Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 46
H6 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVERRIR EINARSSON héraðsdómari, Úthlíð 5, Reykjavík, lést á heimili sínu 16. september. Útförin auglýst síðar. Ragnheiður G. Haraldsdóttir, Gunnlaugur Sverrisson, Guðný Björg Hauksdóttir, Einar Þór Sverrisson, Elín Valgerður Guðlaugsdóttir, Birkir Einar Gunnlaugsson og Sverrir Páll Einarsson. ROGER B. HODGSON, verkfræðingur, lést í Hyannis, Massachusetts, 14. september síðastliðinn. Aðstandendur. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, MAGNÚS GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON, frá Sólbakka í Súðavík, er lést mánudaginn 14. september sl., verður jarðsunginn frá Súðavíkurkirkju laugardaginn 19. september kl. 14.00. Andrea Magnúsdóttir, Ólafur V. Ingimundarson, Daníel Magnússon, Einar Magnússon, Sussanna Budaí, barnabörn og systkini hins látna. + Hjartkær sonur minn, stjúpsonur, bróðir, mágur og frændi, GUÐMUNDUR HAUKSSON, andaðist á heimili sínu Laufbrekku 28, Kópa- vogi fimmtudaginn 10. september 1998. Útförin hefur farið fram. Hjartanlegar þakkir til starfsfólks Heima- hlynningar Krabbameinsfélags íslands. Málfríður Þórðardóttir, Hilmar Gunnlaugsson, Hildur M. Hilmarsdóttir, Marta Þ. Hilmarsdóttir, Vermundur Á. Þórðarson, Fríða Dís og Dagný Vermundsdætur. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengda- móður, ömmu og systur, ELÍNAR VILH JÁLMSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum, til heimilis á Suðurbraut 2a, Hafnarfirði. Pétur Þórarinsson, íris Björk Gylfadóttir, Gylfi Þór Pétursson, Arnar Pétursson, Bjarki Pétursson, Kjartanía Vilhjálmsdóttir. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR EIRlKSDÓTTUR, Lambastekk 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B-7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir hlýju og góða umönnun við hina látnu. Guðmundur Kristvinsson, Vilborg Guðlaugsdóttir, Ómar Kristvinsson, Emma Blomsterberg, Auðbjörg Kristvinsdóttir, Einar Björnsson, Eiríkur Vignir Kristvinsson, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Stefán Halldór Kristvinsson, Ása Árnadóttir, Þórhallur Kristvinsson, Hafdís Magnúsdóttir, Svanur Kristvinsson, Valgerður Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON með sér súru og sætu á löngum og ströngum ferðalögum og fundum. A þeim vettvangi blanda menn geði, leggja frá sér þau hin breiðu spjótin og læra að meta hver annan að verðleikum. Margir eru þeir nú orðnir þingmennimir, sem ég hef verið samferða á Vestfjörðum. Mér hefur fallið vel að kynnast þeim, met þá mikils og er vel til þeirra allra. Einn þessara samferðamanna minna er Ólafur Þ. Þórðarson, sem nú er látinn langt fyrir aldur fram. Ólafur Þ. Þórðarson hefur verið samferðamaður minn í stjórnmálum vestur á fjörðum með einum eða öðrum hætti allt frá því ég hóf þau afskipti fyrir bráðum tuttugu og fimm árum. Fyrst sem sveitastjórn- armaður og forystumaður í Fjórð- ungssambandi Vestfirðinga, síðar sem varaþingmaður og alþingis- maður um árabil. Nánust varð sam- vinna okkar á ánmum 1987-1991 þegar við sátum báðir í fjárveitinga- nefnd Alþingis sem fulltrúar flokka okkar. Þar áttum við mjög gott og traust samstarf og tókst saman að fá lausn á ýmsum hagsmunamálum okkar kjördæmis, ekki