Morgunblaðið - 26.09.1998, Qupperneq 50
X50 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998
IVIINNINGAR
MORGUNB LAÐIÐ
+ Elfsabeth
(Bettý) Jóhanns-
son, fædd Hewson
Clegg, fæddist í
Grímsby 27. apríl
1916. Hún lést á
sjúkrahúsinu á Isa-
fírði 19. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Richard, fiskkaup-
maður í Grimsby,
og Laura Clegg,
jl kona hans. Árið
1946 giftist Bettý
Einari Jóhannssyni,
skipsljóra og síðar
yfirhafnsögumanni. Einar var
sonur Jóhanns Gíslasonar frá
Hæli og Lovísu Brynjólfsdóttur
frá Efra-Langholti. Bettý og
Einar fluttust frá Reykjavík til
ísafjarðar árið 1957 og bjuggu
þar alla tíð síðan. Einar lést ár-
ið 1984. Á meðan börnin voru
enn ung starfaði Bettý innan
veggja heimilisins og árið 1970
hóf hún störf við rækju- og skel-
fískvinnslu hjá O.N. Olsen og
síðar á sama vinnustað hjá nýj-
um atvinnurekendum allt til
ársins 1996, þegar hún hætti
störfum.
Börn Bettýar og Einars eru: I)
Elísabet, f. 1949. Hennar maki
'er Hörður Högnason. Börn
Elísabetar: 1. Einar Snorri, f.
1971. Hans kona er Björg Jóns-
Elsku Bettý, mér er minnisstætt
þegar við hittumst fyrst. Pú tókst á
móti mér með hlýju og þeirri um-
hyggju sem átti eftir að einkenna
viðmót þitt til mín og minnar fjöl-
yskyldu.
Pú varst sterkur persónuleiki
með mikla lífsreynslu og hafðir
gaman af að miðla af henni til mín.
Pú fylgdist óvenjulega vel með því
sem efst var á baugi í þjóðfélaginu
og hafðir þínar ákveðnu skoðanir á
hlutunum sem enginn gat breytt.
Við vorum ekki alltaf sammála um
alla hluti en það breytti engu um
vináttu okkar og samskipti. Þú
hafðir skemmtilegan húmor og það
var gaman að hlæja með þér. Á milli
okkar skapaðist gott samband sem
ég er þakklát fyrir.
Mér finnst skrýtið að hugsa til
þess að þú sért farin. Þú sem fylgd-
ist svo vel með öllu sem við tókum
7okkur fyrir hendur. Alltaf varst þú
‘að hugsa um okkur. Þessi umhyggja
fyrir fjölskyldunni er það sem er
sterkast í minningunni um þig. Þú
varst ekki mikið íyrir það að tala
um sjálfa þig. Stundum hafði ég orð
á því við þig að mér fyndist þú láta
okkur ganga íyrir sjálfri þér. En þú
svaraðir alltaf: „Þetta er það sem
skiptir máli. Þetta er það sem mig
langar að gera.“ Svona varst þú.
Mér lærðist fljótt að þykja vænt um
þessa staðfestu þína.
Á kveðjustund koma upp minn-
ingar um góða tengdamóður og ég
verð alltaf þakklát fyrir vináttu okk-
ar.
Ragna Dóra.
—/
í dag er til moldar borin tengda-
móðir mín, Betty, sem lést eftir
stutta, en erfiða sjúkdómslegu 82
ára að aidri. Fram að þeim tíma
hafði henni sjaldan orðið misdægurt
og voru veikindin henni þung raun.
Betty var sterkur og svipmikill per-
sónuleiki og hafði mikil áhrif á þá
sem henni kynntust. Hún kom úr
öðru og formfastara menningarum-
hverfi til íslands fyrir rúmum 50 ár-
um og má nærri geta, að erfiðara
hafi verið að ná fótfestu í framandi
1 landi á þeim tíma en nú er. Sérstak-
lega þegar eiginmaðurinn var lang-
dvölum að heiman við sjósókn og
hún þurfti að axla byrðar sjómanns-
konunnar við umsjá heimilis, barna
og erindreksturs þeirra vegna, mál-
laus á íslenska tungu til að byrja
með og alls óvön siðum og háttum
_mörlandans. Sú lífsreynsla stældi
'Vjark hennar og dug og ól með
dóttir. Sonur þeirra
er Jón Kristinn. 2.
