Morgunblaðið - 26.09.1998, Page 14
14 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Hræringar meðal lækna á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
Fara í leyfí og segja upp
STEFÁN Yngvason, yfirlæknir á Kristnesi, hef-
ur fengið ársleyfi frá störfum og tekið við nýrri
stöðu á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Hjörtur Oddsson, hjartasérfræðingur á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri, hefur nýlega látið
af störfum og þá hefur Nick Cariglia, sérfræðing-
ur í lyflækningum og meltingafæralækningum,
sagt stöðu sinni á FSA lausri og lætur af störfum
í lok október að óbreyttu.
Leitað leiða til að halda f Nick
Magnús Stefánsson, yfirlæknir barnadeildar
og formaður Iæknaráðs FSA, sagði ekki hægt að
tala um flótta frá stofnuninni en hins vegar ættu
sér stað hræringar í húsinu. „Menn eru að hugsa
sér til hreyfings og þar liggja að baki fleiri en ein
og fleiri en tvær ástæður.“
Magnús sagði að þótt Nick væri búinn að segja
upp kæmi vonandi ekki til þess að hann hætti.
Hann sagði unnið að því að leita leiða til að halda
í Nick og í raun hefði sú vinna verið hafin áður en
hann sagði upp. Magnús sagði að staða hjarta-
læknis yrði auglýst aftur þar sem Hjörtur Odds-
son hefur látið af störfum. „Það virðist vanta
menn með þá hjartalæknismenntun sem okkur
vantar hér, þar sem hátæknin er orðin svo mikil.
En það hefst á endanum að manna þessa stöðu.“
Magnús sagði að Stefán Yngvason, endurhæf-
ingarlæknir og yfirlækni á Kristnesi, hefði verið
valinn til að takast á við nýja og mjög spennandi
stöðu á Grensásdeild. Hann hefur því fengið árs-
leyfi, alla vega til að byrja með. I stöðu yfirlækn-
is á Kristnesi var ráðinn Páll Helgason sem
einnig er endurhæfingarlæknir. Þá hefur einn af
bæklunarlæknum FSA sótt um stöðu í Reykjavík
að sögn Magnúsar en sá hinn sami sótti einnig
um nýja yfirlæknisstöðu á slysadeild FSA og því
ekki ljóst á þessari stundu hvort og þá hvenær
hann fer.
Erfiðar vaktir
Magnús sagði að unnið hefði verið að þvi að
fjölga sérfræðingum við sjúkrahúsið en stofnunin
hefði ekkert úr allt of miklum peningum að moða
í því augnamiði. „En það má segja að hér séu
hræringar og kannski meiri í ár en um tíma en
ekkert meiri en fyrir um 5 árum og þetta virðist
koma í bylgjum.
Því er þó ekki að neita að hér er mikil þyngd í
dagvinnu og á vöktum og vaktir á FSA eru
þrisvar sinnum þéttari hér á sumum deildum en
á stóru sjúkrahúsunum tveimur í Reykjavík. Og
þegar menn eldast leita þeir á önnur mið til að
geta átt rólegri efri ár.“
Skákfélag
Akureyrar
Fimmtán
mínútna
mót
FIMMTÁN mínútna mót
verður haldið í skákheimilinu
við Þingvallastræti 18 á morg-
un, sunnudaginn 27. septem-
ber, og hefst það kl. 14.
Tveir félagar úr Skákfélagi
Akureyrar far með ólympíu-
skáksveit Islands til Elista í
Rússlandi til að taka þátt í
ólympíumótinu sem þar verð-
ur haldið, þeir Jón Garðar Við-
arsson og Áskell Örn Kárason
sem er fararstjóri.
Á aðalfundi Skákfélags
Akureyrar, sem haldinn var í
vikunni, voru kosnir í stjórn
þeir Sigurður Eiríksson for-
maður, Einar Garðar Hjalta-
son, Rúnar Sigurpálsson, Val-
gerður Davíðsdóttir og Karl
Steingrímsson.
Morgunblaðið/Kristján
BUNDIÐ slitlag verður komið á nýja veginn yfir Fljótsheiði í dag og um Ieið verður umferð hleypt á veg-
inn. Þeir voru því að vonum ánægðir með lífið í góða veðrinu á heiðinni í gær, Rúnar Jónsson, eftirlitsmað-
ur Vegagerðarinnar t.v., Gestur Pálsson, einn eigenda Slitlags ehf., og Sigurður Oddsson, deildarsfjóri
framkvæmda hjá Vegagerðinni. Sigurður sagði opnun vegarins gríðarlega stóra stund.
