Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 41 "• verkalýðshreyfíngarinnar. Hann sinnti lögfræðistörfum fyi'ir fjölmörg verkalýðsfélög innan Alþýðusambands Islands auk þess sem hann var ætíð boðinn og búinn að aðstoða ASI þegar eftir var leitað. Yfirgripsmikii þekking Ai’n- mundar á vinnurétti hefur verið verkalýðshreyfingunni mikill styrkur á undanförnum áratugum og aflað honum virðingar sem ein- um fremsta fræðimanni þjóðarinn- ar á þessu sviði. Því leitaði Alþýðu- samband íslands gjarnan eftir áliti og ráðgjöf Arnmundar þegar upp komu flókin álitamál, hvort sem þau sneru að samskiptum aðila á vinnumarkaði eða inn á við í hreyf- ingunni. Skemmst er frá því að segja að Arnmundur hefur reynst íslenskri verkalýðshreyfingu holl- ráður og hans verður minnst sem happadrjúgs ráðgjafa og mikil- vægs áhrifavalds á mörgum svið- um. Þeir sem kynntust Arnmundi munu ekki einungis minnast hans sem fræðimanns og ráðgjafa held- ur einnig sem trausts vinar og félaga. Hann starfaði alla tíð trúr hugsjónum sínum og það fundu all- ir sem til hans þekktu. í stormum samtíðarinnar eru slíkir einstak- lingar okkur öllum ákaflega dýr- mætir sem og þau spor sem þeir hafa markað í söguna og vitund okkar. Fyrir hönd vina, samstarfs- manna og félaga í Alþýðusambandi íslands, votta ég aðstandendum og öllum ástvinum Arnmundar samúð um leið og ég þakka fyrir ómetan- leg störf hans í þágu íslensks launafólks. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Fallinn er frá langt fyrir aldur fram einn mikilvægasti félagi okk- ar í verkalýðshreyfingunni. Arn- mundur Backman var ekki bara frábær lögmaður, heldur fórnfús hugsjónamaður þar sem hagur hins vinnandi manns var bæði hug- myndafræði og lífsstíll. Hjarta hans sló með þeim sem minna máttu sín og stóðu höllum fæti í þjóðfélaginu, fyrir það fólk lagði hann fyrst og síðast fram sína starfskrafta. Þar var aldrei spurt hvort hagkvæmara væri að sinna öðrum arðbærari verkefnum, aldrei taldi hann of miklum tíma fórnað til að rétta hlut launa- mannsins og sækja hans réttindi, aldrei vék hann sér undan því að taka afstöðu í málum sem til hans var leitað með, aldrei spurt hvaða tími sólarhringsins kvabbið frá okkur kom, alltaf var tími til íhug- unar og ráðlegginga um málefni verkafólks. Ai-nmundur var löngu orðin goðsögn í lifanda lífi, fáum öðlast slík viðurkenning á hans sviði. Það var ekki bara af því að hann væri frábær lögmaður heldur fyrst og fremst að lífsýn hans og mann- gæska var í öndvegi í öllum h ans störfum, þess vegna náði hann það langt í sinni grein, að oftar en ekki var hans álit á málum talið ígildi þess réttlætis að ekki þurfti að kveða upp annan dóm. Það er ábyggilega sjaldgæft í kjarabaráttunni að eiga að lög- fræðing eins og Arnmund, sem ávann sér slíkt traust að báðir deiluaðilar á vinnumarkaðinum væru sammála um eitt og stundum aðeins um það eina, að lúta iðulega sameiginlegs álits og jafnvel úr- skurðar eins manns. Þó verkafólk á íslandi hafi misst hér góðan vin og bakhjarl sem saknað er sárt, er það huggun að arfur sá sem hann skildi eftir er eitt það dýrmætasta vopn sem það á í framtíðar starfi og strögli. Verk hans við að tryggja réttindi verkafólks og að verja þeirra rétt eru svo stór og áhrif hans á þá sem taka við merkinu svo mikil að fáir hafa skilið eftir sig stærri arf. Verkafólk á Vestfjörðum sendir eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu samúðarkveðjur, við vitum að þó sorgin sé sár er þó slík birta yfir minningunni um góðan dreng að hún mun vísa