Morgunblaðið - 18.09.1998, Page 54

Morgunblaðið - 18.09.1998, Page 54
54 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand I JU5T 5AU) A FARMER 6EIN6 INTERVlEWED ONTV.. HE 5AIP HE-WA5 6LAP TO 5EE A LITTLE RAlN.. l'LL 60 BACK ANP WATCH SOME MORE l'LL LET YOU KNOL) WHAT THEY 5AY.. I HOPE HI5 TRACTOR 6ET5 lUET! Ég var að horfa á bónda sem Var liðið hans tíu stigum yfir J)eg- Ég ætla fara aftur og horfa Ég vona að dráttarvól- var í viðtali í sjónvarpinu ... ar leikurinn var stöðvaður? Eg svolítið lengur ... ég skal in hans vökni! Hann sagðist vera feginn að held að það hafi ekki verið sagt láta þig vita hvað þeir y sjá svolitla rigningu ... neitt um hafnabolta... segja... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hugleiðingar um list Frá Jóhönnu B. Wathne: MYNDLISTARMANNINUM er fengið mikilvægt hlutverk í hendur að túlka verk sem allar þjóðir geta skilið. Fegurðin er sterkasti þáttur myndverksins, hún bindur í sér fógnuð yfir lífinu, gleði, trú og elsku sem er til heilla allri sköpun. Trúin er hinn mikli máttarstólpi listarinnar. Listamaðurinn á að bæta heiminn, opna honum innsýn fegurðar og vaxtar. Óll list á að benda uppá við - öll afmyndun er lifinu til óheilla, upp til ljóssins á listaverkið að stefna, ekki til myrkurs, öll afskræming á sköp- un lífsins tefur framför og fellur loks um sjálfa sig - en ljósið sigrar. Öll svokölluð framúrstefna ber ekki heiti sitt með sóma nema hún stefni til ljóssins, allt í listum skal stefna hærra, þá munu nýjar lendur opnast til heilla, það er hin eina rétta framúrstefna listarinnar. Myndlistin er mikill vegvísir til framfara mannkynsins, ef rétt er á haldið - upp til sólar skal stefnt, hún hefur að geyma mikið menning- argildi í sinni sýnilegu túlkun - sýnilegustu túlkun allra lista. Eg tel kennslu barna í myndum mjög áhrifaríka, barnið er svo mót- tækilegt fyrir myndefni, og dæmisögur biblíunnar hafa mikið menningarlegt og uppeldislegt gildi, dæmisögur hennar boða barninu mikla innsýn í gæsku og mannkær- leika í góðri myndtúlkun. List sem er aðeins byggð á tækni - er eins og bók sem er rétt skrifuð, en án lifandi anda. Myndlistin getur haft ómetanlegt gildi fyrir framvindu mannkyns með hugsjónum sínum í myndefni. Óbundinn í túlkun sinni skal myndlistarmaðurinn vera, aðeins þjóna hugsýn sinni, allar stefnur (- ismar) tefja aðeins framför verks- ins, að þjóna þrá sinni til mynd- sköpunar er barninu til mikils þroska. Framfarir heimsins skapast í framtíðinni af hugsjónum skálda og listamanna. Það mundi gleðja barnið í dag- legri veru sinni í skóla að sýna fag- urt myndefni af náttúru landsins, með skáldlegu og fögru myndmáli, af nógu er að taka, fjöll og dali, gróður, blóm, fossa og læki og bundið mál mætti fegra þessa stund. Þetta yrði gleðistund fyrir barnið í skóla, tilhlökkunartími dagsins. Að flétta saman mynd og máli er mjög áhrifaríkt fyrir barnið og skerpir minnið. Listin er hinn mikli vegvísir með trúna við hlið sína með sannleiksljós sitt í hendi. JÓHANNA B. WATHNE, Lindargötu 61, Reykjavík. „Drykkjumontið“ Frá Jóni K. Guðbergssyni: I BYRJUN aldarinnar skrifaði Björn Jónsson, ráðherra og ritstjóri, grein sem hann nefndi Drykkjumontið. Þar minnist hann á þann ósið lítilla karla að stæra sig af áfengisdrykkju sinni eins og það sé eitthvað merkilegt að geta hvolft í sig þessi vímuefni. Ekki hefur drykkjumontið runnið af öllum þó áratugir séu síðan Bjöi-n skrifaði gi’ein sína. Og heldui’ hefui' það aukist eins og fleira eftir að bjór varð barnadrykkm- á íslandi. í helg- arblaði Morgunblaðsins, ferðalaga- kálfinum, 13. september, er grein um Akursbryggju í Ósló og ber hún heit- ið Bátar, bjór og bryggjulíf. Ekki er nóg með að bjórinn sé hafður í fyrir- sögninni heldur kemur hann fyrir 6 - sex - sinnum í stuttri grein og myndatextum. Ljóst er að höfundur, sem er kvenpersóna og sagður blaða- maður í Ósló, telur afar mikiivægt að koma þeim skilaboðum til lesenda að bjór og ís fari ákaflega vel saman og má benda henni á að næst mætti skrifa um bjór og kleinur eða bjór og vínarbrauð og þannig áfram í hið óendanlega. Alstaðar má koma þessu vímuefni að ef vilji er til, Hitt virðist gleymast þar sem talað er um sigling- ar um Víldna (Óslóarfjörðinn) að al- gengasta orsök slysa í siglingum á bátum við Noregsstrendur er áfeng- isdrykkja. Hún er þar sem víðar meiri háttar vandamál. Það er svo annað mál að það þaií hvorki hetju- skap né greind til að svolgra bjór. Ég man eftir þorpsfifli (landsbysidiot) einu í Danmörku. Strákar gerðu sér það að leik að láta það drekka tug bjórflaskna á kvöldi og flestir vita að því miður geta börn drukkið bjór og gera það sum, einkum ef þau halda að það sé fínt. Þá virðist höfundur ekki hafa hug- mynd um hve hversdagslegt og gam- aldags það er í augum flestra hér- lendis að tala um bjórdrykkju sem merkilegan hlut. Stuttbuxnafólk allra flokka hefur nefnilega komið því svo fyrir að miðborg Reykjavíkur er orð- in ein allsherjar bjórbúlla og ælandi og mígandi bjórdiykkjufólk er sjálf- sagt jafnalgeng sjón hér og í Ósló. Leiðinlegast er þó að maður verðm- ekki mikils vísari um Ósló og Akurs- bryggju af greininni nema það sé rétt að „hlutirnir í Ósló gerist“ ekki „í verslunargötunni Karl Johan“. Kannski eru Norðmenn hættii’ að kaupa annað en „bjór og ís“ og svolít- ið af rækjum? Á sömu opnu í Morgunblaðinu er ákaflega skilmerkileg grein um Kenýa. Þar er ekki minnst einu orði á bjór sem margir kalla drykk fyrir rudda. Allt um það tekst höfúndum að koma á framfæri forvitnilegum og skemmtilegum upplýsingum um framandi land án þess að stæra sig af nokkrum sköpuðum hlut og allra síst áfengisdrykkju. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.