Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 38
' 38 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Pólitískar lygar II „Þess vegna leggst sá hinn sami í vörn fyrir forsendur eigin uppkafningar; óbreytta stöðu, hagsmunina og„flokkinn.“ EITT er næstura því ábyggilega rétt: gerist ekki allir sekir um lygi ein- hvem tíma á æv- inni, gera fast að því allir það. Vissulega er lygin til í ýmsum litabrigðum en sá mælikvarði sem á hana er lagður virðist jafnan taka mið af umfangi hennar. Þótt lygin sé í eðh sínu ávallt ein og hin sama verður það að segja heilli þjóð ósatt tæpast lagt að jöfnu við að ljúga því að illa sárfættum kunningja sínum að hér sé ekk- ert brennivín að fá. Umfangið sýnist því ráða mestu ásamt þeim skuldbindingum sem lyg- arinn hafði á sig tekið áður en hann kaus að VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson skrökva. Pólitískar lygar em að þvi leytinu al- varlegri en margar aðrar að þar fara stjórnmálamenn, sem boðið hafa sig fram sem fulltrúa ákveðins hóps manna og hlotið hafa umboð og þar með traust kjósenda til að starfa í þágu þeima. Stjórnmálamenn era þvi í mun meiri hættu en flestir aðrir þjóðfélagshópar þar eð lygar þeirra snerta oftar en ekki stóran hóp manna og jafn- vel heila þjóð. I Ijósi þessarar miklu ábyrgðar sem stjórnmálamað- urinn hefur tekið á sig og þeirra víðtæku siðferðislegu skuldbindinga sem hann hefur undirgengist vaknar spurning- inrhvers vegna ljúga stjórn- málamenn? Þar eð stjórnmála- menn eru, flestir hverjir að minnsta kosti, einna helst líkir venjulegu fólki virðist freist- andi að álykta að breyskleiki, sjálfselska og hagsmunavarsla fái þá eins og aðra til að hnika til sannleikanum. Munurinn er hins vegar sá að sökum stöðu stjómmálamanna og skuldbindinga snerta lygar þeirra oftar en ekki fleiri en þá sjálfa og þeirra nánustu. Hefði Bill Clinton einungis logið því að eiginkonu sinni að hann og Monica Lewinsky hefðu verið að skoða saman vindlamerkja- safnið í bakherbergi forseta- skrifstofunnar hefði lygin sú verið einkamál þessa gæfufólks. Eðli málsins breyttist þegar forsetinn laug að bandarísku þjóðinni og framdi meinsæri. A Islandi eru lygar í pólitík almennt fundnar heldur létt- vægar. Hér á landi er algeng- ast að blekkingar stjórnmála- manna tengist með einum eða öðrum hætti „flokknum" enda ' er það fyrirbrigði upphaf allr- ar réttlætingar og forsenda allrar upphafningar í stjórn- málalífínu og raunar víðar. Til „flokksins" má jafnan vísa þegar sjálfsréttlætingar er þörf og eins þegar heppilegt er að ráðagerðir og hagsmuna- varsla fari hljótt. Af því leiðir að verja ber hagsmuni „flokks- ins“ og fulltrúa hans þótt slíkt kunni að kosta blekkingar og ganga gegn hugmyndum um nútímalega stjórnsýslu. Á móti veitir „flokkurinn" kærkomið skjól. Metnaðarfull íslensk stjórn- menni hafa gjarnan á orði að þau verði „tilbúin til að taka að sér þau störf sem flokkurinn kunni að fela þeim“ þegar þau eru spurð hvort þau hyggist sækjast eftir frekari vegtyllum á vettvangi slíkra fyrirtækja. Á bakvið tjöldin fara síðan fram harðvítug átök, stundum með ágætlega þjóðlegum mannorðs- moj-ðum. Ákvarðanir sem þegar liggja fyrir era oft sagðar óafgreiddar vegna þess að „flokkurinn" hafi ekki tekið endanlega afstöðu til þeirra. Alkunna er þó að leið- togar flokkanna taka jafnan slíkar ákvarðanir og fá þær nær undantekingarlaust sam- þykktar. Og almenningur virð- ist telja þetta fyrirkomulag öld- ungis til fyrirmyndar. Þeir leið- togar era alltjent jafnan taldir „sterkastir" og þar með hæfast- ir, sem minnst þurfa að ráðfæra sig við flokka sína svo ekki sé nú talað um fólkið í landinu. Þessi staðreynd er upplýsandi um skilning Islendinga, bæði almennings og ráðamanna, á lýðr æðishu gtakinu. Það er