Morgunblaðið - 26.09.1998, Side 4

Morgunblaðið - 26.09.1998, Side 4
4 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson SÝSLUMENN landsins og aðrir fundargestir á aðalfundi Sýslumannafélags íslands sem haldinn var á ísafirði á fímmtudag og föstudag. > ---------------------------------------------------------------------- Flugleiðir flugu til Flórída FLUGLEIÐIR flugu áleiðis til Orlando á Flórída seinni- partinn í gær og hafði fellibyl- urinn George ekki áhrif á áætlun félagsins. Einar Sigurðsson, aðstoðar- maður forstjóra Flugleiða, sagði um það leyti sem vélin fór í loftið að veðrið í Orlando væri í lagi, en það væri hvasst sunnar á Flórídaskaganum. Ef veðrið í Orlando ætti eftir að versna yrði ekki teflt í neina tvísýnu heldur lent í Jacksonville, norðar á skagan- um. Sýslumenn landsins funda á Isafírði ísaflrði. Morgunblaðið. Sveitarstjórnarmenn um málefni Kísiliðjunnar hf, Atelja stjórn- völd fyrir af- skiptaleysi ÁRLEGUR aðalfundur Sýslu- mannafélags Islands var haldinn á Isafirði á fimmtudag og föstu- dag. Til fundarins mættu 25 af 27 sýslumönnum landsins auk setts lögreglustjóra í Reykjavík, ríkissaksóknara, saksóknara ríkislögreglusljóra og fleiri gesta. Þá sótti fundinn einn heiðursfélagi Sýslumannafélags- ins, Jón Isberg, fyrrverandi sýslumaður á Blönduósi. Áður en aðalfundurinn hófst var haldinn svonefndur Sýslu- mannafundur, en slíkir fundir eru haldnir nokkrum sinnum á ári. Auk hefðbundinna aðalfund- arstarfa, ræddu fundarmenn m.a. um framtíðarstefnu lög- reglunnar, saksókn, bflamál og íjármál sýslumannsembættanna Fundur- inn endaði með brúð- kaupi svo fátt eitt sé talið. Að aðal- fundinum Ioknum fóru fundar- menn og makar í skoðunarferð um ísafjörð og nágrenni og snæddu síðan saman hátíðar- kvöldverð á Hótel Isafirði. Einn fundarmanna, Björn Rögnvaldsson sýslumaður á Ólafsfirði, ákvað að ganga í hjú- skap og gekk hann að eiga sam- býliskonu sína, Auði Helenu Hin- riksdóttur, í Turnhúsinu í Neðstakaupstað á Isafirði. Það var sýslumaðurinn á Isafirði, Ólafur Helgi Kjartansson, sem gaf þau saman að viðstöddum flestum sýslumönnunum sem sóttu aðalfundinn og mökum þeirra. Svaramenn brúðhjón- anna voru tveir sýslumenn, þeir Björn Jósef Amviðarson á Akur- eyri og Ríkharður Másson á Sauðárkróki. Að athöfninni iokinni sungu tvær ísfirskar stúlkur, þær Þór- unn Ama Kristjánsdóttir og Herdís Jónasdóttir, tvö lög fyrir brúðhjónin og síðan var skálað í kampavíni. í ÁLYKTUN um málefni Kísiliðj- unnar hf. í Mývatnssveit átelur sveitarstjóm Skútustaðahrepps stjómvöld fyrir afskiptaleysi af framgangi fyrirtækisins. Ekki hef- ur verið starfandi forstjóri hjá fyr- irtækinu síðastliðið ár heldur hafa tveir starfsmenn séð um daglegan rekstur þess. Annar þeirra er nú hættur störfum. Segir enn fremur í ályktuninni að iðnaðarráðherra átti sig ekki á þeim vanda sem blasi við Kísiliðjunni, en er að mati sveitar- stjómarmanna áþekkur vanda þeim er blasti við Landsbankanum í vor þegar ljóst þótti að bankinn gæti ekki án bankastjóra verið, enda hafi ráðherra lagt kapp á að ráða hann hið fyrsta. „Fljótt og vel var bmgðist við þegar uppbygging álvers í Hvalfirði varð möguleg. Skjótt og skynsamlega er bmgðist við hugmyndum erlendra kvik- myndagerðarmanna. Ekki síður er nauðsynlegt að bregðast við vanda þar sem byggð er í hættu, svo sem í Mývatnssveit og nágrannabyggð- um,“ segir í ályktuninni. Ráðuneytið hefur lagt áherslu á ráðningu nýs forstjóra Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra mótmælir því að stjómvöld hafi sýnt málefnum Kísiliðjunnar afskiptaleysi og segir aðspurður hvers vegna fyrirtækið hafi verið forstjóralaust í eitt ár, að það sé ekki ráðuneytisins að ráða forstjór- ann, heldur stjórnar Kísiliðjunnar. Hann segir hins vegar að ráðuneyti sitt hafi á síðastliðnu ári gefið skýr fyrirmæli þess efnis