Morgunblaðið - 18.09.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 18.09.1998, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLABIÐ ARNMUNDUR S. BACKMAN + Arnmundur Sævar Backman fæddist á Akranesi 15. janúar 1943. Hann lést á Land- spítalanum 11. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jóhanna Dagfríður Arnmundsdóttir húsmóðir, f. og Halldór Sigurður Backman húsa- smíðameistari, f. 1922, d. 1984. Systk- ini Arnmundar eru Inga Jónína söng- kona, f. 1947, Ernst Jóhannes auglýsingateiknari, f. 1951, og Edda Heiðrún leikari, f. 1957. Eftirlifandi eiginkona Arn- mundar er Valgerður Bergs- dóttir myndlistarmaður, f. 1943. Foreldrar hennar eru Valgerð- ur Briem, myndlistarmaður og kennari, f. 1914, og Bergur Pálsson, deildarstjóri í Stjórn- arráði Islands, f. 1914, d. 1984. Arnmundur og Valgerður eign- uðust þrjú börn. Þau eru: 1) Val- . gerður Margrét, líffræðingur, f. 1967, gift Jóhanni Halldórssyni, lögmanni, f. 1968. Þeirra börn eru Halldór, f. 1990, og Bergur, f. 1995. 2) Halldór Helgi, lög- maður, f. 1972. 3) Margrét, nemi, f. 1974, sambýlismaður hennar er Birgir Hilmarsson, nemi, f. 1972. Arnmundur lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1964. Hann lauk cand. juris-prófi frá Háskóla fslands * 1970 og stundaði framhaldsnám í vinnumálarétti við Óslóar- háskóla árin 1970 og 1971. Hann varð héraðsdómslögmað- ur 1976 og hæstar- éttarlögmaður 1984. A r n m u n d u r starfaði sem fulltrúi í sjávarútvegsráðu- neytinu árin 1971 til 1976. Hann hóf rekstur eigin lög- mannsstofu 1976 og starfaði þar til árs- ins 1998. Arnmund- ur var aðstoðarmað- ur Svavars Gests- sonar, félags-, heil- brigðis- og trygg- ingamálaráðherra árin 1980 til 1983. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á veg- um ríkis og sveitarfélaga, sat m.a. í nefndum ríkisstjórnar um stofnun umhverfisráðuneytis og um setningu nýrra stjórn- arráðslaga og stjórnsýslulaga 1989 til 1991. Arnmundur skrifaði talsvei-t um lögfræðileg málefni sem sneru að vinnurétti. Hann stóð að útgáfu bókarinnar Vinn- uréttur árið 1978, endurútgefin 1986, og Arbetsratten i Norden, safnrit, 1984 til 1990. Hann gaf einnig út tvær skáldsögur; Her- mann, 1989 og Böndin bresta, 1990. Þriðja skáldsaga Arn- mundar, Almúgamenn, kemur út núna fyrir jólin. Arnmundur skrifaði auk þess tvö leikrit; Blessuð jólin, sem leiklesið var í Þjóðleikhúsinu árið 1997, og Maður í mislitum sokkum, sem var frumsýnt í febrúar á þessu ári og verður sýnt í Þjóðleikhús- inu í byrjun október. Utför Arnmundar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elskulegur systursonur okkar er látinn eftir langvarandi veikindi. Hann var fyrsta barn foreldra sinna og hlaut nafn móðurafa síns sem bjó á Akranesi, en þar fæddist Arn- mundur og átti þar sín bernsku- og unglingsár. Addi eins og við kölluð- um hann var bæði faliegur og góður drengur sem kom sér alls staðar vel. Við systumar eigum margar góðar minningar sem tengjast bernsku hans og manndómsárum. Hann hlaut marga góða hæfileika í vöggugjöf, var bæði músíkaiskur og hafði góða söngrödd eins og systk- ini hans hafa einnig. Systkinin voru mjög samheldin og var Addi styrkur og stoð þeirra og systur okkar eftir að Halldór mágur okkar féll frá fyrir nokkrum árum. Á síðari árum tóku systkinin upp þann sið að koma saman nær vikulega hvort hjá öðru og var til- efnið að syngja saman í