Morgunblaðið - 18.09.1998, Side 2

Morgunblaðið - 18.09.1998, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómur í kynferðis- brotamáli ómerktur HÆSTIRÉTTUR ómerkti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 1. apríl 1998 í máli manns sem dæmdur hafði verið í 3 og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni allt frá unga aldri fram á unglingsár. Maðurinn hafði neitað sakargift- um og var héraðsdómurinn einkum byggður á frásögn stúlkunnar, framburði móður, meðal annars um áreitni ákærða við aðra dóttur þeirra, og greinargerð félagsráð- gjafa sem meðhöndlaði stúlkuna. I dómi Hæstaréttar segir að kærandi hafí lent í umferðarslysi Kærandi varð fyrir höfuðhöggi í umferðarslysi allnokkru áður en hún bar fram kæru á hendur fóður sínum. Hafí hún fengið höfuðhögg með alvar- legum afleiðingum. Vísi verjandi sakbornings til þess að slíkir höf- uðáverkar kunni að hafa áhrif á skaphöfn og persónuleika þess sem fyrir verður. Krefjist hann þess að aflað verði læknisfræðilegra gagna um afleiðingar þessa slyss fyrir heilsufar kæranda. Pá segir að í málinu liggi fyrir gi-einargerð fé- lagsráðgjafa um ætlað kynferðis- legt ofbeldi. Hins vegar vanti gögn um sálfræðilega athugun á ákærða og dóttur hans. Þyki því nauðsyn bera til að afla þessara gagna í því skyni að varpa skýrara ljósi á að- stæður. Var málinu vísað heim í hérað til frekari gagnaöflunar, nýrrar aðalmeðferðar og dóms- álagningar að nýju. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigríður Jósefsdóttir' sak- sóknari en Jón Steinar Gunnlaugs- son hrl. varði ákærða. Enn haldið sofandi DRENGURINN, sem slasaðist þegar ekið var á hann á Reykja- nesbrautinni sl. laugardags- kvöld, liggur enn á gjörgæslu- deild Borgarspítalans. Líðan hans er eftir atvikum góð, að sögn vakthafandi læknis, en honum er enn haldið sofandi í öndunarvél. Drengurinn, sem er sjö ára, hlaut mikla áverka við slysið, m.a. beinbrot og kvið- arholsáverka. Tíu ára gamli drengurinn, sem brenndist alvarlega á Eski- firði þegar kviknaði í sumarhúsi hinn 28. ágúst í Bleiksárdal er á hægum batavegi, að sögn lækn- is á gjörgæsludeild Landspítal- ans. Honum er þó enn haldið sofandi í öndunarvél. Gömul bið- skýli færð NY biðskýli hafa undanfarið verið sett upp á biðstöðvum Strætis- vagna Reykjavíkur. Gömlu skýlin þurfa því að víkja fyrir þeim nýju, og er þeim komið fyrir á fáfarnari leiðum SVR. Hér er unnið við að koma einu slíku á nýjan samastað. Olía í höfn- ina á Rifi TÖLUVERT af olíu lak í höfnina á Rifí síðdegis í gær úr bátnum Rifs- nesi SH 44. Að sögn lögreglunnar á Snæfellsnesi var verið að dæla olíu á bátinn þegar tankamir fylltust skyndilega og olían lak út. Meiri olía hafði þá verið á tönkum bátsins en reiknað hafði verið með. Ekki er vit- að hve mikið magn fór í sjóinn, en málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Snæfellsnesi. Morgunblaðið/Golli íslenski sjómaðurinn í Bremerhaven Laus úr öndunarvél SJÓMAÐURINN af Breka VE 61, sem legið hefur á sjúkrahúsi í Bremerhaven með mikla höfuð- áverka eftir alvarlega árás 30. ágúst, var tekinn úr öndunarvél á, mánudag. Óttast var að hann hefði lamast en sá ótti reyndist ástæðu- laus. Ljóst er þó að hann verður ekki fluttur heim í bráðina, en læknar em þó bjartsýnir á bata að sögn Sigurmundar Einarssonar framkvæmdastjóra Utgerðarfélags Vestmannaeyja, sem fylgst hefur með framvindu mála. A næstunni mun skýrast betur hversu miklir áverkarnir eru og verður maðurinn áfram undir eftirliti þýsku lækn- anna. Sjómaðurinn er 28 ára gamall og hlaut áverkana þegar ókunnugir menn réðust að honum og félaga hans með hafnaboltakylfur fyrir utan skemmtistað í Bremerhaven. ----------------- Bifreið brann til kaldra kola FÓLKSBIFREIÐ brann til kaldra kola á Reykjanesbraut við Kúa- gerði snemma í gærmorgun. Voru kona og karlmaður í bifreiðinni á suðurleið og komust bæði út án meiðsla. Eldurinn kom upp í vélar- húsi bifreiðarinnar, breiddist fljótt út og varð hún fljótt alelda. Kefla- víkurlögreglunni var tilkynnt um atburðinn kl. 7.13 og var bifreiðin bnmnin þegar slökkvilið kom á vettvang. Ekki er enn Ijóst hvers vegna kviknaði í bifreiðinni, en hún er ónýt að sögn lögreglu. Málflutningur hafínn 1 fyrsta íslenzka dómsmálinu sem kemur fyrir EFTA-dómstólinn Leiddi þýðingarvilla til brots á