að ráðinn yrði forstjóri. „Stjóm Kísiliðjunnar er vandi á höndum því það em erlendir með- eigendur okkar sem hafa lagst gegn því að forstjóri verði ráðinn, en stjórnin veit að ráðuneytið hef- ur lagt þunga áherslu á að það væri gert. Ef Mývetningar em að deila á stjómvöld fyrir að fyrirtækið sé forstjóralaust þá er þeim ádeilum beint í ranga átt,“ segir Finnur. Hann segist ekki vita hvers vegna erlendir meðeigendur leggist gegn því að ráðinn verði nýr forstjóri Kísiliðjunnar, en ætlar hann að krefja þá skýringa? „Fulltrúi minn átti fund með þessum erlendu sam- starfsaðilum fyrir fáum dögum þar sem þetta var tekið upp og ég von- ast til þess að í kjölfar þess fundar verði auglýst eftir forstjóra." Hreiðar Karlsson, stjómarfor- maður Kísiliðjunnar staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær, að auglýst yrði um helgina starf for- stjóra Kísiliðjunnar. BRÚÐHJÓNIN Björn Rögnvaldsson og Auður Helena Hinriksdóttir ásamt dótturinni, Hafdísi Huld, svara- mönnum og sýslumanninum á ísafirði fyrir framan Tumhúsið á ísafirði. Framkvæmdastjóri Dagvistar barna segir minnispunkta leikskólastjóra hafa farið í skjalasafn af vangá Voru aldrei neitt gagn í málinu BERGUR Felixson, framkvæmdastjóri Dagvistar barna, segir að þeir „minnisp- unktar" sem Tölvunefnd beindi til Dagvist- ar barna að yrði eytt úr skjölum stofnunar- innar hafí aldrei verið neitt gagn í málinu vegna uppsagnar Guðrúnar Maríu Oskars- dóttur, fyrrverandi starfsmanns leikskól- ans Laufásborgar. Minnispunktunum hafí verið eytt strax og þeir bámst honum í hendur í upphafi en hins vegar hafí afrit þeirra verið varðveitt af vangá í skjalasafni borgarinnar. Bergur sagðist bera ábyrgð á þeim mis- tökum. Hann sagði að minnisblöð gengju gjaman milli undirmanna og yfirmanna og hann kvaðst hafa beðið leikskólastjórann að taka saman „einhverja punkta um uppsögn- ina“ og hefði hann fengið þessa minnisp- unkta. Bergur sagði að sér hefði strax fund- ist orka tvímælis að nota þá punkta í málinu. „Málið snerist um lögmæta eða ólögmæta uppsögn, ekki um neina persónu. Ég fékk ráðgjöf hjá lögfræðingi borgarinnar sem var mér alveg sammála. Þessir minnispunktar vom því ekki innlegg í málið og aldrei liður í neinni meðferð þess. Ég eyddi þeim strax í tætara,“ sagði Bergur. Bárust í skjalasafn af vangá Bergur sagði að afrit af minnispunktunum hefði hins vegar fyrir einhver mistök orðið eftir í skjalasafni starfsmannaskrifstofu borgarinnar. Það hefði hann ekki uppgötvað fyrr en hann fékk sendingu frá umboðs- manni Alþingis með þessum punktum eftir að umboðsmaður lauk umfjöllun um málið en umboðsmaður hafði fengið minnispunkt- ana senda með öðmm gögnum borgarinnar eftir að kvörtun Guðrúnar Maríu barst hon- um. Bergur segir rangt í frétt Morgunblaðsins í gær að umboðsmaður Alþingis hafi ekki tekið efnislega afstöðu til uppsagnarinnar. Niðurstaða umboðsmanns hafi verið sú að af gögnum málsins verði ekki ráðið að önnur sjónarmið en málefnaleg hafi legið tii gmnd- vallar ákvörðun um uppsögn Guðrúnar Mar- íu. Bergur sagðist því telja frétt Morgun- blaðsins í gær ekki gefa rétta mynd af mál- inu. „Við þóttumst gera vel við Guðrúnu Maríu með því að samþykkja að hún fengi bæði áunninn veikindarétt og uppsagnarfrest greiddan," sagði Bergur. „Ég var í góðri trú þegar ég sagði Guðrúnu Maríu að slíkir punktar væm ekki til því ég hafði eytt þeim og ég eyddi þeim í annað skipti eftir að við samþykktum að verða við tilmælum Tölvu- nefndar." Bergur sagði að uppsögn Guðrúnar Maríu hefði átt rætur að rekja til samstarfsörðug- leika við leikskólastjóra. Það hefði verið farið ofan í málið, m.a. á fundum með stéttarfélagi hennar, og hefði niðurstaðan verið sú að rétt hefði verið staðið að uppsögninni. Lögfræðiá- lit með sömu niðurstöðu lægi fyrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.