síst á sviði samgöngumála. Þar reyndist Ólafur mér heill og traustur samstarfs- maður, tillögugóður og fylginn sér. Ólafur Þ. Þórðarson var einkar sjálfstæður í skoðunum. Gat átt það til að bíta sig fastan í afstöðu sem honum þótti réttust og varð þaðan ekki þokað. Hann átti það einnig oft til að sjá nýjar hliðar á málunum, hliðar sem engir aðrir komu auga á, og kom þá oft úr óvæntri átt. Þá kom iðulega í ljós hve orðheppinn Ólafur gat verið. Með orðheppni sinni, þungum áherslum og gullald- armálfari sló hann menn iðulega þannig út af laginu, að andmælend- um þótti einna skást að þegja. Þeg- ar sá gállinn var á Ólafi Þórðarsyni var eins gott að gefa ekki of mörg færi á sér. Mörg ummæli Ólafs eru landsfræg og við, samferðamenn hans, kunnum margar og góðar sög- ur þar af. Ólafur Þ. Þórðarson var vel les- inn, ekki síst í íslenskum fornbók- menntum og í sögu þjóðar sinnar. Hann var auk þess fróður um menn og málefni og kunni frá mörgu að segja. Hann var því hinn ágætasti ferðafélagi. Þar lágu leiðir okkar ekki aðeins saman um firði, heiðar og fjöll vestur á fjörðum, heldur einnig til fjarlægra landa en þar var Ólafur sami, góði ferðafélaginn, sem öllum var hlýtt til. Ólafur veiktist mikið fyrir síðustu kosningar og tók þess vegna þá ákvörðun að gefa ekki áfram kost á sér í fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins á Vestfjörð- um. Hann settist hins vegar í annað sætið en vann í kosningabaráttunni eigi að síður af öllum lífs og sálar- kröftum eins og hann var vanur - og lagði þá svo mikið á sig eins þróttlaus og hann var, að við, sem fylgdumst með honum, höfðum áhyggjur af. Sjálfsagt hefur Óiafur hvorki þá né síðar farið eins vel með sig og hann hefði átt að gera og því ekki náð fullri heilsu. En þetta var einfaldlega hans máti. Ólafur lagði sig aldrei hálfan í verk. Eindregni andstæðingur og ágæti kunningi. Þú varst litrík lilja á hinum pólitíska akri og ert nú fall- inn fyrir ljánum. Þar sem þú stóðst er því skarð fyrir skildi. Eg þakka þér samfylgdina og sakna þess að hún skuli ekki hafa getað orðið lengri. Eftirlifandi eiginkonu þinni, bömum og stjúpsyni sendi ég ein- lægar samúðarkveðjur. Sighvatur Björgvinsson. í dag er Ólafur Þ. Þórðarson al- þingismaður til moldar borinn og við kveðjum afar sérstakan stjórn- málamann. Ólafur var svo rammís- lenskur maður að hann féll varla að nokkrum stjórnmálaflokki. Ólafur hafði skýrari hugsun en aðrir þing- menn og enginn þeirra stóðst hon- um snúning í ræðustóli. Oft er vinátta manna á milli stjómmálaflokka meiri en vináttan innan þeirra. Slíkum vináttubönd- um bast ég Ólafi Þ. Þórðarsyni þeg- ar leiðir okkar lágu saman á Alþingi og fýrir þau er ég þakklátur. Alfaðir blessi ástvini Ólafs vinar míns að leiðarlokum og seinna mun- um við félagarnir taka upp þráðinn hinum megin. Ásgeir Hannes. Óiafur Þ. Þórðarson verður minn- isstæður öllum þeim sem honum kynntust. Hann hafði sérstakt lag á því að líta á hlutina frá öðmm sjón- arhóli en þeim sem viðtekinn var. Þess vegna skerpti hann oft um- ræðuna og víkkaði hana um leið. Skarplegar athugasemdir hans, oft meitlaðar þeirri kímni sem honum var eiginleg, gerðu það að verkum að margt það sem hann sagði mun lifa í minningu okkar sem vorum samferðamenn hans á stjórnmála- vettvangnum. Fyrst og fremst