Morgunblaðið - 18.09.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 18.09.1998, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 35 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DRAUGAR FORTÍÐ ARINN AR DRAUGAR úr fortíðinni virðast hafa skotið upp kollinum við samningu utanríkismálakafla málefnaskrár hins væntanlega framboðs Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista. Þar sem fjallað er um aðild Islands að Atlants- hafsbandalaginu segir að ekki séu ráðgerðar breytingar á henni á næsta kjörtímabili, en síðan segir: „Framtíðarmark- miðið hlýtur samt að vera að Island geti staðið utan hernað- arbandalaga.“ Með öðrum orðum er gefið í skyn að eftir næsta kjörtímabil geti svo farið að breytingar verði gerðar á aðild Islands að NATO, komist vinstri samfylkingin til valda. Aðild Islands að NATO hefur reynzt heilladrjúg. Islenzkir stjórnmálaflokkar, að Alþýðubandalaginu og Kvennalistan- um undanskildum, hafa stutt aðild Islands að Atlantshafs- bandalaginu. Stuðningur almennings við NATO-aðild og veru varnarliðsins hér á landi hefur jafnframt verið mikill undanfarna áratugi. Vinstrimenn fá ekki mörg ný atkvæði út á þá stefnu sína að endurskoða aðild Islands að bandalaginu. Atlantshafsbandalagið hefur skilað árangri; það tryggði friðinn í Evrópu um fjörutíu ára skeið og hefur á síðastliðn- um árum orðið þungamiðjan í nýju öryggismálakerfi Evr- ópu; gegnir t.d. lykilhlutverki við að stilla til friðar í Bosníu og reisa landið úr rústum. Fyrrverandi kommúnistaríki í Austur-Evrópu leystu upp hernaðarbandalag sitt, Varsjár- bandalagið, og sækjast nú hvert af öðru eftir aðild að Atl- antshafsbandalaginu. Ríki, sem áður fylgdu hlutleysisstefnu, t.d. Finnland og Svíþjóð, eiga nú náið hernaðarlegt og póli- tískt samstarf við NATO. Rússland, gamla óvinaríkið, á sömuleiðis náið samstarf við bandalagið. I engu aðildarríki Atlantshafsbandalagsins er það á dag- skrá að leysa bandalagið upp eða segja sig úr því. Hug- myndir um slíkt hjá íslenzkum vinstrimönnum eru ekkert annað en forneskjulegt bergmál af málflutningi fylgismanna Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins. Tilgangur Atlantshafsbandalagsins er ekki lengur ein- vörðungu sá að verja aðildarríkin vopnaðri árás, heldur að tryggja öryggi í Evrópu með margvíslegum hætti. Öryggis- hugtak NATO hefur breytzt og borgaralegir þættir vega nú ekki síður þungt en hinir hernaðarlegu. Þetta felur í sér ný tækifæri fyrir ísland, sem ekki hefur yfir her að ráða, að auka hlut sinn í starfi Atlantshafsbandalagsins og stuðla þannig að friði og öryggi í Evrópu. Á þetta ber að leggja áherzlu við stefnumótun í varnar- og öryggismálum, ekki hvernig ísland geti staðið utan þessa mikilvæga öryggis- bandalags. Þótt vægi hins borgaralega þáttar í öryggismál- um hafi aukizt er barnaskapur að halda að hægt sé að tryggja öryggi í Evrópu, sem eingöngu verður gert með al- þjóðlegu samstarfi, án þess að hernaðarþátturinn komi þar inn í myndina. Það ber síðan ekki vott um mikla þekkingu á íslenzkum utanríkismálum þegar vinstrimenn segja í málefnaskrá sinni: „Teknar verði upp viðræður við Bandaríkjastjórn um varnarsamninginn. Uppsagnarákvæði hans taka gildi árið 2000 og varnarsamningurinn er úti árið 2001.