Morgunblaðið - 18.09.1998, Page 32

Morgunblaðið - 18.09.1998, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ _________________AÐSENPAR GREINAR___________ Hafnarfjörður - Cuxhaven Viltu vera vinur Vinabæjasamstarf í 10 ár Vinalínunnar? FYRIR réttum 10 árum var undirritaður samningur um vina- bæjasamband milli Hafnarfjarðarbæjar og hafnarbæjarins Cux- haven í Norður-Þýska- landi. Hugmyndin fæddist í tengslum við sjávarútvegssýningu sem var haldin í Reykjavík árið 1997 og upphaflega hugsunin var samstarf á sviði hafnar- og sjávarút- vegsmála. Varla var blekið þornað á samn- ingnum þegar áhuga- fólk á öðrum sviðum fór að varpa fram sín- um hugmyndum og ekld þarf að orðlengja það; í dag eru vinabæja- samskiptin á milli Cuxhaven og Hafnarfjarðar þess eðlis að víð- frægt er orðið. Sumir vilja orða það svo að úr vináttusambandi hafi þró- ast ástarsamband milli bæjanna! Vinabæjafélög stofnuð Þegar ljóst varð hve starfsemin jókst og áhugi almennings var mik- ill á samstarfi á ýmsum sviðum voru stofnuð áhugamannafélög, vinabæj- afélög, í báðum bæjunum. Þjóð- verjarnir riðu á vaðið og stofnuðu MÖRKINNI 3 • SÍMI 588 0640 sitt félag í árslok 1989 og í maí 1993 var stofn- að samskonar félag í Hafnarfirði. Markmið félaganna er að efla enn frekar tenglsin á milli bæjanna og vera tengiliður bæjaryfir- valda og hinna ýmsu hópa og einstaklinga sem hafa hug á sam- skiptum. Um 160 félag- ar eru nú í vinabæjafé- laginu í Hafnarfirði. Hundruð Hafnfírð- inga til Cuxhaven Það sem hefur ein- kennt vinabæjasam- skiptin milli Cuxhaven og Hafnarfjarðar og gerir þau ein- stök að margra mati er hversu þátt- taka ungs fólks og hins almenna borgara er snar þáttur í samstarf- inu. A hverju ári fara nokkrir hópar á milli og til dæmis hafa hundruðir Hafnfirðinga farið til Cuxhaven á síðustu 10 árum. Iþróttahópar í Það hefur sýnt sig og sannað, segir Asa María Valdimarsdóttir, að vinabæjatengsl sem þessi eiga mikinn rétt á sér. flestum greinum hafa farið í æfmga- og keppnisferðir, æskulýðshópar á öðrum sviðum hafa heimsótt sína líka, nemendahópar frá Flensborg, Fiskvinnsluskólanum og Náms- flokkum hafa farið í námsferðir, flestir kórar bæjarins hafa haldið tónleika ytra, listamenn hafa fengið aðstöðu í listamannahúsi Cuxhaven og haldið sýningar, nemendum Tón- listarskólans hefur verið boðið ár- lega að taka þátt í æfingum og tón- leikahaldi sinfoníuhljómsveitar æskunnar á svæðinu, ungt fólk hef- ur farið að vinna í Cuxhaven, ferða- mannahópar hafa lagt land undir fót, stafsmenn hinna ýmsu stofnana bæjarins t.d. slökkvistöðvar, raf- veitu, hafnarinnar, og skólanna hafa farið að kynna sér störf félaga sinna ytra og fleira mætti telja. Á sama hátt hafa Hafnfirðingar fengið að taka á móti hópum frá Cuxhaven. Vissulega hafa stjórnmálamennirn- ir, höfnin og atvinnulífið ekki gleymst en þegar horft er yfir svið undanfarinna 10 ára standa örugg- lega ungmennasamskiptin upp úr. Afmælishátíð í Hafnarfirði I tilefni 10 ára afmælis vinabæja- samskipta er um 50 manna hópur Cuxhavenbúa kominn til landsins með borgarstjórann dr. Hans-Hein- rich Eilers í broddi fylkingar. Föstudagskvöldið 18. september verður