Morgunblaðið - 26.09.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.09.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 27 Blendnar til- finningar almennings Viðhorf Bandaríkjamanna til vandræða Clintons hafa verið blendin en skoðana- kannanir gefa nú til kynna að meirihluti þjóðarinnar vilji fyrirgefa forsetanum. Rakel Þorbergsdóttir skrifar frá Boston ___en þangað kom Clinton í stutta heimsókn á dögunum. BANDARÍSKUR almenningur er löngu búinn að fá nóg af öllu fárinu í kringum samband Bills Clintons og Monicu Lewinsky og virðist ekkert fremur vilja en að stjórn- völd einbeiti sér að raunverulegum störfum sínum og ljúki málinu. Prátt fyrir að Massachusetts sé þekkt fyrir að vera ríki demókrata hafa nokkrir frammámenn þess í flokknum lýst yfir óánægju sinni vegna hneykslismála forsetans og í nýafstaðinni heimsókn Clintons til Boston sýndu sumir andstöðu sína með því að vera fjarverandi og neita að standa við hlið hans. Að þeirra mati hefur forsetinn tapað þeim siðferðilega trúverðugleika sem embættinu er nauðsynlegur og á að sýna manndóm sinn með því að láta af embætti. Sú umræða hefur verið áberandi hér í landi að þær nákvæmu og persónulegu upplýsingar, sem hafa verið gerðar opinberar í Lewinsky málinu og fjölmiðlar hafa miðlað almenningi, hafi farið út fyrir öll velsæmismörk. Itarleg- ar lýsingar á kynlífí forsetans hafa verið prentaðar, þeim útvarpað og sjónvarpað og dreift á netinu. Ott- ast margir að ekki verði aftur snú- ið og það frelsi sem fjölmiðlar hafa leyft sér í opinskárri umfjöllun á málinu verði ekki aftur tekið. Inni- hald skýrslu Kenneths Starrs hef- ur undanfarið verið endalaus upp- spretta klámbrandara, pólitískrar- og siðferðilegrar umræðu í sjón- varpi og útvarpi þar sem svæsn- ustu bitar skýrslunnar eru tuggðir aftur og aftur. Þrátt fyrir að al- menningur gleypi við þeim upplýs- ingum sem veittar eru í málinu má heyra að hneykslun fólks og skömm tengist miklu fremur opin- beruninni á kynlífi forsetans held- ur en sjálfu athæfinu. Stanslausar skoðanakannanir, umræðuþættii-, „ný“ sjónarhorn og umræða á götunni sýna að allir hafa skoðun á Lewinsky málinu. I skoðanakönnun sem The New York Times birti í gær er fylgi for- setans nú mjög á uppleið og virðist sem opinber birting myndbands af yfirheyrslu Kenneths Starrs yfir honum á mánudag hafi, þótt ótrú- legt megi virðast, bætt stöðu for- setans. Virðast Bandaríkjamenn sam- mála um að dómsmálanefnd Bandaríkjaþings sé hlutdræg og að hún hafi gengið of langt er hún ákvað að birta myndbandið opin- berlega, segja 78% aðspurðra að aldrei hefði átt gera það opinbert enda snerti umræðuefni þess einkalíf forsetans sem engan varði um. Sögðust 65% telja að repúblikanar, sem hafa meirihluti á þinginu, séu með óheiðarlegum hætti að reyna að veikja stöðu Clintons og Demókrataflokksins. í heildina litið hefur fylgi Clint- ons aukist verulega, fleiri treysta honum nú en í síðustu viku sem leiðtoga þjóðarinnar, Bandaríkja- menn kunna betur við hann og telja síður að hann hafi gerst sekur um meinsæri í vitnisburði sínum. Fylgi við hann í starfi er nú 67% og vilja einungis 46% Bandaríkja- manna að þingið samþykki vítur á forsetann en 57% vildu það fyrir viku. Einungis 11% vilja að þingið höfði mál á hendur honum til emb- ættismissis. 31% vilja reyndar að hann segi af sér en 29% vilja að- eins að hann biðjist afsökunar og 26% vilja að málið verði látið niður falla. Arðvænleg heimsókn Clintons Daglöðin hér í Boston hafa verið í hópi þeirra blaða sem hafa hvatt foretann til afsagnar og hefur The Boston Herald hvað eftir annað vakið athygli á því hversu slæmt þetta hneyksli er fyrir Bandaríkin og forsetaembættið. The Boston Globe hefur verið á sömu nótum en er íhaldssamara dagblað og fer varlegar í fréttaflutningi sínum og reynir að forðast þá æsifrétta- mennsku sem hefur annars ein- kennt málið. Clinton kom í stutta heimsókn til Boston í síðustu viku og endur- spegluðu móttökurnar blendnar tilfinningar borgarbúa gagnvart forsetanum sem heilsuðu upp á hann með mótmælaspjöldum jafnt sem stuðningsyfirlýsingum í mið- borginni. Tilefni heimsóknar for- setans var fjáröflun Demókrata- flokksins og safnaðist rúmlega ein milljón dollara sem þykir dágóð upphæð á einum degi jafnvel fyrir Boston sem er eitt helsta vígi flokksins. Forsetinn sótti kvöldverðarboð á Park Plaza hótelinu