“ Varnarsamningurinn frá 1951 er grundvallarskjalið í varnarsamstarfi Islands og Bandaríkjanna. Hann kveður á um þá skuldbindingu Bandaríkjanna að verja Island og þá skyldu íslands að leggja hér til aðstöðu fyrir varnarlið, til að verja landið sjálft og samningssvæði NATO. Varnarsamn- ingurinn er uppsegjanlegur með ákveðnum fyrirvara, en í honum eru engin ákvæði um að hann renni út árið 2001. Það ár rennur hins vegar út gildistími samkomulags íslands og Bandaríkjanna um það með hvaða hætti ríkin framkvæma skyldur sínar samkvæmt varnarsamningnum. Það sam- komulag breytir engu um varnarsamninginn og þær skuld- bindingar, sem í honum felast. Það breytir litlu þótt for- svarsmenn samfylkingarinnar reyni nú að leiðrétta þennan reginmisskilning sinn, eftir að hafa verið bent á hann. Tvisvar á undanförnum árum hefur verið samið við Bandaríkin um framkvæmd varnarsamningsins. I bæði skiptin hefur verið tekið mið af aðstæðum í alþjóðamálum og varnarviðbúnaður hér á landi hefur heldur verið dreginn saman eftir að kalda stríðinu lauk. í þeim viðræðum, sem munu hefjast árið 2000 um endurskoðun þessa samkomulags - burtséð frá því hvaða ríkisstjórn verður við völd á Islandi - verður einnig tekið mið af aðstæðum í alþjóðamálum. Þótt aldrei hafi verið gert ráð fyrir að varnarliðið yrði hér á landi um aldur og ævi, er ótímabært að gera ráð fyrir verulegum samdrætti í starfsemi þess frá því, sem nú er. Því veldur ekki sízt hið ótrygga efnahags- og stjórnmálaástand í Rúss- landi, sem orðið hefur til þess að vestræn ríki eru fremur á varðbergi í varnar- og öryggismálum en verið hefur undan- farin misseri. Og svo mikið er víst að viðræðurnar, sem munu hefjast árið 2000, hafa aldrei átt að snúast um það hvort varnarsamstarfinu verði haldið áfram, heldur hvernig. Málefnaskrá samfylkingar vinstrimanna kallar fram hörð viðbrögð stjórnarflokkanna en forystumenn vinstriflokkanna verjast Davíð Oddsson forsætisráðherra Stefnan illa grunduð og dtrúverðug „ÞAÐ kemur manni á óvart hvað þetta er illa unnið og illa undirbúið," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra um málefnaskrá sameiginlegs framboðs félagshyggjuflokk- anna. Hann segir að utanríkismálastefnan byggist á misskilningi á varnarsamningnum og loforð um ný útgjöld stefni efnahagsleg- um stöðugleika í voða. „Það er nánast sama hvar maður ber nið- ur. Það vekur furðu hvað þetta er lítið grundað og ótrúverðugt. Ég get nefnt að þeir byggja stefnu sína í varnarmálum á því að varnarsamningurinn við Bandaríkin renni út árið 2001. Það er ekki fótur fyrir þessu. Annar formanna flokkanna situr í ut- anríkismálanefnd og það er hreinlega dap- urlegt að upplifa að hann virðist ekki vita þetta. Þeir vh'ðast rugla varnarsamningnum saman við að það voru gerðar nótur um fyr- irkomulag vamanna árið 1996 og þar segir að aðilar geti ef þeir vilja tekið upp viðræður um þetta efni síðar. Það er athyglisvert að Margrét Frímannsdóttir segir í gær að það sé sameiginlegt langtímamarkmið þessara flokka að ganga úr NATÓ þótt það verði ekki gert á kjörtímabilinu. Það er líklega það eina sem er sögulegt í þessu, að Alþýðu- flokkurinn hefur samþykkt að ganga úr NATÓ. Þetta vekur töluverða athygli, ekki síst í ljósi þess að flestar þjóðir í Evrópu, að Svíþjóð og Finnlandi kannski undaskildum, vilja ganga í NATÓ,“ sagði Davíð. Stefnt að því að afnema staðgreiðslukerfí skatta „Það er talað um að það eigi