Morgunblaðið - 26.09.1998, Page 24
24 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998
UR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Barri og Fossvogsstöðin sameinast
Framleiðsla
einræktaðra
plantna aukin
Nýja skólaskipið Sæbjörg var vígt í gær
Morgunblaðið/Ásdís
HILMAR Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, heilsar gestum í Sæbjörgu í gær.
• •
011 aðstaða betri
og tvöfalt stærri
FORSETI Slysavarnafélags íslands, Gunnar Témasson,
ávarpaði gesti.
SKÓGRÆKTARSTÖÐIN Barri á
Egilsstöðum og Fossvogsstöðin í
Reykjavík, sem Skógræktarfélag
Reykjavíkur hefur rekið, hafa sam-
einast undir nýju nafni, Barri-Foss-
vogsstöðin hf.
Með sameiningunni verður til
stórt fyrirtæki á sviði skógar- og
garðplöntuframleiðslu og helsti
keppinautur stöðvarinnar verður,
að sögn Jóns Amarsonar fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins, Skóg-
rækt ríkisins. Skógrækt ríkisins er
jafnframt annar stærsti viðskipta-
vinur Barra-Fossvogsstöðvarinnar.
Ætlunin er m.a. að leggja aukna
áherslu á vefjaræktun, eða einrækt-
un plantna, í sameinuðu fyrirtæki.
Reknar sem tvær deildir
Eins og komið hefur fram í Morg-
unblaðinu leitaði fyrirtækið álits
Samkeppnisstofnunar á samrunan-
um og gerði Samkeppnisstofnun
ekki athugasemd við hann.
Að sögn Jóns fór sameiningin
þannig fram að Barri keypti rekst-
ur og búnað Fossvogsstöðvarinnar
en mun leigja fasteignir Fossvogs-
stöðvarinnar af Skógræktarfélagi
Reykjavíkur. Skógræktarstöðv-
arnar tvær verða nú reknar sem
tvær deildir innan sama fyrirtæk-
RUSSNESKA stjórnin hefur til-
kynnt að hún muni aftur koma á ein-
okun á framleiðslu og sölu á sterku
áfengi, bæði af félagslegri og efna-
hagslegri nauðsyn.
Barátta stjómvalda gegn ólöglega
framleiddu áfengi mun gefa mikið í
aðra hönd. í fyrra drakku Rússar
2,15 milljarða lítra af sterku áfengi -
aðallega vodka - en aðeins 860 millj-
ónir lítra vora framleiddar með lög-
legum hætti eða fluttir inn á lögleg-
an hátt.
„Pað táknar að rúmlega 1,2 millj-
arðar lítra eru framleiddir ólöglega.
Rúmlega 30 milljörðum rúblna (1,9
milljörðum dollara) hefur verið
stolið frá ríkinu vegna þess að þetta
magn var ekki framleitt á löglegan
hátt,“ sagði Gennady Kuli varaland-
búnaðaráðherra.
Gífurleg tekjulind
„Þetta getur verið gífurleg tekju-
lind, ein af þeim fáu sem eru örugg-
ar í Rússlandi," sagði smásölusér-
fræðingur MFK Renaissance, Kim
Iskyan. „Stjórnin vill fá mjólkurkú
sína aftur, nokkrum árum eftir að
UBS AG, stærsti banki Evrópu,
segir að bankinn muni tapa einum
milljarði svissneskra franka, eða
718 milljónum dollara, á þriðja árs-
fjórðungi, þar sem umrót á heims-
mörkuðum hafí grafið undan hagn-
aði í einn mánuð.
Union-bankinn sagði þó að hann
stæði traustum fótum þrátt fyrir
áfóll á nýjum mörkuðum, niður-
sveiflu á verðbréfamörkuðum og
erfíðleika af völdum bágstadds
áhættusjóðs í Bandaríkjunum,
Long-Term Capital Management
(LTCM).
„Þessi kaup era fjármögnuð með
aukningu hlutafjár í Barra þannig
að Fossvogsstöðin verður 25% hlut-
hafí í Barra,“ sagði Jón.
Hann sagði að kaupin hefðu ýmsa
kosti í fór með sér, fyrirtækið verð-
ur samkeppnishæfara, útsölustöð-
um fjölgar, framleiðslan verður fjöl-
breyttari og áhætta af rekstrinum
dreifíst.
