Morgunblaðið - 10.10.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.10.1998, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁLSKIPIÐ maraði í hálfu kafi þegar varðskipsmenn komu að þvf. „Draugaskipið“ er talið vera rússneskt álskip TALIÐ er að skipsflakið, sem varðskipið Ægir tók í tog í fyrra- dag 50 sjómflur norðaustur af Glettingi, sé rússneskur kapal- bátur sem tilheyrt hafi rússneska sjóhernum. Skipið er allt smíðað úr áli og segir Helgi Hallvarðs- son, yfirmaður gæslufram- kvæmda, að það renndi stoðum undir þá kenningu að það hafi tilheyrt. sjóhernum. Varðskipsmenn dældu sjó úr skipsflakinu í gærmorgun þar sem það lá uppi í íjörunni í Seyð- isfirði. Flakið er 13 metra langt og 4,5 metrar á breidd. Töldu þeir flakið vera rússneskt þar sem rússneskir stafir voru á raf- magnstengiboxum. Skipið hefur verið notað sem kapalskip, sennilega á vegum sjóhersins, þar sem grá málning sést víða. Aftast í yfirbyggingu er stór tromla, um þriggja metra breið. Tromlan var tóm. Enginn vélbúnaður var um borð í flak- inu en leifar af rafmagnstöflum voru í afturskipinu. „Það veit enginn hvað hefur gerst þarna. En hver einasti lilutur skipsins er úr áli. Allur skrokkurinn, tromlan og hver bolti. Skipinu hefur því aldrei stafað hætta af segulduflum. Öll skip úr stáli setja sprengingu af stað í seg- ulduflurn," segir Helgi og bætir við að það renni stoðum undir þá kenningu að skipið hafí tilheyrt rússneska sjóhernum. Engin skrúfa sjáanleg Til stóð að draga flakið ofar í fjöruna á flóði í gær. Svo virðist sem það hafi flotið á tromlunni þar sem engin loftrými eru sjá- anleg í flakinu. Engin skrúfa var sjáanleg í flakinu, aðeins stýri. Segir Helgi að þetta bendi til þess að skipið hafi verið dregið af öðru skipi og notað til þess að leggja út kapla. Helgi segir að ekki hafi verið ákveðið hvað verði um flakið. Morgunblaðið/Guðmundur S. Valdimarsson ÁLSKIPIÐ liggur nú í fjöru í Seyðisfirði þar sem það verður kannað nánar. VARÐSKIPSMAÐUR fer um borð í skipið. Halldór Friðriks- son flugstjóri um nýjan Garde- moen-flugvöll Lengri brautir og meira at- hafnarými „HÉR er mjög ólíku saman að jafna því á Gardemoen eru tvær mun lengri flug- brautir en á Fornebu þar sem er ein þokkaleg braut, meira athafnarými á flug- hlöðum og fleiri stæði,“ sagði Halldór Friðriksson, flug- stjóri hjá Flugleiðum, en hann flaug í gær ásamt Bjarna Frostasyni flugmanni til Óslóar og lenti á hinum nýja velli. Þeir fljúga B 757- 200 þotum. Fyrsta ferð Flugleiða til Gardemoen var í fyrradag og var flugstjóri þá Hafsteinn Pálsson en hann flýgur 737- 400 þotum. Brautirnar á Gar- demoen liggja samsíða, 11.800 og 9.700 feta langar. Halldór segir það þýða meiri afköst og er önnur brautin þá einkum notuð fyrir flugtök en hin lendingar þegar um- ferð er mest. Til samanburð- ar má nefna að brautin á Fornebu er tæplega 8 þús- und feta löng en brautirnar á Keflavíkurflugvelli um 10 þúsund fet. Halldór segir umhverfi flugvallanna beggja hæðótt en í Fornebu takmarki byggðin lengingu flugbrauta og því hafi verið ákveðið að Gardemoen yrði framtíðar- völlur. „Hér er líka mun meira rými á jörðu niðri, betra að athafna sig og fleiri stæði þannig að flugfélög geta nú fyrst hugað að tíðari ferðum sem varla var unnt á Fomebu. Gardemoen á eftir að afkasta mun meiri umferð en unnt var á Fornebu. Við ákveðin brautarskilyrði þurfti líka að takmarka vigt- ina á 737 þotunum sem ekki verður þöi-f á við Gar- demoen,“ sagði Halldór enn- fremur. Halldór er einn svonefndra leiðarflugstjóra hjá Flugleið- um, þ.e. hefur umsjón með reglubundinni þjálfun