Morgunblaðið - 18.09.1998, Síða 55

Morgunblaðið - 18.09.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 55 BRÉF TIL BLAÐSINS 5- Gœðavara Gjafavara — raátar- og kaffistell Allir verðflokkar. Heimsfrægir hönnuöir m.a. Gianni Versace. - VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. BÍLDSHÖFÐI 20 - 112 REYKJFIVÍK - S:510 8022 PFA F cHeimilisUekjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 Laugardagurinn 19. september 1998 er SAUMAVÉLADAGUR PFAFF. Einstök tilboðsverð á saumavélum í tilefni dagsins. Hér er kjörið tækifæri fyrir þá sem eru að leita sér að góðri saumavél á góðu verði. ♦ Á SAUMAVÉLADEGIPFAFF sýnum við og kynnum aUar gerðir saumavéla okkar. Fólk getur sjálft prófað vélamar, grannskoðað þær og borið saman. Okkar hæfasta afgreiðslufólk verður á staðnum, leiðbeinir fólki, kennir á vélamar og veitir faglegar upplýsingar. ® Kennslukona okkar, Júlíana Ámadóttir sýnir notkunarmöguleika vélanna og ráðleggur um saumaskap. ® Viðgerðarmaður PFAFF, Magnús Kristmannsson verður á staðnum, veitir tæknileg ráð um vélamar og svarar spumingum um minniháttar bilanir, sé þörf á. ® Guðbjörg Antonsdóttir fatahönnuður ráðleggur um allt varðandi snið, liti, efni og annað er lýtur að saumaskap. Guðbjörg er einnig sérfræðingur í bútasaumi og kynnir yflrflytjarann, en hann er eingöngu á PFAFF saumavélunum. Yfirflytjari flytur efnið jafnt að ofan sem neðan og hentar afar vel, t.d. í bútasaumi. % Einnig kynnum við sérstaka útsaumsvél (iðnaðar- vél), sem saumar út nöfn, merki og hverskyns munstur, t.d. í húfiir og annan fatnað. IIIJBOÐI mEFNI DAGSINS: PF 6nm SSSSÍjjl20 sPor 39.900,- 6l52 Heimilisvéi 69 spor m/yflrflyt)“a 59'8‘’0'" PF. jj1 Heimiiisvéi 20 snor ni/yfirflytjara 49.970.- ' 'n/yfirflytja^^^nmavéJ Verið velkomin á SAUMAVÉLADAGEVN. Opið kl. 10-17. * Blóðgjafafélag Islands - hvers vegna? Frá Birni Harðarsyni: í ALLFLESTUM löndum nálægt okkur eru starfandi blóðgjafafélög. Starfsemi þeii'ra er mismunandi eft- ir því á hvaða grunni þau starfa. Öll eiga þau þó það sameiginlegt að vilja standa vörð um hagsmuni félags- manna sinna þ.e. blóðgjafanna. I Danmörku til að mynda starfar mjög öflugt blóðgjafafélag sem sér blóðbönkunum þar fyrir blóðgjöfum og sér um fræðslu og samskipti við blóðgjafa. Danska blóðgjafafélagið hefur tekjustofn af þeim blóðgjöfum sem það leggur blóðbönkunum til, en greiðslan kemur úr heilbrigðiskerf- inu þar í landi. Blóðgjafafélag Islands, sem varð 17 ára á þessu ári, hefur starfað sem áhugamannafélag sem hafði ákveðinn stai-fsgi’undvöll sem ekki hefur verið til staðar nú um nokkurra ára skeið. Eg veit að ráðherra heilbrigðis- mála er mér sammála um mikilvægi þess að halda úti starfsemi Blóð- gjafafélags íslands, því hann veit hve mikilvæg starfsemi þess getur verið ef við höldum rétt á málum. En hvernig vill Blóðgjafafélag Is- lands starfa? Blóðgjafafélag ísland vill hafa áhrif fyrst og fremst með kynningu á félaginu og starfsemi þess og með stuðningi stjórnar við ákveðin málefni. Pað vill marka stefnu og hefur í því sambandi lýst sig reiðubúið til samstarfs við heil- brigðisyfirvöld, Landlæknisembætt- ið, Rauða kross íslands og e.t.v. fleiri. Það vill tryggja rekstrar- grundvöll sinn. Nýir möguleikar hafa skapast á að gera vinnslu lyfja mögulega úr blóðvökva (plasma) ís- lenskra blóðgjafa. Stjórn félagsins vill undirstrika mikilvægi þess að það fé sem skapast við fullvinnslu blóðvökva nýtist að fullu til upp- byggingar blóðgjafastarfseminnar og blóðbankaþjónustunnar. Hver enj hagsmunamál blóðgjafa? - Sjálfbæri. Með orðinu sjálfbæri er átt við að vera sjálfum sér nógur. Ef við heimfærum þetta upp á blóðgjafir, þá emm við Islendingar sjálfum okk- ur nógh- um framleiðslu blóðhluta. Þegar kemm- að framleiðslu lyfja sem unnin era úr blóðvökva, þá eru þau flutt inn erlendis frá. - Aukið fi-amboð blóðgjafa. Á íslandi era u.