Tölvustýrðar skurðarvélar frá Marel
Nýi vegurinn yfir Fljótsheiði
opnaður fyrir umferð í dag
Utgerðarfélag Akureyr-
inga kaupir 100. vélina
Mikil sam-
göngubót
HUNDRAÐASTA tölvu-
stýrða skurðarvélin frá
Marel var afhent for-
svarsmönnum Utgerðar-
félags Akureyringa í gær.
Skurðarvélin, sem
byggir á tölvusónartækni,
tekur mynd af hverju
flaki og ákvarðar hvaða
bita er hagkvæmast að
skera úr hverju flaki og
sker þá síðan með meiri
nákvæmni en manns-
höndin getur að jafnaði
gert. Afköst vélarinnar
eru 1.200 til 1.800 kíló á
klukkustund.
Með kaupum UA á
skurðarvélinni er félagið
að setja upp þriðju Marel
skurðarvélina í fiskvinnsl-
una hjá sér. Það gerir ÚA
að einum afkastamesta
fiskbitaframleiðenda í heimi nú um
stundir. ÚA endurnýjaði vinnslu-
búnað sinn á sl. ári í samstarfi við
Marel og fleiri en það hefur skilað
sér í auknum afköstum og betri
nýtingu hráefnis í verðmætari af-
urðir.
Marel hóf framleiðslu á tölvu-
stýrðu skurðarvélinni árið 1994. I
upphafi var markmiðið að skera
fiskflök í bita af ákveðinni stærð en
notkunarsviðið hefur þróast í að
skera heilan lax í bita, nauta- og
svínakjöt í ákveðnar sneiðar ásamt
því að skera niður kjúklinga og
kalkún í bita eða strimla. Jafnframt
því er vélin nýtt um borð í frysti-
togurum.
Vélin hefur verið seld til yfir 10
landa og er Marel nú stærsti fram-
leiðandi í heiminum á tölvustýrðum
skurðarvélum fyrir matvælaiðnað.
NÝI vegurinn yfir Fljótsheiði í S-
Þingeyjarsýslu verður opnaður fyr-
ir umferð um hádegisbil í dag, laug-
ardag, en þá er stefnt að því að lok-
ið verði við að leggja klæðingu á
veginn. Halldór Blöndal, samgöngu-
ráðherra, sagði nýja veginn mikla
samgöngubót, „og nú hillir undir að
komið verði bundið slitlag til Mý-
vatnssveitar og á næstu 5-6 árum
til Egilsstaða," sagði Halldór.
Halldór fór um nýja veginn sl.
miðvikudag og sagði hann mjög fal-
legan. „Ég gat ekki stiilt mig um að
hringja þá á Veðurstofuna og efir
það samtal var ég ekki bjartsýnn á
að veður gæfi. En til allrar ham-
ingju hefur verið hægt að vinna við
slitlagið og það er mjög mikilvægt
að þessum áfanga skuli nú að
ljúka.“
Vegurinn yfir Fljótsheiði er um
10 km langur og liggur 33 metrum
lægra yfir sjó en gamli vegurinn, að
sögn Sigurðar Oddssonar, deildar-
stjóra framkvæmda hjá Vegagerð-
inni á Norðurlandi eystra. Mesti
halli er um 6-7% en mesti halli á
gamla veginum er allt upp í 14%.
Sigurður sagði nýja veginn vel upp-
byggðan og hann ætti því að vera
snjóléttur en ákveðið hefur verið að
moka Fljótsheiðina fjórum sinnum í
viku í vetur. Þá er meiningin að
setja strax upp stikur við veginn í
öryggisskyni fyrir vegfarendur.
Snyrting og frágangur eftir
Háfell hf. var aðalverktaki verks-
ins en undirverktakar voru Alverk,
Fínverk ehf., Arnarfell hf. og Slitlag
ehf. Heildarefnismagn í veginn var
um 430 þúsund rúmmetrar. Samn-
ingur Háfells og Vegagerðarinnar
var undirritaður 11. júní árið 1996.