okkur veginn um ókomin ár. Alþýðusamband Vestfjarða, Pétur Sigurðsson. Kveðja frá Þjóðleikhúsinu Það var fyrir um það bil tveimur árum að okkur barst nýtt íslenskt leikrit frá höfundi sem ekki hafði áður sent frá sér leikrit. Það fjallaði um eldri borgara á spaug- saman hátt: roskinn maður missir minnið og sest inn í bíl gamallar konu, sem tekur hann auðvitað með sér heim meðan hún reynir að komast til botns í málinu. Verkið vakti strax áhuga okkar vegna þess að grunnhugmyndin var frumleg, samtölin lifandi og fyndin og úrvinnslan ágæt, ekki síst miðað við að um frumraun höfund- ar var að ræða. Meðan leikritið var ennþá í skoðun hjá okkur sendi höfundur okkur annað verk, sem einnig var bráðskemmtilegt og lýsti þeirri streitu og öllu því álagi, sem nútímafjölskyldan steypir sér í vegna jólahalds. Húsbóndinn fær eins konar vitrun á aðfangadag og heitir því að hætta neyslukapp- hlaupinu og öllu því sem er sókn eftir vindi en verja því sem eftir lifir ævinnar í að njóta þess sem meira máli skiptir: mannlegra samskipta og samverustunda með fjölskyldunni. Þegar ég heyrði um sjúkdóm þann, sem Arnmundur - en sá var auðvitað höfundurinn - átti við að stríða, skildi ég kannski betur hvers vegna hann hafði valið sér þetta umrædda efni. Við ákváðum að leiklesa þetta síðarnefnda verk til reynslu eins og oft er gert við ný íslensk verk sem okkur líst vel á en eru kannski ekki alveg tilbúin af hálfu höfunda. Leikararnir sem tóku þátt í leik- lestrinum skemmtu sér konung- lega - slíkt er alltaf góðs viti - og vegna veikinda höfundar hafði hann óskað eftir því að samlestur- inn færi fram á heimili hans sem gerði þetta allt saman persónu- legra og óvenjulegra. Eftir vikuæf- ingar var verkið síðan leiklesið í Þjóðleikhúsinu fyrir áhorfendur sem einnig skemmtu sér prýðilega. Við stóðum sem sé frammi fyrir því vali að velja á milli tveggja for- vitnilegra gamanleikrita eftir þennan nýja höfund. Fyrir valinu varð verkið um minnislausa mann- inn, kannski ekki síst vegna þess að það bauð upp á fjölmörg skemmtileg hlutverk fyrir elstu leikarana okkar og var þar að auki bráðskemmtilegt. Og aftur vorum við boðin heim til Arnmundur og Valgerðar konu hans, í þetta sinn til þess að lesa fyrsta samlestur leikara og leik- stjóra á nýja verkinu, sem nú hafði verið valið til sýningar í Þjóðleik- húsinu og hafði hlotið nafnið Mað- ur í mislitum sokkum. Rúmt ár var liðið frá því við höfðum lesið fyrr- nefnda verkið þar heima. Því er ekki að leyna að okkur var brugðið, er við sáum hversu mjög Arnmundi hafði hrakað á þessu eina ári. En kímnigáfan var sú sama, létt og glaðlegt viðmótið og hlýjan og manngæskan lýstu af honum eins og fyrri daginn. Það var vor úti, sól og hlýindi; fyrstu blómin í garðinum sprungin út og minntu á sífellda hringrás og end- urnýjun lífsins. A píanóinu voru nótur að lagi, sem eitt okkar fremsta tónskáld hafði samið og tileinkað dóttur þeirra Arnmundar og Valgerðar vegna væntanlegs brúðkaups; fögur listaverk prýddu veggi og ljúffengar veitingar voru fram reiddar af Valgerði og systr- um Arnmundar, Eddu og Ingu, þegar hlé varð á samlestrinum. Arnmundur var greinilega gæfumaður í einkalífinu, umvafinn elsku og ástúð sinna nánustu. Leikararnir lásu verkið og Ijómuðu af ánægju, allir þekktu þarna sjálfa sig og gátu haft gam- an af, en skærast allra ljómaði höfundurinn. Vegna þeirra óvenju- legu kringumstæðna sem veikindi hans léðu þessari samverustund og vegna þeirrar vitneskju að tími hans væri að styttast ískyggilega urðum við öll ennþá