Morgunblaðið - 26.09.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 57
MINNINGAR
GUNNAR
BJARNASON
+ Gunnar Bjarna-
son fæddist á
Húsavík 13. desem-
ber 1915. Hann lést
á hjúkrunarheimil-
inu Eir 15. septem-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Hvítasunnu-
kirkjunni Ffladelfíu
25. september.
Nú er fallinn í valinn
í hárri elli einhver
fræknasti merkisberi
íslenska hestsins,
Gunnar Bjarnason,
fyiTverandi hrossaræktarráðunaut-
ur.
Gunnar tók við starfí hrossa-
ræktarráðunautar árið 1940. Eftir
að hann hóf störf urðu á fáeinum
árum slíkar sviptingar í vélvæðingu
landbúnaðarins að íslenski hestur-
inn varð að steingervingi í flestra
augum. Til allrar hamingju hafði
Gunnar kynnst mönnum sem voru
hestamenn frá innstu hjartans taug
og hrifist af þeim og þeir af honum.
Þeir sættu sig ekki við það að veg-
ferð íslenska hestsins væri svo gott
sem lokið. í þeirri baráttu sem
framundan var nýttust eðliskostir
Gunnars til fullnustu; leiftrandi
hugmyndaflug, flugmælska og
kjarkur sem jaðraði við fífldirfsku.
Sigur vannst og reisti hann sér
bautasteina sem aldrei munu falla.
Til að efla metnað í hrossarækt
og félagslegt gildi hestamennsk-
unnar umbylti Gunnar mótahaldinu
og beitti sér fyrir að stórmót yrðu
háð. Fyrsta landsmótið var haldið á
Þingvöllum 1950 en áður stóð hann
að stofnun Landssambands hesta-
mannafélaga, m.a. til að skapa sér
samstarfsaðila við mótahaldið. A
fyrsta landsmótinu kom hann fram
með fyrsta skilgreinda dómkvarð-
ann viðvíkjandi ræktun íslenska
hestsins. Jafnframt á hann heiður-
inn að því að hérlendis voru hross
dæmd á tölulegum kvarða en ekki
einungis flokkuð eins og tíðkaðist
erlendis. Þá er enn ótahð það sem
merkast er í ferli Gunnars en það
er sköpun heils útflutningsatvinnu-
vegar.
Gunnar lét af starfí hrossarækt-
arráðunautar 1961 en hafði þá um
árabil staðið í mikilli baráttu við að
efla útflutning íslenskra hrossa og
vinna hestinum sess meðal erlendra
þjóða. í þessari baráttu nýttust
eðliskostir hans til hins ýtrasta.
Þessu starfi sinnti Gunnar allt til
1987. Árangurinn þekkja allir en ís-
lenski hesturinn hefur nú unnið sér
alþjóðlega viðurkenningu og er
enda einstakur í sinni röð. I baráttu
sinni fyrir útflutningi íslenska
hestsins og við að vinna honum sess
í útlöndum beitti hann sér fyrir
stofnun FEIF sem eru alþjóðleg
samtök eigenda og unnenda ís-
lenska hestsins. Auk þess átti hann
öðrum fremur heiðurinn af því að
atvinnumennska í hestamennsku
vann sér sess hér heima.
Vegferð frumkvöðulsins Gunnars
Bjarnasonar er lokið. í störfum sín-
um ruddi hann brautina fyrir þá
sem eftir koma og stendur íslensk
hrossarækt í ævarandi þakkar-
skuld við hann. Þeirri þökk vil ég
hér með koma því á framfæri fyrir
hönd hrossaræktarinnar í landinu
og votta afkomendum Gunnars
hina dýpstu samúð.
Kristinn Hugason
hrossaræktarráðunautur.
Það var haustkvöld 1963. Við
skólapiltar sátum í eldrideildarstof-
unni á Hvanneyri og biðum þess að
Guðmundur skólastjóri setti skól-
ann. Flestir höfðu tekið sér sæti.
Skyndilega er hurðinni svipt upp.
Inn stormar fasmikill maður með
konu sinni, háleitur og býður gott
kvöld háum rómi: Það leyndi sér
ekki að í stofu hafði gengið Gunnar
Bjarnason, þjóðsagnapersóna þá
löngu orðinn þótt
skorti enn þrjú ár í
fimmtugt. Eldri nem-
endur höfðu sagt okk-
ur hinum af Gunnari.
Víst var ég spenntari
að kynnast kennslu
hans en annarra við
skólann.