var Ólafur Þórð- arson Vestfirðingur. Hann var upp- alinn í vestfirskum jarðvegi, starf- aði þar lengst af og sú reynsla setti á hann sitt mark. Um leið veitti það honum þann sannfæringarkraft sem alltaf fylgdi málflutningi hans þegar hann beitti sér fyrir málstað hinna dreifðu byggða vestra og ann- ars staðar. Að vera samverkamaður Ólafs í baráttu fyrir hag vestfirskra byggða var því gott. Aldrei þurfti að efast um einlægni hans né raun- verulegan vilja til þess að efla vest- firskar byggðir. Og þó okkur greindi stundum á um leiðirnar þá voru þau tilvik örugglega færri en hin þar sem við vorum sammála að þessu leyti. Ólafur var mikill kappi í orðsins list. Hann unni íslensku máli, hafði yndi af sögu og sögulegum skírskot- unum og var minnugur á ljóð; eink- um þó ljóð hinna gengnu þjóðskálda, sem hann hafði á hraðbergi og vitn- aði gjarnan til. Hann var afar mál- snjall og hafði sérstakt lag á að beita samlíkingum og sögum, málstað sín- um til framdráttar. Það var því ekki alltaf auðvelt hlutskipti að mæta honum á kappræðufundum. Fyrir mig - mun yngri mann - var það hins vegar afar lærdómsríkt og hef- ur komið að miklu gagni síðar. Ólafi var ljóst mikilvægi orðræðunnar í stjórnmálum. Þau mál ræddum við stundum. Sumir líta svo á að stjórn- mál séu eitthvert tæknilegt verk- efni, sem menn eigi að nálgast með því hugarfari. Því fer þó víðs fjarri að svo sé. Stjórnmálin og hin póli- tíska umræða eru afsprengi lýðræð- islegrar hugsunar, sem byggir á orðræðu og umburðarlyndi gagn- vart skoðunum annarra. Stjórnmál- in eiga ekki og mega ekki verða njörvuð niður svo að menn gleymi þessum þætti þeirra. Það getur að vísu haft í för með sér langa og á köflum ómarkvissa umræðu. En það er nú einu sinni afleiðing lýðræðis- legra stjórnarhátta. Við vitum að oft fer þetta út í öfgar; skrumskælir stjórnmálabaráttuna. Það er hlut- verk þeirra sem gegna stjórnmáia- störfum að skilja hinn gullna meðal- veg sem þarna þarf að feta. Þó svo að Ólafur hafi fyrst og fremst beitt kröftum sínum á stjórnmálasviðinu í þágu hinna dreifðu byggða, fer því fjarri að hugur hans hafi eingöngu verið bundinn því. Þvert á móti hafði hann gaman af því að takast á við gjörólík mál. Leiðir okkar lágu nokkuð saman á síðasta kjörtímabili í alþjóðasamstarfi þingmanna. Það átti vel við Ólaf. Hann taldi þing- mönnum og raunar sem flestum, nauðsynlegt að skyggnast sem víð- ast um gáttir. Menn yrðu að hafa heiminn allan undir í umræðunni. Minna dygði hreinlega ekki. I al- þjóðasamstarfinu fannst honum að sér opnaðist nýr heimur, kynni af fjarlægum löndum og álfum gæfu sér nýja og verðmæta sýn á þau við- fangsefni sem jafnan fönguðu hug hans hér heima fyrir. Það er gott að hafa átt þess kost að kynnast Ólafi Þ. Þórðarsyni og eiga með honum samstarf. Veikindi hans fyrir nokkrum árum hömluðu því að hann gæti haldið áfram stjórnmálaþátttöku. Engu að síður var áhuginn stöðugt til staðar. Eiginkonu hans, börnum og ást- vinum sendi ég mínar samúðar- kveðjur. Einar K. Guðfinnsson. Ljúfur og léttur drengur er lát- inn. Hann fór betur með íslenska tungu en flestir aðrir og sagði sögur svo unun var á að hlýða. Kynni okkar Ólafs hófust þegar hann settist í stjórn Framkvæmda- stofnunar ríkisins 1983. Elduðum við þar stundum grátt silfur saman, enda starfaði