Morgunblaðið - 10.10.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.10.1998, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hátíð við upphaf kirkjuþings HÁTÍÐ sem markar upphaf nýs kirkjuþings hefst í Dómkirkjunni klukkan 20 á sunnudagskvöld. Kirkjuþing stendur á ýmsum tímamótum þar sem nú eru 40 ár liðin frá því fyrsta kirkjuþing var haldið, í ár starfar það í fyrsta sinn eftir nýjum lögum um mál- efni kirkjunnar og með nýjum biskupi. Guðsþjónustan er öllum opin. „Með guðsþjónustunni minnum við á að þjóðkirkjan er íslenskust þess sem ísienskt er eftir þúsund ára samfylgd við þjóðina, samofin lífí hennar og örlögum," segir Karl Sigurbjörnsson biskup. „Um leið er hún alþjóðlegt samfélag og það kemur skýrt fram í guðsþjón- ustunni þar sem menningararf- leifð okkar mun óma i sálmum og stefjum jafnframt því sem þar munu hljóma söngvar frá Suður- Ameríku og Suður-Afríku og text- ar heyrast á þessum tungum. Ég minnist á þetta alþjóðlega samhengi vegna þess veruleika sem samfélag okkar horfist í augu við, samfélag sem er á stundum svo grimmilegt á mörgum sviðum. Múrar hafa fallið og landamæri þurrkast út en við sjálum líka alls konar merki um þjóðernisremb- ing og óbilgirni, hatur og mann- fyrirlitningu í nafni þjóðernis eða trúar. Kirkjan okkar á að sýna að hún vill í nafni Krists standa gegn öllu slíku og verða tákn og afl ein- ingar og sáttargjörðar," segir biskup ennfremur. Af þessu tilefni er þess einnig minnst að 50 ár eru um þessar mundir liðin frá því að Alkirlgu- ráðið var stofnað og var íslenska þjóðkirkjan meðal stofnenda. Inn- an vébanda þess eru 330 kirkjur í 100 löndum og leitast ráðið við að styrkja samstarf kirkjudeilda, styrkir rannsóknir í guðfræði og vinnur gegn ranglæti og kúgun. Við guðsþjónustuna í Dómkirkj- unni prédikar biskup, margir prestar þjóna fyrir altari og Mar- teinn H. Friðriksson sér um orgel- leik. Messusönginn leiðir ung- lingakór Grafarvogskirkju, sem er yngsti söfnuður þjóðkirkjunn- ar. --------------- Nýir menn 1 kirkjuráð NÝTT kirkjuráð verður kosið á kirkjuþingi. Það skipa tveir leik- menn og tveir prestar en biskup er í forsæti. I kirkjuráði hafa setið séra Hreinn Hjartarson, séra Sigurjón Einarsson, fyrrverandi prófastur, Helgi K. Hjálmsson og Gunnlaug- ur Finnsson. Tveir gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í kirkjuráði, þeir séra Sigurjón, sem hefur nýverið látið af störf- um, og Gunnlaugur, en hann hef- ur setið á kirkjuþingi og í kirkju- ráði frá árinu 1976. ------♦-♦-♦---- Fundir í safn- aðarheimili Háteigskirkju FUNDIR kirkjuþings fara að þessu sinni fram í safnaðarheimili Háteigskirkju, en mörg undanfar- in ár hefur þingið fengið inni og notið góðs atlætis í Bústaðakirkju. Áður voru fundirnir um skeið haldnir í Hallgrímskirkju og þar áður í Neskirkju. Þannig má segja að kirkjuþingsfundir séu í róleg- heitum færðir á milli kirkna og safnaðarheimila borgarinnar. Kirkjuþing hefur alltaf verið háð í Reykjavík og fyrsti fundur þess fór fram á Fríkirkjuvegi 11. Kirkjuþing með nýju fyrirkomulagi sett á mánudagsmorgun Morgunblaðið/Kristinn ÞAU leggja á ráðin áður en kirkjuþing hefst. Frá vinstri: Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri, Karl Sigurbjörnsson biskup, Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari, Hanna Sampsted fulltrúi og Sigríður Dögg Geirsdóttir fjármálastjóri. Forseti þingsins kjörinn úr hópi leikmanna NÝTT