efnt til hátíðarsamkomu í Hafnarborg fyrir gesti, félagsmenn og aðra velunnara Cuxhaven. Þar munu bæjarstjórar beggja bæja og formenn vinabæjafélaganna flytja ávörp og ungt listafólk, þ.e. dansar- ar og tónlistarmenn frá báðum bæj- um munu koma fram. Kynnt verður nýútkomið afmælisrit og opnuð verður sýning þekkts ljósmyndara frá Cuxhaven, Bernt Schlusselburg. Að eiga sér vin Það hefur sýnt sig og sannað að vinabæjatengsl sem þessi eiga mik- inn rétt á sér. Á okkar tímum þegar samskipti við hinn stóra heim og skilningur á milli þjóða skiptir svo miklu máli er þessi samskiptamáti afar áhrifamikill. Sumt er notalega sýnilegt eins og „Cuxhavengata“ og jólatréð við höfnina í Hafnarfirði eða „Hafnarfjörður-Platz“ í miðbæ Cuxhaven. Ennþá ljúfari eru þó mannlegu samskiptin, reynsla unga fólksins við að kynnast nýju um- hverfi, lærdómurinn sem við drög- um hvert af öðru, en ekki síst hin sanna vinátta sem myndast. Eg hvet alla sem hafa til þess tækifærri, að nýta sér vinabæja- tengsl á þann hátt sem Hafnfirðing- ar og Cuxhavenbúar hafa gert. Það er bæði peninganna og vinnunnar virði. Höfundur er formaður Vinabæja- félagsins Cuxhaven-Hafnarfjörður. VINALÍNA Rauða krossins er símaþjón- usta sem rekin er af sjálfboðliðum Reykja- víkurdeildar Rauða kross íslands. Sjálf- boðaliðar svara í síma á milli klukkan átta og ellefu á hverju kvöldi. Þangað hringir fólk sem vantar einhvern að tala við. Einhvern sem er reiðubúinn að hlusta, vera til staðar og gefa mannlegu hlýju í gegnum síma. Þeir sem hringja geta verið alls konar fólk, rétt eins og þú og ég. Fólk sem er einmana og hefur eng- an til að ræða við. Oft er gott að ræða málin við einhvern ókunnug- an nafnlaust í gegnum síma og nota margir þetta sem fyrstu skref sín til að ræða um vandamál sem erfitt getur verið að ræða við sína nán- ustu. Síðan geta þeir þá leitað sér aðstoðar ef þörf krefur. Einnig er mikið um að fólk hringir sem er einmana og hefur engan til að ræða við og er þá eingöngu að tala um hversdagsleg málefni, eiginlega bara rabb. Sjálfboðaliðarnir sem svara i sím- ann eru venjulegt fólk og alls engir sérfræðingar. Þar eru einstaklingar úr flestum stigum þjóðfélagsins og með alla vega bakgrunn. Allir sjálf- boðaliðar fá ákveðna grunnþjálfun í símatækni. Það er gert á helgar- námskeiði þar sem farið er yfir samtalstækni, símsvörun, og er þar farið einnig yfir alls konar vanda- mál og hvernig ber að taka á þeim. Nægir þar að nefna vandamál eins einmanaleika, geðsjúkdóma ýmiss konar, kynferðislega misnotkun, hjónaskilnaði, sjálfsvíg, meðvirkni og margt fleira. Þessi þjálfun er af- ar mikilvæg vegna þess að án henn- ar myndu sjálfboðaliðarnir brenna út á stuttum tíma. Sjálfboðaliðarnir fá einnig hand- leiðslu sálfræðings einu sinni til tvisvar í mánuði og er þar farið yfir öll samtölin sem hafa borist. Þar gefst sjálfboðaliðunum tækifæri til að létta á sér og losa sig við erfið samtöl sem þeir hafa fengið. Þar læra þeir hver af öðrum og fá stuðn- ing undir handleiðslu sálfræðings sem leiðbeinir þeim um hvað hefur verið vel gert og hvað mætti gera betur. Þannig eru sjálfboðaliðarnir sífellt að læra tækni sem nýtist þeim ekki bara þegar þeir svara í síma Vinalínunnar, heldur alls stað- ar í hinu daglega lífi. Auk þessa eru reglulega haldnir fræðslufundir þar sem fengnir era fyrirlesarar til að fræða sjálfboðaliðana um hin ýmsu málefni sem tengjast símaþjónust- unni. Þar era gjarnan fengnir fyrir- lesarar frá hinum ýmsu félagasam- Rauðarárstíg 16, sími 561 0120. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 tökum svo sem Nýrri dögum, samtökum um sorg og sorgarvið- brögð, Samtökunum 78, fíkniefnadeild lög- reglunnar, ITC sam- tökunum auk ýmissa sérfræðinga sem taka fyrir málefni eins og sjálfsvíg, sálræna skyndihjálp, kynskipti, klæðskiptinga, áfalla- hjálp og margt fleira. Vinalínan er rekin af u.þ.b. 30-50 sjálfboða- liðum og er fjöldinn misjafn frá einum tíma til annars. Reglulega eru teknir inn nýir sjálfboðaliðar og eru haldin nám- skeið fyrir nýja sjálfboðaliða á haustin og vorin. Næsta námskeið verður haldið fyrstu helgina í októ- ber. Ef þú, lesandi góður, hefur nokkra tíma aflögu í mánuði hverj- um og langar til að láta gott af þér leiða og hjálpa öðrum, þá skalt þú endilega hafa samband við skrif- stofu Vinalínunnar og fá frekari upplýsingar. Kynningarfundir verða haldnir í september þar sem Margir, segir Vilhjálm- ur Guðjónsson, nota Vinalínuna sem sín fyrstu skref til að ræða um persónuleg vandamál. starfsemi Vinalínunnar er kynnt nánar. Þeir fundir verða auglýstir nánar og einnig verða þeir tilkynnt- ir í dagbókum dagblaðanna. Ekki er verið að óska eftir nein- um sérfræðingum heldur bara venjulegu fólki sem hefur tíma, reynslu og getur rætt við aðra í síma án þess að flækja sínum eigin vandamálum inn í. Rík áhersla er lögð á trúnað og er það ein aðal- regla Vinalínunnar. Þeir sem hringja í Vinalínuna geta treyst því að farið er með málefni þeirra sem algert trúnaðarmál. Sjálfboðaliðar ræða aldrei málefni skjólstæðinga Vinalínunnar annars staðar en á símavaktinni og á handleiðslufund- um. Sjálfboðaliðar gefa heldur aldrei upp sitt raunverulega nafn, heldur starfa þeir undir gælunöfn- um. Staðsetning Vinalínunnar er einnig trúnaðarmál og er það gert fyrst og fremst til að vernda sjálf- boðaliðana. Vinalínan hefur skrif- stofu og einn starfsmann í hálfu starfi auk sálfræðings í hlutastarfi. Skrifstofan er í Sjálfboðamiðstöð Reykjavíkurdeildar Rauða kross ís- lands á Hverfisgötu 105 og þar geta áhugasamir fengið frekari upplýs- ingar. Það er gott að geta hjálpað öðrum og það er gefandi starf að taka þátt í starfsemi Vinalínunnar. Höfundur er formaður Vinalínu Reykjavíkurdeildar Rauða kross Islands. INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT Q Z a z Q z Q z Q z Q z Q Z Q z Q Z Tegund Lítrar (br.) Stærð Verð Stgr. GFP4141 146 lítrar 85x60x60 31.263,- 29.700,- GFP 4220 220 lítrar 88x89x65 37.579,- 35.700,- GFP 4290 294 lítrar 88x109x65 41.789,- 39.700,- GFP 4370 370 lítrar 88x132x65 47.053,- 44.700,- GFP 4435 443 lítrar 88x164x65 52.316,- 49.700,- <2 GFP 4435 Q z Frystikistur Tilboðsverð sem eru komin til að vera. i Eigum einnig ymsar § stærðir frystiskápa -ag Ása Man'a Valdimarsddttir Vilhjálmur Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.