staðráðnari í að honum yrði að auðnast að fá að sjá þetta leikrit sitt á sviðinu eins og það gæti best orðið í höndum góðra listamanna. Ekki varð okkur að þeirri ósk. En í einstaklega fallegum þakkar- orðum hans að samlestri loknum kom fram að takmarki hans væri á vissan hátt náð: eftir að hafa hlýtt á leikarana lesa leikritið sagðist hann vera þess fullviss að nú væri verki sínu borgið í þeirra höndum. Ai-nmundur var mikill húmoristi. Hann hafði á orði, þeg- ar hann var lagður inn á spítala nú undir lokin og sá hvert stefndi, að nú væri eins gott fyrir sig að fara að stilla hörpuna. Hvort sem hann sveimar nú yfir okkur á guðlegu skýi og slær hörpustrengi eða rifj- ar upp vel unnin störf á glæstum lögfræðiferli sínum er ljóst að al- mættið sá til þess að skáldskapar- harpan færi vel í höndum hans. Það var markmið hans með skrif- um sínum að létta fólki lífið með mannskilningi og húmor. í þeim anda munum við halda áfram að vinna leikritið hans, sem nú er um það bil hálfnað í æfíngu hjá leik- húsinu og verður frumsýnt um miðjan október. Við sem kynntumst Arnmundi í þessari skemmtilegu samvinnu sendum Valgerði og börnum þeirra hjóna, Eddu systur hans, móður og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Það var einstaklega ánægjulegt og beinlínis mannbætandi að fá að kynnast Arnmundi þótt kynnin yrðu alltof stutt - nú er það vænt- anlegra áhorfenda að kynnast hon- um af verkum hans. Megi minning þessa sómadrengs lengi lifa. Stefán Baldursson. Hinn 17. júní 1964 setti góður hópur upp stúdentshúfurnar á Sal Menntaskólans á Akureyri. Fram- tíðin beið með fyrirheit og vonir, að baki var tímabil áhyggjuleysis og glaðværðar. I þessum hópi var Arnmundur Backman, sem var einn af sætustu og skemmtilegustu strákunum í skólanum, hrókur alls fagnaðar, hvers manns hugljúfi. Hann var í B-bekknum í mála- deildinni, sem var að mestu setinn strákum, en við vorum fjórar Ak- ureyrarpíur í bekknum til að lífga upp á strákafansinn. Addi var áberandi persóna í bekkjarlífinu og skólalífinu öllu, fyndinn og hnyttinn í tilsvörum, sagði brandara og gamansögur lát- laust og vakti einatt hlátur skólafélaganna. Hann var opin- skár, hlýr og einlægur og hafði þegar mótað með sér ákveðnar skoðanir á þjóðmálum. Greinilegt var að Addi hafði alist upp í traustri og glaðlyndri fjölskyldu sem kunni skil á menningu og list- um. í B-bekknum var kjarni Busa- bandsins, sem þá var fræg og eftir- sótt hljómsveit. í henni spilaði Addi ásamt vinum sínum og bekkj- arbræðrum, Vilhjálmi Vilhjálms- syni, Friðriki Guðna Þórleifssyni, Jóni G. Kristjánssyni, Þorvaldi Halldórssyni og fleiri skólafélög- um. Þegar hinir glæsilegu meðlim- ir Busa-bandsins stigu á hljómsveitarpallinn með sitt frum- lega lagaval og flutning dunaði gamli skólinn af fjöri og gólfið á Sal sveiflaðist bókstaflega meðan dansinn var stiginn. Vilhjálmur og Friðrik Guðni eru báðir látnir og enn á ný hefur dauðinn vitjað bekkjarfélaga alltof snemma. Þeir Addi, Friðrik og Villi áttu ekki heimili á Akureyri, heldur bjuggu þeir fyrst í heimavistinni og leigðu síðan úti í bæ eins og það var kallað. Þeir voru á tímabili tíð- ir heimagangar á heimili mínu og myndaðist því ekki aðeins vinátta milli mín og þeirra, heldur skapaðist einnig góður vinskapur þeirra við heimilisfólkið. Það var ekki lognmoilan í kringum þá félaga. Þeim fylgdi kátína, glettni, söngur og hljóðfærasláttur og öll fjölskyldan naut heimsókna þeirra. Þegar Addi varð tvítugur var hald- ið upp á afmælið í stofunni heima með rjómatertu og