Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Jim Edgar ríkisstjóri Illinois í Bandaríkjunum Stj órnmálamenn búa í fískabúri Jim Edffar ríkisstjóri Illinois segir ljóst að mál Bill Clintons Bandaríkjaforseta muni hafa mikil áhrif á þingkosningar í haust. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við Edgar um stöðuna í bandarískum stjórn- málum. ÞAÐ lá vel á Jim Edgar, ríkisstjóra Illinois, og að- stoðarmanni hans. Þeir voru nýbúnir að fá í hend- umar nýja skoðanakönnun sem sýndi fram á að af frammámönnum í ríkinu væri það Michael Jordan, liðsmaður körfuboltaliðsins Chicago Bulls, er nyti meiri vin- sælda meðal íbúanna en ríkisstjór- inn. Edgar er nú að ljúka öðru kjör- tímabili sínu sem ríkisstjóri og sækist hann ekki eftir endurkjörí. Hann er repúblikani og hefur getið sér orð fyrir ráðdeild í fjármálum ríkisins. Frá því að hann tók fyrst við embætti hefur hann lagt áherslu á að draga úr útgjöldum Illinois, án þess þó að draga úr nauðsynlegri þjónustu. Þannig hef- ur hann lagt ríka áherslu á aukin útgjöld tii menntamáia en í staðinn dregið úr eða hætt verkefnum á vegum ríkisins, er hann taldi ekki þjóna nægilega miklum tilgangi. Ibúar Illinois virðast sáttir við störf Edgars því er hann sóttist eftir endurkjöri árið 1994 fékk hann 64% atkvæða en það er mesta atkvæða- magn sem nokkur ríkisstjóri Illino- is hefur fengið í kosningum. Viðskiptatengsl efld Ríkisstjórinn er nú að hefja ferðalag um Norðurlöndin til að efla viðskiptatengsl þeirra við Illin- ois. Hann segir ástæðu þess að hann hafi ákveðið að koma við á Is- landi vera kvöldverðarboð er hann sat á síðasta ári þar sem forseti Is- lands var einnig meðal gesta. Þeir hefðu rætt saman og forsetinn dregið upp spennandi mynd af landi og þjóð. Því hefði hann ákveðið að gera hér stans fyrst ferðinni var heitið til Norðurlanda. Hefur hann m.a. átt fundi með for- seta Islands og forsætisráðherra auk þess að rölta um Reykjavík og fara út fyrir höfuðborgina. I heimalandi Edgai-s kemst hins vegar fátt annað að í hinni pólitísku umræðu en samband Bill Clintons forseta og hinnar ungu Monicu Lewinsky. Edgar segir ljóst að þetta mál muni reynast demókröt- um erfitt í þingkosningum í haust. í raun sé ekki hægt að bera þetta mál saman við annað en Waterga- te-málið á sínum tíma en það hafi orðið til að margir repúblikanar sátu heima í kosningum. „Eg held að nú muni það gerast að margir demókratar muni ekki mæta á kjörstað," segir Edgar. Hann vísar til nýrra skoðanakannana í Illinois er bendi til að vinsældir forsetans hafi minnkað um 20 prósentustig á skömmum tíma. Það sé mikil breyting því Clinton hafi ávallt ver- ið vinsæll í ríkinu. I miðríkjum Bandaríkjanna séu sveiflurnar enn meiri. Það sé því líklegt að þetta mál muni skipta miklu máli þegar kjósendur geri upp hug sinn, jafn- vel þótt málið sjálft verði kannski ekki mikið í umræðunni í sjálfii kosningabaráttunni. Það eina sem gæti breytt þessari þróun væri samúðarbylgja með forsetanum. Ekkert benti þó til slíks. Þjóðin klofin vegna Lewinsky-málsins Þegar Edgar er spurður hvað það sé við Lewinsky-málið er fari verst í bandaríska kjósendur, sjálft sambandið eða tilraunirnar til að breiða yfir það, segir hann erfitt að alhæfa um það. „Það er ólíkt milli einstaklinga yfir hverju þeir reiðast mest. Sjálfur á ég dóttur á svipuðum aldri og Monica Lewinsky. Það hefur áhrif á mína afstöðu en skiptir aðra litlu máli. Mörgum öðrum finnst lygarnar sárastar. Þjóðin er klofin í þessu máli en þetta er eftir sem áður mál er ekki mun hverfa. Það mun halda áfram, líklega langt fram yf- ir kosningar.“ En hvemig horfir það við Edgar að mál af þessu tagi muni hugsan- lega vera ríkjandi í hinni pólitísku umræðu langt fram á næsta ár. Hann segir óheppilegt að þetta mál skuli hafa komið upp. Þær ásakanir sem komnar séu fram á hendur forsetanum séu hins vegar mjög alvarlegar og þeim verði ekki sópað undir teppið. Eina leiðin til að binda enda á málið með snögg- um hætti sé að Clinton segi af sér. Ef þingyfirheyrslur hefjist muni þær dragast á langinn og ýta enn undir klofning þjóðarinnar. Sem betur fer sé bandarískt efnahagslíf hins vegar sterkt um þessar mund- ir og gæti því staðið slíkt af sér. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Jim Edgar, ríkisstjóri Illinois. Þegar Edgar er spurður hvort hann telji sjálfur æskilegt að Clinton segi af sér til að nýr forseti geti einbeitt sér að efnahagsmál- um þjóðarinnar og alþjóðamálum af fullum krafti hugsar hann sig um í stutta stund og segist síðan vera hikandi við að gagnrýna for- setann staddur á erlendri grundu. Færa mætti rök fyrir því að það væri best fyrir þjóðina að forset- inn segði af sér. Hins vegar sýnd- ist honum ekkert benda til að sú yrði raunin, þrátt fyrir að margir demókratar hefðu lagt það til á bak við tjöldin. Því yrðu menn að búa sig undir að fara alla leið. Þingvítur væru þó hugsanleg málamiðlun. „Fyrir sex mánuðum hefði ég aldrei trúað því að við yrð- um einhvern tímann í þessari stöðu. Ég skil ekki hvað maðurinn var að hugsa,“ segir Edgar. Rannsókn Starrs ekki einstök En hvernig blasir það við honum sem bandarískum stjórnmála- manni að sérskipaður saksóknari sem hefur rannsókn á lóðavið- skiptum endar á að framkvæma rannsókn á nær öllu lífi Banda- ríkjaforseta. „Þetta er ekki jafn- einstakt og menn kunna að halda. Það eru stöðugt í gangi rannsóknir á vegum saksóknara á hátterni og embættisgjörðum einstaklinga í opinberum stöðum. Þær vekja þó ekki jafnmikla athygli og þetta mál. Hver sá sem lætur kjósa sig í embætti tekur ákvörðun um það að búa í eins konar fiskabúri. Það eru gerðar mjög strangar kröfur til þeirra einstaklinga. Sá sem býð- ur sig fram til slíkra starfa verður að sýna ábyrgð á öllum sviðum því gjörðir hans gætu einnig skaðað aðra stjórnmálamenn. Auðvitað er enginn fullkominn en menn verða að gera sér grein fyrir þessari hættu.“ Edgar segir að allt frá tímum Watergate-hneykslisins hafi ímynd stjórnmálamanna farið versnandi í hugum almennings og varla muni ástandið batna nú. „Það er ein af sorglegustu hliðum þessa máls.“ En hvemig lítur hann á málið sem repúblikani? Væri betra að forsetinn sæti áfram með Lewin- sky-málið á herðunum en að AI Gore varaforseti tæki við embætti. „Ef litið væri á málið út frá hreinu flokkspólitísku sjónarmiði þá væri óbreytt ástand besta lausnin. Ég held hins vegar að enginn stjórn- málamaður myndi mæla með því. Demókratar hafa látið í ljós miklar áhyggjur af málinu á bak við tjöld- in. Til lengri tíma litið held ég hins vegar að það séu stofnanir okkar sem muni bíða mestan skaða af málinu." Hvað stöðu Gore varðar og hvort málið muni hafa áhrif á ímynd hans segir Edgar að auðvit- að eigi Gore ekki að bera ábyrgð á Clinton. Þegar upp er staðið séu örlög þeirra hins vegar óneitan- lega samtvinnuð. „Tíminn mun leiða í ljós hver áhrifin verða. Ég held þó að Gore verði metinn út frá Gore.“ Vegna þeirra miklu vinsælda er hann nýtur hefur Edgar stundum heyrst nefndur sem hugsanlegur þátttakandi í forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir næstu forsetakosningar. Þegar hann er spurður hvort líklegt sé að hann muni sjást í pólitískri baráttu á ný eftir að hann lætur af embætti rík- isstjóra segist hann hafa starfað í stjórnmálum um þriggja áratuga skeið og finnist hann hafa skilað sínu. Auðvitað hafi alltaf einhverjir áhuga á að bjóða sig fram til for- seta. Hann sé þó þeirrar skoðunar að einhver ætti að setjast niður með þeim mönnum og leiða þeim ýmislegt fyrir sjónir. Gamlar syndir bandarískra þingmanna dregnar fram í dagsljósið hver af annarri Henry Hyde viður- kennir fr amhj áhald komið nálægt fréttinni og John D. Podesta, starfs- mannastjóri Hvíta hússins, hringdi í Hyde til að full- vissa hann um það. Síðan gaf sig fram eftirlauna- þegi á Florida og sagðist hafa upplýst Salon um málið. Andrúmsloftið í þinginu er hins vegar lævi blandið eftir allt, sem á hefur gengið í Lewinsky- málinu, og fylkingarnar gruna hver aðra um græsku. Nýjar leikreglur David Talbot, ritstjóri Salons og höfundur frétt- arinnar, segist hafa skýrt NÝTT „kynlífsævintýri“ er komið upp á Bandaríkjaþingi og nú er það repúblikan- inn Henry J. Hyde, formaður dómsmála- nefndar þingsins, sem er á sakborninga- bekknum. Hefur hann játað í viðtali við tímarit að hafa haldið framhjá og verið í tygjum við gifta konu í fimm ár á sjöunda áratugnum. Kom þetta fram í Reuters- frétt og Washington Post í gær. Hyde viðurkenndi þetta eftir að veftímaritið Salon, sem hefur gagnrýnt óháða saksóknarann Kenneth Starr harð- lega, skýrði frá því, að það ætlaði að segja í smáatriðum frá sambandi hans við snyrtifræðinginn Cherie Snodgrass. Hyde, sem mun stjórna rannsókn á því hvort rétt sé að höfða mál á hendur Bill Clinton for- seta, er þriðji þingmaður repúblikana, sem játað hefur á sig framhjáhald á hálfum mánuði. Þingmenn repúblikana segjast vissir um, að Hvíta húsið standi á bak við frétta- flutninginn og einn þeirra sagði, að mis- beiting valds væri miklu alvarlegra mál en framhjáhald fyrir 30 árum. „Bernskubrek" „Það er löngu fymt yfir þessi bernsku- brek mín,“ sagði í yfirlýsingu Hyde en hann var rúmlega fertugur er hann hélt við Snodgrass. „Ég læt nægja að segja, að við Cherie Snodgrass vorum góðir vinir fyrir langa-, langalöngu og þegar eigin- maður hennar sneri sér til konu minnar þá slitum við sambandinu. Eini tilgangurinn irieð því að draga þetta fram í dagsljósið núna er að klekkja á mér og það mun ekki takast. Ég ætla að sinna skyldu minni og taka til athugunar þær alvarlegu ásakanir, sem bornar em á Clinton í skýrslu Starrs." Hvíta húsið og Salon neituðu að nokkur maður á vegum ríkissljómarinnar hefði frá þessu rnáli vegna þess, að „Starr- skýrslan og óvinir Clintons hafa búið til nýjar leikreglur. Eftir að Starr lagði fram skýrslu, sem hefur ekkert inni að halda nema kynlífslýsingar, þá er ekki nema eðlilegt að upplýsa allt um stuðningsmenn hans, mennina, sem ætla að dæma Clinton. Fjölmiðlarnir þreytast nefnilega ekki á að lofa Hyde fyrir heiðarleika og réttsýni.“ Talbot segist hafa fengið söguna hjá Norm Sommer, eftirlaunaþega á Florida, demókrata og vini fyrrverandi eiginmanns Snodgrass. Dregur Sommer enga fjöður yfir það, að hann hafí sagt frá þessu vegna „ofsóknanna“ gegn Clinton. „Það er ekkert, sem heitir „fyrnt“ þegar Henry Hyde á í hlut,“ segir Sommer. „Hann er mesti hræsnarinn í Washington. Hvernig getur hann gerst dómari yfir Clinton þegar hann er sjálfur sekur um hórdóm?“ Talaði við 57 blaðamenn Sommer sagðist hafa haft samband við 57 blaðamenn síðasta hálfa árið til að fá þá til að birta söguna, sem Snodgrass sagði honum. Kvað hann fréttamenn á Los Angeles Times og Boston Globe hafa sýnt því áhuga en ritstjórarnir bannað það. Sagðist hann einnig hafa haft sam- band við Hvíta húsið og Landsnefnd Demókratafiokksins en „enginn vildi tala við mig“. í Salon segir, að framhjáhald Hydes hafí byijað 1965, ári áður en hann var kjörinn í fulltrúadeild Illinois-ríkis. Hyde var þá kvæntur, 41 árs að aldri, en Cherie Snodgrass 29 ára gömul og þriggja barna móðir. Fred, fyrrverandi eiginmaður hennar, lét Salon fá mynd afhenni með Hyde og er á hana skrifað „Ég elska þig, Cherie" og undirrituð „Hank, 30. des. 1966“. Fred Snodgrass, fyrrverandi húsgagna- sölumaður í Chicago, sagði f viðtali, að Hyde væri „yfirgengilegur hræsnari", sem hefði eyðilagt hjónaband sitt. „Hann flek- aði unga konu með þijú lítil börn,“ sagði hann. „Clinton lét sér þó nægja einhleypa konu.“ Snodgrass sagði, að Hyde hefði „leikið sér“ að konu sinni og seinna komið henni fyrir í ákveðinni íbúð. „Hann var inyndar- legur maður með nóga peninga og gat því boðið henni hingað og þangað." Veldur demókrötum áhyggjum Síðustu tvær vikurnar hafa tveir aðrir þingmenn Repúblikanaflokksins viður- kennt framhjáhald, þau Dan Burton og Helen Chenoweth, en sagan um Hyde veldur meiri titringi. Halda repúblikanar því fram, að Hvíta húsið standi á bak við þetta og demókratar hafa af því áhyggjur, að þetta geti komið þeim illa jafnvel þótt frammámenn í flokknum eigi enga sök á fréttaflutningnum. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.