Morgunblaðið - 26.09.1998, Síða 25

Morgunblaðið - 26.09.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 25 ERLENT Salman Rushdie getur nú ioks um frjáist höfuð strokið Reuters RITHÖFUNDURINN Salman Rushdie var kampakátur á blaðamanna- fundi í London í gær. „Stórkost- legur dagur“ London. Reuters. RITHÖFUNDURINN Salman Rushdie sagði á fundi með frétta- mönnum í gær að sú yfirlýsing Iransstjórnar að hún myndi ekki ógna lífi hans markaði endalok öm- urlegs tímabils. „Petta er stórkost- legur dagur,“ sagði Rushdie, og kvað líklegt að næsta bók sín myndi fjalla um þá reynslu að hafa dauða- dóm yfir höfði sér í heilan áratug. Rushdie hefur verið undir lög- regluvernd í Bretlandi síðan árið 1989, þegar Khomeini, erkiklerkur í Iran, gaf út trúarlega tilskipun um að hann væri réttdræpur hvar sem til hans næðist, vegna bókarinnar Söngvar Satans, sem þótti innihalda guðlast. „Það eina sem ég hef þráð er að geta snúið aftur til venjulegs lífs, eða í öllu falli venjulegs lífs rit- höfundar", sagði Rushdie aðspurður hvað hann teldi sig mundu endur- heimta, nú þegar ógnin væri yfir- staðin. „Venjulegt líf er afar hversdags- legt, en mér hefur verið neitað um það. Að taka eigin ákvarðanir án þess að þurfa að bera þær undir aðra. Að gera eitthvað nákvæmlega þegar mann langar til, eins og til dæmis að fara í göngutúr. Þetta er ómögulegt þegar maður er undir öryggisgæslu," sagði Rushdie við fréttamenn. Þó er ljóst að nokkur bið muni verða á því að hann öðlist fullkom- lega „venjulegt líf‘. Flugfélagið British Airways ítrekaði til dæmis í gær að það tæki ekki í mál að fljúga með hann. Þá þurfti á síðustu stundu að finna nýjan stað fyrir blaðamannafund hans í gær, eftir mótmæli í byggingunni þar sem fundurinn átti upphaflega að fara fram. Undarleg reynsla Það er varla hægt að ofmeta áhrifin sem dauðadómur Khomeinis hefur haft á líf Rushdies. Fyi-rver- andi eiginkona hans, bandaríski rit- höfundurinn Marianne Wiggins, sagði skilið við hann vegna álagsins, en hann kvæntist á ný og hefur eignast son með núverandi eigin- konu sinni. Hann segir að stuðning- ur fjölskyldunnar hafi verið sér lífs- nauðsynlegur, og ekki skal efa að hann hafi þurft á uppörvun að halda. „Það er mjög undarleg reynsla að sjá fólk ganga um stræti í fjarlæg- um borgum með mynd af manni sjálfum sem búið er að rífa augun úr, öskrandi dauðahótanir,“ sagði Rushdie. Hann skýi-ði jafnframt frá því að breskir embættismenn hefðu tjáð sér að yfir tuttugu mönnum hefði verið vísað úr landi vegna gruns um að þeir hefðu í hyggju að framfylgja dauðadómnum. Síðustu ár hefur hann þó hægt og rólega farið að láta meira á sér bera, og hefur jafnvel áritað bækur sínar op- inberlega og farið á knattspyrnu- leiki. Rushdie kvaðst ekki sjá eftir neinu. Hann sagði að Söngvar Satans hefði verið óhjákvæmilegt skref á rithöfundarferli sínum og af- tók að hann myndi biðjast afsökun- ar á innihaldi bókarinnar. Rushdie og stuðningsmenn hans hafa barist einarðlega fyrir frelsi einstaklings- ins til að tjá skoðanir sínar. „Þetta er barátta fyrir grundvaliaratriðum, fyrir hugsanafrelsi, fyrir málfrelsi, fyrir réttinum til að geta gengið úti á götu í heimalandi sínu án þess að þurfa að óttast“, sagði hann. - Á blaðamannafundinum í gær sagði Rushdie að sig hefði lengi langað að skrifa bók um reynslu sína, en að sér hefði fundist að rétti tíminn til þess yrði þegar hann vissi hvernig síðasti kaflinn ætti að enda. Samkomulaginu fagnað Utanríkisráðherrar Irans og Bretlands komust á fimmtudag að samkomulagi um að taka upp fullt stjórnmálasamband að nýju, eftir að Bretar töldu sjg hafa fengið full- vissu um að Iranar myndu ekki ógna lífi Rushdies. Robin Cook, ut- anrikisráðherra Bretlands, sagði að samkomulagið markaði þáttaskil í samskiptum Breta, sem og allra ríkja Evrópusambandsins, við Iran. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sa- meinuðu þjóðanna, lýsti yfir ánægju með þróun mála, og hefur ásamt Jacques Chirac Frakklandsforseta borið lof á stjórnvöld í Iran. Stjórnmálaskýrendur hafa fullyrt að þessi tímamót-séu til marks um sterka stöðu Mohammads Khatam- is, forseta írans, sem hefur orð á sór fyrir að vera umbótasinnaður og jákvæðari í garð Vesturlanda en margir landar hans. Lítil viðbrögð hafa enn sem kom- ið er orðið við samkomulaginu í ír- an. Enginn vafi leikur þó á því að þar finnist ennþá menn sem hafi fullan hug á að koma Rushdie fyrir kattarnef. Góðgerðarstofnun í Teheran, sem hefur heitið hverjum þeim sem banaði honum jafnvirði nær 200 milljóna íslenskra króna, hefur til að mynda ekki dregið það til baka. Áratugarafmæli tilskipun- ar Khomeinis í febrúar á næsta ári verður líkast til prófsteinn á afstöðu heittrúaðra Irana til málsins. Á réttri hillu ®?Ofnasmlt]an Háteigsvegi 7 • 105 Re\ Reykjavík Sími 511 1100 • Fax 511 1110 ofnasmidjan@ofn.is • www.ofn.is Oekkjahillur, furuhillur, skilrúm í hillur, piastskúffur o.fl. Ekki bara fyrir geymsluna, lagerinn og bíiskúrinn heldur einnig vörur á tiiboösveröi fyrir ailar tegundir verslana. Hillurnar ar auðvelt að setja saman og eru afhentar í flötum pakknlngum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.