Morgunblaðið - 18.09.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 18.09.1998, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Háskólinn á Akureyri og Hálandaháskólinn í Skotlandi Samstarfs- samningur undirritaður SAMSTARFSSAMNINGUR milli Háskólans á Akureyri og Hálanda- háskólans, University of Highlands and Islands í Skotlandi var undirrit- aður í gær. Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri ritaði undir samninginn í húsakynnum há- skólans við Þingvallastræti en fyrir hönd Hálandaháskólans skrifaði Michael Webster undir samninginn á skrifstofu skólans í Invemess í Skotlandi. Fjarfundarbúnaður var notaður til að koma á sambandi milli staðanna. Samningurinn skuldbindur þess- ar tvær stofnanir til samvinnu á sviðum rannsókna og kennslu sem þeim báðum er sameiginleg. Gæti slík samvinna m.a. orðið í nemenda- og kennaraskiptum, rannsóknum og þróun á samvinnu á sviði fjar- kennslu og upplýsingatækni. Nefnt er að vettvangur samvinnu hvað varðar kennslu gæti verið byggða- þróun, sjálfbær þróun, sjávarút- vegsfræði, heilsugæsla, viðskipta- fræði og ferðamál. Kappkostað verður að fjármagna samvinnu há- skólanna með fjárframlögum úr ýmsum áætlunum Evrópusam- bandsins. Þess er vænst að sam- vinna háskólanna muni skapa aukin námstækifæri fyrir samfélögin á báðum stöðum og auka á samvinnu fólks á eyjum og hálöndum Skotlands og Islands. Vænta góðs af samvinnunni Fram kom við undirritun sam- starfssamningsins að tilhlökkun rík- ir á báðum stöðum að hefja sam- Morgunblaðið/Kristj án ÞORSTEINN Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri undirritar samstarfssamning við Hálandaháskólann í Skotlandi, en við hlið hans situr James McCulloch sendiherra Bretlands á Islandi. vinnu og vænta menn góðs af henni. Tæknibúnaður sem til staðar er opnar margvíslega möguleika til samskipta þó langt sé á milli staða. Hálandaháskólanum er ætlað að þjóna hinum dreifðu byggðum Skotlands en Skotar hafa lagt mikla áherslu á upplýsingatækni og fjar- vinnslu við uppbyggingu háskóla- menntunar og atvinnulífs við að- stæður sem að nokkru svipar til þess sem við er að fást í dreifbýli hér á landi. Hálönd og eyjar Skotlands eru 39 ferkílómetra svæði og eru íbúar um 370 þúsund talsins. Að Hálandaháskólanum standa 13 skólastofnanir og er gert ráð fyr- ir að auk þeirra verði komið upp 35- 40 námsverum víðsvegar í Hálönd- um og eyjum út af Skotlandi. Fjár- mögnunaráætlun Hálandaháskól- ans er stórhuga en fram til ársins 2001 er gert ráð fyrir að fjárveiting- ar vegna stofnbúnaðar nemi a.m.k. 10 miiljörðum króna. Fjölbreytt dagskrá Dokkardags DOKKARDAGUR verður á morg- un, laugardaginn 19. september og fer dagskráin að mestu fram við flotbryggjuna norðan Torfunefs. Dokkardagurinn er tileinkaður minningu Guðmundar Sigurbjöms- sonar hafnarstjóra sem lést í sumar, en hann var upphafsmaður að því að farið var að efna til dokkardaga fyr- ir nokkrum árum. Meðal þess sem verður á dagskrá er dorgveiðikeppni á bryggjum bæjarins og verður leikið á harmon- ikkur á bryggjum til að auka veiðistemmninguna. Utimarkaður verður opnaður kl. 14 þar sem kenna mun margra grasa auk þess sem efnt verður til súpukeppni. Götuleikhús verður á ferðinni til að auka á markaðsstemmninguna og þá munu slökkviliðsmenn efna til sýningar á svæðinu. Um kvöldið verður einnig mikið um að vera við flotbryggjuna, veit- ingahús verður opið þar sem gestir geta keypt veitingar af ýmsu tagi og hljómsveitin PKK leikur. Mikil ljósasýning verður kl. 22 þar sem heiðruð verður minning Guðmundar en Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður hefur umsjón með henni. Gert er ráð fyrir að mikið fjölmenni taki þátt í þessari dagskrá, m.a. úr Iþróttafélaginu Þór og Lions- klúbbnum Hæng. Dokkardögum lýkur með flugeldasýningu. Tveir strætisvagnar verða til reiðu fyrir þá sem vilja fyigjast með ljósadýrð- inni frá Vaðlaheiðinni. Morgunblaðið/Kristján Fiskur til og frá landinu FLUTNINGASKIPIÐ Erikson Crystal kom til Akureyrar í gærmorgun með um 160 tonn af Rússafíski, hausaðan heilfrystan þorsk og steinbít, sem fór til vinnslu á Dalvík og Vopnafirði. Þá var skipað um borð í flutningaskipið frystum fiski, frá Skagaströnd, Neskaupstað og Akureyri, alls um 150-170 tonnum, á markað í Bandaríkjunum. Skipið hélt frá Akureyri í gærkvöld, áleiðis til Bandaríkjanna, með viðkomu á ísafirði og í Hafnar- firði. Eimskip er með skipið á leigu en það er rúm- lega 5.000 tonn að stærð, í eigu sænskra aðila