skilgreiningaratriði um stjórnmálamanninn að hann tel- ur sig hæfari en flesta aðra til að vera í forsvari fyrir meðbræður sína. Að öðram kosti færi við- komandi tæpast í framboð. Lítt hófstillt sjálfsálit er því forsenda háleitra þjónustustarfa. Sú var enda tíð er stjórn- málamaðurinn var í langflestum tilfellum hæfari og betur menntaður en almenningur sá sem stóð að kjöri hans. Þessir tímar eru nú augljóslega liðnir. Þetta er ein sterkasta röksemd- in fyrir því að efla beri beint lýðræði í formi þjóðaratkvæðis þegar taka þarf afstöðu til stærri mála í þjóðfélaginu. Sú staðreynd að stjórnmála- maðurinn hefur ekki lengur þá yfírburði sem menntun hans og reynsla kunna forðum að hafa tryggt honum felur í sér að enn betur er fylgst með framgöngu hans en áður og til hans era gerðar meiri kröfur. Hið sið- ferðislega inntak starfs hans verður enn mikilvægara en áð- ur þar eð traustið sem viðkom- andi hefur verið sýnt vegur enn þyngra en ella. Upphafning stjórnmála- mannsins er því tvíþætt; annars vegar er um að ræða sjálfsupp- hafningu, sem trúlega er mann- leg þótt tilefni hennar geti verið vandfundið og hins vegar er um að ræða hina ytri upphafningu, sem fylgir því að vera lyft til metorða í krafti trausts og flokksvalds. Hinn stjórnsami þráir þessa upphafningu og verður henni oft háður. Þess vegna leggst sá hinn sami í vörn fyrir forsendur eigin upphafningar; óbreytta stöðu, hagsmunina og „flokk- inn“. En á sama tíma krefst starfið þess að trúnaði sé haldið við umbjóðendurna og blekk- ingum ekki beitt. Þennan stíg er augljóslega erfitt að feta. MorgunblaðiðA7aldimar Kristinsson Yfirburðahestur ORRI frá Þúfu styrkir enn stöðu sína og stendur undir því að kallast fremstur stóðhesta fyrr og síðar. Mynd- in er tekin í Gunnarsholti 1991 þegar Orri var flmm vetra og gaf tóninn eftirminnilega að því er koma skyldi, knapi er Rúna Einarsdóttir. Nýtt kynbótamat Bændasamtakanna Enn styrkir Orri stöðu sína HESTAR Að Ioknuiii kynlióta- dóinum ársíns TOPP TÍU LISTI KYNBÓTAMATSINS I kynbótamati Bændasamtaka Islands er reiknað kynbótagildi íslenskra hrossa sem skráð eru og sýnd í kyn- bótadómum. Áður en hrossin eru tamin fá þau einkunn sem telst vera spá um kynbótagildi. Þegar hrossin hafa verið sýnd sem einstaklingar eykst öryggið og enn meir eftir því sem fleiri afkvæmi koma til dóms undan hrossinu. Hefur þessu verið Ifkt við veðurspár og veðurlýsingar. Byrjað er með spá sem líkja má við veðurspár en eftir þvi sem dæmd af- kvæmi verða fleiri er hægt að líkja einkunnum meir og meir við veður- lýsingu liðinna daga. NYJAR niðurstöður kynbótamats Bændasamtakanna liggja nú fyrir eftir dóma ái-sins og er ljóst að litlar breytingar hafa orðið á röð efstu hrossa. Það sem helst vekur athygli er að Orri frá Þúfu heldur áfram að styrkja stöðu sína og er nú kominn með 138 stig og 86 dæmd afkvæmi en alls hafa 309 afkvæmi undan honum verið skráð. Hæst hefur Orri náð 140 stigum en lækkaði eins og öll efstu hrossin við breytingar sem gerðar vora á matinu sl. haust en hann stefnir óðfluga í sömu tölu. Orri fremstur hesta Hvað sem hverjum kann að finnast er engum blöðum um það að fletta að Orri er orðinn yfirburða hestur í íslenskri hrossarækt. Þótt mikið vanti á að hann sé með sama fjölda dæmdra afkvæma og Hrafn 802 frá Holtsmúla, sem er með 425, þykir öruggt að hann nái þeim fjölda ef ekkert óvænt hendir hestinn. Töl- fræðin sýnir að hann nái þeim stigafjölda sem Hrafn náði hæst og gott betur en það. Hæst fær Orri 151 fyrir fegurð í reið, 148 fyrir stökk og 147 fyrir tölt þar sem hann er langhæstur allra hesta. Fyrir vilja fær hann 146 og 144 fyrir hófa. Allir eru þessir eigin- leikar nema stökkið mjög verð- mætir í ræktun og eykur það enn á gildi hestsins fyrir ræktunarstarf- ið. Lægst