Fyrsta verk Gunn-
ars þetta haust var að
fara með okkur fram-
haldsdeildungum í
gegnum atvinnusögu.
Kápugrænt námsbók-
arkorn höfðum við
keypt. Ur því man ég
nú lítið. Stundimar hjá Gunnari
þeim mun betur. Strax kom í ljós að
vinnubrögð kennarans voru nokkuð
óhefðbundin; töskukorn þunnt
hafði hann með sér. Sennilega hef-
ur téð kennslubók oftast verið þar
ofan í. Kennarinn hlassaði sér ofan
í stólinn, teygði vel úr sér með
krosslagða fætur og greipar
spenntar við hnakka ellegar hann
tyllti sér út í gluggakistu. Stöku
sinnum tók hann upp bókina, svona
til þess að finna út hvar við værum;
allt eins spurði hann okkur nem-
endurna, sem vorum aðeins fimm,
hvert umræðuefnið hefði verið í síð-
asta tíma. Síðan hófst kennslan:
efnispunktur var gripinn, ræddur
og krufinn; hamingjan mátti vita
hvaðan sá var kominn: Sauðagullið,
Hornafjarðarstofninn, þingeysk
bændamenning, germedín (sótt-
hreinsiefni!), lífsskoðanir Hallgríms
Þorbergssonar á Halldórsstöðum
(sem Gunnar mat þá meira en aðra
menn), júgurbólgan í Hvanneyrar-
kúnum ellegar dönsku samvinnufé-
lögin svo fáein dæmi séu tekin. Þú
spyrð hvað þetta átti skylt við at-
vinnusögu? Tja, það er nú það.
Áhyggjur af því liðu fljótlega hjá -
kápugræna bókin hlaut að sjá til
þess. Hins vegar sat tvennt eftir:
annars vegar sú unun að heyra
Gunnar flytja mál sitt: meitlað,
myndrænt og leiftrandi, og hins
vegar listileg rökræða hans sem
hvatti til efniskrufningar og spurn-
inga, já nánast manaði alla til um-
hugsunar og andsvara. Enginn
varð kátari en Gunnar, tækist hon-
um að magna upp snarpa rökræðu
- þá efldist hann um allan helming
og hló gjarnan svo glumdi víða.
Þurfti sjaldnast að velkjast í vafa
um í hvaða stofu Gunnar Bjarnason
var að kenna.
En fleiri hliðar átti Gunnar. Um
þessar mundir var hann að skrifa
bók sína, Búfjárfræði, eitt mesta
ritverk sem unnið hefur verið af
einstaklingi á sviði íslenskra bú-
fræða. Hugur hans var bundinn
verkinu; því leyndi ekki kennsla
hans. Þá var ekki farið með himin-
skautum; af nákvæmni leiddi hann
okkur í gegnum leyndardóma fóð-
urfræðinnar. Nutum við þess þá
líka að hann var nýkominn úr fram-
haldsnámi í greininni, hafði kynnst
nýrri þekkingu og svall móður að
koma henni áfram.
Rýmið leyfir ekki upprifjun fleiri
minninga um þátt Gunnars Bjama-
sonar í kennslu og skólastarfi á
Hvanneyri á þessum árum. Hafði
hann þó mörg fleiri járn í eldi, sem
hann hamraði þétt bæði og fast.
í fasi Gunnars Bjarnasonar sá ég
löngum fyrir mér hinn glófexta
höfðingja íslensku heiðanna sem
ekkert þráir eins mikið og frelsið,
lætur skíðgarða og skorninga
hvorki hefta för sína né breyta
henni og tekur mótvindinn sem
hressandi súrefnisauka er leysir
enn meiri þrótt úr læðingi. Á mót-
unarárum í skóla eru það forrétt-
indi að fá að kynnast slíkum mönn-
um; þeir eru sem saltið og piparinn
í hversdagsjafning fræðanna. Sú
staðreynd leitar æ oftar á huga
minn sem fékk að setjast í kennara-
stól Gunnars á Hvanneyri er hann
hvarf þaðan fyrir réttum fjórðungi
aldar.
Nú hljóðnar hófadynurinn frá
Gjallarbrú. Jóreykurinn eftir skeið
Gunnars Bjamasonar um völl ís-
lensks landbúnaðar mun þó seint
setjast því eftir stendur sterk
minning; minning sem hvetur og
vekur gleði, minning sem Ijúft er að
þakka. Blessuð sé hún. Frá Hvann-
eyri era fjölskyldu Gunnars sendar
innilegar samúðarkveðjur.