EES? MÁLFLUTNINGUR hófst í gær fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxem- borg í fyrsta íslenzka dómsmálinu, sem dómurinn fjallar um. í grófum dráttum snýst málið um það hvort ríkisábyrgð á launum gildi gagnvart systkinum eiganda eða fram- kvæmdastjóra gjaldþrota fyrirtækis og hvort íslenzka ríkið hafi bakað sér skaðabótaskyldu með því að hafa ekki lagað íslenzk lög að tilskipun Evrópusambandsins um samræm- ingu á lögum aðildarríkjanna um vemd til handa launþegum verði vinnuveitandi gjaldþrota. Veigamik- ill þáttur í málinu er hvernig túlka beri orðalagið á íslenzkri þýðingu E E S-samningsins. Málavextir eru þeir að íslenzkri konu var neitað um laun úr Abyrgða- sjóði launa þegar fyrirtæki sem hún hafði unnið hjá varð gjaldþrota. Ástæða synjunarinnar er sú að kon- an er systir manns sem átti 40% hlut í hinu gjaldþrota fyrirtæki. I íslenzk- um lögum um gjaldþrotaskipti er kveðið á um að launakröfur nákom- inna ættingja þrotamanns verði ekki viðurkenndar sem forgangskröfur í þrotabú, en það er gert að skilyrði fyrir greiðslu Ábyrgðarsjóðs launa á launakröfu að hún hafi verið viður- kennd sem forgangskrafa. Undan- tekningar frá þessari reglu, sem heimilaðar eru í lögunum, eiga ekki við um systkini þrotamanns. Konan telur að íslenzku lögin bijóti í bága við áðumefnda tilskip- un ESB, sem tekið hefur gildi á Is- landi samkvæmt EES-samningnum. Konan höfðaði mál fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur, sem hefur óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dóm- stólsins. Hverjir eru „skyldmenni í beinan legg“? Krafa konunnar byggist m.a. á þvi að íslenzka ríkið hafí ekki nýtt sér rétt samkvæmt tilskipuninni til að undanþiggja kröfur systkina bi'ota- manna frá ríkisábyrgð á launum. I viðauka við EES-samninginn, þar sem fjallað er um það hvaða hópa Is- land megi undanþiggja frá ríkis- ábyrgð á launum, er talað um maka einstaklings, sem sé stjórnarmaður, eigandi eða framkvæmdastjóri gjald- þrota fyrirtækis, svo og „skyldmenni í beinan legg og maka skyldmennis í beinan legg“. Konan og lögmaður hennar telja að skyldleiki systkina sé ekki skyldleiki í beinan legg og und- anþágan eigi því ekki við um systkini. Islenzka ríkið heldur því hins veg- ar fram að samkvæmt öðrum ákvæðum í sama viðauka við EES- samninginn megi fella undan gildis- sviði tilskipunarinnar „ættingja í beinan legg“ og „nákomna ættingja" („direct relatives" á ensku). Ríkið heldur því fram að það leiði bæði af orðalagi og tilgangi ákvæðisins að hugtökin „ættingi í beinan legg“ og „nákominn ættingi" verði að skýra svo að taki til systkina. Ríkið heldur því jafnframt fram að hugtökin, sem notuð séu í enskri útgáfu EES- samningsins, svo og á öðrum tungu- málaútgáfum tilskipunarinnar, verði að skilja svo að þau taki til systkina. Öll tungumálin jafngild Ríkið viðurkennir að íslenzka út- gáfan sé frábrugðin, þar sem „direct relative“ hafi verið þýtt sem „ætt- ingi í beinan legg“, sem vísi til skyldleika í beinan legg upp á við og niður á við og taki því ekki til systk- ina. Allar tungumálaútgáfur tilskip- unarinnar hafí hins vegar sama vægi samkvæmt EES-samningnum og þar sem enska hafi verið notuð við gerð EES-samningsins geti röng þýðing á íslenzku ekki breytt merk- ingu tilskipunarinnar. Þess má geta að dómstóll Evrópu- sambandsins hefur fyrir sitt leyti dæmt að ríki geti verið skaðabóta- skyld ef þau ekki leiða með tilskild- um hætti tilskipanir í lög (Francovich og Bonifaci, 19. nóvem- ber 1991). íslenzka ríkið telur hins vegar að jafnvel þótt tilskipunin hefði verið ranglega leidd í lög hér á landi eigi skaðabótaskylda ekki við. Málið fluttu Stefán Geir Þórisson hrl. fyrir hönd konunnar, sem í hlut á, og Árni Vilhjálmsson hrl. fyrir ís- lenzka ríkið, en Martin Eyjólfsson, lögfræðingur í utanríkisþjónust- unni, var honum til aðstoðar. Full- trúar Noregs, Svíþjóðar, fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, Eftirlitsstofnunar EFTA og brezka ríkisins létu málið einnig til sín taka og skiluðu athugasemdum til dómstólsins. AFOSTUDOGUM Grænasti bær landsins Drekafólk í umgjörð miðalda Birgir Leifur Hafsteinsson komst áfram/C1 >••••••••••••••••••••••••••• Þórður lagði upp mark Genk í Duisburg/C4 Fylgstu með nýjustu f réttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.