tilheyrandi. Eitt sinn tókst þeim Adda og Friðriki að særa bílinn út úr pabba mínum og voru svo herralegir að bjóða mér og annarri bekkjarsyst- ur á rúntinn. Þegar menntaskólanámi lauk fækkaði óhjákvæmilega samveru- stundum bekkjarsystkinanna. Leiðir skildi og hver gekk sína braut. Addi lagði stund á lögfræði, stofnaði til hjúskapar með Val- gerði Bergsdóttur, sem við bekkj- arsystkini hans vissum að hann var yfir sig ástfanginn af, enda eyddi hann þó nokkrum kennslu- stundum við að skrifa ástarbréf til hennar. Hann var farsæll í starfi og fjölskyldulífi. Samskipti gam- alla skólasystkina fóru að tak- markast við strjál bekkjarkvöld og stúdentsafmæli og örfá símtöl, sem hefðu mátt vera miklu fleiri. Addi mætti örlögum sínum af hugprýði. Hann fór jafnan léttum orðum um sjúkdóminn, nann þyrfti ekki að kvarta, margir berðust við þyngri raunir en hann. Síðast þeg- ar við töluðum saman sagðist hann hlakka óendanlega til þeirrar stundar er sýna ætti leikrit eftir hann í Þjóðleikhúsinu. Hann gæti ekki beðið haustsins, sumarið framundan væri alltof langt. Á bak við þau orð fólst sú staðreynd að Addi vissi að sandkornunum í stundaglasinu hans' fór hríðfækk- andi og skammur tími til stefnu. Ljúfur og bjartur drengur er genginn. Við kveðjustund reikar hugurinn til þeirra stunda er æskuglöð og áhyggjulaus ung- menni undu við leik og störf í Menntaskólanum á Akureyri. I þeim minningum skipar Addi mæt- an sess. Megi Arnmundur Backman hvíla í friði. Bergþóra Einarsdóttir. Elsku vinur minn. Það kom mér þannig fyrir sjónir þegar Halli hringdi í mig og sagði mér að þú værir allur, að réttlætið í þessum heimi væri ekki alveg eins og það ætti að vera, maður eins og þú í blóma lífsins, fullur af hugmyndum og lífsgleði, skuli vera hrifinn burt með þessum hætti. Okkur hjónum er orðs vant. Ég er einn af þeim heppnu sem nutu þeirra forréttinda að hafa þig sem minn besta vin og félaga í ára- tugi og það er eitt af því besta sem hefur hent mig á lífsleiðinni. Það verður að segjast eins og er vinur, að þegar ég ætla að minnast þín, þá er erfitt að velja úr einstök at- vik því minningarnar eru margar og ná yfir langt tímabil, þótt mér finnist að það hafi verið allt of stutt. Minningabankinn er stór og er af svo mörgu að taka, Balt- icaferðin forðum, veiðiferðirnar í silung og gæs og allur söngurinn! Og mikið erum við búnir að hlæja saman í gegnum tíðina. Leiðir okkar skildi stundum um lengri eða skemmri tíma þegar við vorum erlendis, þú við nám og ég við vinnu, en böndin brustu ekki þrátt fyrir fjarlægðina. Mér er minnisstætt símtal sem ég fékk eitt sinn að kvöldi, alla leið til Af- ríku. I símanum varst þú og sagðir einn brandara og kvaddir síðan. Dæmigerður Addi! Einnig eru minnisstæð bréfin frá þér þegar þú varst í námi erlendis, þau voru gjarnan tekin upp hér á heimilinu öðru hvoru og lesin upphátt og öll- um til skemmtunar. Ég held að ég hafi aldrei kynnst manni með eins yndislegar gáfur og þér voru gefn- ar. Það kom best i ljós síðustu árin sem þú varst með okkur. Þrátt fyr- ir alla erfiðleikana varstu alltaf jafn viðmótshlýr og léttur í lund, mér er ráðgáta hvernig slíkt er hægt. I síðasta skiptið sem við hittumst, og þú varst svo veikur að ég var hræddur um þig, gastu ekki á þér setið að kveðja mig með þeim hætti að ég fer enn að hlæja þegar ég hugsa um það, þó að kökkurinn í hálsinum á mér sé enn til staðar. Hugurinn leitar einnig til fjöl- skyldu þinnar, því að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Ég tók snemma eftir því að