að afnema kvótakei'fið, en engin svör gefín við því hvað eigi að taka við. Eiga menn þá bara að veiða eins og þeir hafa getu og vilja til? Það virðist nú ekki vera því jafnframt er talað um að taka eigi upp veiðileyfagjald, en ekkert er sagt hvers konar veiðileyfagjald þeir vilja. Jafnframt vilja þeir auka nýliðun í greininni, en allh- viðurkenna að ef veiðileyfagjald er lagt á verður enn erfíðara fyrir nýja aðila að komast inn í greinina. Síðan er talað um að taka eigi upp fjöl- þrepaskattkerfí. Hvað þýðir það? Það þýðir að teknir verða upp eftir á greiddir skattar. Það er ekki hægt að vera með margþrepa- skattkerfí nema að greiða skattana eftir á. Við erum með hátekjuskatt núna og hann er greiddur eftir á og það er nokkuð flókið og erfitt í raun. Loforð sem stefna stöðugleika í hættu Þeir taka eina setningu úr minni stefnu- ræðu um að halda stöðugleika, fóstu gengi og lágum vöxtum. Síðan boða þeir efnahags- stefnu sem gengur þvert á þetta. Þarna eru endalausir óskalistar um aukin útgjöld, sem slá má á að kosti 40-60 milljarða á ári. Það þýðir að í staðinn fyrir að vera að borga nið- ur skuldir ríkissjóðs um 20 milljarða á tveimur árum á að stórauka útgjöldin sem myndi stefna efnahagslífinu í öngþveiti. Þetta stefnuplagg boðar því öngþveiti í efna- hagsmálum, eftir á greidda skatta, uppnám í varnarmálum og úrsögn úr NATÓ. Ég vona að forystumenn flokkanna kynni þetta plagg vel því þá er ég sannfærður um að fylgi við þessa flokka minnkar mikið. Ég hef ekki trú á að það vilji margir greiða þessu plaggi atkvæði. Það eina sem Kvennalistinn fær út úr þessu er að stofnað verði jafnréttisráðu- neyti. Það er reyndar ekkert sagt hvað það eigi að gera. Þetta gerist á sama tíma og fram kemur í fréttum að Island sé í fjórða sæti í heiminum hvað varðar jafnrétti kynj- anna. Þá á að stofna jafnréttisráðuneyti. Það er talað um að það eigi að fara fram jafnrétt- ismat á öllum lagafrumvörpum. Ef tillaga kemur fram um að við hefjum hvalveiðar þá á að fara fram jafnréttismat á því, væntan- lega til að athuga hvað marga hvali af hvoru kyni á að veiða. Þegar menn fara að sjóða svona saman og reyna að fela það fyrir sjálf- um sér og öðrum að þeir eru ósammála þá kemur svona vitleysa út,“ sagði Davíð. Talsmenn Framsóknarflokks 09 þingflokks óháðra Stefnan kostar tugi milljarða PÁLL Pétursson, félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, segir að kostnaður við málefnaskrá sameiginlegs framboðs félagshyggjuflokkanna hlaupi á tugum milljarða. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður óháðra, segir að í málefna- skránni sé reynt að breiða yfir ágreining sem sé til staðar milli flokkanna. „Þetta plagg er það sem í pólitík er stund- um kallað gluggaskreyting. Það versta við hana er að hún er ansi dýr. Ég sé ekki hvar á að taka peninga í þetta. Það kann að vera að það eigi að gera það með auðlindagjaldi, en það verður þá að vera afar hátt og ég sé ekki að landsbyggðin beri það með nokkru móti. Ég hef ekki reynt að taka saman hvað þarna er um mikla fjárhæðir að ræða, en maður sér strax að þetta kallar á margra tuga milljarða útgjöld,“ sagði Páll. Páll sagðist telja að stefna framboðsins í utanríkismálum væri illa grunduð og fóta- laus. Bersýnilegt væri að utanríkisstefnan hefði verið sett fram með það að markmiði að allir fengju eitthvað