Morgunblaðið - 10.10.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 10.10.1998, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bíll eyði- lagðist á Langárbrú FÓLKSBÍLL gjöreyðilagðist þeg- ar hann rakst harkalega á brúna yfir Langá á Mýrum laust eftir kvöldmat í gær. Hjón voru í bílnum með tvö böm og voru öll í beltum. Kvörtuðu þau um stirðleika eftir að bíllinn hafði kastast til. Bíllinn var á leið vestur á Snæ- fellsnes og mætti bíl sem var á suð- urleið við brúna yfir Langá. Sá bíll fór á undan inn á brúna en hinn taldi hann myndu doka við. Þegar bflstjóri bflsins á suðurleið sá að hætt var við árekstri gaf hann dug- lega inn og slapp yfir brúna en hinn bfllinn nauðhemlaði og lenti á brúarleiðaranum hægra megin. Þaðan kastaðist bfllinn inná brúna, á handriðið vinstra megin og aftur til hægri og er gjörónýtur eftir. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi fór hér betur en á horfðist og var bfllinn ekki langt frá því að kastast gegnum brúarhandriðið og ofan í ána. Fólkið var flutt á heilsu- gæslustöðina í Borgamesi til að- hlynningar. Enn Vínnur Þröstur ÞRÖSTUR ÞórhaOsson vann sína fjórðu skák í röð þegar ísland gerði jafntefli við Kasakstan á Ölympíuskákmótinu í Kalmykíu í gær. Islenska sveitin hefur 22 vinn- inga eftir 10 umferðir en Rússar era efstir með 27 vinninga. Sveit Bandaríkjanna hefur hálfum vinn- ingi minna. Þessar þjóðir mættust í gær og skildu þá jafnar. ■ Þröstur/69 KÝRNAR í Efra-Langholti í Hrunamannahreppi voru að vonum ánægðar þar sem þær röðuðu sér við fóðurkálið á akrinum en mikil spretta -rT s / o/ v i s 1 • var á grænfóðri í sumar i |\ A7~F* 1 TDnllT*K íl |l argróða. Var ekkiannað X X LAJ- 1VClAA fijótlega fara langt með ; Morgunblaðið/Sig. Sigmundsson var á grænfóðri í sumar eins og á öðrum jarð- ~ að sjá en að þær myndu allt stykkið. Samkomulag náðist um launamál starfsmanna Technopromexport Gengið var að öllum kröf- um verkalýðsfelaganna RÚSSNESKA íyrirtækið Techno- promexport hefur fallist á allar kröfur Félags járniðnaðarmanna og Rafiðnaðarsambandsins um leiðréttingu launa útlendra starfs- manna sinna. Guðmundur Gunn- arsson, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins, áætlar að Techno- promexport muni þurfa að leggja út hátt í 20 milljónir íslenskra króna í aukagreiðslur vegna endur- skoðunar á fjölda yfirvinnutíma og breyttrar röðunar í launaflokka. Guðmundur segir að með þessum leiðréttingum muni útborguð laun starfsmanna allt aðþví tvöfaldast. Samkomulag Technopromexport og íslensku verkalýðsfélaganna var undirritað á skrifstofu Rafiðnaðar- sambandsins á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þær upplýsingar hafa einnig borist Landsvirkjun í gegnum skrifstofu alþjóðlegs endurskoðun- arfyrirtækis í Moskvu að sam- kvæmt rússneskum lögum muni verkamennirnir á næsta ári fá Helmingur starfsmanna sendur heim fyrir 1. nóvember dregna frá skatti þá upphæð sem þeir hafa greitt í skatt á Islandi. Guðmundur segir að samkvæmt samkomulaginu muni verkalýðsfé- lögin snúa sér til Landsvirkjunar ef frekara ósamkomulag verður um launagreiðslur til starfsmanna Technopromexport. Guðmundur segir að á fimmtu- dagskvöld hafi Technopromexport borgað starfsmönnum út 1.000 dollara, eða um 70 þúsund íslensk- ar krónur, í laun fyrir september. Þær greiðslur sem upp á vantar fyrir allt tímabilið eiga að verða greiddar út í næstu viku. Leitað verður til íslenska sendiráðsins í Moskvu til að koma greiðslum til þeiraa tveggja starfsmanna sem þegar era farnir úr landi. Andrei R. Yankilevsky, einn framkvæmdastjóra Technoprom- export, segist mjög sáttur við sam- komulagið og telur að breytingam- ar á launagreiðslum séu ekki stór- vægilegar. Hann fagnar því að það hafi verið viðurkennt að Techno- promexport hafi gert rétt í því að innheimta skatta af launum starfs- manna íyrir rússnesk yfirvöld. Munum leita eftir fleiri verkefnum á Islandi Yankilevsky segir að Techno- promexport muni halda áfram að leita eftir ng bjóða í verkefni á Is- landi. „Þetta var fyrsta skrefið og það var erfitt því við þekktum ekki löggjöfina, reglumar og siðina. Nú höfum við kynnst vel kröfum Landsvirkjunar og verkalýðsfélag- anna og munum því standa betur í samkeppninni við önnur fyrirtæki. Okkur líkar vel við landið og fólk- ið, loftslagið er svipað og í Rúss- landi.“ Samkomulagið náðist að loknum fundahöldum sem stóðu í nær allar gærdag í húsi Landsvirkjunar vic Háaleitisbraut, en þar era einnig skrifstofur Rafiðnaðarsambands- ins. Yfirmenn Technopromexpori funduðu ýmist með forystumönn- um verkalýðsfélaganna eða stjóm- endum Landsvirkjunar. Yankilevsky segir að á næstr vikum verði starfsmenn fyrirtækis- ins sendir heim í áfóngum og ei gert ráð fyrir að aðeins verði eftii helmingur 1. nóvember. Stefnt vai að því að 4-5 færu heim nú um helgina. Um miðjan nóvember é verkinu að vera lokið og fara þá all- ir á brott að undanskfldum nokkram mönnum sem eiga ac ganga frá og senda vinnutæki aftui til Rússlands. Yankilevsky og E Subbota, framkvæmdastjóri Elect- rosevkavmontaj, undirverktaks Technopromexport, munu halda aftur til Rússlands í dag. Körfu- boltavefur á Netinu MORGUNBLAÐIÐ á Netinu hefur opnað sérstakan vef sem tileinkaður er körfubolta. A Körfuboltavefnum er að finna upplýsingar um öll lið og alla leikmenn úrvalsdeildar karla, stöðutöflu, umferða- töflu og lýsingar á öllum leikj- um. Á vefnum verður fylgst með gangi leikja í úrvalsdeild- inni og úrslit birt um leið og leikjum lýkur. Einnig verður haldið utan um ítariega töl- fræði úr leikjum úrvalsdeild- arinnar. Á vefnum verður að finna allar helstu fréttir úr körfuboltaheiminum, þótt sjónum sé aðallega beint að úrvalsdeild karla. LLijDOii ►Aldarafmæli Guðmundar G. Hagalfns Dagur Dagbókarinnar haldinn í vikunni Miklabæjar-Solveig í Þjóðleikhúsinu Samtal við Helga Tómasson Körfubolti DHL-deildin www.mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.