röddum. Við efumst ekki um að söngur þeirra hafi hljómað fallega. Eftir að veikindi Adda ágerðust hittust þau heima hjá honum og söng hann með þeim eins lengi og ki'aftar hans leyf- ðu. Eiginkona hans ásamt systkin- um hans og móður önnuðust hann í þungbærum veikindum hans af miklum kærleika og gerðu honum kleift að dvelja á heimili sínu þar til undir lokin. Sýnir þetta best hve vænt þeim þótti um hann. Addi hafði einstakt lundarfar, hafði lag á því að koma öllum í kringum sig í gott skap. Kímnigáfa hans sem meðal annars kemur skýrt fram í ritverkum þeim sem eftir hann liggja verður okkur ógleymanleg og fallega brosið hans mun ekki falla okkur úr minni. Addi var gæfusamur í einkalífi sínu, átti góða eiginkonu og börn sem elskuðu hann og virtu. Við syst- urnar ásamt fjölskyldum okkar vottum þeim, móður hans og systk- inum dýpstu samúð okkar og syrgj- um með þeim góðan dreng sem lét sér annt um þá sem minna mega sín. Við biðjum góðan Guð að gefa þeim styrk í sorginni. Blessuð sé minning hans. ♦ Arnfríður, Sveinbjörg og Jófríður. Hann Arnmundur lögfræðingur er dáinn. Þessi frétt hefði alls ekki þurft að koma okkur á óvart, eftir að i ljós hafði komið, að hann hafði fengið hættulegan sjúkdóm, sem nútíma læknavísindi hafa enn ekki fundið lækningu á. Þótt nánustu vinir hans og fjölskylda hljóti að sakna hans mest og hafa misst mest við fráfall hans, megum við aldrei gleyma mitt í sorginni, að nú hefur vinur okkar fengið hvíld frá því þjáningalífi, sem við þurfum ekki lengur að horfa upp á hann berjast við vonlausri baráttu. Mér hefur lengi verið svo farið að taka fram Minningabók mína um látna menn og leita í henni þeirra minninga, sem þar er að finna um hinn látna, sem liðin ævi hefur fest þar á blað. Og er ég nú skyggnist um öxl, man ég fjarska vel, hvenær og hvar hann varð á vegi mínum. Það mun hafa verið skömmu eftir styrjaldarlok. Ég fór allt í einu að eiga mörg og mikil erindi upp á Akranes. Ég hafði fundið stúlku sem síðar sýndi af sér það hugrekki, að rugla saman reytum við mig. Ég þurfti að hitta hana sem oftast því að þennan vetur bjó hún á Akranesi en ég var í Reykjavík. Næstelsta systir hennar bauð okkur hjóna- leysunum heim. Allt bar vott um hreinlæti, en það var einn hlutur þar inni sem dró augu okkar að sér. Þetta var stór lituð ljósmynd af svo gullfallegum dreng að mér varð starsýnt á hann. Og ég man enn hvað ég hugsaði: Þetta er fallegur drengur sem vænta má mikils af í framtíðinni. Nú gæti ég haldið áfram og rifjað upp ýmis atvik frá liðnum árum, endurminningar sem ylja hjartanu, en það sýnir mér glöggt að ég reyndist hafa mælt spámannleg orð er mynd hans fyrst bar fyrir augu mér. Ammundur var róttækur í stjórnmálum svo að við vorum ekki alltaf sammála, en það skipti litlu máli. Við vorum sammála um að reyna að styðja rétt lítilmagnans í þjóðfélaginu. Hann valdi lögfræði og sem sérgrein málefni launþega og þeirra sem honum fannst standa höllum fæti í lífsbaráttunni. Eitt atvik vildi ég nefna sem sýnir áhrif hans sem lögfræðings. Ég var að selja hús og tveir fasteignasalar höfðu það á söluskrá. Er húsið var selt fyrir milligöngu annars fast- eignasalans fékk ég fljótlega bréf frá lögfræðingi hins sem krafðist einnig fullra sölulauna. Er Arn- mundur sá bréfið fór hann að skellihlæja og sagði: „Ég^ skal svara þessu bréfi um hæl.