þar sem um sex hundruð stuðningsmenn flokksins mættu og opnuðu pyngj- ur sínar. Höfuð Kennedy-ættar- innar, Edward M. Kennedy, fór þar fremstur í flokki og í ræðu sem hann hélt af tilefninu lét hann þau orð falla að Boston hefði verið Clinton-svæði árið 1992, Clinton- svæði árið 1996 og væri enn Clint- on-svæði, við mikinn fögnuð við- staddra. Margir af helstu frammámönn- um Boston voru viðstaddii’ og þar á meðal var ríkissaksóknarinn og nýkjörinn frambjóðandi demókra- taflokksins í komandi fylkisstjóra: kosningum, Scott Harshbarger. í ræðu sem forsetinn hélt í kvöld- verðarboðinu lagði hann áherslu á stefnuskrá flokksins og stjómmál og sleppti öllum afsökunar- og iðr- unarorðum vegna Lewinsky-máls- ins. rökordýr-Hvalir"! arzvp 5kolavörðustíg 1a Andlit Breta- drottningar ekki á Evró-seðlum 30.000 umsækj- endur aft- ur í próf Brussel. Reuters. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) hefur ógilt niðurstöður prófs, sem lagt var fyrir 30.000 umsækj- endur um störf hjá ESB, vegna kvartana próftaka um svindl. Talskona framkvæmdasijórnar- innar sagði prófið verða lagt fyrir að nýju eins fljótt og unnt væri, en það kostar Evrópu- sambandið um 100 milljónir íslenskra króna. Mikil sam- keppni er um störf hjá fram- kvæmdastjórn ESB í Brussel. Prófið var hið fyrsta í röð sam- keppnisprófa, sem lögð eru fyr- ir tilvonandi starfsmenn ESB, á 37 stöðum víðs vegar um álf- una. Verið er að rannsaka ásakan- ir um svindl og talið er sannað að prófinu hafi verið „lekið“ til próftaka á Ítalíu. Einnig er Ijóst að einhveijir próftakar hafa hringt úr farsímum sínum inni á salerni til þess að verða sér úti um rétt svör við spurning- unum. Fyrirlagning í Brussel, Róm og Mflanó er í sérstakri at- hugun. Brussel, London. The Daily Telegraph. BANKASTJÓRN Evrópubankans hefur tilkynnt að Bretum muni ekki verða heimilt að setja andlit Breta- drottningar á evró-seðla gangi þeir í Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu (EMU). Munu ráðherrar Evr- ópusambandslandanna lengi hafa staðið í þeirri trú að hverri ESB- þjóð yrði heimilt að setja tiltekin þjóðartákn á hluta seðlanna en nú hefur Evrópubankinn tekið af öll tvímæli um þetta. Mun ákvörðun Evr- ópubankans valda Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, nokkrum áhyggjum enda ræddi hann fyrir síðustu þing- kosningar um þau „sterku tilfinningabönd" sem vöknuðu við það að sjá andlit Bretadrottningar á breskum gjald- miðli. Hafa þingmenn andstæðir Evrópusamstarfinu þegar mótmælt því sem þeir telja „móðgun“ við konungdæmið og segja að hér gefi að líta vísbendingu um hvernig litið yrði framhjá hagsmunum Bret- lands gangi landið einhvern tíma í EMU. Talið er að Verkamannaflokkur- inn breski muni nú eiga í enn frekari erfiðleikum með að sannfæra al- menning í Bretlandi um að kveðja pund sitt og taka upp evruna, gjald- miðil ESB sem tekinn verður í notk- un í byrjun næsta árs. Reyndu full- trúar í fjármála- og forsætisráðu- neytinu að gera Iítið úr málinu og sögðust skilja þær tilfinningar sem menn bæru til pundsins breska. Mun Gordon Brown, breski fjár- málaráðherrann, ætla að beijast fyrir undanþágu til handa Bretlandi. Fulltrúar Evrópubankans ítreka hins vegar að ekki verði um neinar undanþágur að ræða. Segja þeir að með því að setja sérstakt þjóðar- tákn á evró-seðla í hverju landi væri verið að flækja mjög fram- leiðsluferli seðlanna, rugla almenn- ing í ESB-löndunum enn frekar og auka gífurlega kostnað við seðlaút- gáfuna. Hague segir um „viðvörun" að ræða William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins breska, reyndi þegar að nýta sér ákvörðun Evrópubankans í baráttu flokksins fyrir því að halda Bretlandi fyrir utan EMU. Sagði hann ákvörðunina „viðvörun" til bresku þjóðarinnar. „Andlit drottningarinnar á gjaldmiðli okkar er öflugt tákn um sjálfstæði þjóðar- innar og getu okkar til að taka ákvarðanir í þeim málefnum sem snerta þjóðarhag." Gordon Brown hefur þegar feng- ið samþykkt að gangi Bretland í EMU muni Evrópuþankinn ekki mótmæla því að andlit drottningar verði á annarri hlið Evi'ópumyntar- innar. Búist er hins vegar við miklu meiri útbreiðslu Evrópuseðlanna og veldur það ákvörðun Evrópu- bankans nú. 3 Jólahýasintur Kra 199,= 111196 LAUQARDAQ @§ 8UNNUDAD 10 Túlípanar Kra 199,= 10 Krókusar Kr. 199,=
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.