Bjarni Guðmundsson.
Það er mikil eftirsjá að Gunnari
Bjarnasyni. Með tungutaki hesta-
manna má segja að Gunnar hafi
verið glæsilegur og fasmikill gæð-
ingur, fjölhæfur, geðgóður og vilja-
mikill, og blessunarlega aldrei full-
taminn. Hefði ekki hentað vel í
keppni á litlum hringvelli. Gunnar
gat farið mikinn, nánast með himin-
hvolfum. Á öllum fundum átti hann
salinn. Hann heillaði flesta og
hrelldi suma. Af dæmafáum dugn-
aði fór hann um lönd og kynnti ís-
lenska hestinn. Hann var sölumað-
ur af guðsnáð og trúði sjálfur öllu
sem hann sagði - og margt af því
var mjög fallegt. Hann er maðurinn
á bak við sigurgöngu íslenska
hestsins víða um heim. Það er dýr-
mætt að hafa fengið að kynnast
Gunnari Bjarnasyni og fyrir þau
kynni skal hér þakkað.
Ragnar Tómasson.
Með þakklátum huga og virðingu
minnist ég vinar míns og samferða-
manns um langt árabil. Eg kynntist
Gunnari Bjarnasyni og fyrri konu
hans Svövu þegar þau vora næstu
nágrannar okkar á Hvanneyri. Á
þeim tíma var Hvanneyri miklu fá-
mennara en í dag og vora húsin á
staðnum ekki mörg. Aðeins örfáir
metrar vora á milli heimila okkar
en Gunnar bjó þá í Álfhóli en við í
Svíra og stóðu bæði húsin á sama
hólnum. Samgangur var að sjálf-
sögðu mikill milli heimilanna.
Gunnar var kennari á Hvanneyri
og hrossaræktarráðunautur Is-
lands á þessum tíma og á ég honum
mikið að þakka fyrir leiðbeiningar
og handleiðslu á mínum fyrstu
skrefum um hrossaræktina. Það
var Gunnar Bjamason sem fyrst
stýrði mér inn á braut hrossarækt-
unarinnar. Það var honum að
þakka að hryssurnar mínar Skeifa
og Komma komust í ættbók. Hann
sagði einfaldlega: „Hryssurnar era
góðar, þú þjálfar þær vel og mætir
með þær á Landsmót á Þingvöll-
um“. Hann hafði svo hvetjandi áhrif
og var aldrei letjandi. Eg fór eftir
orðum hans af bestu getu og undir-
búningurinn að því starfi hófst, sem
síðan hefur loðað við mig og mína
fjölskyldu. Gleymi ég seint þegar
Svava, fyrri kona hans, kom hlaup-
andi yfir tU mín með kveðju frá
Gunnari, sem þá var staddur austur
á landi við dómstörf og úrtökur fyr-
ir Landsmót. Sagði hann að tíminn
væri farinn að líða ansi hratt og
Landsmótið að skella á, skyldi ég
því leggja áherslu á hæga töltið hjá
Skeifu; skeiðið væri öruggt hjá
henni. Þannig hvatti hann og fylgd-
ist með okkur hestafólkinu. Þökk sé
heiðursmanni. Þegar á mótsstað
kom og keppni var hafin var enginn
í raun neðstur. Hann talaði ekki
niður tU okkar, sem sum hver vor-
um með kvíðaherping í maganum.
Allir hestar og menn fengu umfjöll-
un sem framsett var á diplómatísk-
an og rómantískan hátt. Maður
fylltist von og bjartsýni um að hægt
væri að bæta og laga og gera betur,
svo miklu, miklu betur næst!
Oneitanlega verða ýmsar sveiflur
á langri ævi og um tíma fór Gunnar
frá Hvanneyri og gerðist skóla-
stjóri á Hólum í Hjaltadal. En kom
svo síðar aftur að Hvanneyri ásamt
Guðbjörgu, seinni konu sinni og
nýrri fjölskyldu og jörpu hestunum
sínum sem hann hélt mikið uppá.
Við Gunnar og Guðbjörg höfðum þá
saman hesthús á Tungutúnshólnum
og ógleymanlegir voru óteljandi út-
reiðartúramir um Hvanneyrarfit-
ina, niður á Hvítárhól og út í Land
sem kallað var. Þekktum við orðið
þar hverja þúfu. Heimsóknir til ná-
grannanna í Andakíl og Skorradal
vora ógleymanlegar, t.d. Péturs á
Miðfossum, Sigurðar á Indriðastöð-
um, Guðrúnar á Grand, Jóns á
Skeljabrekku, Davíðs á Hvítárvöll-
um, Leifs og Rúnu á Heggsstöðum,
Einars á Hesti og Guðjóns á
Syðstufossum. Þar sem við fengum
á hverjum stað, með kaffinu, fróð-
leik og sögur um hesta og menn.
