Morgunblaðið - 18.09.1998, Page 1

Morgunblaðið - 18.09.1998, Page 1
STOFNAÐ 1913 211. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Berisha verði sviptur þinghelgi Tirana, Reuters. ALBÓNSK þingnefnd lagði í gær til að Sali Berisha, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og fyrr- verandi forseti landsins, yrði sviptur þinghelgi. Er það gert til að gera stjórnvöldum kleift að handtaka Berisha, sem er sakaður um að hafa staðið að baki uppþotum í Albaníu í vik- unni. Sameinað þing Albaníu mun taka lokaákvörðun um hvort Berisha verður sviptur þinghelgi. Þingnefndin féll frá kröfu um að svipta fímm bandamenn Berisha þinghelgi, taldi sann- anii- á hendur þeim ónógar. Ekki er ljóst hvenær albanska þingið tekur máiið fyrir. Fréttastofa AP hafði eftir ónafngreindum heimildamanni innan stjórnarinnar að Vestur- lönd þrýstu nú mjög á um að ákæran á hendur Berisha yrði milduð til að auka ekki á óstöð- ugleikann í landinu. Um 2.000 stuðningsmenn Berisha héldu uppi mótmælum á götum Tirana í gær en lög- reglu tókst að koma í veg fyrir að fjöldi fólks tæki þátt í mót- mælum með því að koma upp vegatálmum. Dómsmálanefnd Bandaríkjaþings fær upptökur úr máli Paulu Jones í hendur Akvörðun um birtingu myndbands dregst Washington. Reuters. DÓMSMALANEFND bandarísku fulltrúadeild- arinnar komst ekki að niðurstöðu um hvort leyfa ætti opinbera birtingu myndbands af yfirheyrslu Kenneths Starrs, sérskipaðs saksóknara, yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta um samband hans við Monicu Lewinsky. Var fundi nefndar- innar frestað þar til í dag en ekki er búist við því að myndbandið komi fyrir almenningssjónir í dag eins og áður hafði verið talið. Nýjar upplýs- ingar um framhjáhald formanns nefndarinnar, Henrys Hydes, ollu miklu ölduróti í gær og sök- uðu repúblikanar Hvíta húsið um að reyna að koma af stað nornaveiðum. Krafðist Tom DeLay, einn leiðtoga repúblikana á þinginu, þess að bandaríska alríkislögreglan yrði fengin til að rannsaka þær fjölmörgu ásakanir um framhjá- hald þingmanna sem komið hafa fram síðustu daga, þar sem greinilegt væri að menn forsetans hygðust „ógna“ þingmönnum með slíkum upp- ljóstrunum. Tillit tekið til fjölskyldu Lewinsky Fundur nefndarinnar stóð lengi og lýstu sumir fundannenn umræðunum sem „háleitum“ en aðr- ir sögðu þær dæmigerðar fyrir nefndina, þar sem kristallast ólík sjónarmið demókrata og repúblik- ana. Hyde, formaður nefndarinnar, fékk í gær af- henta myndbandsupptöku af vitnisburði Clintons frá því í janúar í máli Paulu Jones á hendur hon- um, en þar neitaði forsetinn því að standa í kyn- Reuters CLINTON var í gær viðstaddur fjáröflunar- samkomu í Ohio, þar sem hópur fólks með mótmælaspjöld tók á móti honum. ferðissambandi við Lewinsky. Ekki er ljóst hvort til stendur að birta þann vitnisburð. Nefndin þarf að ákveða hvort birta eigi yfir 2.600 blaðsíður í tengslum við rannsókn Starrs, auk myndbandsins. Akveðið var í gær að taka tillit til óska fjölskyldu Lewinsky um að birta ekki allt sem fram kemur í skjölunum, þar sem um of viðkvæmar upplýsingar væri að ræða. David Kendall, einkalögmaður Clintons, tók í gær undir með bandamönnum forsetans er hann lýsti því yfir að Starr hefði neitað að eyða mynd- bandsupptöku af vitnisburði Clintons vegna þess að hann hefði viljað auðmýkja hann. Bandarískar sjónvarpsstöðvar hafa gert ráð- stafanir vegna birtingar myndbandsins, sem er um fjórir tímar að lengd. Hyggst CBS-stöðin sýna það í heild, með viðvörunum um dónalegt orð- bragð, en AlBC ætlar að sýna valda kafla úr því. Þingið snuprar Clinton Þingmenn fulltrúadeildarinnar felldu í gær- kvöldi tillögu Clintons um 18 milljarða dala framlag til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, um 1.200 milljarða ísl. ki-. Hafði forsetinn óskað þessa framlags svo að koma mætti illa stöddum ríkjum í Mið- og Suður-Ameríku til aðstoðar og er neitunin enn eitt áfallið fyrir hann í þinginu. ■ Henry Hyde/22 ■ StjórnmáIamenn/22 Seðla- Jeltsfn segir rfkisstjórn fullskipaða innan viku nrentun Reuters RUSSNESKIR hermenn tína gulrætur skammt frá Moskvu. Mikill skortur er á hergögnum og mat fyrir hermenn og í gær krafðist Jeltsín Rússlandsforseti