Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn TÓMAS Tómasson frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi sýnir Ólafi Proppé, formanni Landsbjargar, myndavélina. Árni Iugólfsson, forsvarsmaður rústabjörgunarhóps hjálparsveitarinnar, stendur við hlið þeirra. Landsbjörg gefur myndavél til leitar LANDSBJORG færði Hjálpar- sveit skáta í Kópavogi sérhæfða myndavél til leitar í húsarústum á mánudagskvöld. Myndavélin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og kostar ríflega eina millj- ón króna. Hjálparsveit skáta í Kópavogi staifrækir einn best búna rústabjörgunarhóp landsins og er myndavélin kærkomin við- bót við tækjakost og búnað hóps- ins. Fjórir félagar sveitarinnar fóru í fyira til Virginíu í Bandaríkjun- um til þess að kynna sér notkun myndavélarinnar en hún hefur verið notuð mikið af alþjóðlegum björgunarsveitum þar í landi. Efni frá Mótorsporti verðlaunað í Mónakó ÍSLENSKA íþróttaefnið Mótor- sport fékk í vikunni sérstaka viður- kenningu á kaupstefnu sjónvai’ps- stöðva fyi’ir íþróttaefni, sem haldin var í Mónakó, fyrir skot af torfæru- keppni. Verðlaunuð voru myndskeið í ýmsum flokkum og fékk íslenski þátturinn viðurkenningu í fiokki einnar mínútu óklipptra hægi-a myndskeiða. Aðalverðlaun í þeim flokki hlaut franska sjónvarpsstöðin Canal+ fyrir skot frá heimsmeistaramótinu í knattspymu, hægt myndskeið af knattspyrnumanninum Patrick Kui- vert í leik Hollendinga og Belga. Is- lenska hæga myndskeiðið var af Gunnari Ásgeirssyni þegar bfll hans valt í torfærukeppni. Annað efni sem var verðlaunað var m.a. frá Formula 1 keppninni í Belgíu sem fékk verðlaun í flokki þriggja mín- útna klippts efnis. Þá vai’ keppt i flokkunum besti inngangur íþrótta- efnis og besta auglýsingin. Formað- ur dómnefndar var leikarinn Peter Ustinov. Fyrirtækið Mótorís, sem stofnað var í fyrra, framleiðir Mótorsport þættina en það eiga Landssamband íslenskra akstursíþróttafélaga, Afl- vaki og Nýsköpunarsjóður. Þætt- irnir eru nú sýndir í 109 löndum að sögn Ólafs Guðmundssonar, forseta LIA, og hefur nýlega verið samið til þriggja ára um sölu á efninu í Suð- ur-Afríku. Efnið er nú sýnt í Evr- ópulöndum, Suður-Ameríku, Asíu, Astralíu og verið er að semja um sölu til Bandaríkjanna. Ails er sam- anlagður áhorfendafjöldi í þessum löndum milli 600 og 800 milljónir. Mótorís framleiðir 10 klukkustund- ar langa þætti árlega svo og 25 mín- útna útgáfu. Tekið er upp efni frá Islandsmóti og heimsbikarskeppn- inni í torfæru og Rallý Reykjavík. Akstursíþróttaefni á auknum vinsældum að fagna Ólafur Guðmundsson var á iþróttaefniskaupstefnunni í Mónakó og sagði hann ánægjulegt að fá við- urkenningu sem þessa. Greinilegt væri að akstursíþróttaefni ætti auknum vinsældum að fagna og að ekkert íslenskt íþróttaefni hefði náð svo langt. Verðlaunin voru tilkynnt í hátíðarkvöldverði einn sýningar- daginn og voru öll verðlaunamynd- skeiðin sýnd þar. Birgir Þór Bragason er framleið- andi þáttanna, sér um og stjómar upptökunum, en Bragi Bragason er framkvæmdastjóri Mótorís. Birgh' nefnir til gamans að vélin sem franska stöðin tók skot sitt á kosti kringum 20 milljónir króna en verð- mæti