sem þeir vildu heyra. Þetta endurspeglaðist svo í yfirlýsingum forystumanna flokkanna. Sighvatur Björg- vinsson segði að herinn væri ekki að fara að pakka saman, en Svavar Gestsson segði að hann væri að fara. Páll sagðist hafa efasemdir um að þetta samstarf yrði varanlegt vegna þess að innan þessara flokka væri fólk með ólík lífsviðhorf. Markmið þeirra virtist fyrst og fremst vera að styrkja stöðu sína í þinginu, ekki vegna þess að það væri sammála um hvert bæri að stefna heldur til þess að reyna að tiyggja sem flest þingsæti. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður óháðra, sagði að í málefnaskránni væri ým- islegt jákvætt eins og áherslur í félags- og velferðarmálum. Það kæmi að sjálfsögðu ekkert á óvart enda hefði það legið fyrh' frá byrjun að á því sviði ættu allir flokkarnir auðveldast með að mætast. „Það vekur athygli að þetta er sett fram sem tiltölulega einfaldur jákvæðui' listi yfír allt það góða sem menn ætli að gera. Það þarf ekki glöggskyggna menn til að sjá að það mun kosta mikið fé að uppfylla allar þessar óskir. Maður leitar því að svörum við því hvernig eigi að fjármagna þetta. Það er hvergi minnst á tekjuöflun í plagginu, en menn nefna að það þurfi að stokka upp í rík- isrekstrinum og forgangsraða verkefnum. Á þá að skera eitthvað niður á móti og þá hvað?“ Reynt að breiða yfir ágreining Steingrímur sagði athyglisvert að utan- ríkismálin fengju ekki mikinn sess í plagg- inu. Hann kvaðst vera ósammála þeirri stefnu sem væri mörkuð í Evrópumálum og afstöðu til hersins og veru Islands í hernað- arbandalögum. Stefnan væri óljós og óskýr enda hefðu talsmenn flokkanna strax lent í erfiðleikum við að túlka orðalag utanríkis- málakaflans. „Við þessu mátti búast, enda er þarna reynt að fela í óljósu orðalagi mjög djúp- stæðan ágreining. Það_ liggur t.d. fyrh' að hluti hópsins telur að ísland eigi að gerast aðili að ESB, en þarna eru væntanlega ein- hverjir efth' sem era því andvígir. Þennan ágreining er ekki svo auðvelt að fela þó menn reyni að pakka honum niðm- í frystikistu í fjögur ár.“ Málefnaskráin leiðrétt Varnarsamn- ingurinn renn- ur ekki út 2001 í MÁLEFNASKRÁ samfylkingar Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista, sem kynnt var í fyn-adag, segh' að varnar- samningur Islands og Bandaríkjanna renni út árið 2001. Engin ákvæði um slíkt eru í vamarsamningnum frá 1951, sem kveður á um skyldu Bandaríkjanna til að verja Island og skyldu íslands til að leggja til aðstöðu fyrir varnarlið. Hins vegar hefur tvisvar á undanfórnum árum verið gert sérstakt sam- komulag íslands og Bandan'kjanna um framkvæmd varnarsamstarfsins. Samkomu- lagið er gert á grundvelli varnarsamningsins og kveður eingöngu á um það með hvaða hætti ríkin uppfylli þær skyldur, sem hann fjallar um. Núverandi samkomulag gildir til ársins 2001. í málefnaskrá samfylkingarinnar segir m.a.: „Teknar verði upp viðræður við Bandaríkjastjórn um varnarsamninginn. Uppsagnarákvæði hans taka gildi árið 2000 og varnarsamningurinn er úti árið 2001.