Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 4íT þroska. Við kynntumst báðir sveita- störfum þar sem hestar og menn önnuðust öll verk, híbýlin voru hituð upp með kolum og steinolía var ljós- gjafinn. Við sáum vélaöld ganga í garð, rafmagnið leysa olíuna af hólmi og horfðum á fyrsta bílinn, Willysjeppa, aka í hlað á Stað nokkru áður en vegurinn var kom- inn alla leið. Ekki minnist ég þess að missætti kæmi upp á milli okkar og við stóð- um saman gegn þorpsstrákunum á Suðureyri, þeim sem henda vildu gaman að og erta sveitamennina þegar þeir komu í kaupstað. I leikj- um okkar var það oft ég sem hvatti til framkvæmda en Ólafur sem leysti vandamál sem upp komu, einkum er við stóðum í mannvirkja- gerð, hvort sem það var að stífla læki, reisa kofa eða leggja vegi og byggja brýr fyrir leikfangabíla. Olafur var íhugull og flanaði ekki að neinu. Hann velti mörgu fyrir sér og ég minnist þess að eitt sinn er við gengum drjúgan spöl frá fjárhúsun- um til bæjar talaði hann við sjálfan sig, upphátt, alla leiðina. Var þetta eintal í formi spurninga og svara. Eg man að mér þótti þetta skondið og átti bágt með að reka ekki upp hlátur en gætti þess þó að rjúfa ekki þetta ferli. Parna hefur Ólafur, án þess að vita það sjálfur, verið að búa sig undir það sem síðar varð starf hans, sem sé að tjá hugsanir sínar og bregðast við andsvörum annarra. Hann var mjög rökvís og áttaði sig vel á orsakasamhengi. Jafnvel sá hann fyrir ýmislegt sem síðar kom á daginn. Hann var sannfærður um að eitthvað tæki við að loknu þessu lífi og í fullvissu þess að við munum hittast aftur kveð ég hann. Öll mín fjölskylda minnist hans með hlýhug og virðingu. Snorri Þór Jóhannesson. Framsóknarmenn héldu þing- flokks- og landsstjórnarfund á Vest- fjörðum dagana 1.-2. september. Olafur Þ. Þórðarson, fyrrverandi al- þingismaður og varaþingmaður, var miðpunktur þeirra fundarhalda, miðlaði af reynslu sinni og þekkingu og var hrókur alls fagnaðar. Eftir- tekt vakti hversu hress og glaður hann var, þrátt fyrir erfið veikindi undanfarin ár. Fór hann á kostum bæði við að fræða þingmenn um sögu og staðhætti þar vestra og einnig við skilgi-einingar sínar á vandamálum samtímans, innanlands og utan. Fáum dögum síðar var hann kallaður á fund skapara síns og var það síðasta fundarboð af þús- undum sem hann hlýddi um ævina. Ólafur var ógleymanlegur maður, svipmikill, raddsterkur og sann- færður um sinn málstað - alltaf - og sópaði að honum hvar sem hann fór. Ólafur var með bestu ræðumönnum og voru þingfundir til muna bragð- minni, eftir að hann lét af þing- mennsku af heilsufarsástæðum í lok síðasta kjörtímabils. í ræðum sínum fór hann ekki troðnar slóðir, frekar en í ýmsum málum öðrum. Fáir þingmenn hafa talað fallegra mál eða kjarnmeira og var oft unun að hlýða á hann. Ef honum mislíkaði og taldi á sinn málstað hallað gat hann verið óvæginn í vörn og sókn. Rík rétt- lætiskennd var þó alltaf undirstað- an í skoðunum hans og málflutningi. Ræður hans voru því áhrifamiklar og hafði hann oft áhrif á niðurstöðu mála. Hann tók virkan þátt í stai-fí Framsóknarflokksins í áratugi og varð fyrst áberandi í röðum ungi-a framsóknarmanna fyrir skörugleg- an málflutning og festu í skoðunum. Hann gaf kost á sér til þing- mennsku fyrir Vestfirðinga og sat á þingi mörg kjörtímabil og þótt oft hafi verið vel mannað í þingliði Vestfirðinga, þá var Ólafur þar jafn- an fremstur meðal jafningja. Fáir voru næmari á hræringar í þjóðarsálinni en hann og lítilmagnar áttu í honum öflugan málsvara. Hann hafði mikinn áhuga á að Is- land legði sitt af mörkum til að hjálpa þróunarlöndum og sat lengi