Morgunblaðið - 18.09.1998, Síða 21

Morgunblaðið - 18.09.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 21 Stjórnvöld í Indónesíu rannsaka fjármál Suhartos Nf senaing . Sagður eiga yfir höfði sér fangelsisdóm Jakarta. Reuters. DÓMSMÁLARÁÐHERRANN í Indónesíu sagði í gær að vel gæti farið svo að Suharto, fjrrverandi forseti landsins, yrði dæmdur til fangelsisvistar verði hann fundinn sekur um spillingu í embætti og að hafa misnotað stöðu sína á meðan á þrjátíu og tveggja ára valdaferli hans stóð. Er þetta í fyrsta sinn sem stjórnvöld ljá máls á fangelsis- vist til handa Suharto, sem neyddist til að segja af sér embætti í maí þegar efnahagshrun blasti við og blóðugar götuóeirðir voru orðnar daglegt brauð. Dómsmálaráðhen’ann, Muladi, sagði að ríkis- stjómin hygðist setja upp rann- sólmamefnd til að líta á eignir Suhartos, sér- staklegáþær sem Suharto er sagð- 11 J ur eiga erlendis. ....“ ---Annarri nefnd er ætlað að yfírheyra Suharto á allra næstu dögum. „Eg er sannfærður um að ríkisstjómin hyggst rannsaka auð- æfí Suhartos af fullri alvöru. Ef svo er ekki verður hún uppvís að því að ljúga að almenningi," sagði Muladi. Utanríkisráðherra Pakistans í Iran Ræðir ástandið í Afganistan Islamabad, Teheran. Reuters. SARTAJ Aziz, utanríkisráðherra Pakistan, fundaði í gær með írönsk- um stjómvöldum í Teheran í því skyni að reyna að draga úr spennu í heimshlutanum en íranir hafa að undanförnu sent næstum þrjú hundmð þúsund hermenn að landa- mærum Afganistan og undirbúa nú miklar heræfíngar þar eftir að Tale- banar, sem ráða um 90% alls Afganistan, myrtu átta íranska diplómata og einn blaðamann í áhlaupi sínu á borgina Mazar-i- Sharif í síðasta mánuði. Talebanar hafa á móti hótað árásum á borgir í Iran geri Iranir innrás í Afganistan. Heimsókn Aziz til Iraps þykir tíð- indum sæta enda hafa Iranir sakað Pakistana um að veita Talebönum liðsinni, m.a. í áhlaupi þeirra á íranska sendiráðið í Mazar-i-Sharif í síðasta mánuði. Pakistan er aðeins eitt þriggja landa sem viðurkennir stjórn Talebana, sem eru Súnní- múslimar, í Afganistan en íranir styðja hins vegar stjórnarandstæð- inga sem eru Shíta-múslimar líkt og Iranir. Talsmaður Aziz neitaði hins veg- ar í gær að Pakistanar hefðu átt nokkra aðild að átökunum í Afganistan og sagði Pakistana hafa miklar áhyggjur af hugsanlegum átökum Irana og Talebana. Sagði hann jafnframt að Sameinuðu þjóð- imar og Samtök íslamskra þjóða hefðu mikilvægu hlutverki að gegna nú í tilraunum til að stilla til friðar og tiyggja stöðugleika í þessum heimshluta. Mjög hefur verið þrýst á rann- sókn á eignum Suhartos og fjöl- skyldu hans síðustu vikur og mán- uði. Telja margir að Suharto hafi, á meðan hann sat í embætti, safnað að sér auðæfum á ólöglegan hátt en reyndar segir Suharto sjálfur að hann geymi ekki „eina einustu krónu“ á bankareikningum erlend- is. Sérfræðingar telja þó öruggt að auðæfi fjölskyldunnar séu umtals- verð, jafnvel allt að fjörutíu milljón- ir dollara, eða um 2,8 milljarðar ísl. kr., en það er næstum sama upp- hæð og ýmsar alþjóðastofnanir hafa ákveðið að dæla inn í indónesískan efnahag til að forða landinu frá efnahagshruni. Rannsókninni hefur verið fagnað í Indónesíu en margir óttast að stjórnvöld hafi alls ekkert í hyggju að sakfella forsetann fyrrverandi heldur vilji þau einungis láta svo líta út fyrir að þau séu að fara að vilja fólksins. „Eins og venjulega munu stjórnvöld að lokum tilkynna að sannanir á hendur Suharto séu ekki nægar,“ segir einn viðmælenda Reuters-fréttastofunnar. Líta margir á þessa rannsókn sem prófstein á heiðarleika B.J. Ha- bibies, núverandi forseta, sem áður var skjólstæðingur Suhartos, og pólitískan vilja hans til að beita for- vera sinn hörðu sannist á hann spill- ing og misbeiting valds. LANCOME fiouge Haust- og vetrarlitirnir ’98-’99 Komið, sjáið og prófið... Litirnir eru rauðir og kvenlegir... ....glimmer, mattir, blautir og þurrir. Allt er fáanlegt og allt er leyfilegt. Förðun á staðnum og glaðningur fyrir viðskiptavini okkar. Kynning fimmtudag, föstudag og laugardag. Viðskiptavinir fá óvrentan glaðning. www.lancome.com H Y G E A > nyricvöru vt’rdlun Kringlunni, s. 5334533 Laugavegi 23, s. 511 4533 Austurstræti 16, s. 511 4511 ítalskar dragtir raeð kjólum, pilsum og buxum Opið virka daga í‘rá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-15.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.