“ Ég hef ekki séð bréfið aftur. Slíka virðingu bar hann fyrir Ai-nmundi Back- man. Ég geymi í hjarta mér mynd af góðum og vönduðum dreng. Blessuð sé minning hans. Jónas Gíslason. Á fallegum sumardegi fyrir sennilega 33 árum sá ég í fyrsta sinn Valgerði systur mína ganga með ungum manni frá húsinu í Lönguhlíð þar sem við ólumst upp saman. Mér þótti þau afskaplega myndarleg saman og aðspurð sagði móðir okkar unga manninn vera Akurnesing, sem nefndur hafði verið á heimilinu. Þannig kom Arn- mundur Backman inn í líf okkar. Þetta kemur svona í huga manns þegar litið er til baka og rifjaðar upp ánægjustundir. Ái'in liðu. Við Lilja konan mín kynntumst, giftingar okkar og Völlu og Adda ákveðnar og sameig- inleg giftingai'veisla haldin á Sögu. Þannig varð einn af merkisdögum lífs okkar sameiginlegur og síðar var nefnt að gaman yrði að eyða saman brúðkaupsafmæli í París. En það var eins og með svo margt annað, að um var rætt en atvik stýrðu ferð aðrar götur. Fljótlega í viðkynningu okkar Ai-nmundar, en hann var ávallt nefndur Addi innan fjölskyldunnar og í stórum hópi vina, þá komu í ljós hans miklu mannkostir, glaðværð og þessi skemmtilegi eig- inleiki að geta látið mönnum líða vel með návist og að gera sér far um að líta til hins skoplega við til- veruna. Þetta eru eiginleikar, sem fáum rnönnum eru gefnir svo vel fari. Ég hef grun um, að í starfi sínu sem lögmaður hafi þessir eig- inleikar komið Adda að notum við að greina kjarnann frá hisminu og vera fljótur að koma auga á aðalat- riði hvers máls. En Adda var fleira til lista lagt. Hann var góður söng- maður, vel liðtækur á gítar og margir muna Eddu-kórinn, sem hann var aðili að. Einnig grunar mig, að þrátt fyrir annir við störf og byggingu stórs húss hafi Addi fundið stundir til að syngja vöggu- ljóð og vísur fyrir börn sín ung. Á seinni árum, sennilega eftir að hann varð var við, að góð heilsa er nokkuð, sem ekki er öllum gefið, þá tók Addi að skrifa skáldsögur og leikrit. Þetta var annar frásagnar- máti, annar máti til að koma frá sér gamanyrðum, þó oft samtvinnuð al- varlegri málum. Hugmundaflugið var einstakt og frásögnin létt. Nokkur atvik koma ósjálfrátt í huga þegar litið er til samveru- stunda á liðnum árum. Skemmti- legt boð hjá Adda og Völlu um jóla- leyti fyrir þremur árum. Hangikjöt og fleira gott á borðum. Mikið hlegið. Gamlárskvöld fyrir tuttugu árum á Kjartansgötunni. Mikið hlegið. Giftingarveisla Völu og Jóhanns í Flatey í sumar. Jóla- veislur í Bólstaðarhlíð og síðan Strýtuseli. Heimsóknir á Sóleyj- argötuna, sérstaklega í vor og í sumar, hlátur, mislitir sokkar og mislitir skór. Og við þessi tækifæri, sem önnur, þá leyfði Addi okkur að njóta návistar og glaðværðar. Hugsanir sveima um huga á stundu sem þessari. Þannig er þetta. Margt sem hefði mátt gera á annan veg og stundum betur. En við sem kveðjum Adda í dag, við getum litið fram á við með góðar minningar um góðan dreng í vega- nesti. Páll Bergsson. Sannur vinur er fallinn, traustur félagi horfinn til annarra heim- kynna. Arnmundur Baekman er harmdauði öllum sem hann þekktu. Sem stundum áður hvarfla spurn- ingar að okkur sem eftir stöndum. Hvað veldur og hver ræður ferð? Af hverju er svo mikið lagt á suma meðan aðrir þurfa lítt að lífsstríði að huga? Fátt verður um svör. Eitt er þó víst, létt hugarfar og jákvæð viljafesta hjálpar þeim sem hafa vindinn í fangið. Það vita allir sem Arnmund þekktu, að þótt líkaminn