í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar íslands. Öllu ann hann sem íslenskt var og allt hans tungutak og orðaval bar því vitni að sá, sem talaði, var vel heima í bókmenntum þjóðar sinnar. Hann var sprottinn úr rammíslenskum jarðvegi og bjó yfir mikilli þekkingu á sögu, mannlífí og menningu þjóðarinnar. Hann skildi öðrum betur þýðingu hinna dreifðu byggða fyrir íslenskt samfélag og var ötull baráttumaður fyrir hags- munum þeirra og sat m.a. í stjórn Byggðastofnunar. Ólafur var góður félagi, sagði skoðanir sínar umbúðalaust og flutti mál sitt af festu, en hlítti alltaf lýð- ræðislegum niðurstöðum og mættu margir af því læra. Ólafur Þ. Þórð- arson var Framsóknarflokknum mikilvægur liðsmaður og vil ég þakka honum liðveisluna. Hans verður sárt saknað af okkur sem áfram höldum í baráttunni fyi-ir þeim hugsjónum sem við áttum sameiginlegar. Megi góður Guð styrkja konu hans og börn á þessari erfiðu stund. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. Einn af minnisstæðustu stjórn- málamönnum samtímans er látinn langt um aldur fram. Ólafur Þ. Þórðarson var Vestfirðingur eins og þeir gerast bestir. Hann var kominn af kjarnafólki í Súgandafirði og var alla tíð uppruna sínum og æskuhug- sjónum trúr. Nám stundaði hann á Núpi og Hvanneyri og síðar í Kenn- araskólanum og gerðist strax að prófi loknu skólastjóri á Suðureyri. Skólastjórn og búskapur urðu síðan viðfangsefni hans með stjórnmála- starfi. Hann var vel til forystu fall- inn og hafði sterkan vilja til að ráða. Ólafur gerðist ungur liðsmaður Framsóknarflokksins og munaði um hann þar sem annars staðar. Hann var varaþingmaður fyrir Vestfirði 1972-1979 en þá var hann kjörinn alþingismaður kjördæmis síns til 1995 að hann lét af þing- mennsku vegna heilsubrests. Ekki vildu þó framsóknarmenn á Vest- fjörðum láta hann lausan og var hann varaþingmaður frá 1995 til dauðadags. Þar að auki var hann oddviti Suðureyrarhrepps eitt kjör- tímabil og formaður Fjórðungssam- bands Vestfirðinga í fjögur ár. Ólafur hafði djarfmannlega fram- göngu og yfir honum var glæsileiki og nokkurs konar heiðríkja. Hann var víðlesinn og sögufróður. Ræðu- maður var hann frábær þegar hon- um tókst best upp og á fáa þing- menn var betur hlustað. Ólafur var mikill skapmaður, stundum fullmik- ill, en jafnframt spaugsamur með ágætum og hnyttinn í tilsvörum og vitnaði gjarnan í bókmenntir í ræð- um sínum. Ólafur hafði víðan sjóndeildar- hring og sá hlutina gjarnan frá öðru sjónarhorni en samferðamennimir. Þess vegna var hans þáttur í um- ræðum oft mjög dýrmætur af því honum tókst oft að víkka sviðið með eftirminnilegum athugasemdum. Ólafrn- var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þórey Eiríksdóttir Þorsteinssonar alþingismanns. Börn þeirra eru Áslaug og Arin- björn. Síðari kona Ólafs var Guð- björg Heiðarsdóttir og eru börn þeirra Heiðbrá og Ágúst. Um skeið var Olafur skólastjóri í Reykholti og færði hann þá bústað sinn í Borgarfjörð. Hann hafði yndi af hestum og stundaði hrossabú- skap alla tíð og um skeið kúabú- skap. Ekki var það allt gróðavegur en lífsfylling öðrum þræði. Fjöl- breytt viðfangsefni kröfðust mikill- ar orku og Ólafur var þeirrar gerð- ar að hann sparaði sig hvergi og var áhlaupamaður til vinnu og harð- fengið var slíkt að aldrei var kvart- að fyrr en í fulla hnefana. Svo fór þó haustið 1994 að Ólafur varð fyrir mjög alvarlegu hjartaá- falli. Lá hann milli heims og helju í margar vikur. Með góðri hjúkrun á sjúkrahúsum og hjá fjölskyldu sinni náði hann þó aftur bærilegri heilsu. í aðdraganda kosninga 1995 átt- um við tal við hann og löttum hann að segja sig frá þingmennsku, enda var þá heilsan