þ.b. 3-4% þjóðarinnar blóðgjafar. Þetta hlutfall viljum við sjá hærra til að auka öryggi blóðbankaþjónustunnar. Hagsmuna- mál blóðgjafa snúast ekki síst um traust. Traust okkar sem einstaklinga til heilbrigðisþjónustunnar. Traust okkai- sem þjóðar til að standast þær kröfiir sem til okkar era gerðar. Ti-aust okkar til að standa fyrir nægu framboði svo við getum mætt skakka- föllum sem kunna yfir okkur að dynja. Þótt ýmsar stofnanir s.s. CE og WHO hafi gefið út samþykktir sem leggja áhersu á sjálfbæri og sjálfVilj- ugar blóðgjafir era aðrar stofnanir innan Evrópubandalagsins sem leggja til óhefta markaðsvæðingu með blóð og afurðir unnar úr blóðvökva. Þessi sjónarmið ganga allmikið á svig við samþykktir áðumefiidra stofnana og sjónarmið Alþjóðablóðgjafasamtak- anna. Blóðgjafafélag Islands sótti um inngöngu í Alþjóðablóðgjafasamband- ið IFBDO (International Federation of Blood Donor Organizations) í fram- haldi af samþykkt aðalfundar Blóð- gjafafélags Islands í febrúar á þessu ári og var samþykkt sem aðili að IFBDO á fundi sambandsins í Túnis 24. apríl 1998. Meðal markmiða IFBDO eru sjálfbæri hvað varðar blóð frá sjálf- boðaliðum sem þiggja ekki greiðslu fyrir (nonpaid voluntary donors) og að stuðla að auknu trausti almenn- ings á blóðframboði þjóða með því að stilla saman öryggisstuðla og eftirlit með blóðgjöfum. Það er að fólk á ekki að þurfa að hræðast að þiggja blóð erlendis. Hvers vegna sótti Blóðgjafafélag Islands um að vera hluti að alþjóða- samvinnu innan IFBDO? - Til að vera í forsvari fyrir hags- muni blóðgjafa okkar og blóðgjafa annarra landa innan alþjóðlegra samtaka svo sem CE, WHO og EU/EES. - Til að styðja siðferðilega málstað blóðgjafa sem eru sjálfboðaliðar án þóknunai-. Þannig styðjum við þau sjálfsögðu mannréttindi að enginn ætti að finna sig knúinn eða verða fyrir þrýstingi til að selja hluta af sjálfum sér. - Til að styrkja sjálfboðaliðasam- tök í öðrum löndum okkur til hags- bóta. Saman eram við sterkari gagn- vart yfirvaldi eins og t.d. EB. - Til að sýna samstöðu með sjúk- lingum og blóðgjöfum annarra landa t.d. í Eystrasaltslöndunum og lönd- um Austur-Evrópu. - Til að styrkja ásýnd okkar á ís- landi. Sérstaklega gagnvart yngri kynslóðum, sem oft hafa mikinn áhuga á samstaifi og samstöðu. - Til að opna fyrir hugsanlegum fjárhagslegum stuðningi frá aðilum sem úthluta til alþjóðlegs samstarfs. - Til að gefa sjálfboðaliðum mögu- leika á þátttöku í alþjóðasamstarfi. - Til að ferðast og hitta fulltrúa annarra samtaka, læra af þeim, nota kynningarefni þeirra. Fréttaefni, sjónvarpsefni o.s.fv. - Til að vera bandamaður Blóð- banka í alþjóðasamstarfi og mynda mótvægi við áhrif stórra fjölþjóð- legra fyrirtækja sem vinna á þessu sviði. Við þurfum að halda vöku okkar til að vernda okkar. heima- markað fyrir utanaðkomandi reglu- gerðum sem segja til um frjálsa og óhefta markaðsvæðingu. Þetta get- um við gert með því að setja skýrari reglur, helst bundnar í lög, um blóð- gjafir, blóð og afurðir þess. BJÖRN HARÐARSON, formaður Blóðgjafafélags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.