kirkjuþing sem kjörið var í sumar kemur til fyrsta fundar síns á mánudag en þingið hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni á sunnudagskvöld. Ný lög um starf- semi þjóðkirkjunnar tóku gildi um síðustu áramót sem þýða talsverðar breytingar á störfum kirkjuþings. í ár eru liðin 40 ár frá því kirkjuþing kom fyrst saman, í október 1958. „Það er því ástæða til að marka þessi tímamót með fyrirbæn og fögnuði í sérstakri guðsþjónustu í Dómkirkjunni,“ sagði herra Karl Sigurbjörnsson biskup í samtali við Morgunblaðið en hann var beðinn að greina frá helstu nýjungunum í starfi kirkjuþings. „Kirkjuþing hafði áður hvorki völd né fjárráð heldur var fyrst og fremst ráðgefandi samkunda þar sem lagðar voru fram tillögur og fjallað um lagafrumvörp," segir biskup. „Fram til ársins 1982 kom kirkjuþing aðeins saman annað hvert ár en upp frá því á hverju ári og varð kirkjuþing við það nokkru styrkara." Er myndug samkoma „Það sem hefur breyst núna er að kirkjan starfar frá síðustu ára- mótum eftir nýjum lögum og fær þar með aukið hlutverk og vægi. Kirkjuþing verður nú æðsta stofn- un þjóðkirkjunnar og er myndug samkoma sem starfar í umboði þjóðkirkju sem ber fulla ábyrgð á málefnum sínum innan ramma lag- anna. Kirkjuþing hefur nú á valdi sínu mörg þau mál sem Alþingi hafði áður á sinni könnu.“ Biskup segir að margt hafí því breyst með tilkomu laganna og samningnum um fjármál kirkjunn- ar sem undirritaður var 4. septem- ber. Kirkjan er nú fjárhagslega sjálfstæð, ákveður til dæmis sjálf hvar prestsembætti eru en það var áður á valdi Alþingis. Þá segir hann það ekki minnsta nýmælið að leik- menn eru nú í meirihluta á kirkju- þingi: „Kirkjuþingsfulltrúar, sem kjörnir eru til fjögurra ára í senn, eru 21 og af þeim eru 9 prestar en 12 leikmenn, en hlutfallið var áður Talsverð endurnýjun er á hópi kirkju- þingsfulltrúa en kirkjuþing verður sett á mánudagsmorgun. Eitt fyrsta hlutverk þess er að setja ýmsar starfsreglur. Jóhannes Tómasson kynnti sér helstu breytingar sem verða á störfum kirkju- þings sem nú starfar eftir nýjum lögum. öfugt. Kjörgengir í kirkjuráð úr hópi leikmanna eru aðalmenn í sóknarnefndum, sem samtals eru á þrettánda hundraðið og við kjör leikmanna í sumar varð nær algjör endurnýjun á þeirra hópi. Endur- nýjunin er heldur hægari í hópi prestanna. Þá er sú breyting orðin að biskup er ekki lengur þingforseti heldur er hann kjörinn úr hópi leik- manna. Biskup stýrir fundi í upp- hafi og flytur stefnuræðu en síðan er forseti kjörinn og stjómar hann fundi upp frá því.“ Hafa málfrelsi og tillögurétt Auk hinna kjörinna fulltrúa sitja eftirtaldir kirkjuþing með málfrelsi og tillögurétti: Biskup, fulltrúi kirkjumálaráðuneytis, vígslubiskup- ar og fulltrúi guðfræðideildar Há- skóla íslands. Kirkjuþing er hins vegar opið öllum. Enn ein breyting- in er því sú að biskup hefur þar ekki lengur atvæðisrétt. Hvað finnst biskupi um það? „Ég verð að viðurkenna að ég hefði viljað hafa atkvæðisrétt en fyrir þessu eru ákveðin rök. Stjórn- kerfi þjóðkirkjunnar byggir á tveimur meginþáttum, annars veg- ar af lýðræðislega kjörnum sóknar- nefndum og kirkjuþingi og hins vegar embættiskerfinu, prestum, próföstum, vígslubiskupum og bisk- upi. Þessir tveir stofnar mætast síð- an í kirkjuráði þar sem sitja tveir leikmenn og tveir prestar undir for- sæti biskups íslands." Kirkjuþing verður sett næsta mánudagsmorgun og mun standa næstu 10 