að skána. „Það þýðir ekki að selja Vestfirðingum svikna vöru,“ sagði Ólafur og vísaði þar til heilsu sinnar. Svo fór þó að hann tók annað sætið á lista framsóknar- manna á Vestfjörðum og hefur setið sem varamaður á undanfömum þingum þingheimi öllum til óbland- innar ánægju. Fyrir hálfum mánuði heimsóttu þingflokkur og lands- stjórn framsóknarmanna Vestfirði. Ólafur Þ. Þórðarson var með í för og fór á kostum eins og venjulega. Það óraði engan fyrir að þetta yrði síðasta ferð hans um sitt gamla kjördæmi. Við hjónin þökkum margra ára- tuga samfylgd, heila vináttu, og góðar og minnisverðar samveru- stundir. Við vottum Guðbjörgu og börnum hans svo og öðrum aðstand- endum innilega samúð okkar. Góður maður er genginn en til- svör hans, snilliyrði og minningin um ærlegan og hreinskiptinn mann lifa áfram í hugum vina hans og samstarfsmanna. Sigrún Magnúsdóttir, Páll Pétursson. Ólafi Þ. Þórðarsyni kynntist ég fyrst á heimili foreldra minna vorið 1967. Hann var þar í hópi vest- firskra fulltrúa á flokksþingi Fram- sóknarflokksins. Hann var þá við nám í Kennaraskóla Islands. Þá hafði verið ákveðið, að ég færi í framboð í Vestfjarðakjördæmi. Við tókum tal og fann ég fljótt, að þessi ungi maður var mjög fróður um menn og málefni á Vestfjörðum, ekki síst í Súgandafirði. Fékk ég frá Ólafi ýmsar upplýsingar og ráð, sem reyndust mér mikils virði í kosningabaráttunni. Kynni okkar Ólafs urðu síðan náin og góð, ekki síst eftir að hann hóf þátttöku í stjórnmálum. Ólafur lauk námi vorið 1970 og varð þá þegar skólastjóri barna- skólans á Suðureyri. Því starfi gegndi hann til 1978, þegar hann varð skólastjóri Héraðsskólans í Reykholti. Ólafur var prýðilegur kennari. Hann lét ekki kennslubæk- urnar einar ráða námsefninu heldur miðlaði miklu frá eigin brjósti. Svo var ekki síst á Suðureyri. Ólafur unni heimabyggð sinni mjög og hafði frá mörgu að segja úr sögu og mannlífi Súgandafjarðar. Að því hlaut að koma, að Ólafur hæfi þáttöku í stjórnmálum, svo brennandi var áhugi hans á þjóð- málum og bjargföst sannfæring hans um nauðsyn jafnræðis og rétt- lætis, ekki síst fyrir hinar dreifðu byggðir. Ekki get ég neitað því, að til þess hvatti ég Ólaf, því mér þótti fengur að því að fá Ólaf í framboð. Ólafur skipaði fjórða sætið á fram- boðslista Framsóknarflokksins í AI- þingiskosningunum 1971, þriðja sætið 1974 og 1978 og annað sætið 1979. Þá varð Ólafur þingmaður Vestfirðinga og var það síðan óslitið til 1994, þegar hann lét af þing- mennsku vegna veikinda. Strax eft- ir heimkomu hóf Ólafur afskipti af sveitarstjórnannálum og var odd- viti Suðureyrarhrepps 1974 - 1978. Á þeim árum jókst fylgi Framsókn- arflokksins mjög í Súgandafirði. Ólafur var mjög góður ræðumað- ur og hafði yndi af kappræðum. Margs er að minnast frá framboðs- fundum á þessum árum. Þegar á var deilt svaraði Ólafur að bragði og af snilld og skaut oft fast. ðlafur hafði ótrúlegt minni. Vísaði hann iðulega í ræður manna jafnvel frá framboðsfundum fyrir fjórum ár- um. Hann var hafsjór af kvæðum og vísum og gat varpað fram vísu sem átti við við flest tækifæri, að því er virtist. Hann var mjög vel lesinn í fornsögum og vitnaði iðulega til þeirra, þegar við átti. Þingmenn kynntust þessu vel. Margai' ræður Ólafs vöktu mikla athygli. Stundum voru orð Ólafs misskilin og hent að þeim gaman enda risti Ólafur í þekkingu sinni og rökstuðningi oft dýpra en almennt gerist. Ölafur fór ekki troðnar slóðir. Hann mat eigin sannfæringu meira en almannaróm eða flokkslínu. Oft var það svo á fundum þingflokksins, að Ólafur setti fram ný og önnur sjónarmið en ríkjandi voru. Vakti hann þá á stundum upp umræðu, sem gat