Stefnt að því að
einfalda reksturinn
Barri hefur að sögn Jóns nær ein-
göngu stundað framleiðslu skógar-
plantna sem síðan era seldar til
skógræktarfélaga og annarra aðila í
skógrækt. Með sameiningunni bæt-
ist framleiðsla á garðplöntum við af-
urðir fyrirtækisins.
Velta Barra á síðasta ári var 30
mkr. en velta Fossvogsstöðvarinnar
var heldur meiri að sögn Jóns.
Stefnt er að því að einfalda rekst-
ur fyrirtækisins og lögð verður höf-
uðáhersla á skógarplönturæktun og
svokallaða vefjaræktun sem er ein-
ræktun á plöntum sem Fossvogs-
stöðin hefur, ein skógræktarstöðva
á Islandi, framleitt til þessa. „Við
vonumst til að auka þann þátt í
framleiðslunni og munum einkum
leggja áherslu á framleiðslu á birki
og reyniviði á því sviði.“
hún fórnaði henni af fúsum og
frjálsum vilja.“
Samkvæmt nýrri áætlun Evgenis
Primakovs forsætisráðherra mun
stjórnin fá ráðandi hlut í fyrirtækj-
um, sem framleiða drykki með meira
en 28% alkóhólinnihaldi. Takmark-
aður fjöldi fyrirtækja fær leyfi til að
framleiða áfengi. Rúmlega 800 slík
fyrirtæki starfa nú í Rússlandi.
Auk þess munu stjómvöld herða
eftirlit með sölu og framleiðslu veik-
ara áfengis eins og bjórs og léttra
vína.
Sérfræðingar segja að enn sé ekki
Ijóst hve mikið vald stjómin muni
hafa yfir áfengisframleiðendum.
„Ef meginmarkmiðið er að auka
tekjur ríkisins verða þeir sem era yf-
ir verksmiðjunum líklega látnir um
að stjóma þeim. Einkafyrirtæki
ganga betur en ríkisfyrirtæki,“ sagði
Iskyan.
Ekki eru allir vissir um þetta og
benda á að tilraunir ríksstjórnar-
innar til að ráða yfir áfengisiðnað-
inum séu líklegar til að mistakast
eins og fyrri tilraunir hafi þegar
gert nokkram sinnum á þessari öld.
í yfirlýsingu UBS bankans sagði
að hann gerði samt ráð fyrir „sæmi-
legum" hagnaði á síðari hluta árs-
ins.
Verð hlutabréfa í UBS féll um
tæp 11% áður en yfirlýsingin var
birt, skömmu eftir að viðskiptum
lauk í svissnesku kauphöllinni.
Óstyrkir fjárfestar losuðu sig við
bankabréf víða í Evrópu þegar UBS
boðaði til óvænts blaðamannafund-
ar og neitaði að tiltaka ástæðuna.
Verð bréfa í UBS lækkaði um 44
franka í 365, lægsta verð á þessu
ári.
FJÖLMENNI var viðstatt vígslu
Sæbjargar, hins nýja skólaskips
Slysavamaskóla sjómanna, í gær,
en það er gamla Akraborgin sem
fengið hefur þetta nýja hlutverk.
Hilmar Snorrason, skólastjóri
Slysavamaskólans, tjáði Morgun-
blaðinu að öll aðstaða um borð væri
mun betri og tvöfalt stærri enda
skipið stórt og mikið en hann sagði
menn þó sakna gömlu Sæbjargar.
Esther Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Slysavarnafélags ís-
lands, sagði tilkomu skipsins vera
stóra stund fyrir félagið. Gunnar
Tómasson, forseti SVFÍ, sagði við
vígsluathöfnina í gær að nýja Sæ-
björgin kæmi á besta tíma, um leið
og auknar kröfur væru gerðar um
kennslu og þjálfun sjómanna í
björgunarstörfum og gamla Sæ-
björgin gæti ekki lengur þjónað
skólanum. Aðsókn að Slysavama-
skólanum sagði Gunnar vera með
besta móti og nú væri skilyrði fyrir
lögskráningu sjómanna að þefr
hefðu sótt námskeið hjá skólanum
eða sambærileg námskeið. Nú væri
einnig ráðgert að gera sjómönnum
skylt að sækja upprifjunarnám-
skeið á fimm ára fresti.