ég sem lögfræðingur stofnunarinnar og þá við hina leiðin- legri hlið lánastarfseminnar, það er að segja innheimtuna. Málefnin réðu þó ávallt samskiptum okkar. Ólafur var ákveðinn og fylginn sér, greindur og skarpur. Alla þessa eiginleika notaði hann fyi-ir kjós- endur sína og hugsaði lítt um eigin hag. Störf hans í stjórn Byggða- stofnunar voru með sama hætti og vildi hann ávallt hag landsbyggðar- innar sem mestan og bestan. Það var mikið áfall þegar Ólafur veiktist skyndilega fyrir nokkrum árum. Hann sjálfur taldi að um væri að ræða flensu, sem auðvelt væri að liggja úr sér en svo reyndist nú alls ekki vera. Um var að ræða alvarlegt hjartaáfall og síðar fylgdi annað eft- ir og nú er hann allur. Ólafur var einn af þeim sem ekki kunna að hlífa sér, en við því er svo ósköp lítið hægt að gera. Ólafur átti til dæmis mjög erfitt með að taka ekki þátt i kosningabaráttunni fyrir síðustu kosningar þó fársjúkur væri. Einu atviki man ég eftir þegar haldið var uppá síðustu sprengingu í Vest- fjarðargöngunum að Núpi í Dýra- firði. Þar var margt um manninn og bar vel í veiði. Ólafur ræddi við marga kjósendur og gaf hvergi eftir þó að komið væri fram á nótt. Fé- lagar hans voru fyrir löngu komnir út í bíl og biðu þess að halda til Isa- fjarðar, en ekki kom Ólafur. Það var ekki fyrr en ég, sem hafði fengið far með þeim, var sendur inn til að leiða hann út og minna hann á heilsu sína að hann fékkst í burtu af staðnum. Ólafur sá fyrir hvernig fara mundi íyrir togaraútgerð frá Vest- fjörðum og hafði hann af því miklar áhyggjur. Þegar sjö eða fleiri ísfisk- togarar voru gerðir út frá sjö stöð- um á Vestfjörðum lagði hann til að reynt yrði að fá minni staðina til að stofna útgerðarfélag um togarana og koma þannig í veg fyrir að þeir hyrfu í burtu hver á eftir öðrum. Því miður varð ekkert úr þessari hug- mynd í upphafi og því tókst ekki að hindra að togurunum fækkaði og kvótinn minnkaði að sama skapi. Hugarflug og ímyndunarafl Ólafs var mikið og stundum tók út yfir allan þjófabálk, en hann sá líka oft fyrir óorðna hluti og kom með góðar tillögur og var frumlegur í hugsun. Hans er sárt saknað. Eg kveð þenn- an góða dreng með söknuði og bið góðan Guð að styrkja konu hans og börn í sorginni. Guðmundur Malmquist. Vestfirðir eru baðaðir í síðsumar- sól. Þingflokkur og landsstjórn Framsóknarflokksins eru á ferða- lagi um kjördæmið. Það er komið að lokum ferðarinnar. Menn hafa áð í fögrum lundi, enn er haldið af stað og nú ekið að hinu fræga skólasetri, Núpi í Dýrafirði. Fjörðurinn fagri, Dýrafjörður, er spegilsléttur. Fremst í rútunni við hljóðnemann stendur Ólafur Þ. Þórðarson og flyt- ur sína hinstu ræðu. Rómurinn er að vanda blíður, hár og snjall. Enn tal- ar hann af þrótti svo allir hlusta og hrífast af því flugi sem grípur ræðu- mann. Hann segir frá skólaárum sínum á Núpi, lýsir fólkinu, landinu og fegurð þess. Kryddar málflutning sinn með ljóðum skáldanna, sögu- sviðið spannar eitt þúsund ár. Eigi að síður finnst hlustendum eins og hann lesi af bók, svo vel fléttar hann efnið. Undir lokin yflr Gemlufalls- heiðina ræðir hann af innsæi um skáldið Guðmund Inga Kristjánsson á Kirkjubóli og fer með vísur og hendingar úr Ijóðum skáldsins. Að lokum fer hann með ljóðið:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.