Bjarnveig, f. 1975
og 3. Lára Bettý, f.
1984. II) Einar, f.
1951. Kona hans er
Herdís Þorkelsdótt-
ir. Börn Einars: 1.
tílfur, f. 1982. 2.
Sólveig, f. 1993. III)
Margrét, f. 1953.
Hennar maki er
Sverrir Magnússon.
Börn Margrétar: 1)
Elísabet, f. 1975. 2)
Björn Magnús, f.
1979. IV) Konráð, f.
1955. Kona hans er Anna Jóns-
dóttir. Börn Konráðs: 1) Jón
Hjörtur, f. 1975 (stjúpsonur). 2)
Dagbjört Fjóla, f. 1976. 3) Órv-
ar, f. 1979. 4) Einar Jóhann, f.
1988. 5) Hákon, f. 1990. V)
Kristinn, f. 1956. Hans kona er
Ragna Dóra Rúnarsdóttir. Börn
Kristins: 1) Hrafnhildur, f. 1982.
2) Heiður Rán, f. 1987. 3) Rúnar,
f. 1989. Dóttir Einars og Áslaug-
ar Einarsdóttur er Lovísa, f.
1943. Hennar maki er Ingimar
Jónsson. Börn Lovísu: 1) Áslaug,
f. 1965. Hennar maki er Ingólf-
ur Einarsson. Sonur þeirra er
Óskar. 2) Dóra Sif, f. 1969. 3) fv-
ar Helgi, f. 1971, d. 1991.
títför Bettýar fer fram frá
Isafjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
henni þá reglufesti og trúmennsku,
sem hún miðlaði til barna sinna í
uppeldinu. Þykist ég sjá margt af
því hjá barnabörnum hennar í dag.
Betty var mikill vinur vina sinna.
Því kynntust vinnufélagar hennar
til margra ára vel. Hún leit á vinnu-
stað sinn sem skjólstæðing, fremur
en lífsviðurværi, og bar hag hans
mjög fyrir brjósti. Enda voru vinnu-
stundir hennar oft fleiri en stimpil-
kortið gaf til kynna og verkefnin
fleiri en af henni var krafist. Alla
starfsævina utan heimilis vann hún
við rækjuvinnslu, lengst af hjá 0. N.
Olsen hf., og tók þátt í að koma
skelfiskvinnslu af stað hjá því íyrir-
tæki og arftökum þess. Hafa margir
lærlingarnir í faginu fengið tilsögn
hjá Betty og er ekki að efa, að þeir
hafi haft gott af og vonandi smitast
af þeirri einlægni, sem einkenndi
störf hennar.
Öðrum fremur er skylt að minn-
ast á Magnúsínu Olsen og Guðrúnu
Valgeirsdóttur, vinnu- og sálufélaga
Bettyar í áratugi, einnig vinkonu
hennar Jónínu Kristjánsdóttur.
Vinátta þeirra og samfylgd var
henni mikils virði. Frá því Einar,
eiginmaður Bettyar, lést fyrir 14 ár-
um tóku Guðrún og Matthías Vil-
hjálmsson, maður hennar, Betty
undir sinn vemdarvæng og sýndu
henni einstaka ræktarsemi og vin-
arþel sem aldrei verður fullþakkað.
Veit ég að Betty reyndi að endur-
gjalda þeim elskulegheitin.
Eftir að börnin flugu úr hreiðr-
inu, gerði Betty sér far um að fylgj-
ast grannt með því, hvernig þeim
gekk að fóta síg í lífinu án hennar
og hafði ákveðnar meiningar um
hvað þeim var til lofs og lasts. Hún
stóð fast með þeim í blíðu og stríðu
og rétti hjálparhönd eftir getu. Sím-
tölin hennar voru mörg í gegnum
árin og yfirleitt hafði hún fyrst frá
einhverju að segja sjálf, þegar hún
hafði fengið að vita upp á hár, hvað
afkvæmin og fjölskyldur þeirra
höfðu fyrir stafni þá dagana. Sú „af-
skiptasemi" bar umhyggju hennar
gott vitni og er eitt af því í fari
hennar, sem við eigum eftir að
sakna. Betty var sönn ættmóðir og
rækti það hlutverk með sóma.