samanlagðs tækjabúnaður Mótoríss nái varla þeini tölu. Birgii’ segir framleiðslu þáttanna hafa haf- ist árið 1987 og verið í fyrstu á ábyi’gð Mótorsports, en síðan hafi fyrirtækið Mótorís verið stofnað. Nú fyrst megi aðstandendur þess fai’a að búast við hagnaði. Segir hann áætl- anir fyrirtækisins gera ráð fyrir að reksturinn verði við núllið á næsta ári en stefnt að hagnaði áiið 2000. Ólafur og Birgir segja að nokkurn tíma taki að koma efni sem þessu á markað, fólk þurfi að venj- ast því. Birgir segir torfæru ekki leik fárra manna heldur séu stund- aðar alvöru keppnir og næsta skref sé að halda slíkar keppnir erlendis og framleiða efni frá þeim. Félagar ur Kiwanisklúbbnum í Tallahassee heimsækja ísland „Komum til að sjá börnin okkar“ Einmenningstölvur á rekstrarleigu fyrir SHR Nýherji átti lægsta boð í 200 tölvur BORGARRÁÐ samþykkti á þriðju- dag tillögu stjórnar Innkaupastofn- unar Reykjavíkur þess efnis að taka tilboði lægstbjóðanda í rekstrar- leigu á einmenningstölvum fyrir Sjúkrahús Reykjavíkur. Útboðið hljóðaði uppá rekstrar- leigu á 200 einmenningstölvum í fjögur ár. Fjórir aðilar buðu og var það lægsta, uppá 31,6 milljónir króna, frá Nýherja. Aðrir sem buðu vora Einar J. Skúlason, Tæknival og Opin kerfi. Baldur Johnsen, forstöðumaður upplýsingasviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur, upplýsti Moi’gunbiað- ið um að aðeins hefði verið kringum 15% munur á tilboðunum enda mikil samkeppni í greininni. Akveðið hefði verið að taka tilboði Nýherja sem bauð lægst en á SHR eru nú þegar 250 tölvur í rekstrarleigu frá Nýherja. Auk þessara 450 tölva eru nærri 250 aðrar tölvur í eigu sjúkra- hússins. Segir Baldur tölvunotkun sífellt fara vaxandi á öilum sviðum rekstrarins. Baldur Johnsen segir tvímæla- laust hagstæðara fyrir SHR að nýta rekstrarleigu, þá beri leigusalinn áhættu á öilum rekstri búnaðarins og skuldbindi sig til að sjá um við- hald hans. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að nota þessa aðferð við annan tæknibúnað sjúkrahússins, t.d. ýmis dýr lækningatæki og segir hann framleiðendur fúsa til slíkra samninga. --------------- Stækkun Y esturbæjarskóla Tilboð Ár- mannsfells samþykkt BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt tilboð Ármannsfells hf. í stækkun Vesturbæjarskóla. Fyrir- tækið var lægstbjóðandi í stækkun, uppsteypu og frágang að utan við Vesturbæjarskóla og hljóðaði til- boðið upp á rúmar 45 milljónir. HILMAR S. Skagfield, aðalræð- ismaður Islands í Flórída, var í fyrrakvöld sæmdur æðstu viður- kenningu Kiwanishreyfingarinn- ar, Hixon orðunni, sem kennd er við fyrsta forseta Alþjóðasam- bands Kiwanis Georgs F. Hixon. Hilmar er staddur hér á landi ásamt félögum úr Kiwanis- klúbbnum í Tallahassee í Flórída og mökum þeirra, samtals 25 manns, en hann átti frumkvæðið að því að fyrsti Kiwanisklúbbur- inn var stofnaður hér á landi í janúar 1963. Félagar í þeim klúbbi voru upphaflega á milli 70 til 80 manns og var hann nefndur Kiwanisklúbburinn Hekla. í dag eru yfir 40 Kiwanis- klúbbar á Islandi og hafa þeir í gegnum tíðina safnað samtals yf- ir hundrað milljónum króna til styrktar ýmsum mannúðarmál- um