Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómur í kynferðis- brotamáli ómerktur HÆSTIRÉTTUR ómerkti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 1. apríl 1998 í máli manns sem dæmdur hafði verið í 3 og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni allt frá unga aldri fram á unglingsár. Maðurinn hafði neitað sakargift- um og var héraðsdómurinn einkum byggður á frásögn stúlkunnar, framburði móður, meðal annars um áreitni ákærða við aðra dóttur þeirra, og greinargerð félagsráð- gjafa sem meðhöndlaði stúlkuna. I dómi Hæstaréttar segir að kærandi hafí lent í umferðarslysi Kærandi varð fyrir höfuðhöggi í umferðarslysi allnokkru áður en hún bar fram kæru á hendur fóður sínum. Hafí hún fengið höfuðhögg með alvar- legum afleiðingum. Vísi verjandi sakbornings til þess að slíkir höf- uðáverkar kunni að hafa áhrif á skaphöfn og persónuleika þess sem fyrir verður. Krefjist hann þess að aflað verði læknisfræðilegra gagna um afleiðingar þessa slyss fyrir heilsufar kæranda. Pá segir að í málinu liggi fyrir gi-einargerð fé- lagsráðgjafa um ætlað kynferðis- legt ofbeldi. Hins vegar vanti gögn um sálfræðilega athugun á ákærða og dóttur hans. Þyki því nauðsyn bera til að afla þessara gagna í því skyni að varpa skýrara ljósi á að- stæður. Var málinu vísað heim í hérað til frekari gagnaöflunar, nýrrar aðalmeðferðar og dóms- álagningar að nýju. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigríður Jósefsdóttir' sak- sóknari en Jón Steinar Gunnlaugs- son hrl. varði ákærða. Enn haldið sofandi DRENGURINN, sem slasaðist þegar ekið var á hann á Reykja- nesbrautinni sl. laugardags- kvöld, liggur enn á gjörgæslu- deild Borgarspítalans. Líðan hans er eftir atvikum góð, að sögn vakthafandi læknis, en honum er enn haldið sofandi í öndunarvél. Drengurinn, sem er sjö ára, hlaut mikla áverka við slysið, m.a. beinbrot og kvið- arholsáverka. Tíu ára gamli drengurinn, sem brenndist alvarlega á Eski- firði þegar kviknaði í sumarhúsi hinn 28. ágúst í Bleiksárdal er á hægum batavegi, að sögn lækn- is á gjörgæsludeild Landspítal- ans. Honum er þó enn haldið sofandi í öndunarvél. Gömul bið- skýli færð NY biðskýli hafa undanfarið verið sett upp á biðstöðvum Strætis- vagna Reykjavíkur. Gömlu skýlin þurfa því að víkja fyrir þeim nýju, og er þeim komið fyrir á fáfarnari leiðum SVR. Hér er unnið við að koma einu slíku á nýjan samastað. Olía í höfn- ina á Rifi TÖLUVERT af olíu lak í höfnina á Rifí síðdegis í gær úr bátnum Rifs- nesi SH 44. Að sögn lögreglunnar á Snæfellsnesi var verið að dæla olíu á bátinn þegar tankamir fylltust skyndilega og olían lak út. Meiri olía hafði þá verið á tönkum bátsins en reiknað hafði verið með. Ekki er vit- að hve mikið magn fór í sjóinn, en málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Snæfellsnesi. Morgunblaðið/Golli íslenski sjómaðurinn í Bremerhaven Laus úr öndunarvél SJÓMAÐURINN af Breka VE 61, sem legið hefur á sjúkrahúsi í Bremerhaven með mikla höfuð- áverka eftir alvarlega árás 30. ágúst, var tekinn úr öndunarvél á, mánudag. Óttast var að hann hefði lamast en sá ótti reyndist ástæðu- laus. Ljóst er þó að hann verður ekki fluttur heim í bráðina, en læknar em þó bjartsýnir á bata að sögn Sigurmundar Einarssonar framkvæmdastjóra Utgerðarfélags Vestmannaeyja, sem fylgst hefur með framvindu mála. A næstunni mun skýrast betur hversu miklir áverkarnir eru og verður maðurinn áfram undir eftirliti þýsku lækn- anna. Sjómaðurinn er 28 ára gamall og hlaut áverkana þegar ókunnugir menn réðust að honum og félaga hans með hafnaboltakylfur fyrir utan skemmtistað í Bremerhaven. ----------------- Bifreið brann til kaldra kola FÓLKSBIFREIÐ brann til kaldra kola á Reykjanesbraut við Kúa- gerði snemma í gærmorgun. Voru kona og karlmaður í bifreiðinni á suðurleið og komust bæði út án meiðsla. Eldurinn kom upp í vélar- húsi bifreiðarinnar, breiddist fljótt út og varð hún fljótt alelda. Kefla- víkurlögreglunni var tilkynnt um atburðinn kl. 7.13 og var bifreiðin bnmnin þegar slökkvilið kom á vettvang. Ekki er enn Ijóst hvers vegna kviknaði í bifreiðinni, en hún er ónýt að sögn lögreglu. Málflutningur hafínn 1 fyrsta íslenzka dómsmálinu sem kemur fyrir EFTA-dómstólinn Leiddi þýðingarvilla til brots á EES? MÁLFLUTNINGUR hófst í gær fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxem- borg í fyrsta íslenzka dómsmálinu, sem dómurinn fjallar um. í grófum dráttum snýst málið um það hvort ríkisábyrgð á launum gildi gagnvart systkinum eiganda eða fram- kvæmdastjóra gjaldþrota fyrirtækis og hvort íslenzka ríkið hafi bakað sér skaðabótaskyldu með því að hafa ekki lagað íslenzk lög að tilskipun Evrópusambandsins um samræm- ingu á lögum aðildarríkjanna um vemd til handa launþegum verði vinnuveitandi gjaldþrota. Veigamik- ill þáttur í málinu er hvernig túlka beri orðalagið á íslenzkri þýðingu E E S-samningsins. Málavextir eru þeir að íslenzkri konu var neitað um laun úr Abyrgða- sjóði launa þegar fyrirtæki sem hún hafði unnið hjá varð gjaldþrota. Ástæða synjunarinnar er sú að kon- an er systir manns sem átti 40% hlut í hinu gjaldþrota fyrirtæki. I íslenzk- um lögum um gjaldþrotaskipti er kveðið á um að launakröfur nákom- inna ættingja þrotamanns verði ekki viðurkenndar sem forgangskröfur í þrotabú, en það er gert að skilyrði fyrir greiðslu Ábyrgðarsjóðs launa á launakröfu að hún hafi verið viður- kennd sem forgangskrafa. Undan- tekningar frá þessari reglu, sem heimilaðar eru í lögunum, eiga ekki við um systkini þrotamanns. Konan telur að íslenzku lögin bijóti í bága við áðumefnda tilskip- un ESB, sem tekið hefur gildi á Is- landi samkvæmt EES-samningnum. Konan höfðaði mál fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur, sem hefur óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dóm- stólsins. Hverjir eru „skyldmenni í beinan legg“? Krafa konunnar byggist m.a. á þvi að íslenzka ríkið hafí ekki nýtt sér rétt samkvæmt tilskipuninni til að undanþiggja kröfur systkina bi'ota- manna frá ríkisábyrgð á launum. I viðauka við EES-samninginn, þar sem fjallað er um það hvaða hópa Is- land megi undanþiggja frá ríkis- ábyrgð á launum, er talað um maka einstaklings, sem sé stjórnarmaður, eigandi eða framkvæmdastjóri gjald- þrota fyrirtækis, svo og „skyldmenni í beinan legg og maka skyldmennis í beinan legg“. Konan og lögmaður hennar telja að skyldleiki systkina sé ekki skyldleiki í beinan legg og und- anþágan eigi því ekki við um systkini. Islenzka ríkið heldur því hins veg- ar fram að samkvæmt öðrum ákvæðum í sama viðauka við EES- samninginn megi fella undan gildis- sviði tilskipunarinnar „ættingja í beinan legg“ og „nákomna ættingja" („direct relatives" á ensku). Ríkið heldur því fram að það leiði bæði af orðalagi og tilgangi ákvæðisins að hugtökin „ættingi í beinan legg“ og „nákominn ættingi" verði að skýra svo að taki til systkina. Ríkið heldur því jafnframt fram að hugtökin, sem notuð séu í enskri útgáfu EES- samningsins, svo og á öðrum tungu- málaútgáfum tilskipunarinnar, verði að skilja svo að þau taki til systkina. Öll tungumálin jafngild Ríkið viðurkennir að íslenzka út- gáfan sé frábrugðin, þar sem „direct relative“ hafi verið þýtt sem „ætt- ingi í beinan legg“, sem vísi til skyldleika í beinan legg upp á við og niður á við og taki því ekki til systk- ina. Allar tungumálaútgáfur tilskip- unarinnar hafí hins vegar sama vægi samkvæmt EES-samningnum og þar sem enska hafi verið notuð við gerð EES-samningsins geti röng þýðing á íslenzku ekki breytt merk- ingu tilskipunarinnar. Þess má geta að dómstóll Evrópu- sambandsins hefur fyrir sitt leyti dæmt að ríki geti verið skaðabóta- skyld ef þau ekki leiða með tilskild- um hætti tilskipanir í lög (Francovich og Bonifaci, 19. nóvem- ber 1991). íslenzka ríkið telur hins vegar að jafnvel þótt tilskipunin hefði verið ranglega leidd í lög hér á landi eigi skaðabótaskylda ekki við. Málið fluttu Stefán Geir Þórisson hrl. fyrir hönd konunnar, sem í hlut á, og Árni Vilhjálmsson hrl. fyrir ís- lenzka ríkið, en Martin Eyjólfsson, lögfræðingur í utanríkisþjónust- unni, var honum til aðstoðar. Full- trúar Noregs, Svíþjóðar, fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, Eftirlitsstofnunar EFTA og brezka ríkisins létu málið einnig til sín taka og skiluðu athugasemdum til dómstólsins. AFOSTUDOGUM Grænasti bær landsins Drekafólk í umgjörð miðalda Birgir Leifur Hafsteinsson komst áfram/C1 >••••••••••••••••••••••••••• Þórður lagði upp mark Genk í Duisburg/C4 Fylgstu með nýjustu f réttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.