Tilboð Háfells hljóðaði upp á 133
milljónir króna, sem var um 71% af
kostnaðaráætlun. Framkvæmdin á
Fijótsheiði er stærsta verk á vegum
Vegagerðarinnar á Norðurlandi til
þessa fyrir utan Ólafsfjarðargöngin.
Framkvæmdin er nokkuð á eftir
upphaflegri áætlun, m.a. vegna
magnaukningar á efni, erfiðs tíðar-
fars og fleira. Eftir verður öll snyrt-
ing og frágangur við veginn en að
sögn Sigurðar verður þeim þætti
lokið næsta sumar.
Vörður
Islenskri
dagskrá
fagnað
VÖRÐUR, félag ungra sjálf-
stæðismanna á Akureyri fagn-
ar því framtaki Ríkisútvarps-
ins Sjónvarps að sýna íslenskt
efni þessa vikuna. Hvetur fé-
lagið forráðamenn stofnunar-
innar að gera það að reglu
fremur en undantekningu að
senda út íslenskt sjónvarps-
efni.
Telur Vörður það bæði
ánægjulegt og nauðsynlegt að
Ríkisútvarpið Sjónvarp stígi
stöku sinnum upp frá endur-
varpi lágmenningar og taki af
skarið sem öflugur miðill ís-
lenskrar menningar, segir í
ályktun félagins. Einnig segir
að íslensk tunga megi ekki
undir nokkrum kringumstæð-
um grotna niður af völdum
mistækra aðgerða í menning-
armálum. Gott sé fyrir alþjóð
að vita að Sjónvarpið geti
staðið undir því hlutverki sínu
að framleiða, varðveita og
senda út íslenskt sjónvarps-
efni.
Messur
AKUREYRARKIRKJA:
Fyrsti sunnudagaskóli vetrar-
ins verður í kirkjunni kl. 11 á
morgun, sunnudag. Öll börn
hjartanlega velkomnin. Guðs-
þjónusta kl. 14 sama dag, sr.
Birgir Snæbjömsson messar.
Mömmumorgun í safnaðar-
heimilinu frá 10 til 12 á mið-
vikudagsmorgun, 30. septem-
ber. Kristbjörg Magnadóttir
frá Punktinum kemur í heim-
sókn.
GLERÁRKIRKJA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta í kirkj-'
unni kl. 11. Léttir söngvar
sungnir og barnaefni vetrarins
kynnt. Foreldrar og aðrir for-
ráðamenn hvattir til að
styrkja fjölskylduna og mæta
með börnum sínum, eiga með
þeim uppbyggilega og helga
gleðistund í kirkjunni. Kyrrð-
ar- og tilbeiðslustund í kirkj-
unni kl. 18.10 þriðjudag. Há-
degissamvera frá kl. 12 til 13 á
miðvikudögum. Helgistund og
léttur málsverður á eftir gegn
vægu verði. Sr. Gunnlaugur
Garðarsson.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Verkleg þjálfun fyrir unglinga
kl. 14 í dag, laugardag. Bæna-
stund kl. 20 í kvöld. Sunnu-
dagaskóli fjölskyldunnar á
morgun, sunnudag 27. sept-
ember kl. 11.13. Biblíukennsla
fyrir alla aldurshópa, Jóhann
Pálsson prédikar, léttur há-
degisverður á vægu verði á
eftir. Samkoma sama dag kl.
20, Yngvi R. Yngvason prédik-
ar, fjölbreyttur söngur,
barnapössun fyrir börn yngri
en 6 ára. Vonarlínan: 462-
1210, símsvari með uppörvun-
arorð úr ritningunni.
ÓLAFSFJARÐARKIRKJA:
Messa í Ólafsfjarðarkirkju kl.
14 á morgun, sunnudag.
Fermingarbömum síðasta árs
sérstaklega boðið til kirkju
með fjölskyldum sínum. Upp-
haf fermingarstarfs vetrarins.
Kirkjukaffi. RÚN, samtök um
sorg og sorgarviðbrögð á
Ólafsfirði og Dalvík, halda
fyrsta fund vetrarins í safnað-
arheimili Ólafsfjarðarkirkju
kl. 20.30 á þriðjudagskvöld, 29.
september. Vetrarstarfið
skipulagt. Allir velkomnir. Sr.
Sigríður Guðmarsdóttir.