brygðist, þá brást sálin ekki. I löngu sjúkdómsstríði sínu hélt hann sinni léttu lund og heil- steypta hugarfari, hvað sem á gekk. Fyrir okkur sem horfum nú á eft- ir traustum vini, er það nauðsyn- legt að hugsa til alls þess góða og jákvæða sem Arnmundur hafði gnótt af og láta þannig hans lundar- far og hug hjálpa okkur til að njóta þeirra góðu endurminninga sem eftir lifa með okkur. Tengsl okkar Arnmundar hafa staðið traustum fótum um áratuga skeið. Trausti hans og trúnaði var við brugðið og ráðgjöf gaf hann hverju sinni af hjartans sannfær- ingu þegar eftir var leitað. Erfitt mun reynast að fylla það skarð. Auk náinna og sterkra fjölskyldu- tengsla við mág minn þróaðist með okkur sérstök, traust og órjúfanleg vinátta tengd Gunnlaugshúsi í Flat- ey- Þegar ég lít til baka, hef ég trú á að samstarf okkar þar hafi haft mikil áhrif á líf mitt og muni gera um ókomna tíð. Þau bönd munu aldrei rofna þótt við stöndum nú hvor á sínum árbakkanum. Aðstandendum öllum votta ég djúpa samúð. Þorsteinn Bergsson. Það hefur líklega verið einhvern tímann vel fyrir sumarmálin 1980. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens hafði nýlega verið mynduð og und- irritaður hafði tekið við ráðuneyt- um félagsmála og heilbrigðismála. Ráðherrann hafði ráðið sér til að- stoðar mann sem var þekktur fyrir að hafa aðstoðað ótal verkalýðs- félög og verkamenn. Þessi maður hafði samið drög að nær öllum fi’umvörpunum í „félagsmálapakk- anum“ sem við vorum í þann veginn að ganga frá og inniheldur enn í dag veigamestu þætti íslenskrar velferðarlöggjafar. Það voru frum- varpsdrög um réttindi verkafólks í veikindum og við vinnuslys, réttindi verkafólks við uppsagnir, réttindi verkafólks til tryggingar lífeyris- réttinda, um endurbætur á löggjöf um atvinnuleysistryggingar, um félagslegt íbúðarhúsnæði, um líf- eyrisréttindi sjómanna, um fæðing- arorlof, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Og svo framvegis. Ráðherrann, sem fór með félagsmál og heilbrigðismál, þóttist hafa fengið besta mann sem hugsanlegt var að finna til að gegna störfum aðstoðarmanns. Auk þessa alls sem hann, aðstoðarmaðurinn, var járnsleginn sósíalisti og svo skemmtilegur félagi að leitun var á öðru eins. Þá kemur semsé til mín skömmu fyrir sumarmálin alvarleg- ur verkalýðsleiðtogi og byrjar á ræðunni sá er vinur er til vamms segir. Það er með hann Arnmund. Ha, hvað sagði ég. Jú, það er með hann Arnmund. Og ekkert fannst mér fráleitara en að nokkur maður í verkalýðs- hreyfingunni þyi'fti að kvarta und- an öðrum eins sómamanni og Arn- mundi. Oll romsan hér á undan og meira til rann í gegnum hausinn á mér. Hvað hafði gerst? Yfir hverju hjá Arnmundi gat maðurinn verið að kvarta? Ég hafði þá einmitt sett Arnmund í viðræður við verkalýðs- hreyfínguna um félagslega stöðu hennar. Jú, sagði maðurinn, sem sá hvað ég var hissa. Hann Arnmund- ur er allt of opinn. Hann kemur strax með allt sem þið viljið gera. Það borgar sig ekki. Þá verða menn aldrei ánægðir. Það þarf að koma með málin smátt og smátt og láta menn pína þetta út úr ykkur hægt og hægt. Þá læra þeir að bera virðingu fyrir ykkur. Þá læra þeir að þakka ykkur fyrir. Það er nefnilega það. Þetta sam- tal situr enn í mér; við Arnmundur vorum þarna rétt liðlega hálf- fertugir. En við kunnum ekki brögðin. Kunnum ekki að láta þakka okkur. Kunnum ekki að láta bera virðingu fýrir okkur, eins