Morgunblaðið - 18.09.1998, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 18.09.1998, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í DAG Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson NEMENDUR Ökuskóla íslands ásamt Friðriki Þorsteinssyni. Aukin ökuleikni NÚ stendur yfír námskeið í aukn- um ökuréttindum hjá Ökuskóla Is- lands í Dugguvogi 2. Hægt er að taka réttindi á leigubíl, vörubíl, hóp- ferðabíl og bíl með tengivagni. Að sögn Friðriks Þorsteinssonar, skólastjóra, er námið áfanganám þannig að hægt er að byrja viku- lega. Mikil aðsókn hefur verið að skólanum í haust. Umferðarráð sér svo um framkvæmd prófa í lok námsins. °9 viðskiptavina m- Afgreiðslutími Fró 16. september 1998 er skrifstofa sjóðsins opin frá kl. 9,00 til 1 7.00 alla virka daga. L Yfirlit send til sjóðfélaga Yfirlit hafa verið send til sjóðfélaga yfir skráð iðgjöld frá 1. janúar 1998 til 31. ágúst 1998. Sjóðfélagar eru hvattir til að bera þau saman við launaseðla. Beri þeim ekki saman er áríðandi að hafa strax samband við sjóðinn því dýrmæt réttindi geta glatast vegna vanskila á greiðslum. SuSurlandsbraut 30 108 Reykjavík ti Sími 510 5000 % Fax 510 5010 | Grænt númer 800 6865 x HeimasíSa: lifeyrir.rl.is Netfang: Græddur er geymdur lífeyrir mottaka@lifeyrir.rl.is Imeinaði lífeyrissjóöurinn /{'/‘fd ue/fiomin! HLAÐBORÐ SÆLKERANS Frjálst val: Súpa, salatbar os heitur matur, marsar tesundir. kr.890.- Tilboðsréttir: Grillaður KARFI með möndlurjóma 03 ristuðu grænmeti. AÐEINSKR. 1590.- KJÚKUNGABRINGA með gljáðu grænmeti og paprikusósu. AÐEINSKR.1.690.- ■ ■ ■ FISKIÞRENNA með tveimur tegundum af sósu, hvítlauksbrauði og kryddgijónum. AÐEINSKR. 1.590.- Grillaður LAMBAVÖÐVI með bakaðri kartöflu og bernaise-sósu. AÐÐNSKR. 1.620.- GRÍSAMEDALÍUR með rauðlauksmarmelaði og gráðostasósu.. AÐEiNSKR.1.590.- PASTA að hætti kokksins. AÐÐNSKR.1.590.- Tílboð Öll kvöld Öfíamfíessuinjjómscelu 03 um helgar. rélhun^fyfjir'sú/y.t. brmióbtus xa/atbar oasuaisoarinná efíi Bamamatseðill , l/ fyrir smáfólkið! ci 'eri>/ijlt/tun uojjóait ! POTTURINN OG BRfiUTfiRHOLTI 22 SWU 551-1690 Glóðað NAUTA- FRAMFILLET m/ferskum sveppum, madeirasósu 09 djúp- steiktum tómati AÐEIHSKR. 1790.’ VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Súnum stuðning VELVAKANDA barst eftu-farandi: „ÉG hafði samband við ut- anríkisráðuneytið og fór fram á að ráðuneytið sýndi Bill Clinton Bandaríkja- forseta stuðning vegna ómannúðlegrar aðfarar að honum. En ráðuneytið vill ekkert gera þar sem þetta er innanríkismál í Banda- ríkjunum. Þessi aðför er stórhættuleg lýðræðishug- myndum en Bandaríkin eru í forsvari lýðræðis- ríkja. Þama er um ákaf- lega valdamikinn mann að ræða og ætti að stöðva þennan skrípaleik vegna þess að hann er hættuleg- ur. Vestræn ríki ættu að senda stuðningsyfirlýsing- ar til Clintons og fordæma þessa ómannúðlegu með- ferð sem þessi fjölskylda hefur mátt sæta.