orðið hörð en oft þörf. Sjón- armið Ólafs réðust mjög af sterkri tilfinningu hans fyrir þróun hinna smáu byggða og nauðsyn jafnræðis í landinu. Ólafur hafði, til dæmis, miklar efasemdir um ágæti kvóta- kerfisins í sjávarútvegi, einkum heimild til framsals kvótans. Hann færði að því sterk rök, að slíkt gæti orðið afai' hættulegt fyrir hinar smáu byggðir, sem ættu allt sitt undir fiskveiðum, en hefðu ekki bol- magn til að keppa við hina stóru og sterku um kvótann. Þetta hefur, því miður, reynst rétt, til dæmis, í þeirri byggð, sem Ólafur unni mest, Súgandafirði. Þessum fátæklegu orðum um vin minn Ólaf Þ. Þórðarson verður ekki lokið án þess að minnast á störf hans í landbúnaði. Ólafur lauk bú- fræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1960. Hugur hans stóð ætíð mjög til landbúnaðar. Hann var sannfærður um að ís- lenskur landbúnaður ætti mikla framtíð og vildi reyna nýjar bú- greinar. Sannfæringu sína sýndi Ölafur í verki. Á Súgandafirði hóf hann tilraunir með gæsaeldi. Ólafur var góður hestamaður og hafði mik- inn áhuga og ánægju af hrossarækt. Eftir að Ólafur kom að Reykholti leigði hann Vilmundarstaði þar í dalnum. Síðar festi hann kaup á Efra Nesi í Stafholtstungum þar sem hann var með kúabúskap og hrossarækt. Fyrir rúmu ári seldi Ólafur Efra-Nes og keypti Eyri í Flókadal. Þar var hann með sín hross. Að Eyri lést Ólafur sunnu- daginn 6. september s.l. Ölafur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þórey Eiríksdóttir Þorsteinssonar kaupfélagsstjóra og alþingismanns í Vestur-ísafjarðar- sýslu. Þau skildu. Síðari kona Ólafs er Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir ætt- uð frá Höfn í Homafirði. Með Ólafi er genginn góður og mætur maður. Ég er þakklátur fyr- ir okkar góðu kynni og kveð Ólaf með söknuði. Við Edda sendum Guðbjörgu, börnum Ólafs, afkom- endum og ættingjum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Steingrímur Hermannsson. Kveðja frá bekkjarsystkinum Við vonum að eflist hér allt ykkar ráð, að einnig þið vitið að lífið er náð. Vordagarnir 1970 verða okkur lengi minnisstæðir. Það var sannar- lega vor í lofti, jafnvel þótt Hekla væri farin að gjósa, blíða allan maí- mánuð meðan prófin stóðu yfir. Það voru vorleysingar í þjóðfélaginu, kreppan 1967-69 yfirstaðin og sunn- an úr Evrópu fóru að blása ferskir vindar með nýjum hugmyndum. Og það var vorhugur í okkur sem nú vorum að kveðjast eftir fjögurra ára samveru, viss um að vorið er eilíft í vitund þess manns sem vandar til byggðar síns framtíðarlands eins og segir í söng D-bekkinga eft- ir Ólaf. Svo „lögðum við út á lífsins braut“; fórum hvert í sfna áttina, 26 kennarar með rauða húfu, en eftir þessa reynslu vorum við bundin vin- áttuböndum sem hafa reynst ótrú- lega sterk og gefandi. Ævintýrið byrjaði haustið 1966. D-bekkurinn var auðvitað óvenjuvel skipaður, það fannst okkur og finnst enn, þótt hópurinn væri sundurleit- ur, þjóðfélagsbakgrunnur ólíkur, Reykvíkingar og sveitamenn, úr fiski eða fjósi. Ólafur Þórarinn, eins og hann hét fullu nafni, skar sig þó úr, grannur á vöxt, bjartur yfirlitum, vaskur og glaðbeittur. Hann var um áratug eldri en flestir aðrir í bekknum, þroskaður, með víðtæka reynslu og þekkingu sem við hin áttum enn eft- ir að heyja okkur. Hann var nátt- úrubarn, sveitamaður í húð og hár, búfræðingur að mennt, og hafði að auki fengist við kennslu um nokkur ár; Willis-jeppinn hans, 1-1194, var staðfesting á þessum skilsmun okk- ar og hans. D-bekkurinn varð strax samstillt- ur, og þar munaði ekki hvað minnst um óumdeilda forusta Ólafs og þann glaðværa tón sem sleginn var í byrj- un. Um þetta vitna bekkjarblöð, annálar