fær hann 101 fyrir rétt- leika og 107 fyrir skeið og höfuð 108. Það sem rýrir helst gildi hans er að hann fær aðeins 116 fyrir háls og herðar sem þykir mikil- vægur þáttur í ræktuninni en af- kvæmin þykja mörg hver með þykkan háls. Ekki er þó hægt að segja að þessi einkunn sé lág. Þá er Orri hæstur allra fyrir prúðleika er með 129 stig sem er meðaltal 64 af- kvæma. En næstur Orra er frændi hans Þokki frá Garði með 126 stig og 86 dæmd afkvæmi, Stígandi frá Sauðárkróki þriðji með 123 og 65 dæmd afkvæmi, Stígur frá Kjart- ansstöðum er fjórði með 122 stig og 98 dæmd afkvæmi. Næstir koma Hrafn frá Holtsmúla, 120/425, Kolfinnur frá Kjarnholt- um I, 120/78, Kjarval frá Sauðár- króki, 120 149, Angi frá Laugar- vatni, 120/80, Gassi frá Vorsabæ, 120/78 og ófeigur frá Flugumýri, 118/193. Þetta eru tíu efstu hest- arnir sem hafa 50 dæmd afkvæmi eða fleiri. Kraflar heldur forystunni Af stóðhestum með 15 til 49 dæmd afkvæmi stendur efstur Kraflar frá Miðsitju með 129/25 og er hann með hæst fyrir háls og herðar 135. Oddur frá Selfossi er næstur með 128/21 og næsti koma Svartur frá Unalæk 127/17, Safír frá Viðvík 126/21, Toppur frá Eyj- ólfsstöðum 125/26, Sólon frá Hóli 123/22, Þengill frá Hólum 123/15, Baldur frá Bakka 123/35, Hektor frá Akureyri 121/24 og Atli frá Syðra-Skörðugili 120/16. Af stóðhestum með færri en 15 afkvæmi era efstir og jafnir með 134 stig og ekkert dæmt afkvæmi Hamur frá Þóroddsstöðum og Ganti frá Hafnarfirði. Næstir koma jafnir með 132/0, Hljómur frá Brún, Skorri frá Blönduósi, Frami frá Svanavatni og Markús frá Langholtsparti. Þá kemur Trostan frá Kjartansstöðum með 131/14 og jafnir með 131/0, Hrókur frá Glúmsstöðum II og Númi frá Þóróddsstöðum og jafnir með 130/0 eru Straumur frá Vogum, Vængur frá Auðsholtshjáleigu og Þór frá Pretsbakka. Sjö af tíu undan Orra Athygli vekur að af tíu efstu hestum í síðasttalda flokknum era sjö hest- anna undan Orra frá Þúfu og þykir það styrkja stöðu hans enn frekar. Eins og áður sagði var ekki mikil breyting á röð allra efstu hestanna. En þó nokkrar breytingar á topp tíu listunum. Til að mynda fellm' Angi frá Laugarvatni úr 5. sæti í 8. sæti. Hrafn frá Holtsmúla fer úr 6. í 5. sæti, sonur hans Kolfinnur frá Kjarnholtum hækkar einnig um eitt sæti og Kjarval hækkar úr 9. í 7. sæti. Gassi frá Vorsabæ lækkar úr 8. í 9. sæti og Ófeigur frá Flugumýri kemur aftur inn á listann en Snældublesi frá Árgerði fellur út. Flest afkvæmi eða 24 komu fram undan Orra, undan Hrafni og Kjar- val 19, undan Kolfinni 17. I næsta flokki koma þrír nýir hestar inn á listann þeir Óddur frá Selfossi og Svartur frá Unalæk sem fara beint í 2. og 3. sæti en Toppur frá Eyjólfsstöðum fellur úr 2. í 5. sæti. Safír heldur sínu 4. sæti, Sólon fellur úr 5. í 6. sæti. Þengill frá Hólum kemur nýr inn í 7. sæti en Baldur frá Bakka fellur úr 3. í 8. sæti og Atli fellur úr 6. í 10. sæti. Ut af listanum falla Hjört- ur frá Tjörn, Piltur frá Sperðli sem er kominn með yfir 50 afkvæmi og Amor frá Keldudal. Hólahryssur á toppinn á ný Veldi Hólahryssanna var ógnað fyrh- ári þegar Rauðhetta frá Kh-kjubæ skaust í efsta sætið. Nú hefur Þrenna frá Hólum tekið for- ystuna er með 137 stig og 3 dæmd afkvæmi en Rauðhetta er önnur með 136/0. Þrá frá Hólum er þriðja með 134/5. Þóra dóttir Þráar og systir Þrennu er fjórða með 134/2 og næstar koma jafnar með 133/0, Orða frá Víðivöllum fremri, Þilja frá Hólum og Þoka frá Hólum. Gnótt frá Dallandi er með 132/0 ásamt Sp- urningu frá Kirkjubæ. Síðan koma jafnar með 131/0 Þíða frá Hólum, Þula frá Hólum og Birta frá Hvols- velli. Út af listanum falla Lokkadís frá Feti, Gylling Hafnaifii'ði, Þota frá Akurgerði, Þröm frá Hólum og Hrafndís frá Reykjavík. Valdimar Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.