Gunnar þekkti alla og allir þekktu
Gunnar og ég fékk að kynnast því
með honum. Eg tók eftir að Gunnar
heilsaði ávallt með kveðjunni:
Komdu sæll, vinur, eða sæl vin-
kona. Kvaddi hann á sama hátt.
Hann umgekkst alla að heldri
manna hætti með miklum glæsi-
brag. Hann var alltaf vel klæddur á
hestamótum og öðrum mannfagn-
aði og þegar hann mokaði undan
hestunum sínum eða kenndi þeim
var hann alltaf í hálfsíðum sloppi,
alltaf hreinn og snyrtilegur.
Gunnar var hugsuður og framúr-
stefnumaður og langt á undan sinni
samtíð. Hann hafði stóra framtíðar-
drauma um íslenska hestinn og
kom þeim til skila til þeirra sem
vildu hlusta og skilja og þeim fjölg-
ar óðum. Hann var fullur af eld-
móði og án vanmetakenndar. Að
hlusta á Gunnar lýsa dómum kyn-
bótahrossa var sérstök upplifun,
engum leiddist á meðan. Hann
hafði algert og óþvingað vald á blæ-
brigðum íslenskrar tungu og nýtti
sér þessa hæfileika sína vel. Hann
var diplómat af Guðs náð.
Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest.
Og hleyptu á burt undir loftsins þök.
Hýstu aldrei þinn harm. Það er best.
Að heiman, út, ef þú berst í vök.
Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bæt-
ist,
ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist.
Við fjörgammsins stoltu og sterku tök.
Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta
rætist.
(Einar Ben.)
Gunnar eignaðist sanna trú og
athvarf hjá Guði sínum bæði í gleði
og sorgum.
Far þú í friði, kæri vinur, og
hafðu kæra þökk fyrir það sem þú
varst mér og minni fjölskyldu. Inni-
legar samúðarkveðjur sendi ég að-
standendum og vinum.
Sigurborg Ágústa Jónsdóttir.
Kveðja frá Félagi hrossabænda
Einn merkasti maður í sögu
hrossaræktar og kynningu íslenska
hestsins er fallinn. Ekki er ætlun
mín að rekja feril Gunnars Bjaraa-
sonar hér en afrek hans í þágu
hrossaræktenda á Islandi era ótelj-
andi. Ég kynntist Gunnari sjálf
ekki fyrr en ég tók til starfa fyrir
Félag hrossabænda fyrir rúmum
tveimur áram. Þá hafði ég lesið um
þennan merka mann og fylgst með
verkum hans frá barnsaldri og þótti
því mikið til um þegar hann bank-
aði upp á hjá mér einn morguninn
og bauð mig velkomna til starfa.
Handtak hans var þétt og ekki er
því að neita að mér hafi þótt nóg
um þegar hann spurði mig hvemig
væri að vera komin í skóna hans.
Ég svaraði því til að það væri
spennandi, en innst inni hugsaði ég
að sama væri hvað ég legði á mig
og næði fram í nýju starfi, aldrei
myndi ég passa í skóna hans Gunn-
ars Bjarnasonar. Gunnar var þá um
áttrætt og hafði enn fyrir sið að
koma akandi í morgunkaffi í
Bændahöllina. Oft heimsótti hann
mig og ræddi markaðssetningu ís-
lenska hestsins, þessa fjársjóðs
sem honum var svo í mun að kynna
fyrir heimsbyggðinni allri. Mér
þótti vænt um þessar morgunheim-
sóknir og oft fórum við á flug í hug-
myndum um aðferðir við að koma
íslenska gæðingnum á framfæri.
Eldmóður og leiftrandi hugmynda-
auðgi einkenndi alla framsetningu
Gunnars og auðvelt var að sjá
hvernig hann hefur sannfært fólk
um ágæti hestakyns okkar í gegn-
um tíðina. Sögur Gunnars af upp-
hafi markaðssetningar erlendis eru
ógleymanlegar og ævintýri eins og
ferð nokkurra knapa á íslenskum
hestum yfir gervöll Bandaríkin árið
1976 era ótrúleg.