þess að hermönnum yrði fækkað um fimmt- ung. Það þýðir að í öryggissveitunum fækkar um 54.000 menn og um 250.000 í rússneska hernum. Sænsku kosningarnar Stefnir í veikan vinstrimeirihluta boðuð Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kveður nýja ríkisstjórn landsins verða fullskipaða innan viku. Hann hefur enn ekki tilnefnt mann í embætti fjármálaráðherra. Þrír fulltrúar Evrópusambandsins (ESB) komu til fundar við Jevgení Prímakov forsætisráðherra í gær til þess að grafast fyrir um fyrir- hugaðar efnahagsaðgerðir hins nýja forsætisráðherra. I gær til- kynnti svo seðlabanki landsins að hafin yrði prentun peningaseðla til að greiða niður ríkisskuldir og koma illa stöddum bönkum til hjálpar. Staðfestir þetta ótta lánar- drottna og rússneskra sparifjáreig- enda en stjórnvöld á Vesturlönd- um, svo og ýmsir rússneskir stjórnmálamenn hafa varað mjög við seðlaprentun. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, er í sendinefnd ESB ásamt Joyce Quin, innanríkisráð- herra Bretlands, og Wolfgang Schuessel, utanríkisráðherra Aust- urríkis. Hann sagði ESB bera fullt traust til Prímakovs og getu hans til að leysa hinn gífurlega efnahags- vanda í Rússlandi. Erlendir fjárfestar þar í landi eru hins vegar ekki jafn vissir um að forsætisráðherrann sé traustsins verður. Samkvæmt upplýsingum Verslunarráðs Bandaríkjanna í Moskvu hafa 50 bandarísk stórfyr- irtæki tapað 500 milljónum dollara, eða um 35 milljörðum íslenskra króna, vegna efnahagskreppunnar og neyðst til þess að draga saman seglin. „Við höfðum trú á umbóta- ferlinu," sagði Scott Blacklin hjá verslunarráðinu, „en nú kemur í ljós að við höfðum á röngu að standa." Borís Nemtsov, fyi-rverandi að- stoðarforsætisráðherra, telur Prímakov ekki munu takast að halda verðbólgunni í skefjum. „Stefna Prímakovs er í þremur að- alatriðum: seðlaprentun, seðla- prentun og seðlaprentun,“ sagði Nemtsov í viðtali við sjónvarpsstöð Reuters. Alexander Shjokín, ný- skipaður eftirmaður Nemtsovs, sagði ummæli sem þessi einungis vera olíuskvettu á verðbólgubálið. Stokkhdlmi. Morgunblaðið. EFTIR að hafa prédikað eldheitt hversu óréttlátt sé að styðja við að fólk ráði sér heimilishjálp afhjúp- uðu sænsk blöð í gær að Gudrun Schyman, formaður Vinstriflokks- ins, nýtti sér svarta vinnu. Verstu kosningaúrslit Jafnaðarmanna- flokksins síðan 1914, metfylgi Vinstriflokksins og um leið stjórn með veikluðum jafnaðarmönnum og öflugum Vinstriflokki er það sem blasir við Svíum á mánudags- morgun ef niðurstaða skoðana- kannana þessa dagana gengur eft- ir. Carl Bildt, formaður Hægri- flokksins, segist bjartsýnn á að sá möguleiki muni ýta við kjósendum. Schyman bar af sér fréttir um að hún nýtti sér svarta vinnu, því um væri að ræða táning, vinkonu dótt- ur hennar og ekki þyrfti að gefa upp laun af þessu tagi undjr tíu þúsund sænskum krónum. A úti- fundi notaði Carl Bildt hins vegar tækifærið til að minna á að skatta- tillögur Hægriflokksins myndu koma í veg fyrir að venjulegt fólk yrði gert að glæpamönnum fyrir skattsvik af þessu tagi. Kristilegi demókrataflokkurinn heldur áfram að bæta við sig, með 11,2 prósent, en Vinstriflokkurinn er heldur öflugri með 12,7 prósent. Báðir flokkar bæta við sig og sama gerir Hægriflokkurinn með 24,6 prósent, meðan fylgi Jafnaðar- mannaflokksins skreppur saman og er nú 35,6 prósent. Svo lítið hef- ur það ekki verið síðan 1914, nokkrum ánim áður en konur fengu kosningarétt í Svíþjóð. Göran Persson, forsætisráð- hen-a landsins, sagðist í gær telja þjóðaratkvæði best til þess fallið að skera úr um hvort Svíar ættu að gerast aðilar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Sprengju- smiður á flótta New York. Reuters. AÐSTOÐARMAÐUR saudi- arabíska auðkýfingsins Osama Bin Laden og annar lykilmaður í hryðjuverkahópi Bin Ladens, voru í gær ákærðir fyrir aðild að sprengjutilræðinu við sendi- ráð Bandaríkjanna í Nairobi í ágúst sl. AIls létu 253 lífið í sprengingunni. Annar hinna ákærðu, sem býr í Texas, var handtekinn í gær, en hinn er á flótta undan lögreglu. Flóttamaðurinn heitir Haroun Fazil, sérfræð- ingur í meðferð sprengiefna, og er frá Comoros-eyjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.