Eg vil að lokum minnast á þátt
Bettyar í uppeldi barna okkar
hjóna, Einars Snorra, Bjarnveigar
og Láru Bettyar. Hún var trúnaðar-
vinur þeirra, sálusorgari og siðbæt-
ir. Hún nálgaðist þau miklu frekar
sem vinur en uppalandi, og gat því
náð eyrum þeirra á annan og áhrifa-
ríkari hátt en foreldrarnir, þegar á
reyndi. Hin síðari ár var Lára Betty
mjög nákomin ömmu sinni og rækt-
uðu þær með sér þá einlægustu vin-
áttu sem ég hef nokkurn tíma orðið
vitni að. Missir hennar er því mikill.
Eg vil þakka tengdamóður minni
fyrir liðna tíð, og allt það góða sem
hún hefur skilið eftir í minnum okk-
ar. Blessuð sé minning hennar.
Hörður Högnason.
Hún tengdamóðir mín, Elizabeth
Jóhannsson, er látin. Bettý, eins og
hún var ávallt kölluð, var fædd í
Englandi en fluttist hingað til lands
ung að árum með eiginmanni sín-
um, Einari Jóhannsyni skipstjóra.
Hér stofnuðu þau heimili og bjuggu
á höfuðborgarsvæðinu í nokkur ár,
en síðan fluttust þau vestur á ísa-
fjörð þar sem þau bjuggu til dauða-
dags. Einar var fengsæll og virtur
togaraskipstjóri sem átti á sínum
tíma drjúgan þátt í að byggja upp
togaraútgerð Isfirðinga. Hann lést
árið 1984.
Bettý var dugmikil kona og henni
féll sjaldan verk úr hendi. Einar var
sjómaður og því oft langdvölum
fjarri heimilinu. Það kom í hlut
Bettýar að sjá um heimilið og böm-
in fimm. Það hefur eflaust ekki
alltaf verið dans á rósum, hún var
útlendingur og talaði ekki málið og
allir hennar nánustu ættingjar voru
erlendis. En hún var fljót að laga
sig að aðstæðum og bjó þeim hjón-
um glæsilegt heimili þar sem mikil
gestrisni og ástúð ríkti.
Þegar ég var svo lánsamur að
tengjast þessari fjölskyldu fyrir
rúmum aldarfjórðungi var mér
strax tekið eins og einum úr fjöl-
skyldunni. Við Margrét bjuggum á
heimili þeirra fyrstu sumrin í okkar
sambúð. Þau hjón áttu það sameig-
inlegt að vera hreinskiptin og ein-
læg og með eindæmun gestrisin. Til
þeirra var gott að koma.
Eftir að börnin fóru að heiman
fór Bettý að vinna við rækjuvinnslu.
Hún varð fljótt vinsæll starfskraft-
ur sem lagði metnað í starf sitt og
henni fannst gaman að vinna, eins
og hún sagði sjálf. Þegar bama-
bömin komu í heiminn, eitt af öðru,
fékk Bettý nýtt hlutverk. Amma
Bettý, eins og barnabörnin kölluðu
hana gjarnan, tók ömmuhlutverkið
alvariega og vildi nú sjá til þess að
blessuð börnin skorti ekki neitt,
enda var aldrei í kot vísað þar sem
Bettý var annars vegar.
Manneskjan þroskast fyrst og
fremst við það að vera samvistum
við aðrar manneskjur. Ég met mik-
ils að hafa fengið að kynnast þeim
hjónum, Bettý og Einari, og er
þakklátur fyrir samfylgdina og allar
samvemstundirnar á heimili þeirra.
Blessuð sé minning þeirra.
Bettý, ég þakka þér fyrir allt sem
þú gerðir fyrir okkur Möggu og
bömin. Friður veri með þér.
Öllum aðstandendum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Og bleikum er blöðum þar stráð,
þau eru bjarkanna fallna lið.
Yfir lög, yfir láð
þreytir lífið sitt flug,
vísar biðlund á bug.
Ogvið
eigum bið
líkt og blöðin sem falla á grund.
Einnigvið.
Stutta stund.
(G. Meredith)
Sverrir Magnússon.
Lauffallið ristir rauðar
rúnir í þokuna
hljóð
orð leita hvíldar
angist
og ást leita
einskis og alls hjá þér móðir
eilíf og söm
hvert lauf
hvert ljóð.