“ Engin ákvæði um gildistíma varnarsamningnum Þetta kemur ekki heim og saman við það, sem segir í vamarsamningnum sjálfum. Þar eru engin ákvæði um gildistíma samnings- ins, heldur er hann í gildi þar til annað hvort ríkið segir honum upp. Uppsagnarákvæðin eru í 7. grein samningsins og segh- þar: „Hvor ríkisstjórnin getur, hvenær sem er, að undanfarinni thkynningu til hinnar ríkis- stjórnarinnar, farið þess á leit við ráð Norð- ur-Atlantshafsbandalagsins, að það endur- skoði, hvort lengur þurfi á að halda framan- greindri aðstöðu, og geri tillögur til beggja ríkisstjórnanna um það, hvort samningur þessi skuli gilda áfram. Ef slík málaleitan um endurskoðun leiðir ekki til þess, að ríkis- stjórnirnar verði ásáttar innan sex mánaða, frá því að málaleitanin var borin fram, getur hvor ríkisstjórnin, hvenær sem er eftir það, sagt samningnum upp, og skal hann þá falla úr gildi tólf mánuðum síðar.“ Samkomulag um framkvæmd á skyld- um samkvæmt varnarsamningnum ísland og Bandaríkin gerðu árið 1994 samkomulag um varnarviðbúnað í Keflavík- urstöðinni og framkvæmd varnarsamnings- ins. Þetta samkomulag var endurskoðað árið 1996. Samkomulagið byggist á varnarsamn- ingnum frá 1951 en breytir honum ekki á neinn hátt. Þótt það renni út eru grundvall- arskyldur ríkjanna samkvæmt varnarsamn- ingnum óbreyttar. Gildistími samkomulagsins, sem gert var 1996, er til fimm ára, þ.e. þar til snemma árs 2001, og er gert ráð fyrir að samningar um endurskoðun þess hefjist á fimmta ári gildis- tímans, þ.e. árið 2000. Þótt samkomulagið renni út breytir það hins vegar engu um varnarsamninginn; hann verður áfram í gildi nema annaðhvort ísland eða Bandaríkin ákveði að segja honum upp. „Ónákvæmt orðalag" Heimir Már Pétursson, ritari nefndarinn- ar, sem vann málefnaskrá flokkanna þriggja, sendi í gær frá sér fréttatilkynn- ingu, þar sem segir um áðurnefndan kafla í málefnaskránni: „Hér er um ónákvæmt orðalag að ræða þar sem vísa átti til sam- komulags sem gert var árið 1996 í samræmi við varnarsamninginn frá 1951. Nefndin sem vann málefnaskrána gerir því þá breytingu að á bls. 12 komi í stað áður tilgreindra tveggja málsliða tveir nýir málsliðir sem orðist svo: „Teknar verði upp viðræður við Bandaríkjastjórn um varnarsamninginn og samkomulag honum tengt sem gert var árið 1994 og endurskoðað árið 1996. Ráðgei'ður gildistími samkomulagsins er til ársins 2001 og endurskoðunarákvæði þess taka gildi ár- ið 2000.“ Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokksins Stefna Alþýðu- flokksins í varnarmálum óbreytt SIGHVATUR Björgvinsson, formaður Al- þýðuflokksins, segir að hvorki flokkur hans né Alþýðubandalagið hafi breytt um stefnu varðandi aðild Islands að Atlantshafsbanda- laginu og veru bandarísks varnarliðs hér á landi. Alþýðuflokkurinn styðji áfram NATO- aðild og veru varnarliðsins, þótt í málefna- ski'á vinstri flokkanna segi að framtíðar- markmiðið sé að ísland geti staðið utan hernaðarbandalaga. „Alþýðuflokkurinn hefur ekki breytt sinni stefnu að neinu leyti. Þetta er stefna sam- eiginlegs framboðs og ég held að það sé ekk- ert athugavert við að það sé framtíðarmark- mið að land geti staðið utan hernaðarbanda- laga. Það hlýtur að vera markmið okkar allra, sama í hvaða landi við búum eða í hvaða flokki við stöndum, að áframhaldandi þróun til friðar geti orðið í þá átt að við þurf- um ekki lengur á hernaðarbandalögum að halda til að gæta öryggis landanna,“ segir Sighvatur. Engin breyting á skuldbindinguin gagnvart NATO „Þarna er verkefnaskrá til næstu fjög- urra ára og þar er sagt skýrt að það standi ekki til að gera neinar breytingar á aðild ís- lands að Atlantshafsbandalaginu á þeim tima.