Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 44
'44 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ólafur Þ. Þórð- arson var fædd- ur á Stað í Súg- andafírði 8. desem- ber 1940. Hann lést 6. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jófríður Pétursdóttir hús- móðir, f. 7.9. 1916, d. 2.6. 1972, og Þórður Halldór Agúst Ólafsson bóndi, f. 1.8. 1911, d. 4.12. 1983. Systk- ini Ólafs eru: Arn- dís, f. 24.12. 1937, Þóra, f. 6.6. 1939, Lilja, f. 13.6. 1943, d. 28.5. 1948, Pétur Einir, f. 9.12. 1949, og Þorvaldur Helgi, f. 22.12. 1953. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, f. 24.5. 1960. Börn þeirra eru: Heiðbrá, f. 13.12. 1985, og Ágúst Heiðar, f. 4.4. 1988. Fóst- ursonur Ólafs og sonur Guð- bjargar Elínar er Hinrik Gísla- son, f. 6.1. 1979. Börn Ólafs af fyrra hjónabandi eru: Áslaug, f. , 3.1. 1972, og Arinbjörn, f. 24.12. 1975. Barnabörn Ólafs eru Fannar Örn Arnarsson, f. 1.10. 1992, og Ólöf Rebekka Arnars- dóttir, f. 15.1. 1997. Ólafur lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1960 og kennaraprófí frá Kennaraskóla Islands 1970. Minn kæri frændi og vinur Ólafur Þ. Þórðarson er allur. Hann kvaddi þennan heim á þeim stað sem hann ^mdi sér vel hin síðustu ár, þegar tækifæri gafst í fdgrum dal í Borgar- fjarðarhéraði. Þangað stefndi hugur- inn og þar leið honum vel með fjöl- skyldu sinni, frændum og vinum og þar var íslenski hesturinn í öndvegi. Við Ólafur kynntumst mjög ungir að árum, nánir frændur og vinir og mikill samgangur með fjölskyldum okkar og aldursmunur okkar aðeins tveir dagar. Saman hófum við skóla- göngu við barnaskólann á Suðureyri við Súgandafjörð og urðum þá strax sessunautar ásamt frænda okkar og vini Jóhannesi Kr. Jónssyni, nú bakarajneistara í Bemhöftsbakaríi. Við Óli og Jón vorum sessunautar öll okkar barnaskólaár á Suðureyri og saman lá leiðin á Núpsskóla við ■ Dýrafjörð þar sem við nutum frá- bæirar handleiðslu hins mikilhæfa skólastjóra á Núpi, séra Eiríks J. Eiríkssonar og annarra góðra kenn- ara þar. Það veganesti sem séra Ei- ríkur J. Eiríksson gaf okkur frænd- um á Núpi, eins og svo fjölmörgum öðram, er svo sérstakt að áhrif ver- unnar á Núpi dýpka með hverju ár- inu sem líður og verða bjartari í minningunni. Þau mannræktaráhrif endast ævilangt og oft töluðum við frændur þakklátir um dagana á Núpi, en þar vorum við að sjálf- sögðu herbergisfélagar og sessu- nautar sem áður og vináttan dýpkaði með árunum. __ Síðar stundaði Ólafur nám við Kennaraskóla íslands og bjó þá tvo vetur á heimili mínu. Minningarnar um þennan góða og vaska frænda minn eru bjartar og hlýjar, hann var ekki meðalmað- ur, hvorki til orðs né æðis. Hann fór ekki alltaf alfaraleið, þurfti þess ekki því hann var djarf- ur og afburða málsnjall, átti hreina og skýra hugsun, og mikið mannvit. Þetta fengu þeir að reyna sem öttu kappi við hann á Alþingi Is- lendinga og víðar. Frændi minn átti lengi sæti á Alþingi. Hann reyndi ávallt að vera sannleikans og rét- tætisins megin, á þeim stað sem og annars staðar, hann þorði að vera hann sjálfur. Slíkir menn eignast bæði mjög góða vini og andstæð- inga og mörgum lætur betur að hverfa í fjöldann. Um þingmannsferil frænda míns hefi ég ekki fleiri orð. Þeim kafla ^ævi hans lýsa vafalaust mér betur samferðamenn hans þar á bæ. Hann var skóla- sljóri Barnaskólans á Suðureyri 1970-1978 og skóla- stjóri