hér á landi. Hópurinn frá Kiwanisklúbbn- um í Tallahassee kom hingað til lands á þriðjudag og var utan- ríkisráðuneytið með móttöku honum til heiðurs í Sunnusal Hótel Sögu seinna um daginn. Um kvöldið héldu félagar í Kiwanisklúbbnum Heklu fjöl- mennan fund í Kiwanishúsinu við Engjateig, þar sem boðið var til kvöldverðar og Hilmar tók við Hixon orðunni úr höndum Björns Ágústs Siguijónssonar umdæmisstjóra Kiwanis. Þegar Hilmar er beðinn um að rifja upp þátt sinn í stofnun Kiwanisklúbbsins Heklu hér á landi fyrir 35 árum segir hann að á þeim tíma hafi Kiwanis- hreyfingin verið að færa út kví- arnar í Evrópu. Hann sjálfur hafi verið umdæmisstjóri Kiwan- is í Tallahassee. Því hafi hann ákveðið að skrifa Einari A. Jóns- syni, sem þá var gjaldkeri hjá SPRON, bréf og spyija hann að því hvort það væri einhver möguleiki á því að stofna Kiwanisklúbb á Islandi, en Hilm- ar var vel kunnur Einari á þess- um tíma. „Einar gekk í það með miklum krafti að stofna hér fyrsta Kiwanisklúbbinn sem hét Hekla,“ segir Hilmar. Þar með varð Kiwanisklúbbur- inn í Tallahasse eins konar móð- urklúbbur Kiwanisklúbbsins Heklu og hafa samskipti þeirra ávallt verið góð og mikil, að sögn Hilmars. Hann segir að fé- lagar úr klúbbnum Heklu hafi stundum komið í heimsókn til Tallahasse í Flórída, en að félag- ar í Tallahasse hafi aldrei komið til fslands. „Við höfum því talað um það í ár eða meira að það væri gaman að skreppa til Is- lands og heimsækja börnin okk- ar,“ segir Hilmar og á þá við þá Kiwanisklúbba á íslandi sem stofnaðir hafi verið á undanförn- um 35 árum. En sá klúbbur sem stofnar annan klúbb verður móð- urklúbbur þess klúbbs. Hilmar segir að fyrst hafi ver- ið rætt um það að fara til íslands í janúar á þessu ári, en hann hafi dregið úr því þar sem svo kalt væri á þeim árstíma. Síðar hafi verið afráðið að fara nú í sept- ember ekki síst í ljósi þess að Flugleiðir hafi verið með hag- stætt verðtilboð og hingað eru þau nú komin. Hilmar segir að bandarisku Kiwanisfélagarnir hafi í gær m.a. heimsótt Stofnun Árna Magnússonar og Listasafn Ein- ars Jónssonar og tekur fram að þeir hafi verið mjög hrifnir af því. „Þeir sáu að mikil menning er á Islandi og eru mjög undr- andi og þakklátir fyrir það að hafa kynnst henni,“ segir Hilmar og bætir því við að það sé undar- legt að ekki skuli vera lögð meiri áhersla á að sýna útlendingum þessi merkilegu söfn í stað þess að rjúka með þá strax til þess að sýna þeim Geysi og Gullfoss. Fossa sé hægt að sjá alls staðar í heiminum. Að sögn Hilmars verður bandariski hópurinn hér á landi fram á sunnudag, en hann sjálfur mun sennilega dvelja eitthvað lengur ásamt konu sinni. Síðustu dagana mun hópurinn m.a. skoða Nesjavalla- virkjun og Gvendarbrunna og að lokum heimmsækja félaga í Kiwanisklúbbnum Brú á Kefla- víkurflugvelli. _ Morgunblaðið/Ásdís FELAGAR úr Kiwanisklúbbnum í Tallahassee í Flórída og makar þeirra eru staddir hér á landi ásamt Hilmari Skagfield aðalræðismanni íslands í Flórída, en hann er íjórði maðurinn, talið frá hægri. Með í fór er einnig sonur Hilmars, sem er með eiginkonu sinni og barni á myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.