“ Aðspurður hvað höfundar málefnaskrár- innar hafi fyrh' sér, þegar þeir tala um að Bandaríkin vilji draga úr herstyrk sínum á íslandi, segh' Sighvatur: „Það hafa til dæmis komið fram yfh'lýsingar frá Bandaríkja- stjórn og bandaríska þinginu um að þessir aðilar telji ástæðu til að draga saman her- afla Bandaríkjanna í Evi-ópu vegna friðvæn- legra ástands í þeim heimshluta. Það hefur komið fram í viðræðum við Bandaríkin, nú síðast við umræður um hvernig staðið skuli að varnarmálum á Islandi, að þau ræða um samdrátt hér á Islandi með sama hætti og í Evrópu og þegai' hafa verið stigin ski'ef í þá átt. Við erum að tala um hvernig við eigum að bregðast við þeim viðfangsefnum, sem munu koma upp á kjörtímabilinu. Það er al- veg sama hverjir sitja í ríkisstjórn á Islandi, við verðum að taka upp viðræður við Banda- ríkin um varnarmál, því að samkomulagið um framkvæmd varnarsamningsins fellur úr gildi. Við ætlum að ræða við Bandaríkja- menn um framhaldið, þai' á meðal hvernig á að bregðast við ef samdráttur í rekstri varn- arliðsins verður meiri en þegar er orðið, eða ef herinn skyldi vera á föram. Við verðum þá að taka upp atriði eins og til dæmis það að við ætlum ekki á þessu tímabili að gera neinar breytingar á skuldbindingum okkar gagnvart NATO.“ Ummæli Klaibers íhlutun í innanríkismál Sighvatur segist telja ummæli dr. Klaus- Peter Klaiber, yfirmanns stjórnmáladeildar Atlantshafsbandalagsins, í Morgunblaðinu í gær afar óviðurkvæmileg og raunar íhlutun í innanríkismál íslands. Klaiber sagðist undrandi á stefnu vinstri samfylkingarinnar í öryggismálum. „Þetta er starfsmaður NATO, sem er að tjá sig um mál, sem hann hefur ekki haft mikinn tíma til að skoða eða kynna sér,“ segir Sighvatur. „Það er ekkert í málefnaski'ánni, sem gefur tilefni til að embættismaður Atlantshafsbandalagsins sé að háfa afskipti af innanríkismálum á Is- landi. Ég tel þetta óviðurkvæmilegt, að þetta eigi ekki við rök að styðjast. Þetta er fráleitt, út í hött og órökstutt. Sem gamall meðlimur í þingmannanefnd NATO og stuðningsmaður NATO í áranna rás, finnst mér þetta svo forkastanlegt að ég á ekki orð yfir það.“ Sighvatur segir að hann hafi verið búinn að þiggja boð um að hitta dr. Klaiber í kvöldverðarboði á vegum þýzka sendiráðs- ins. „Ég hef ekkert við þennan mann að tala,“ segir hann nú. Málefnaskrá sameiginlegs framboðs verður áfram til skoðunar í flokkunum Mismunandi áherslur á breytingar á stefnuskránni FORYSTUMENN stjómarandstöðuflokk- anna hafa ekki alveg sömu afstöðu til þess hvað vænta megi mikilla breytinga á þeirri málefnaskrá, sem flokkai'nh' lögðu fram í fyrradag. Þeir eru þó sammála um að mál- efnaskráin sé tillaga sem fari nú til nánari umfjöllunar innan flokkanna. Á upphaflegu titilblaði framan við mál- efnaskrá flokkanna segir að um sé að ræða málefnaskrá sameiginlegs framboðs, sem sé undiri'itað með fyrirvara um samþykki við- komandi flokka. Á síðustu stundu var hætt við að dreifa þessu blaði til fjölmiðla, en þeim sent í fyrrakvöld blað þar sem segir að málefnaskráin sé „tillaga um grunn að kosn- ingastefnuskrá væntanlegs framboðs". Svavar segir að breytinga sé að vænta „Það kemur fram á titilblaði að þetta eru tillögur, en ekki endanlega frágengið plagg. Það er ýmislegt í þessu sem eftir er að ljúka. Frá þessu var gengið