“ Lesandi. Samhjálpar gistiskýlið JÓNAS hafði samband við Velvakanda og vildi hann vita hvers vegna „Blá- koss“ er ekki boðið að reka heimili Samhjálpar en „Blákoss" rekur svona heimili á Norðurlöndun- um. Segir hann að þá væri hjúkrunarfræðingur í gistiskýlinu eins og í Rauða kross heimilinu á Hverfisgötunni. Segir hann að í hans augum sé Samhjálp eins og hvert annað fjölskyldufyrirtæki og skilst honum að allir sem komi í mat hjá Sam- hjálp séu skráðir og sé sú skráning send í félags- málastofnun og þá eru þeir Samhjálparmenn ekki að gefa mat í hádeginu eins og sumir halda. „Blá- kossinn" hefur staðið sig vel á hinum Norðurlönd- unum við að hjálpa úti- gangsfólki og þar starfar gott fólk sem hann hefur góða reynslu af. Fyrirspurn um inflúensubóluefni KRISTÍN hafði samband við Velvakanda og vill hún vita af hverju inflúensu- bóluefnið er ekki komið. Fullorðið fólk hefur und- anfarin ár fengið sprautur í september en ekki bólar enn á bólusetningum. Er hún búin að hringja í heimilislækni og á heilsu- gæslustöðvar en enginn veit neitt um hvenær bólu- efnið kemur. Tapað/fundið Frakki í óskilum SIÐAN á hvítasunnudag í vor er herrafrakki í óskil- um í Askirkju. Frá sama degi er saknað herra- afrakka sem merktur er RJ. Vinsamiega hafið sam- band við kirkjuvörð í síma 588 8870. Anórakkur týndist TOMMY Hiifiger anórakkur, gulur, blár og hvítur, týndist, líklega á Lækjartorgi eða í strætó í Grafarvog. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 567 5343. Rjómalitaðir dömu- skór týndust AÐFARANÓTT 5. júlí týndust rjómalitaðir dömuskór í plastpoka í leigubíl á leið frá Lions- húsinu í Sóltúni til Kópa- vogs. Skilvís fmnandi hafi samband í síma 564 0078 eða 570 7217. Dýrahald Fresskettlingur í óskilum GRÁBRÖNDÓTTUR fresskettlingur með rauða ól u.þ.b. 6 mánaða fannst við Landspítalann þriðju- daginn 15. september. Þeir sem kannast við kisu geta haft samband við Kattholt. Gárapar óskast ÓSKA eftir gárapari gef- ins. Upplýsingar í síma 555 3041. ' Læðu og kett- linga hennar vantar heimili í VOGUNUM er í óskilum læða sem er nýbúin að gjóta fjórum kettlingum. Læðan virðist vera heimil- isköttur en er greinilega týnd. Vegna heimilisað- stæðna er ekki hægt að leyfa henni að vera með kettlingana og því er ósk- að eftir að einhverjir góð- hjartaðir taki hana og kettlingana að sér Upplýs- ingar í síma 424 6709. SKAK Re4 - Rxe4 22. Hxe4 og svartur er varnarlaus) 21. Dg5+ og svartur gafst upp. Atskákmót Reykjavíkur hefst í kvöld kl. 20 hjá Helli, Þönglabakka 1. Mótið er öll- um opið. Heildarverðlaun eru kr. 30 þús. HVÍTUR á leik llinsjón Margeir Péliir.vsnn STAÐAN kom upp á minn- ingarmóti um kúbanska stór- meistarann Guill- ermo Garcia, sem fórst í bílslysi á Kúbu fyrir nokkrum árum. R. Vasquez (2485) hafði hvítt og átti leik gegn J. Bor- ges Mateos (2480). Svartur lék síð- ast 18. - Bc8-d7, alveg grandalaus. 19. Bxh6 - gxh6 20. Dxh6 - Rf4 (Eða 20. - Dd8 21. ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 4.146 til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Ilalldóra S. Bjarnadóttir og Heiða V. Sigfúsdóttir. Víkverji skrifar... VÍKVERJI fór til Spánar í sum- arfríinu og hitti þar hjón, sem höfðu eytt hluta af sumarleyfi sínu á Islandi nú í sumar. Þetta fólk, sem býr í Vígó, hafnarborg Spánar á Atlantshafsströndinni, og hann vinnur og er fjármálastjóri eins út- gerðarfyrirtækisins í borginni, hafði farið út að borða eitt kvöld á veit- ingastaðnum Við Tjörnina og pant- að sér fiskrétti. Með réttunum ætl- aði það að drekka gott hvítvín og fékk því vínlista hússins til þess að velja úr. Engin spænsk vín voru á boðstólum og hætti hann því við. Annar Spánverji, sem einnig ætl- aði að panta sér vín með matnum, sagði að sér hefði krossbrugðið, er hann fékk vínlistann vegna verðs- ins, sem á vínunum var. Hann hætti við að kaupa sér vín með matnum, lét sér nægja kranablávatnið og ástæðan var sú, eins og maðurinn sagði, að hann vildi ekki láta hafa sig að fífli. Að greiða þær upphæðir fyrir flösku af því tagi sem á boðstólum var, fannst honum móðg- un við skynsemi sína. Peningar skiptu ekki máli í þessu tilfelli, ef vínið hefði staðið undir verðinu hvað gæði snerti, en að sýna sér slíka verðskrá fannst honum móðgun við sig og sína. Hann hætti því líka við. Þetta er auðvitað ótækt, því að hér á landi skipta gæði vína engu máli hvað verðlagningu snertir, heldur alkóhólprósentan. Hvar ann- ars staðar í veröldinni, þar sem ein- hver vínmenning ríkh-, ræður alkó- hólprósentan verði vína? Kannski á Norðurlöndum, þar sem einkasala ríkir, en hvergi þar sem menn fram- leiða vin og vita hvað vín er. XXX MENN tala fjálglega um það að efla þurfi ísland sem ferða- mannaland, heimurinn sé að minnka og sífellt aukizt að fólk fari til annarra landa til þess að kynnast öðrum þjóðum. Við áætlun Flug- leiða til Barcelóna hefur og aukizt að Spánverjar komi til íslands. En Islendingar verða að aðlagast breyttum tímum. Það verður að samhæfa verð á vínum því sem ger- ist í siðmenntuðum heimi Vestur- Evrópu. Það þýðir ekki lengur að vera með einhverja sérlundaða stefnu í áfengismálum, þar sem verði á þessum sjálfsögðu drykkjum er haldið í einhverjum ofurprísum til þess að reyna að stemma stigu við neyzlu drykkjanna. Meðalhófið er bezt í þessu sem öðru. Fyrir nokkrum árum fór Víkverji í sumarleyfi til Egyptalands, lands, þar sem drykkja er bönnuð af trú- arlegum ástæðum, þar sem íslam bannar að neytt sé áfengis. Samt var þar hægt að fá áfengi eins og hver vildi. Á flöskunum var hins vegar miði, sem á stóð „Especially imported for tourists" eða „Sérstak- lega innflutt fyrir ferðamenn". Eg- yptar skilja hvers virði ferðamanna- þjónustan er efnahag lands þeirra. Er ekki kominn tími til að Islend- ingar fari einnig að gera sér grein fyrir þvi hvers virði ferðamanna- þjónustan er hér heima? í minnk- andi veröld verðum við því að breyta í samræmi við það. Það er ekki gott, ef ferðamenn fá þá tilfinningu, að Islendingar séu að reyna að okra á þeim með frekju- prísum á áfengi og raunar mat einnig. Á Spáni kostar skozk þriggja pela viskíflaska í matvörubúð 1.599 pes- eta eða 770 krónur íslenzkar. Ætli það sé ekki sama verð og tvöfaldur sjússinn kostar á veitingastað í Reykjavík? Samt sér maður vart vín á nokkrum manni og það jafnvel þótt farið sé um allan Spán þveran og endilangan. Hjá ÁTVR kostar slík flaska 2.670 ki’ónur eða um 3,5 sinnum meira en á Spáni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.