og söguþráð.“ Að baki því ástandi sem lýst er í Litirnir eru rauðir og kvenlegir... ....glimmer, mattir, blautir og þurrir. Allt er fáanlegt og allt er leyfilegt. Förðun á staðnum og glaðningur fyrir viðskiptavini okkar. SNYRTIVÖRUVKRSLUNIN GL'LSIÁL #cr Sími 568 5170 ffi/ £ %) Kynning í dag Kynning í dag. og á morgun Laugaveg 80, sfmi 561 1330 www.lancome.com Morgunblaðið/Kristinn ODDGEIR hefur enn undirtökin í samskiptum við harðfullorðin börn sín Steingrún og Valgerði. Eggert Þorleifsson, Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason í hlutverkum sínum. LANCÖME fiouge Haust- og vetrarlitirnir ’98-’99 Komið, sjáið og prófið... MARÍU dreymir um hinn fullkomna eiginmann. Ari Matthíasson og Þrúður Vilhjálmsdóttir £ hlutverkum sínum. leikritinu, liggur djúp og sársauka- full saga og Hilmar hrósar höfund- inum fyrir hversu haganlega hann hafi komið öllum upplýsingum fyrir innan verksins. Smám saman fæst skýrari mynd af fortíð fjölskyld- unnar, sem hefur litast af drykkju- skap og framhjáhaldi Oddgeirs, samskipti þeirra feðganna byggj- ast á gömlum grunni, þar sem Oddgeir lítillækkar soninn stöðugt og hamrar í sífellu á þeirri fólsku mynd sem hann hefur komið sér upp af fortíð íjölskyldunnar. „En þó hann hafi ekki verið fyrirmynd- armaður þá á hann sér samt til- verurétt. Hann taldi sig vera að gera rétt. Hvað gera svona menn þegar sjálfsblekkingin er tekin frá þeim,“ spyr Hilmar. Þeirri spurn- ingu er leitast við að svara í leikrit- inu. I bakgrunni skýrist svo smám saman myndin af móðurinni, Hall- dóru, sem systkinin hafa með árun- um hálfpartinn tekið í guðatölu. „Auðvitað liggur beint við að fólk spyrji hvort þetta sé mín saga, hvort þetta sé mín fjölskylda," seg- ir Þorvaldur. „Titillinn kveikir strax þá hugsun. Af hverju Við feðgarnir en ekki bara Feðgamir eða jafnvel Þeir feðgarnir. Alkóhól- ismi er vissulega afgerandi vanda- mál í minni fjölskyldu sem þó hefur verið tekist á við af miklum heilind- um. Ég byggi að vissu leyti á þeirri reynslu við lýsingu á samskiptum fólksins í verkinu. En á sama tíma væri mjög ósanngjarnt ef ég segði að þetta væri saga sem ég þekkti af eigin raun. Samskipti feðganna í leikritinu eru miklu grimmari og alls ólík því sem ég þekki úr eigin fjölskyldu. Það má kalla þetta yfir- færslu á reynslu og ég leyfi mér að fullyi’ða að þau samskipti sem þarna liggja til grundvallar eigi sér einhvers konar samsvörun inni á öðru hverju íslensku heimili. Og al- veg örugglega inni á öllum alkóhól- ískum heimilum." Báðir eru þeir Þorvaldur og Hilmar sammála um að þrátt fyi’ir miskunnarlaust raunsæið í lýsingu á samskiptum persónanna, svífi andi fáránleikans einnig yfir vötn- um. „Þetta er mjög mikilvægt því þannig náum við vonandi að hefja verkið yfir slúðurgirðinguna sem annars gæti umlukið það. Þannig næst líka betur að undirstrika að þetta er ekki saga tiltekinna lifandi einstaklinga, heldur skáldskapur byggður á reynslu minni og hug- myndum um mannleg samskipti," segir Þorvaldur. Hilmar segir að leikritinu sé kannski best lýst með því að kalla það jaðarverk. „Það er á mörkum þess að kallast raunsæisverk, á mörkum þess að falla undir fárán- leikastimpilinn, á mörkum þess að vera gamanleikrit og á mörkum þess að vera harmleikur. Okkar vinna hefur því verið fólgin í því að feta mörg og þröng einstigi og finna allar þær hárfínu línur sem Þorvaldur hefur lagt í gegnum verkið.“ Við feðgarnir er fimmta leikrit Þorvaldar, en áður hafa verið svið- sett eftir hann leikritin í tilefni dagsins af P-leikhópnum, Skila- boðaskjóðan í Þjóðleikhúsinu, Mar- íusögur í Nemendaleikhúsinu og Bein útsending í Loftkastalanum. Þá voru flutt þrjú Sunnudagsleik- rit í Ríkissjónvarpinu eftir hann í fyrravetur og áður hafði hann samið Jóladagatal Sjónvarpsins 1996 ásamt fjölda leikatriða fyrir Gunnar og Felix í Stundina okkar. „Það var góður skóli,“ segir hann. Þorvaldur tekur undir það sjón- armið að Við feðgarnir sé persónu- legasta verk hans til þessa, „. . . þó auðvitað séu öll verk manns persónuleg," bætir hann við. „Ég óttast samt ekki að standa berskjaldaður frammi fyrir áhorf- endum ef verkið kemst á annað borð yfir til þeirra í allri sinni nekt. Mér þætti miklu verra ef útkoman yrði einhver moðsuða án raunveru- legrar skírskotunar. Ef þetta tekst hjá okkur þá tel ég mig styrkjast við það og ég óttast ekki að koma fram með þær tilfinningar sem þarna er lýst. Ég finn að í þessu verki hefur safnast saman margt af því sem ég hef verið að glíma við persónulega undanfarin ár. Að því leyti er ég öi-ugglega mun sýnilegri í þessu leikriti en nokkru hinna.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.