í gær [í fyrradagþ Það þýðir að þessu máli er vísað til stýrihópsins til meðferðar. Það eru nokkur pólitísk verk- efni sem eftir er að vinna og fara í hendurn- ar á þessum stýrihópi. Margrét Frímanns- dóttir hefur nefnt fjármögnun á þessu. Það er einnig að ljóst að það þarf að ræða betur um veiðileyfagjald og sama á við um nokkur atriði í utanríkismálum," sagði Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins. Stefnu í utanríkis- og sjávarútvegsmálum ekki breytt Sighvatur Björgvinsson, formaðm’ Al- þýðuflokksins, sagði að málefnaskráin færi til flokkanna og á granni hennar yrði samin kosningastefnuskrá sem yrði styttri og af- markaðri. Stýrihópurinn, sem í sitja fulltrú- ar frá flokkunum, fengi hana til umfjöllunar, en verkefni hópsins væri einnig að hafa sam- ráð um framboðsmál og ná samkomulagi um fjármál. Sighvatur tók hins vegar fram að stefnu í stórum pólitískum málum yrði ekki breytt, eins og sjávarútvegsmálum og utan- ríkismálum. „í þessari málefnaskrá er sambland af stefnumálum og viðfangsefnum. Auðlinda- mál og aðild að Evrópusambandinu eru þama ákveðin og það sem við þurfum að gera er að svara kjósendum um hvernig við ætlum nánar að leggja á auðlindagjald, þ.e. framkvæmdina. Við þurfum einnig að taka út þau verkefni sem við ætlum að vinna á næstu fjórum árum. Þeim stefnumálum sem þarna er að finna verður ekki breytt. Þetta er samkomulag á milli flokkanna,“ sagði Sig- hvatur. Margrét sagði að málefnaskráin færi nú til umfjöllunar í svokölluðum stýrihóp. Hún yrði send út til félaga í einstökum kjördæm- um og ennfremur hefði verið ákveðið að óska eftir fundi með samtökum launafólks til að fá ábendingar um markmið og leiðir. Eftir að útfæra stefnuna Guðný Guðbjörnsdóttir, formaðui' þing- flokks Kvennalista, sagðist ekki eiga von á að málefnaskránni yrði breytt mikið. Flokk- arnir ættu efth' að koma sér saman um kosningastefnuskrá þai- sem verkefnum yrði forgangsraðað. Hún sagðist ekki eiga von á að breytingar yrðu gerðar á stefnunni í sjáv- arútvegs- og utanríkismálum. Hins vegar þyrfti að útfæra stefnuna í sjávarútvegsmál- um betur, ekki síst framkvæmd auðlinda- gjalds. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður óháðra, sagði að það væri nánast broslegt að í hvert sinn sem flokkarnir legðu fram sam- eiginlegar stefnuyfirlýsingar gripu menn til þess ráðs að segja að þetta væru drög og það ætti eftir að vinna betur í einhverjum stýrihóp. Þetta væri aðferð til að slá á inn- byrðiságreining og koma sér hjá því að svara erfiðum spurningum um kostnað við stefnuna. Breytt forgangsröðun í ríkisrekstri Kjósendum síðar gerð grein fyrir fjármögnun MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Al- þýðubandalagsins, segir að sameiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna muni gera kjósendum grein fyrír því hvernig flokkarn- ir hugsa sér að fjármagna útgjöld vegna stefnumála í velferðarmálum og fleiri mál- um. Guðný Guðbjörnsdóttir, formaður þing- flokks Kvennalista, segh' að auðlindagjaldi sé ætlað að skila auknum tekjum, en tekur jafnframt fram að flokkarnir fylgi ekki skattpíningarstefnu. „Það er ljóst að þetta kostar veralegar fjái’hæðh', en þá er verið að tala um mjög breytt kerfi innan ríkisrekstrarins," sagði Margrét. „Ég á von á að andstæðingar okk- ar í pólitík tali um þetta sem hrein