Héraðsskól- ans í Reykholti frá 1978 en í leyfi frá því starfi frá 1980 vegna þingsetu. Ár- ið 1979 var hann kjörinn á Alþingi fyrir Framsóknar- flokkinn í Vest- ijarðakjördæmi og sat á þingi þar til hann varð að láta af störfum vegna veik- inda 1994. Hann sat þó nokkrum sinnum á þingi eftir það sem varamaður en það hafði hann einnig gert um hríð á árunum 1972 og 1975-1978. Þá var Ólafur annar varaforseti sameinaðs þings 1983-1987. Að auki var Ólafur oddviti Suðureyrarhrepps 1974-1978 og formaður Fjórðungssam- bands Vestfirðinga á sama tímabili. Hann var í stjórn Þró- unarsamvinnustofnunar Islands frá 1981, í stjórn Framkvæmda- stofnunar ríkisins, síðar Byggðastofnunar, 1983-1994. Hann sat á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna 1982. títför Ólafs Þ. Þórðarsonar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Þegar við vorum mjög ungir að árum fór ég mín fyrstu skipti á hest- bak, með þessum góða frænda mín- um. Þá voru þau á foldu Glói, Hær- ingur, Hrefna og fleiri hross á Stað. Það var gaman bæði þá og síðar. Ólafur var mikill hestavinur alla ævi og átti mörg góð hross um dag- ana. Upp í hugann koma góðar stundir með sameiginlegum vini okkar Baldri Jónssyni frá Aðalvík, af- burðamanni, sem einnig þótti vænt um hesta. Baldur er fyrir nokkram árum látinn og munu þeir vinirnir nú að lokum hvíla í sama garði, á Álftanesi. Ég minnist hér tveggja hesta frænda míns, þeirra Hærings og Grána frá Laugabóli við Djúp. Vaskir hestar, knáir og fullhugar eins og eigandinn en fé er gjarnan fóstra líkt. í hug mér kemur minning. Ólafur reið Grána og lenti ofan í hyldjúp- um skurði fullum af vatni, Gráni stökk upp úr skurðinum mannhæð- ar háum, snöggur og liðugur sem köttur væri, en frændi minn varð eftir á bólakafi í vatninu og þótti ekki mikið að. Þeir Hæringur og Gráni voru farnir á undan vini sínum og félaga yfir móðuna miklu og þar trúi ég að þeir hafi nú aftur fundist á grænum grundum hjá andanum mikla er lífið skóp og öllu ræður, þá upp verður staðið. Farðu vel, frændi og vinur, og þakka þér samfylgdina, drengskap- inn og vináttuna sem entist alla ævi og lengur. Við Monique og Davíð Charles vottum Guðbjörgu og börnunum öll- um svo og öllum ættingjum, frænd- um, vinum og samferðamönnum okkar dýpstu samúð. Friðbert Páll Njálsson. Þú ert allur, kæri frændi. Þú ert mér eins og svo mörgum mesti harmdauði. Að frétta andlát þitt var slíkt reiðarslag að öllum brá við - aðeins fimmtíu og sjö ára gamall, forystumaður þjngs og þjóðar, horf- inn af skútunni, sem svo sannarlega þurfti á þér að halda. Auðvitað höfðu allir þér nánir vitað um mjög alvarleg veikindi þín fyrir um fjór- um árum og eftir að þú komst yfir það versta vonuðu allir það besta, en að þú værir að deyja og hverfa var mér og fleiram svo fjarlægt. Þú varst sveitamaður alla tíð, en þó Súgfirðingur fyrst og fremst. Á heimilinu á Stað var yndisleg sam- staða, Gústa og Jóu og svo systkin- anna allra. Ég átti því láni að fagna - frænd- inn úr Hafnarfirði - að fá að dvelja hjá ykkur sem jafningi, eins og einn úr systkinahópnum. Þar auðnaðist mér að kynnast þér sem barni og unglingi betur en flestir aðrir sam- tímamenn. Við sváfum saman í „bláa her: berginu" sumar eftir sumar. I rökkrinu á kvöldin, áður en raf- magnið kom, og myi’krið gnifði yfir svo varla sást milli rúma. Þá fékk ég fyrst að heyra