og minningarbækur D- bekkjarins, allt sett saman af elju á þessum árum. Innan hópsins urðu til hjónabönd og síðar komu börn Ólafs og Þóreyjar, bekkjarsystur okkar. Mælskutilþrif Ólafs voru þá þeg- ar mótuð, raddstyrkur mikill og ausið úr Islendingasögum og kveð^ skap sem hann hafði á hraðbergi, furðu mikið, og svo var gripið til kenninga heimspekinnar, heima- gerðra eða alþjóðlega viðurkenndra eftir atvikum. Á þessu sviði gat hin sérstæða og óvenjulega hugsun hans oft notið sín vel. Þegar á hall- aði í orðasennum var drýgst að láta góðskáldin hjálpa sér og tefla þeim fram þótt samhengið væri stundum á bláþræði. Þessir hæfileikar Ólafs öfluðu honum virðingar, jafnt nem- enda sem kennara. Hann var því valinn til forustu í hópi nemenda og dr. Broddi naut augljóslega sam- starfsins við hann. Þrátt fyrir aldurs- og þroskamun lét Ólafur sem hann væri einn af okkur, dró ekkert af sér í alls konar uppátækjum sem betur hæfði tán- ingum en mönnum nær þrítugu. Við fundum því minna fyrir þessum mun meðan skólaárin liðu. Nú er í fyrsta sinn höggvið skarð í þennan hóp sem til stofnaðist fyrir 32 árum. Margt hefur breyst síðan þá, en sú tilfinning fyrir lífshlaupi hvers og eins í hópnum, sem fyrstu kynni veittu, hefur reynst býsna sönn, ekki hvað síst í tilfelli Ólafs sem varð strax að loknu prófi skóla- stjóri og hóf afskipti af stjórnmál-»— um, bæði í héraði og á Alþingi. Það vissum við að lægi fyrir honum. Ævidagui' hans varð hins vegar skemmri en okkur gat órað fyrir, og áföll og andstreymi meira. Þrátt fyr- ir það markaði hann spor í þjóðlífið sem við D-bekkingar erum stolt af. í bekkjarblaðinu vorið 1970 er „aldursforsetinn" spurður hvað við taki þegar náminu lýkur. Hann svaraði m.a. með þessum línum: Ég veit ei hvað verður hið næsta, ég veit ei, skil ei, né sé, ** hvert örlögin vilja mér vísa, hvað verður mér látið í té. Oft á ævinnar morgni, ég ætlaði, þráði og hélt, en önnur var útkoma dagsins, ekkertvar gefið, en selt. Þegar horft er til baka til þessara góðu daga síast minningamar í gegnum nýjan þroska. Forskot ðlafs frá þessum árum á hópinn hafði smám saman máðst út og hann var ekki lengur sá sem leiddi bekkinn sem enn hittist reglulega. En afstaða sem myndast milli ein- staklinga á ungu aldursskeiði getur orðið býsna lífseig, jafnvel þótt lífið^ snúi svo taflinu síðar á annan veg. * Við kveðjum kæran og minnis- stæðan bekkjarbróður og þökkum fyrir glaðværðina og vinskap sem hann skilur eftir í hugum okkar. Við biðjum börnum Ólafs, eigin- konu og öðrum ástvinum styrks í sorginni við fráfall hans. D-bekkur KÍ 1966-70. Sú var tíð, að andstæðingar í stjórnmálum voru jafnframt óvild- armenn, jafnvel hatursmenn. Ekki er laust við, að sumir álykti, að svo hljóti enn að vera. Sá tími er hins vegar liðinn. Mjög fátítt er, að póli- tískir andstæðingar séu jafnframt^, persónulegir óvildarmenn. Miklu oftar að góður kunningsskapur, jafnvel vinátta, ríki á milli þeirra. Ekki síst ef um er að ræða þing- menn sama kjördæmis. Átök hafa jafnan verið mikil í stjórnmálum í Vestfjarðakjördæmi. Kjósendur eru þar ekki ýkja margir þannig að tiltölulega fá atkvæði geta ráðið miklum úrslitum. Er því oft hart bai'ist. Ekki síst í blaðaút- gáfu og á framboðsfundum fyrir kosningar, sem eru og verið hafa um 14 talsins hverju sinni á jafn- mörgum stöðum og stendur ekks - skemur en í þrjár stundir hver fundur. Þá er oft talað bæði hátt og þungt. Þess á milli, og raunar einnig á sameiginlegum framboðsfundar- ferðum, er græskulaust á milli manna. Þingmenn vinna saman að sameiginlegum verkefnum og deil^ SJÁ NÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.