Af Gunnari gustaði alla tíð og
eins og hann segir sjálfur á bls. 13. í
1. bindi Ættbókar og sögu íslenska
hestsins var sjaldan lognmolla í
kringum hann: „Oft hefur loft verið
lævi blandið; skoðanamunur og
átök; fólk hefur staðið í hópum
saman í freyðandi brimgarði geð-
hrifa; menn hafa orðið fjandmenn á
stund dómsúrskurðar, og aðrir hafa
bundist hlýjum vináttuböndum í
bili á friðsælum stöðum í jaðri lit-
ríkra og ólgandi hestaþinga.“
Þannig var Gunnar Bjarnason,
ákveðinn eldhugi, umdeildur maður
sem, að öðrum ólöstuðum, stóð að
baki kynningu íslenska reiðhestsins
fyrir heimsbyggðinni og lagði
þannig grunninn að uppbyggingu
hinnar miklu atvinnugreinar sem
hrossaræktin og hestamennskan er
orðin í dag.
Fyrir hönd Félags hrossabænda
þakka ég Gunnari hans ómetanlega
framlag í þágu hrossaræktar á Is-
landi og sendi börnum Gunnars og
öðram aðstandendum samúðar-
kveðjur.
Hulda G. Geirsdóttir.
„Þú sverfur og sverfur en nærð
mér aldri á fluginu." (M.Joch).
Þessu svaraði skáldið ábendingu
um að ljóðin ætti að snurfusa og
vanda.
Sá er fer með brandi orðsins og
vill framfarir, hann læðist ekki með
löndum heldur gnæfir yfir með
hvatningu og mælsku. Hann er
hrópandinn.
Samferðamenn setur hljóða fyrst
en þurfa síðan að mótmæla og tína
til alls kyns ómerkilegt svo úr verði
andsvar.
Brautryðjandinn færir steina úr
stað, þá geta aðrir fótað sig á vegi.
Síðar er vegurinn jafnaður og fyllt í
holur.
Það era einhver mannleg við-
brögð að gera þann er fyrstur fór
tortryggilegan og varast að skipa
honum í fylkingarbrjóst.
Arnsúgurinn er mikilfenglegur.
En aðrir fuglar hræðast hann.
Á kveðjustund minnumst við
þess sem skar sig úr fjöldanum.
Var langt yfir miðlungsmarkinu,
meiri en flestir samferðamenn til
vitsmuna og vera.
Gunnar Bjarnason var af sterk-
um stofni kominn. Margt af því
fólki hefir frekar viljað sjá glæsi-
spretti en dóla yfir hlutunum.
Að ferðalokum er rétt að horfa
um stund yfir sviðið. Áhrif Gunnars
Bjarnasonar á íslenska hesta-
mennsku, ræktunarstarf og sess
hestsins í nútímanum eru augljós
sannindi, samanburður við upphaf-
ið og glæstar sýningar nú eru frá-
leitar. Merkinu hefir verið haldið á
lofti.
Deilur manna á milli era aukaat-
riði. Hugsjónir haldast betur vak-
andi en ef lognið leggst yfir.
Það er takmörkuð speki að
gleyma upphafinu.
Ræktun reiðhestsins kom í hlut
Gunnars. Hann tók við embætti
hrossaræktarráðunauts sama ár og
þjóðir heims rannu saman í stríði.
Islendingar sáu peninga fyrst fyrir
vinnu sína svo gagn væri að.
Dráttarvélin var ekki nema
nokkur ár að leysa hestinn af hólmi.
Jeppinn var e.t.v. enn skæðari. Lán
okkar liggur í því að sannur bylt-
ingarmaður reisti merki sitt svo
fagmannlega að bæði hesturinn og
jeppinn hafa tekið miklum framför-
um.
Nokkrir vora þeir er héldu í
horfinu, hestamennska og ræktun-
arstarf hafa aldrei lognast út af.
Ráðunauturinn ungi hafði fast und-
ir fæti en um tíma varla meira en
sem svarar stiklunum á breiðu vaði.
Við þessar aðstæður var verk
Gunnars Bjarnasonar að hvetja
fólk til hestamennsku og að rækta
reiðhestinn.
Á miðjum starfstíma ráðunautar-
ins var komið í framkvæmd fyrsta
landsmóti hestamanna. Nú sem áð-
ur var hugsað hátt. Fólkið í landinu
og íslenski hesturinn eiga saman
einn stað öðram fremur. - Þing-
velli.
Ekki einasta er Gunnar Bjarna-
Sjá næstu síðu.