en skráð á Bahamaeyjum. Á myndinni eru tveir starfsmenn Eimskips, þeir Árni Gíslason og Jón Ingason, innan um fiskpakkn- ingar sem verið var að skipa út á Togarabryggj- unni. Bæjarráð um fjárhagsvanda Leikfélags Akureyrar Öskað eftir úttekt á fjárhag BÆJARRÁÐ Akureyrar tók á fundi sínum í gær undir þá skoðun, sem fram kom í menning- armálanefnd bæjarins, að leysa yrði fjárhags- vanda Leikfélags Akureyrar til frambúðar og tryggja þannig í sessi einn öflugasta kjarna menningarlífs bæjarins. Fjárhagsvandi bæjarins hefur verið til um- fjöllunar í bæjarkerfinu síðustu vikur, en halla- rekstur síðasta starfsárs nam 10 milljónum króna. Félagið hefur fengið 8 milljónir króna fyrirfram af fjárveitingum næsta árs. Menningarmálanefnd hefur lagt til að leik- félaginu verði boðin lánafyrirgreiðsla til að leysa vanda þess. Lagt er til að lánið nemi allt að 8 milljónum króna á þessu ári og að á næsta ári komi til framlag að sömu upphæð, sem myndi skiptast þannig að aukafjárveiting upp á 6 milljónir króna yrði vegna stofnbúnaðar, sem aðrar stofnanir í bænum gætu einnig haft afnot af og 2 milljónir króna kæmu til vegna rekstrar. Þá kemur einnig fram í tillögum nefndarínnar ósk um viðræður við ríkisvaldið um framlag þess til menningarstarfsemi á Akureyri þar sem m.a. yrði rætt sérstaklega um stöðu atvinnuleik- húss í bænum. Samningur um reynslusveitarfé- lagaverkefni Akureyrarbæjar á sviði menning- armála rennur út í lok næsta árs. Bæjarráð hefur óskað eftir að gerð verði fjár- hagsleg úttekt á rekstri leikfélagsins ásamt ítar- legri greinargerð um það hvernig stjórnendur þess hyggist tryggja að endar nái saman í rekstri miðað við núverandi forsendur. Bæjarráð frestaði afgreiðslu þessara mála þar til umrædd úttekt á fjárhag og greinargerð liggja fyrir. Þröstur Ásmundsson, formaður menningar- málanefndar, sagði mikilvægt að leysa vanda leikfélagsins svo fljótt sem verða mætti, mikil- vægt væri að nýr leikhússtjóri, sem tæki til starfa um næstu áramót, kæmi að hreinu borði. Kynslóða- hlaupið í Kjarna- skógi KYNSLÓÐAHLAUPIÐ verð- ur þreytt á tíu stöðum á land- inu sunnudaginn 20. septem- ber kl. 14.00. Á Akureyri fer hlaupið fram í Kjarnaskógi og geta þátttakendur valið um einn eða tvo hringi í skóginum en hringurinn er 2,2 km. Halldóra Bjarnadóttir hjúknmarfræðingur hefur tek- ið að sér að hefja hlaupið í Kjarnaskógi. Kynslóðahlaupið er fjölskylduviðburður en ekki keppnishlaup og því er upplagt fyi’ir heilu fjölskyldurnar að taka þátt í því saman. Þátttökugjald er 650 krónur en því fylgir bolur og viður- kenningarpeningur að hlaupi loknu. Þá verður þátttakend- um boðið upp á drykki frá Mjólkursamlagi KEA eftir hlaupið. Skráning fer fram í Kjarnaskógi frá kl. 12.30 á sunnudag en upphitun fyrir hlaupið hefst kl. 13.30. Endurbygging vegar yfir Lágheiði Enginn tilgangur VEGAGERÐIN óskaði eftir því í síðustu viku að Akureyi'- arbær tilnefndi fulltrúa í sam- ráðshóp um endurbyggingu vegar um Lágheiði. Á fundi bæjarráðs í gær kom fram sú skoðun ráðsins að ekki væri ástæða til að tilnefna í slíkan samstarfshóp en Vegagerðin var hvött til að skipa þess í stað samráðshóp um jarð- gangagerð frá Siglufirði til Öiafsfjarðar. Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri á Akureyri sagði að mun eðlilegra væri að skipa samstarfshóp sem fjallaði um jarðagangagerð. „Við sjáum engan tilgang í því að skipa starfshóp um endurbyggingu vegar yfir Lágheiði, við teljum miklu eðlilegra að setja af stað vinnu vegna jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar," sagði Kristján. Aglowfundur AGLOW, Kristilegt félag kvenna, heldur fund í félags- miðstöðinni Víðilundi 22 á Akureyri næstkomandi mánu- dagskvöld, 21. september, kl. 20. Ann Merethe Jacobsen tal- ar, fjölbreyttur söngur er á dagskránni og fyrirbænaþjón- usta. Kaffihlaðborð er á boðstólum en þátttökugjald er 350 krónur. Állar konur eru velkomnar. Messa Möðruvallaprestakall: Kvöld- guðsþjónusta verður í Bægisár- kirkju næstkomandi sunnu- dagskvöld, 20. september kl. 21. Kór Bægisárkirkju syngur, organisti er Birgir Helgason. Aðalsafnaðarfundur verður eft- ir guðsþjónustuna. Aksjon Föstudngur 18. september 12.00^Skjáfréttir 18.15^-Kortér Fréttaþáttur í sam- vinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45,19.15,19.45, 20.15, 20.45. 21 .OOÞ-Bæjarsjónvarp Steingrím- ur St.Th. Sigurðsson listmálari spjallar við áhorfendur og snarar upp portretti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.