hversu geysilegur sagnabrannur þú varst og hve óvenjugott minni þú hafðir, en þú varst þó aðeins sex árum eldri en ég. Þú gleymdir eiginlega aldrei neinu sem einhverju máli skipti. Ég naut þess að þú varst hafsjór af fróðleik, þú varst fróður um gamlar sagnir, fomsögurnar og það sem var að ger- ast á líðandi stundu. Þú áttir svo sterkar hugsjónir fyrir land og þjóð, en sérstaklega fyrir hönd heimahag- anna á Stað og fyrir Vestfirði. Eftir nám við Núpsskóla lá leiðin til Hvanneyrar til að nema meira um landbúnað, en hugurinn snérist um hann. En heilsan var aldrei of góð til erfiðisstarfa, sem landbúnað- ur gat verið, svo þú snerir um og settist í Kennaraskólann og komst þar fljótt í forystusveit. Þú varst íslenskumaður með af- brigðum og talaðir alltaf skýrt, greinilegt og myndrænt mál. Ekk- ert fór framhjá þeim sem þig heyrði. Þú varst alltaf sérstakur. Eftir Kennaraskólann kenndirðu á nokkrum stöðum, en leiðin hlaut að liggja á heimaslóðirnar í Súg- andafirði, þar sem þú brátt gerðist skólastjóri við góðan orðstír. Þú gerðist einn helstu forystumanna byggðarlagsins, auk skólastjóra- starfanna gerðist þú oddviti, fisk- verkandi, útgerðarmaður og allt óf þetta upp á sig. Þú gerðist líka „Glaðherji", félagi í skátafélagi Súg- andafjarðar. Svo margt gerðist á þessum árum að undrum sætti. Oll stóð sveitastjórnin saman, en for- ystan var þín. Allt dafnaði og hugur var í öllum um betri og meiri árang- ur. Síðan varðstu formaður Fjórð- ungssambands Vestfirðinga, en hugurinn svo opinn og hærra stefnt. Og þar kom að Framsóknarflokkur- inn bauð þér sæti á lista sínum og svo kom að þú varðst varaþingmað- ur og síðan þingmaður um áratuga- skeið og vaktir ávallt athygli í ræðu og riti. I skólanum varstu virtur og dáður og allir vissu hver var fyrir- liðinn og foringinn. Engum gleymist hve gott þú gerðir mörgum. En lífsganga þín - svo ótrúlega stutt sem hún var gaf mér og öðrum svo ótrúlega margt. Og þó að á móti blési um sinn, varstu fyrr en varði kominn á þitt fulla skrið að nýju, enda vonirnar óþrjótandi og hugsanirnar lifandi. Þú varst mikill hestaunnandi og áttir gæðinga og berbakt riðum við sem hetjur um héruð. Nú getur þú þeyst á hestum þínum um engi og hérað eilífðarinnar og ódáinsakra, þannig að tár streyma úr augum og nefi. Þú vitnaðir eitt sinn í þessi orð Katherine Mansfield: „Mér hefur alltaf fundist það stærstu kostirnir og mestu þægindin við vináttuna að þurfa ekki að útskýra neitt.“ En enginn má sköpum renna. Þú, þessi sómi, ert á braut. Ég hef hitt marga að máli hér í Súgandafirði eftir andlát þitt og alls staðar heyrt það sama; góður og gegn sóma- drengur er fallinn, allt of ungur. Hans verður sárt saknað. Börn þín voru þér allt. Ást þína til þeirra dró enginn í efa. Þau Ás- laug, Arinbjörn, Heiðbrá, Ágúst Heiðar og fóstursonurinn Hinrik eiga mikils að sakna. Hvað átti sterkast huga þinn veit ég ekki. Var það gamli, góði skólinn, gamli Stað- ur, búskapurinn bæði fyrir vestan og í Borgarfirði, skólastjórn í Reyk- holti, hestamennska, sveitarstjórn- arstörfin eða áratugirnir á Alþingi. Þegar allt kemur til alls voru það sennilega tengslin við fjölskylduna, ástvini og ættingja, sem hafa átt hug þinn stærstan. Samverustundunum fækkaði með árunum, en fáir dagar liðu svo að þú kæmir ekki í huga minn. Við mætt- um báðir mótlæti og tókum því á mismunandi hátt. Hugsjónir