og það hét og heitir. Við vorum nefni- lega sjálfir í liðinu; okkar hlutverk var að standa með verkalýðshreyf- ingnni, með launafólki. Okkar hlut- verk var ekki að leika leikrit fyrir verkalýðshreyfinguna. Við litum á verkefni okkar sem starfsmenn hreyfingarinnar þó við værum í stjórnarráðinu, sem liðsmenn hennar, ekkert var fjær okkur en það að meðhöndla talsmenn henn- ar eins og einhverja fjarlæga við- semjendur. Þeir voru við, við vor- um þeir. Arnmundur var alla ævi í liðinu frá því á Akranesi ungur og til hinstu stundar. Arnmundur var sprottinn upp á Akranesi; hefði auðvitað átt að verða þingmaður Vesturlands ein- hvern tímann. Og til þess stóð hug- ur hans um skeið. Hann var sam- verkamaður minn á Þjóðviljanum um tíma, var í þingfréttum, við vorum einhver misseri hlið við hlið í lögfræði. Hann lauk lögfræðinni sem betur fer, ég lauk henni ekki, kannski líka sem betur fer. Hall- dór Backman og Jóhanna Arn- mundardóttir foreldrar hans voru úr forystusveitinni á Skaganum með Inga R. sem barðist þar í fylk- ingarbrjósti sósíalista á Vestur- landi. Það hefur áreiðanlega verið sannkallað rammíslenskt róttækt menningarheimili; ég skrifa „áreiðanlega“ því ég sé systkini Arnmundar. Þar er hver listamað- urinn við annan. Og svo eftir lög- fræðistússið tók Arnmundur sig til og skrifaði skáldsögu og leikrit. Ég var svo ljónheppinn að komast á frumsýningu félags aldraðra á leikriti Árnmundar Maður í mislit- um sokkum. Þar ískraði húmor Arnmundar úr hverri taug og ég spái þvi að það eigi eftir að tætast í hláturtaugum landsmanna um marga áratugi. Þar verður Ai-n- mundur sjálfur sprelllifandi kom- inn. Þegar við unnum saman í ráðuneytunum var oft unnið lengi fram eftir á nóttum og oft urðu menn langlúnir. Þá var gott að sækja sér orku í fyndni Arnmund- ar; sá hlátur var á við mánuð í Mætti að minnsta kosti. Orkubót. Arnmundur hafði óskaplega gaman af því að láta fólk hlæja og hann kunni það svo vel að fáir stóðu honum á sporði. Þessi hæfi- leiki hans í samspili við listamann- inn í honum urðu stoðir og stytta við erfiðan lokasprett í baráttunni við illvígan og litt þekktan sjúk- dóm. Það er búið að birta svo margar minningargreinar í Mogg- anum um menn sem hafa barist hetjulegri baráttu við erfiða sjúk- dóma að það er varla hægt að skrifa orðið hetjulegur oftar i minningargrein í þessu blaði. Og örugglega hefur það alltaf verið satt. En ég skrifa það samt: hetju- legur. Þvílíkur kappi sem Arn- mundur var í þessu stríði. Studdur sannarlega af allri fjölskyldu sinni og mörgum vinum en þó fremst af Völlu konu sinni; það var gott að fá sér með þeim tár af gömlum dönskum þó það væri bara einu sinni og sjá og finna alúð hennar á flókinni stund. Að lokum þakka ég Arnmundi vináttu og stuðning við mig pólitískt og persónulega um ára- tugi. Ég minni líka á allt það sem hann vann fyrir þúsundir venju- legra alþýðumanna á íslandi sem ekkert gátu borgað fyrir lögfræði- viðvikin. Þau voru mörg sem litlum tekjum skiluðu. En þau verk og raunar allt sitt ævistarf vann Arn- mundur af því að hann átti hugsjón innan í sér sem lifir alltaf hvað sem hver segir. Svavar Gestsson. Kveðja frá Alþýðusambandi Islands Með Ai'nmundi Backman er genginn einn af öflugustu málsvör- um og ráðgjöfum samtaka íslensks launafólks. Ai'nmundur var allan sinn starfsferil í þjónustu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.