viðbótar- útgjöld við það sem fyrir er. Það má hins vegai’ færa mörg verkefni, sem ríkið sinnh' í dag, yfir til sveitarfélaga, félagasamtaka eða einstaklinga. Til greina kemur einnig að starfsmenn ríkisins geti yfirtekið ákveðinn rekstur. Það verður því að skoða heildar- dæmið. Það er auðvelt að segja að þetta sé of dýrt, því allt er þetta spurning um for- gangsröðun og við erum að tala um alveg nýja forgangsröðun og breytta mynd ríkis- rekstrar." Margrét sagði að ennfremur væri gert ráð fyrh' að gera breytingar á skattakerfinu sem gætu lokað því sem út af stæði. Hún vísaði þar til breytinga á tekjuskattinum. Auðlindagjaldi væri fyrst og fremst ætlað að mæta þeim kostnaði sem samfélagið bæri af nýtingu auðlinda sem væru í þjóðareign. Ríkisstjórninni ferst ekki að gagnrýna aðra „Ef stuðningsmenn ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar eru að bera fyrir sig að þetta kosti mikið þá ættu menn að vara sig á að kasta steinum úr glerhúsi. Það stendur þannig á hjá þeim, að þrátt fyrir uppsveiflu og stór- auknar tekjm' ríkissjóðs þarf, samkvæmt yf- irlýsingum utanríkisráðherra og fjáimálai’áð- herra, að selja ríkiseignh' á næsta ári fyrir 11 milljai’ða ki’óna til að tryggja jöfnuð í rekstri ríkisins. Menn sem standa þannig að málum eiga ekki að fara fram með miklum bumbu- slætti,“ sagði Sighvatm- Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokks. „f málefnaskránni eru bæði atriði sem horfa til kostnaðarauka og samdráttar i út- gjöldum. Það er gert ráð fyrir því að skoða þurfi verkefni ríkissjóðs frá grunni. Það þarf að raða viðfangsefnum í forgangsröð og færa þau viðfangsefni frá ríkinu sem eru betur komin í höndum annaiTa. Ég veit ekki betur en að þetta sé stefna sem núverandi ríkisstjórn þykist vera að framkvæma, en er ekki að framkvæma. Okkar næsta viðfangsefni er að útfæra verkefnaskrá og þar munum við að sjálf- sögðu raða í forgang þeim málum sem við viljum ná fram. Það er ljóst að sumt að því sem þarna er sett fram er frekar lýsing á grundvallarviðhorfum heldur en því að þetta verði allt framkvæmt á fyrsta eða öðru ári nýrrar ríkisstjórnar. Þarna era atriði sem ekki verður lokið við á fjórum árum.“ Aðspurður hvaða atriði í málefnaskránni fjölluðu um samdrátt í ríkisrekstri sagði Sighvatur að atvinnurekstur sem ríkið hefði staðið að væri betur kominn í höndum ein- staklinga og félaga. Jafnframt væra ýmis viðfangsefni ríkisins betur komin í höndum sveitai-félaga. Aðspurður hvort þetta þýddi að flokkarnir vildu selja ríkisviðskiptabank- ana sagði Sighvatur að flokkarnir vildu að þeirri stefnu yrði fylgt sem Alþingi hefði mótað, að gefa bönkunum færi á að starfa sem hlutafélög í eigu ríkisins í fjögur ár. Auðlindagjald skili viðbótartekjum „Við gerum ráð fyrir að það komi tekju- stofnar á móti, jafnframt því sem við gerum ráð fyrir að ná fram hagræðingu og öflugra skattaeftirliti. Við höfum hins vegar ekki reiknað út kostnað við þetta í einstökum at- riðum en höfum verið að skoða kostnaðar- hliðina. Ætlunin er að gera betur grein fyrir henni í kosningastefnuskrá. Þetta verður hins vegar ekki skattpíningarstefna," sagði Guðný Guðbjörnsdóttir, formaður þing- flokks Kvennalistans. Aðspurð um nýja tekjustofna nefndi Guð- ný auðlindagjald sem væri ætlað að skila viðbótartekjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.