þínar voru margar, en allar snérast þær um Súgandafjörð og Islandið fagra. Þú varst Islend- ingur hinn besti. Á hestbaki varstu ekki mestur söngmanna, en við störfin söngstu oft, hvort sem var við slátt, mjaltir eða einhver önnur verk. Þá lá vel á þér. En þú áttir líka þínar þöglu stundir, íhugandi fortíð og framtíð, sem stundum var óráðin. Þú varst svo sérstakur. Vertu kært kvaddur, frændi og „bróðir". Guð almáttugur gæti þín og þinna. Þú varst gull af manni, virtur, elskaður og dáður af þeim sem þig þekktu. Þinn frændi og „bróðir" frá Hafn- arfirði Ævar Harðarson. Sumarið sem var að líða var ein- dæma gjöfult á Vesturlandi. Það var bjart yfir þessum síðsumars- og haustdögum og hvarvetna sást til bænda slá og hirða há. Berjasprett- an dró ekki úr gleði. Vinur minn sagðist hafa komið dauðþreyttur úr vikufríi í Borgarfirði. Það var hvergi hægt að setjast niður, sagði hann, - fyrir berjum. Fyrram var það kappsmál að falla með vopn í hendi, hetjur vorar vildu síður deyja á sóttarsæng. Nú ríða menn ekki lengur um hérað með sverð og skjöld. Enn þarf þó að heyja, þótt sumir telji landbúnað skipta minna máli fyrir þessa þjóð en útgáfu viðskiptablaðs. Enda þótt söknuður sé sár og eftirsjá mikil eftir góðan og skemmtilegan dreng, þá megum við unna honum þess að falla frá við heyskap á björtum haustdegi í Borgarfirði hjá hestun- um sínum. Engum var tamara að flétta sam- an sögu þjóðar, kveðskap og stjórn- mál en frænda mínum. Og enginn var skemmtilegri í ræðustóli Al- þingis. Öfugt við flesta aðra, þá var hann því skemmtilegri sem hann talaði lengur. Hann naut góðs minn- is og hafði heildarsýn á tilvist þjóð- ar í sögu og samtíð. Síðast enn ekki síst þá hafði hann sjálfur gaman af öllu saman. Harmi slegin yfir því að fá ekki lengur notið návista og hlustað á sögurnar og yfir því að missa hann fyrir aldur fram, þá huggum við okkur við minningamar, bros hans, bjartan svip og gleðihlátur sem auðgaði líf okkar hinna. Innileg samúð er með ungri ekkju og börnum hans öllum, sem hafa misst svo mikið. Blessuð sé minning góðs drengs. Sveinn Rúnar Hauksson. Vinátta er auður. Það veit sá er engan á að vini. Æskuvinir, og þó fremur skólavinir, eldast ekki. Margir hafa orðið til að lýsa því hversu skólaárimn hafi verið eftir- minnileg, ógleymanleg. Er þá oftast talað um tímann á milli tímanna. Eða það hvernig þessi eða hinn kennarinn var, einkum ef atferli hans féll ekki að hvunndeginum. En fyrst og fremst minnast vinir sam- veru á þessum árum þegar ekkert var eftir annað en að bjarga heimin- um, og þeir vissu að það yrði hlut- skipti þeirra. Á sunnudag var ég staddur aust- ur á Eyrarbakka í heimsókn með mínu fólki og hjá mínu fólki. Austan við plássið lá hrakið hey á litlu túni undir sjógarðinum, og komið fram undir leitir. Sumarið lengst af með afbrigðum gott til heyanna. í hug mér kom oft torsóttur heyskapur vestur á fjörðum, einsog honum hafði verið lýst fyrir mér. Og þó fremur vinur minn frá Stað í Súg- andafirði sem hafði alla tíð dreymt um að verða bóndi. Hafði hafið bú- skap, hætt búskap og byrjað aftur, og á nú hross. Sagðist hafa orðið meira gaman að horfa á þau hlaupa frjáls en sitja þau sjálfur. Þetta var reyndar hans háttur, að segja svo frá, í stað þess að tíunda veikindi sín. Hvernig skyldi honum Ólafi mínum nú ganga heyskapurinn? OLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON Mikið er annars langt síðan við höfðum hist. En hvað kom mér til að tengja hrakin heyin austur á Eyrarbakka við vin minn? Enda hvarf það mér jafn skjótt úr huga og það hafði mér í hug komið. Daginn eftir skildi ég samhengið. Þennan sama sunnudag var vinur minn allur í flekknum sínum við heyskap að Eyri í Flókadal. Þar hafði hann síðustu misseri, um margt stormasamrar ævi, búið sér og hrossum sínum skjól fyrir vind- um veraldar. Oft hefur maður á tilfinningunni að ættingi eða vinur eigi sennilega ekki langt eftir einsog það er kallað. Samt er eins og það komi manni alltaf á óvart, hryggi alltaf, fylli mann alltaf söknuði. Þannig er mér farið nú. Og mér finnst allt í einu sem ég hafi elst. Þó hafa margir sagt að skólafélagar eldist ekki. Já, kæri vinur, Ólafur minn. Ég man ferðalag okkar austur til henn- ar ömmu minnar á Gljúfri á Isra- elsjeppanum þínum, að við áðum á Kambabrún og þú og sólin kölluðust á um að hér væri gaman að vera bóndi. Eða vorferðir í Esjuna, löngu áður en það komst í tísku að ganga á hana, að sækja okkur egg, að sækja okkur vor og orku. Nú eða róðrabáturinn sem þú stóðst fyrir kaupum á fyrir nemendafélag Kennaraskólans. Já, yndisleg kvöld á honum út á sundin og heimsóknin í rússneska olíuskipið. Málfundirnir og þó það sem heillaði mig hveð mest í fari þínu, ljóðin, ljóðið í sjálf- um þér. tíotning þín og næmur skilningur sem gáfu upplestri þín- um á ljóðum nýja vídd, mannúð sem stundum virtist umfram það sem maður gæti ætlað skáldinu sem þó hafði ort. En skemmtilegast var þó braskið okkar með hrossin. Tamn- ingar, útreiðatúrar og ferðalög um óbyggðir. Ferðin norður í Vatnsdal líður okkur er hana fórum aldrei úr minni, uppátækin, úrræðin og ævin- týrin halda okkur ungum af því að við munum þau, og því okkur, þannig. Það er kvöld, það er haust, og ég sit hér við gluggann minn opinn. Utan úr myrkrinu berst hnegg. Úti er hestur að bjóða mér að bera þér kveðju mína með þakklæti fyrir dagana sem við áttu saman. Ég vona að hann sé hvítur með ösku- gráa hófa. Hvítur af því að í þér minnist ég þess fagra í vináttu manna og með öskugráa hófa vegna styrks þíns í vörn þinni íyrir vini ef vissir þú hallað á. Maður og hestur, þeir eru eitt fyrir utan hinn skammsýna, markaða baug. Þar finnst, hvernig æðum alls fjörs er veitt úr farvegi einum, frá sömu taug. Peir eru báðir með eilífum sálum, þó andann þeir lofi á tveimur málum, - og saman þeii' teyga í loftsins laug lífdrykk af morgunsins gullroðnu skálum. - Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. Með þessum hendingum úr Fák- um Einars Benediktssonar bið ég góðan Guð að blessa þig og minn- inguna um góðan skólabróður um leið og við Jónína biðjum okkar eina Guð að vernda og styrkja fjölskyldu þína í söknuði sínum. Guðlaugur Óskarsson, Kleppjárnsreykjum. Ekki man ég eftir fyrstu fundum okkar Ólafs, enda vai'la von þar sem þeir urðu er við vorum aðeins tveggja ára gamlir. En mínar fyrstu endurminningar tengjast Ólafi og öðru því fólki sem bjó á Stað í Súg- andafirði þar sem var heimili fjöl- skyldna okkar beggja. Ekki fór hjá því að samskipti okkar yrðu náin þar sem við vorum á sama aldri og einu strákarnir á bænum. Varla leið sá dagur að við værum ekki saman, fyrst við leiki bernskunnar og síðar leiki og störf er við náðum meiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.