(Snorri Hjartarson)
Fyrir rúmlega þrjátíu ámm
kynntist ég fyrst föður mínum og
konu hans Bettý. Fyrsta barnið mitt
var þá á öðm ári. Hálfsystur minni,
Elísabethu, hafði ég kynnst
nokkmm árum fyrr. Síðar kynntist
ég hinum systkinum mínum einu af
öðm. Þar sem ég var einkabam
móður minnar var það mér kærkom-
ið að „finna“ þennan væna hóp af
nánustu ættingjum. Þessi kynni hafa
orðið mér og mínum bömum til gæfu
og gleði. Árið 1984 dó faðir minn.
Bettý hélt ávallt síðan góðu sam-
bandi við mig og mína fjölskyldu.
Fyrir nokkrum árum fóram við
systurnar saman í ferðalag ásamt
Bettý. Dvöldumst við í París í
nokkra daga. Nutum við þess að
upplifa lystisemdir borgarinnar og
tengjast í daglegum samvistum. Við
höfðum ekki haft tækifæri til þess
áður. Frumkvæði Möggu systur að
þessari ferð verður seint fullþakkað.
Ferðin er liðin en minningar lifa.
Bettý var einstaklega ræktarsöm
móðir og trygglynd við sína nánustu
ættingja og vini. Hún hafði oft á
orði við mig hve fjölskyldubönd
væm mikilvæg - og þau þyrfti að
rækta. Eftir minn dag - sagði hún
einu sinni - verðið þið systtónin að
vera dugleg að halda saman og
styðja hvert annað. Ég hef oft hug-
leitt þessi orð hennar og vona að við
sem eftir lifum beram gæfu til að
rækta þá tryggð og samheldni sem
henni voru svo mitólvæg alla tíð. Ég
votta systkinum mínum og afkom-
endum þeirra innilega samúð við
fráfall tryggrar móður, ömmu og
langömmu og flyt þeim kveðjur frá
Áslaugu, Dóm Sif og Ingimar.
Bettýar er sárt saknað. Blessuð
sé minning hennar.
Lovísa Einarsdóttir.
Elsku amma Betty, nú ertu farin
frá okkur. Ég hefði viljað kynnast
þér betur, elsku Betty mín, en nú
ertu heilbrigð og þér líður vel.
Elsku amma Betty, ef þú bara vissir
hvað ég sakna þín mikið. Ég man
svo vel eftir því þegar við Lára
komum til þín í hádeginu og þú
gafst okkur að borða og við áttum
góðar stundir og hlógum alltaf sam-
an. En nú ertu komin til himna og
ert hjá Einari þínum. Þó að þú sért
farin frá okkur á ég alltaf minning-
ar um þig og þær mun ég varðveita.
Ég bið Guð að styrkja fjölskyldu og
aðra aðstandendur.
Ég kveð þig nú, elsku amma
Betty.
Arna Lind.
Elsku amma Bettý. Þegar við
kveðjum þig koma ótal minningar
upp í hugann: Smádót sem litlir fing-
ur áttu erfitt með að láta í friði,
myndimar á veggjunum, hádegis-
matur í Fjarðarstrætinu á skólaár-
unum, kalkúnn og „rautt“ svín á
stórhátíðum, enskt pæ og súkkalaði-
kökurnar. En það ert fyrst og fremst
þú sjálf sem við komum til með að
varðveita í minningunni. Þú fylgdist
með okkur af áhuga í öllu sem við
gerðum og alltaf var hægt að leita til
þín og ræða málin fordómalaust. All-
ir vom alltaf velkomnir og vinú okk-
ar vom vinir þínir.
Bless, amma mín, og takk fyrir
allt.
Einar Snorri, Bjarnveig
og Lára Bettý.
Hvert blóm, sem grær við götu mína,
er gjöf frá þér,
og á þig minnir allt hið fagra,
sem augað sér.
Sól og jörð og svanir loftsins
syngja um þig.
Hvert fótspor, sem eg færist nær þér,
friðar mig.
(Davíð Stef.)
Elsku amma, með þessum orðum
viljum við kveðja þig og þakka þér
fyrir allt það sem þú hefur gefið
okkur. Guð geymi þig.
Elísabet og Björn Magnús.
Elskuleg amma okkar er farin.
Hún er komin til afa Einars, þar
sem henni líður öragglega vel. Við
minnumst hennar með hlýhug.
Amma Bettý var í okkar augum
yndisleg amma. Hún var hjartahlý,
hress og alveg einstök kona. Hún
var alltaf svo góð við okkur og þó
svo að við hittum hana ekki mjög oft
þá var samband okkar við hana
mjög náið. Amma hugsaði alltaf
fyi-st um aðra og síðan um sig sjálfa.