Rétt viðbrögð
skipta sköpum
Forseti Slysavamafélagsins
sagði sjómenn oft hafa látið þess
getið þegar þeir hefðu ratað í raun-
ir að þekking og rétt viðbrögð sem
þeir lærðu og æfðu í Slysavama-
skólanum hefði skipt sköpum við
björgun, yfírveguð viðbrögð skiptu
máli þegar menn stæðu frammi
fyrir háska. Hann sagði margar
góðar minningar tengdar gömlu
Sæbjörginni enda hefði þar farið
fram farsælt starf. Gunnar sagði
Sæbjörgu hafa borist gjafir, m.a.
sjö tonna krani frá Samherja á
Akureyri, málning frá Slippfélag-
inu, sýningartjald frá Bræðrunum
Ormsson og viðhaldskerfi frá As-
geiri Guðmundssyni. Hann þakkaði
starfsmönnum Slippstöðvarinnar á
Akureyri og starfsmönnum skólans
fyrir vel heppnaða breytingu á
skipinu úr ferju í skólaskip.
„Ég óska þess að hér megi fara
fram árangursríkt og öflugt
fræðslustarf og gæfa fylgi skipi og
áhöfn þess hér eftir sem hingað til,“
sagði Gunnar Tómasson að lokum.
Fleiri gjafir bárust Sæbjörgu við
vígsluathöfnina, m.a. Markúsarnet,
tölva, kennslugögn og fleira. Séra
Pálmi Matthíasson blessaði skipið
og áhöfn þess, minnti á frásögnina
af Kristi þegar hann kyrrði vind og
vatn og sagði það hafa verið sæ-
björg. Hann sagði áhöfn Sæbjarg-
ar vera eins konar postula sem
þýða mætti sem brautryðjandi,
boðberi, frumherji og erindreki.
Hilmar Snorrason sagði að með-
al breytinga sem fram hefðu farið á
skipinu væri að farþegasalnum
hefði verið breytt í kennslustofu,
bar skipsins í skrifstofu en mestu
breytingarnar væru þó á bflaþilfór-
unum. Milliþilfarið, sem gripið var
til þegar aðalbflaþilfarið dugði
ekki, hefur verið gert að aðstöðu
fyrir æfingar með flotbúninga og
reykköfunartæki og á bílaþilfarinu
verður æfð notkun sjóbjörgunar-
tækja og báta. Hilmar sagði tak-
mark skólans að engir sjómenn
lentu í slysi.
Sex leiðbeinendur eru í fóstu
starfi á Sæbjörgu og til viðbótar
eru fengnir sérstakir kennarar á
einstök námskeið. Gunnar Tómas-
son sagði nú kleift að sigla Sæ-
björginni umhverfis landið árið um
kring, en ekki aðeins að sumarlagi
eins og gamla Sæbjörg hafði leyfi
fyrir. Sagði hann skipulagningu
námskeiða úti um land nú í undir-
búningi.
Meðal þeirra sem fluttu ávörp úr
hópi gesta var Guðmundur Hall-
varðsson alþingismaður sem sagði
sjómenn fagna hinu nýja skólaskipi
og óskaði áhöfn gæfu og gengis í
fyrirbyggjandi starfi. Hann sagði
slys á sjómönnum of mörg á ári
hverju og þótt þeim hefði fækkað
hefði Slysavamaskólinn enn verk
að vinna.
Átak fyrir björgunar-
bátasjóð
Slysavarnafélagið stendur um
þessar mundir fyrir herferð til að
minna á björgunarskip sín, sem nú
eru átta, og er leitað til landsmanna
eftir fjárstuðningi við rekstur
þeirra. Hefur verið sendur upplýs-
ingabæklingur og gefið út átta
síðna rit um björgunarskipin.
Gunnar Tómasson tjáði Morgun-
blaðinu að sameiginlegur sjóður
SVFÍ legði um 30 milljónir á ári til
björgunarskipaflotans. Þar væri
um að ræða laun vélstjóranna,
tryggingar og ýmsar viðgerðir en
við þá upphæð bættist rekstrar-
kostnaður skipanna sem björgun-
arsveitimar sjálfar bæru. Næsta
skref sagði hann vera endumýjun á
elstu skipunum. í framhaldi af því
væri síðan ráðgert að kaupa eitt til
tvö björgunarskip til viðbótar.
Auk björgunarskipanna átta á
SVFÍ 17 harðbotna slöngubáta og
80 aðra slöngubáta um landið allt.
ís.
Einokun á áfengi
í Rússlandi á ný
Moskvu. Reuters.
UBS-bankií Sviss
með mikið tap
ZUrich. Reuters.