hún var ein- staklega heilsteypt og samrýnd og eflaust hefur það haft áhrif í þá átt að gera þig að þeim manni sem þú varst. Enda veit ég að þau minnast » þín með stolti. Þegar þú stofnaðir þína eigin fjölskyldu, þá hlaut það auðvitað vera í sama mótið steypt. Við fjölskyldan í Hjallaselinu send- um aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Vertu sæll, vinur, og þakka þér fyrir ógleymanlegar stundir og vináttu í gegnum árin. Einar. Harmur og söknuður sækir hugarrann, þegar horfinn er á , eilífðai’veg kær vinur og félagi um fjölmörg ár. Lokið er lífsstríði hins hugdjarfa drengs, sem átti svo sterka lífslöngun, sem átti svo frjóan hug og frábæra sköpunar- gáfu, sem megnaði að koma svo miklu í verk, einnig eftir að erfið- ur sjúkdómur hafði náð á honum heljartökum. Ég sakna þess að mega ekki lengur leita álits hans, heyra hlýju og einlægu röddina hans, verða vitni að hugsjónaeldi hans þar sem sá minni máttar átti ætíð hið bezta athvarf, enda réttlætiskenndin og bræðralags- hugsjónin honum í blóð bornar, hann var sannur sósíalisti eins og þeir geta beztir verið. Hversu grimm og óvægin geta örlögin oft verið og eftir sitjum við og syrgj- um mannkostamann með fangið fullt af verkefnum vænum til hvaða sviðs sem litið var. Kynni okkar hófust þegar Lúðvík Jósepsson fékk Arnmund til liðs við sig sem aðstoðarmann 1971, þegar Lúðvík varð ráðherra sjávarútvegs og viðskiptamála. Lúðvík var glöggur á menn, næm- ur á mannkosti þeirra og ég fann fljótt hversu ágætlega honum þótti Arnmundur vinna verk sín, af vandvirkni og alúð, af virðingu um leið fyrir því fólki sem verk- anna skyldi njóta, virðingu og væntumþykju. Aimmundur naut þess að umgangast fólk, greiða götu þess, glaðsinna og hlýr, en ákveðinn ef hann fann eitthvað at- hugavert í fari þess eða mála- fylgju. Lúðvík sagði oft að hann Árnmundur væri ómetanlegur og það voru stór orð í hans munni. Við Arnmundur urðum fljótt mestu mátar, hann réð mér heilt með þingmál mín, lagði þar ævin- lega gott til mála, glöggur á það sem máli skipti, allt það góða samstarf einkenndist af þeirri mætu blöndu glettni og alvöru '» sem honum var svo eiginleg. En alltaf var það manneskjan, mann- eskjan sem átti undir högg að sækja sem átti hug hans og hjarta. Arnmundur var listamaður af lífi og sál, hann lék á hljóðfæri og svo söng hann m.a. með félög- um sínum í Eddukórnum, sem gerði á sínum tíma garðinn fræg- an með hljómfögrum söng. Hann lék undir fyrir mig þegar ég raulaði mínar fyrstu gamanvísur hér syðra og Ijúf uppörvun hans ásamt því að taka undir við mig í viðlaginu reyndist mér ómetanleg og nokkrum sinnum lagði hann mér þannig lið af þessari ljúfu einlægni þar sem allt var sjálf- sagt. Sama var upp á teningnum þegar hann fór austur með mér til fundahalda, þar sem hann flutti mál sitt af rökvísi lögfræðingsins og ekki síður innsæi stjórnmála- mannsins, sem bæði kunni að tala við fólk og hlusta á fólk. Þetta voru góðar og gjöfular stundir sem rifjast upp nú í Ijúfsárri minning um minn góða vin. Og aftur kom Arnmundur til aðstoðar ráðherra Alþýðubanda- lagsins, þegar Svavar Gestsson varð ráðherra félags-, heilbrigðis- og tryggingamála. Þá eins og áður var hann ráðhollur vel, og umfram allt áfram um að koma hugsjón í framkvæmd, veita þeim lið sem höllustum stóðu fæti í lífsbarátt- unni. Það var enginn á flæðiskeri staddur sem átti hann Arnmund að ráðgjafa, svo verkadrjúgur sem hann var við hvaðeina sem # við var að fást, samvizkusamur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.