flug- manna. Dómsmálaráðherra um frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögunum Meiri áhersla lögð á fjárhagslegt tjón DÓMSMÁLARÁÐHERRA kynnti á ríkisstjómarfundi í gær frumvarp til laga um breytingu á skaðabóta- lögunum. Frumvarpið fer nú til þingflokka stjómarflokkanna og verði það samþykkt þar verður það lagt fram á Alþingi og stefnt að af- greiðslu þess í vetur, að sögn Þor- steins Pálssonar dómsmálaráðherra. Þorsteinn sagði að þarna væri um að ræða niðurstöðu endurskoðunar- nefndar sem hefði verið skipuð til þess að fara yfir ákvæði laganna og fjalla um þá gagnrýni sem fram hefði verið sett á lögin. Nefndin hefði klofnað í afstöðu sinni í meiri- og minnihluta, en frumvarpið gerði ráð fyrir því að álit meirihlutans yrði lögfest. Hann sagði að um væri að ræða nokkrar breytingar á skaðabótalög- unum sem lytu að því að lögð væri meiri áhersla á fjárhagslegt tjón í staðinn fyrir læknisfræðislegt mat. I þeim tilvikum þar sem ekki væri um að ræða launatekjur væri byggt á lágmarkstekjum og síðan væru gerðar ákveðnar breytingar á margföldunarstuðli laganna. Þá væru gerðar tillögur um að greiðsl- ur þriðja aðila drægjust frá bótum og því væri flókið mál að átta sig á því hvaða heildaráhrif breytingam- ar hefðu. Talsverður styr hefur staðið um skaðabótalögin frá því þau voru samþykkt á Alþingi og sagðist Þor- steinn aðspurður vonast til þess að sátt gæti náðst um málið með þess- ari niðurstöðu, en það ætti auðvitað eftir að koma í ljós. „Ég vona að hún leiði til meiri sátta um frum- varpið. Það var tilgangurinn með því að setja þessa endurskoðun af stað, en sjálfsagt verður það nú aldrei svo að allir verði á eitt sáttir,“ sagði Þorsteinn. Samfelldur margfeldisstuðull til 75 ára aldurs I athugasemdum við lagafrum- varp meirihluta nefndarinnar segir að helstu breytingar frá gildandi lögum séu að við útreikning bóta fyrir varanlega örorku sé notaður samfelldur margfeldisstuðull til 75 ára aldurs. í gildandi lögum sé fast- ur margfeldisstuðull sem lækki frá 26 ára aldri. í öðru lagi sé við ákvörðun bóta fyrir varanlega ör- orku miðað við fjárhagslegt örorku- mat fyrir alla slasaða en ekki ein- ungis þá sem nýti vinnugetu sína til að afla tekna. I þriðja lagi séu árs- laun til ákvörðunar bóta miðuð við meðalatvinnutekjur slasaða síðustu þrjú almanaksárin fyrir slys. í gild- andi lögum sé miðað við heildar- vinnutekjur slasaða síðustu 12 mán- uði fyrir slys. Tekin sé upp lág- markslaunaviðmiðun við útreikning bóta fyrir varanlega örorku, en há- mark viðmiðunarlauna sé óbreytt. Þá er reglum um frádrátt frá skaðabótakröfu vegna varanlegrar örorku breytt þannig að auk þeirra greiðslna sem nú dragist frá komi greiðslur frá almannatryggingum til frádráttar og hluti örorkulífeyris frá lífeyrissjóði. Bótai’éttur 70 ára og eldri vegna varanlegrar örorku er rýmkaður og breytt er orðalagi um tímamark þegar tímabundinni örorku lýkur. Einnig eru rýmkaðar heimildir til þess að ákveða álag á miskabætur og fellt er niður ákvæði um að bætur falli niður nái miska- stig ekki 5% og ársvextir af bótum samkvæmt 16. grein eru hækkaðir úr 2% í 4,5%. Loks er gerð veruleg breyting á reglum um örorkunefnd samkvæmt 10. gr. skaðabótalaganna. Meðal annars er aðalreglan sú að málsað- iljar afli sér sjálfir sérfræðilegra álitsgerða um örorku- og/eða miska- mat, en hvor aðili um sig hafi rétt til að skjóta slíkum álitsgerðum til ör- orkunefndar til endurmats. Örorku- nefnd verður einungis matsaðili á fyrsta stigi þegar málsaðilar óska þess sameiginlega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.