daga. Þingið er haldið um tveimur vikum fyrr en áður og segir biskup það m.a. gert til að betri tími gefist til að ljúka afgreiðslu mála fyrir áramót, m.a. úthlutunum úr sjóðum sem áður hefur verið á vor- in. Segir hann það gefa sóknar- nefndum og stofnunum kirkjunnar betra ráðrúm til að skipuleggja verkáætlanir sínar ef vitað er eigi síðar en um áramót hvaða fjárfram- laga megi vænta í hin ýmsu verk- efni sem sótt er um fyrir. Þá leggur biskup mikla áherslu á hátíðina í Dómkirkjunni á sunnudagskvöld og kveðst hann vonast til að sjá þar sem flesta meðlimi kirkjunnar, starfsmenn jafnt sem sóknarbörn. „Við þessa messu biðjum við fyrir störfum kirkjuþings um leið og við minnust þess á hvaða grunni kirkj- an stendur, hverjar rætur hennar eru í sögunni og horfum til framtíð- arinnar. Þjóðkirkjan kveður þessa öld eftir að hafa gengið í gegnum meiri breytingar en um langan ald- ur og er staðráðin í því að mæta 21. öldinni með endurnýjuðum þrótti sem myndug og sjálfstæð, biðjandi, boðandi og þjónandi þjóðkirkja." Eitt fyrsta verkefni kirkjuþings er að setja starfsreglur um ýmsa málaflokka kirkjunnar innan þeirra marka sem lögin ákveða. „Þetta er um tugur starfsreglna um margvís- leg málefni sem áður voru ákveðin að mestu í lögum. Dæmi um þetta eru um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma, reglur um val á prestum, reglur um kjör kirkju- þings og um störf sóknarnefnda. Auk þess liggja fyrir drög að jafn- réttisáætlun kirkjunnar og reglum um hvernig fara eigi með kynferðis- brot innan kirkjunnar." Biskup segir þessar starfsreglur hafa verið lengi í undirbúningi og ræddar víða. „Það voru flestar ræddar á kirkjuþingi í fyrra og síð- an hefur farið fram viðamikil kynn- ing og umræða í kirkjunni, á hér- aðsfundum og öðrum fundum víða um land. Þannig vill kirkjan líka starfa, að málefnin fái góða umfjöll- un heima fyrir áður en þau eru tek- in til umræðu á vettvangi eins og kirkjuþingi. Kirkjan er í eðli sínu almanna- hreyfing, það er meginhugsunin í starfi kirkjunnar og stjórntæki hennar eru fyrst og fremst hugsuð í hennar þágu.“ Bæta verður stöðu kvenna Komið er fram að 21 fulltrúi situr á kirkjuþingi og eru það allt karlar nema ein kona sem er í hópi presta. Hefur biskup áhyggjur af því? „Mér kom það á óvart að hlutfall kynjanna skyldi vera svo óhagstætt þar sem þar er mikið mannval og fólk með ólíkan bakgrunn og þetta urðu mér óneitanlega vonbrigði. Þetta kemur á óvart í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur um jafn- rétti innan kirkjunnar og hins að á sama tíma og kjör kirkjuþingsfull- trúa fór fram í sumar sendum við sóknarnefndum drög að jafnréttisá- ætlun kirkjunnar. Kirkjan verður að vinna að því að tryggja og styrkja stöðu kvenna sem svo oft bera hitann og þungann í störfum sóknarnefnda og safnaðanna," sagði biskup. Iiann benti jafnframt á að af þeim 1.250 sem voru á kjörskrá leikmanna eru 46% konur en 54% karlar. „Ég held að þetta leggi enn meiri ábyrgð á kirkjuþing um að láta sér umhugað um að stuðla að því að bæta stöðu kvenna innan kirkjunnar. En ég vil líka leggja áherslu á að kirkjuþingsfulltrúar eru ekki kjörnir til að tryggja ein- hverja ákveðna hagsmuni heldur hagsmuni heildarinnar. Kirkjan skiptist ekki í andstæðar fylkingar í hagsmunatogstreitu, konur-karlar, prestar-Ieikmenn, dreifbýli-þétt- býli, heldur er hún samfylking.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.