ELISABETH (BETTY)
JÓHANNSSON
Hún mundi eftir afmælisdögum
allra í fjölskyldunni og gaf ávallt fal-
legar gjafir og var mjög örlát.
Það var alltaf svo gaman að hitta
ömmu. Einnig var skemmtilegt að
sjá hvernig hún hélt utan um alla
fjölskylduna og fylgdist með öllu
sem var í gangi innan hennar.
Amma var dugleg kona, hún vann
lengi og sá um heimilið sitt. Allar
minningar sem við höfum um ömmu
em góðar. Við systkinin kveðjum
ömmu okkar með söknuði. Takk,
ámma, fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir okkur. Guð blessi þig.
Hrafnhildur, Heiður
og Rúnar.
Það er fátt dýrmætara í veröld-
inni en að eiga góða vini. Ég skynja
það svo vel við andlát Bettýar Jó-
hannsson, því þar missi ég mína
bestu vinkonu.
Við Bettý kynntumst fyrir þrjátíu
árum þegar ég hóf störf í rækju-
verksmiðjunni O.N. Olsen á Isafirði.
Þótt á okkur væri átján ára aldurs-
munur tókst strax með okkur mikil
vinátta sem hefur haldist síðan.
Við fluttumst saman á milli
vinnuveitenda þegar rekstri O.N.
Olsen var hætt og störfuðum saman
í Bjartmar og síðan ísveri og þá
alltaf í sömu húsakynnum, enda
hlógum við oft að því að við fylgdum
með innréttingunni.
í gegnum árin var varla hægt að
minnast á Bettý öðruvísi en nefna
Einar, eiginmann hennar, um leið.
Þau hjón voru eins og eitt, samheld-
in og trygg. Einar lést árið 1984 og
var mitóll missir fyrir Bettý. Síð-
ustu árin eftir að Bettý hætti að
vinna úti, varð hún mér eins og önn-
ur systir. Við hringdum hvor í aðra
á hverjum degi, alltaf fyrir hádegi.
Þetta var orðinn fastur liður og hún
svaraði alltaf eins: „Góðan daginn,
Guðrún Valgeirs." Og það er víst að
ég á eftir að sakna þess.
Ég á líka eftir að sakna bíltúr-
anna okkar inn í kirkjugarðinn í
Engidal, þegar hún vitjaði leiðisins
hans Einars. Þá sátum við oft
drjúga stund á bekknum og nutum
góða veðursins og ræddum menn og
málefni.
Hún gladdist á brúðkaupsdegi
Einars Snorra dóttursonar síns og
Bjargar konu hans hinn 4. júlí síð-
astliðinn og fjóram dögum seinna
veiktist hún hastarlega.
Nú er sá sem öllu ræður búinn að
veita henni hvíldina, hvfld sem hún
þráði því hún vildi ektó vera upp á
aðra komin með aðstoð.
Að lokum sendi ég og fjölskylda
mín okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til barna Bettýar, tengda-
barna og fjölskyldna þeirra. Hún
átti góða að að eiga ykkur.
Megi minning um yndislega konu
veita ykkur styrk og sefa sárasta
söknuðinn.
Kæra vinkona, þegar ég kveð þig
í síðasta sinn vil ég og fjölskyldan
mín öll þakka þér samfýlgdina, og
alla þá vináttu og kærleik sem þú
hefur sýnt okkur í gegnum árin.
Við biðjum þér Guðs blessunar í
nýjum heimkynnum.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur,
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Sofðu rótt, mín kæra.
Þín vinkona
Guðrún Valgeirsdóttir.
Fyrir rúmum tuttugu árum fór
ég að vinna í rækjuverksmiðjunni
O.N. Olsen á ísafirði, þá á unglings-
aldri og þar kynntist ég Bettý fyrst.
Það var ákveðin upplifun að fara inn
á þennan vinnustað, hann líktist í
raun miklu frekar stóru heimili.
Ég verð að viðurkenna að fyrst í
stað leist mér ektó á blikuna, fannst
þessar konur sem fyrir voru á
rækjubandinu frekar stjómsamar
og í meira lagi heimaríkar. Þetta
átti að gera svona og þarna átti
þetta að vera og þar frameftir göt-
unum. Ég áttaði mig á því seinna að
þær voru að kenna mér og öðmm til